Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1978 — Heilbrigðari grundvöllur Framhald af bls. 3 bankann og útbúið kennitölur um rekstur. Þá var nýlega útbúinn bók- haldslykill fyrir heildverzlun og mun félagið veita aðstoð við uppsetningu hans, svo og upp- lýsingar varðandi mögulega tölvuvæðingu fyrirtækja. Þá má nefna að innan félagsins hefur verið mikill áhugi á útbreiðslu starfsemi fyrir verzlun og hefur verið unnið ýmislegt í sambandi við það. Ennfremur hefur komið fram áhugi á því, að heildverzl- un gegni vaxandi hlutverki í dreifingu íslenzks iðnaðar. Að lokum má geta um ýmsa samstarfsaðila innan lands og utan svo sem Verzlunarráð Islands, Kaupmannasamtökin, Verzlunarmannafélagið, líf- eyrissjóði og Verzlunarbankann. Þá er félagið ásamt þessum félögum aðili að Húsi verzlunar- innar og hafa samtök verzlunar- innar ávallt með sér náið samstarf. Kjararáð verzlunar- innar er samstarfsaðili í kjara- málum. FIS hefur samskipti við sam- svarandi erlend samtök, aðal- lega á Norðurlöndum, og eru haldnir annað hvert ár fundir í samtökum Norrænna heildsala- samtaka og var slíkur fundur haldinn hér 1976. Þá hefur félagið nokkur samskipti við alþjóðasamtök heildsala. í dag er stjórn FÍS skipuð eftirfarandi mönnum: Jón Magnússon er formaður, Valde- mar Baldvinsson, Ólafur Haraldsson, Agúst Ármann, Einar Birnir, Richard Hannes- son og Sverrir Sigfússon. I tilefni afmælisins gefur félagið út veglegt afmælisrit í 5000 eintökum. I ritnefnd þess voru Árni Gestsson, Gunnar Ásgeirsson Sigurður Gunnars- son og Sturla Eiríksson. í afmælisritinu segir svo m.a. í ávarpsorðum Geirs Hallgríms- sonar forsætisráðherra: „Stórkaupmenn eu útverðir íslenzkrar verzlunarstéttar og oft ekki síður erindreki þjóðar sinnar á erlendum vettvangi en stjórnskipaðir fulltrúar. Eftir aldalanga einangrun og án innlendrar verzlunarhefðar var ekki heiglum hent að hefja bein viðskipti við erlendar þjóðir. Miklu skipti að strax í upphafi tækist að afla íslandi góðs orðs meðal erlendra viðskiptavina. Áreiðanleiki ásamt framsýni voru einkenni brautryðjendanna í íslenzkri stórkaupmannastétt. Býr þjóðin enn að þessum orðstír í helztu viðskiptalöndum sínum, enda hafa eftirmenn brautryðjendanna verndað þennan dýrmæta arf.“ Þá er ávarp Ólafs Jóhannes- sonar, viðskiptaráðherra, þar sem hann segir m.a.: „Á ofan- verðri 18. öld, þegar verzlun var gefin frjáls fyrir þegna Dana- konungs fór að rofa til í þessum efnum. Enn varð breyting til batnaðar árið 1855, þegar verzl- unin var gefin frjáls þegnum allra þjóða. Baráttan fyrir verzlunarfrelsi var ávallt í órofa tengslum við sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Það var því ekki fyrr en hillti undir sjálfstæði að þátttöku landsmanna sjálfra tók að gæta að mun í verzlun- inni. Fór mest allur innflutning- ur landsmanna um hendur danskra kaupmanna allt til loka síðustu aldar. Á þessum merku tímamótum er við hæfi að líta til þessara ófrelsisalda til samanburðar við stöðu mála nú. Þá sést, að framfarir í verzlunarmálum, sem flestar umbætur, sækja þrótt sinn til sjálfstæðis lands- ins og lýðræðiskipulags þess.“ í afmælisritinu kemur fram að í fyrstu stjórn félagsins voru: Arent Claessen formaður, Björn Ólafsson ritari, Hallgrímur Benediktsson varaformaður, Starfsmannafélög—einkaaðilar Þetta sumarhús er til sölu 3 svefnherbergi, salerni, eldhús og stofa. Húsgögn, dínur, eldavél, vatnshitari o.fl. fylgir. 220 v. raflögn er í húsinu. Nánari upplýsingar í síma 52257 eftir kl. 7 á kvöldin. ÍGEGNUM U0GUNA! Með áskrift að Vísi færðu fréttir dagsins g/óðvo/gar í gegnum /úguna til lesturs þegar þér hentar, hvort sem þú ert heimavinnandi eða grípur til hans þegar heim kemur að loknum vinnudegi. Áskrift er ekki aðeins þægi/egri fyrir þig, heldur einnig hagkvæmari auk þess að gefa glæsilega vinningsvon. 1 .júní verður dreginn út Simca GLS frá Chrysler íáskrifendagetraun Vísis, léttum og skemmtilegum leik,sem þú tekur að sjálfsögðu þátt I gerist þú áskrifandi. SANNAÐU T/L. MEÐÁSKRIFTÁTTU STÓRKOSTLEGA VINNINGSVON OG FÆRÐ FRÉTTIR DAGSINS FRÁ FYRSTU HENDI, íGEGNUM LÚGUNA. Síminn er 8 66 11. Ingimar Brynjólfsson féhirðir og Magnús Th. S. Blöndahl meðstjórnandi. Þá eru í afmælisritinu ýmsar greinar, sem lýsa ástandinu í verzlunarmálum íslendinga fyrr og nú, og þeirri þróun, sem átt hefur sér stað eftir að verzlunin var gefin frjáls 1855 og þar til íslenzkir kaupmenn tóku við henni úr höndum Dana. Lýst er aðdraganda að stofnun fyrstu heildsöluverzlunarfyrirtækjanna upp úr síðustu aldamótum. Það voru fyrirtæki Garðars Gísla- sonar og O. Johnson & Kaaber. Þá má nefna greinar um ýmsa þætti úr sögu FÍS og áfanga í starfi félagsins. — Minning Framhald af bls. 26 frá 1. jan. 1944 í tólf ár og síðan skrifstofustjóri til starfsloka. Hann kostaði kapps að rækja störf sín af stakri samviskusemi, trúr bankanum og réttsýnn í garð starfsfólksins. Hann var mikill félagshyggjumaður og lagði jafn- an góðum málum lið sitt. Mörg fyrstu starfsár Starfs- mannafélags Útvegsbankans, er hann var einn í hópi stofnenda, var hann gjaldkeri þess. Henrik Thorarensen var um tveggja ára skeið formaður Sam- bands íslenzkra bankamanna. Hann var einnig þekktur fyrir ötul og óeigingjörn störf og forystu í félagssamtökum skátahreyfingar- innar á Islandi. Var hann orðinn varaskátahöfðingi íslands, er hann hætti virkum störfum í þeim gagnmerka félagsskap. Að vegferð þessa lífs lokinni, þökkum við gamlir starfsfélagar Henriks í Útvegsbankanum ánægjulega samferð og órofa vináttu með bæn um að hans bíði vor og birta í nýjum heimkynnum annars lífs. Við vottum eiginkonu og dóttur einlæga samúð. Adolf Björnsson. — Afmæli Sören Framhald af bls. 20 um eignir sínar með sixpensara á höfði og undarlega hreinum fötum, eins og dalamaður í kaupstaðar- ferð. Þarna komu hinir ágætustu menn í viðskiptaerindum. Stein- grímur Steinþórsson, sem ráðið hafði hann að Baldursheimi forð- um, lagði ekki í stórhátíðir nema fá svínakjöt hjá vini sínum Bögeskov, ég man ekki hvort það var allt stipmlað. Seljalandsvegurinn lá yfir Háa- leitið og var það leið bóndans til mjólkurstöðvarinnar. Það var ró og festa þarna í Kringlumýrinni 1955. Gömlu Reykjavík þekkti ég af afspurn og lestri góðra bóka. Enn var skarkalinn fyri utan of fast undir fæti. Bögeskov, vinur minn og tengda- faðir, fékk bréf árið 1963. Borgin þurfti á túnum hans að halda. Æðrulaust flutti þessi þéttbýlis- maður sig ofar í holtið og situr nú löngum við gluggann sinn að Safamýri 56 og virðir fyrir sér vaxandi trjágróður og mikla um- ferð á þessum áður sumarhúsa- og kartöflugarðasvæði samborg- aranna. í nær 60 ár hefir ferðin staðið. 10 sinnum hefir hann farið „hjem“. í boði Friðriks Danakon- ungs mætti hann á kjól. Hennar hátign Margrét drottning bauð honum í hús Frímúrarareglunnar á Islandi og nældi í barm hans minnispening Dannebrogsorðunn- ar. Þar fannst mér tvennt fara á skjön við þá góðu reglu, kona húsbóndi og Bögeskov heiðursgest- ur. Af Bögeskov og Ágústu hefi ég margt þegið á liðnum árum. Það mun danskur siður að þakka fyrir sig áður og eftir fenginn beina. Af þessum hjónum hefi ég margt fengið, sem var til saðningar og grundvallar eigin heimilisstofnun. Eg læt duga að þakka þeim fyrir hana Kristínu mína, hún hafði ráðið sig norður til kaupavinnu og tókust með okkur kærleikar. Björn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.