Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.05.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1978 17 hann komst að orði, að allir séu í óða önn að flýja Reykjavík og þess vegna hækki íbúðir helmingi meira í höfuðborginni en annars staðar á landinu. Fulltrúi Alþýðu- bandalagsins kom þá að sjálfsögðu til skjalanna og bjargaði fundin- um, því að hann beindi umræðu- efninu í aðrar áttir og sagði: Ég veit ekki til, að nein ófrjáls félagastarfsemi sé hér og skil því ekki málið — og kom þá hver á fætur öðrum og lýsti yfir því, að þeir skildu ekki málið og urðu minnihlutaflokkarnir sammála um það — án atkvæðagreiðslu. Fulltrúi Alþýðubandalagsins var að sjálfsögðu mjög hreykinn yfir þeim árangri, sem hann hafði náð með þessu innskoti og lýsti því yfir, að borgarstjórinn væri ágæt- ur, en Birgir Isleifur var staðráð- inn í því að gangast ekki upp við neinum gullhömrum úr þeirri átt og sagði, að það væri engan veginn víst, að sjálfstæðismenn héldu borginni. Upphófst þá mikið rif- rildi um það og fullyrtu fram- bjóðendur minnihlutaflokkanna, að sjálfstæðismenn hlytu að halda borginni, hún væri ekki í neinni hættu. En sjálfstæðismenn lýstu yfir því, að hún væri víst í hættu. Nei, hrópaði fulltrúi Alþýðuflokks- ins, hún er í engri hættu. Hún er víst í mikilli hættu, sögðu fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins. Nei, hróp- aði fulltrúi Framsóknarflokksins, hún er í engri hættu — og komu fulltrúar minnihlutaflokkanna sér saman um það, að borgin væri „í engri hættu" og er það eitt af þremur atriðum í þessari kosn- ingabaráttu, sem þeir hafa getað komið sér saman um. Að vísu sagði fulltrúi Framsóknarflokks- ins, að þetta færi dálítið eftir því, hvaða skilning menn legðu í orðið hættu, og bætti því við, að þeir framsóknarmenn hefðu fengið þungar áhyggjur, ef t.d. 27% af starfsgetu Klúbbsins hefði farið í súginn og því væri ástæða til að vera vel á verði. Við þessa yfirlýsingu hrukku menn mjög við, en þó ekki eins og síðar varð á fundinum, þegar fulltrúi Alþýðu- bandalagsins, ung kona og borg- araleg, sem notar strætisvagna eins lítið og unnt er, lýsti því yfir, að hún væri bara alveg á móti þeirri stefnu borgarstjórnar- íhaldsins að reyna ekki að auglýsa strætisvagnaferðir. Flutti hún síðan mikla ræðu og merkilega um strætisvagnaferðir og vakti hún óskipta athygli á fundinum, en þó runnu tvær grímur á ýmsa. Hún sagði, að auglýsa ætti strætisvagn- ana, t.d. með þessum hætti: Hittumst í leið 3 á leiðinni í Leynimel 13, eða: Allir með strætó, allir með strætó, enginn meði Steindóri. En lagði þó mesta áherzlu á, að biðskýli strætisvagn- anna væru upphituð og þar mætti jafnvel koma fyrir svefnskálum með góðum, þægilegum og hlýjum rúmum, t.d. fyrir þá, sem alltaf missa af strætisvagninum. Sagði hún, að þeir væru agalega margir, þegar á heildina væri litið, a.m.k. 27% af starfskröftum strætis- vagnanna. „Allar aukaálög- ur á bifreiða- eigendur renni til yegasjóðs,, ALMENNUR fundur hifreiðaeig- enda haldinn að Höfn í Ilorna- firði. að frumkva'ði FÍB hinn 13. maí s.l.. hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanirs 1. Allar þær álögur sem lagðar eru á bifreiðaeigendur og umferð og teljast umfram það sem al- mennt tíðkast að leggja á aðrar samgöngur og samgöngutæki, renni til vegasjóðs. Ef ekki verði þær skilyrðislaust felldar niður. 2. Nú þegar verði lagt bundið slitlag á þá vegi sem þola það og bent á að nú þegar er stór hluti vegakerfisins tilbúinn til þess en liggur nú undir skemmdum sökum þess að slitlagið vantar. Ferðamála* ráðstefna Ferðamálaráð íslands hefur ákveðið að boða til ferðamálaráð- stefnu, að Hótel Esju dagana 26.— 27. maí n.k. Dagskrá ráðstefnunn- ar er ekki endanlega ákveðin, en fyrirkomulagið verður með svipuð- um hætti og á fyrri ráðstefnum, þannig að fyrri fundardaginn verða flutt erindi, síðan skipta menn sér í starfsnefndir, sem skila áliti og tillögum til umræðna og ályktana á ráðstefnunni, segir í frétt frá Ferðamálaráði. Annars einkenndist fundur þessi einkum af því, að fulltrúar minnihlutaflokkanna töldu alltof mikið af öldruðu fólki í Reykjavík og lækkaði það mjög meðaltekjur borgarbúa, en ekki hefðu þeir á stefnuskrá sinni, fyrir hvaða kattarnef ætti að koma eilífðar- verum þessum. Fulltrúar borgar- stjórnaríhaldsins lýstu eindregið yfir stuðningi við aldrað fólk og fengu nokkurn hljómgrunn, en þó mestan þegar þeir lýstu yfir því, að þeir hygðust ekki „slátra allri einkastarfsemi" í borginni, eins og helzt mátti skilja á fulltrúa sósíalista, en þeir eru eins og kunnugt er sterkasta aflið gegn borgarstjórnarmeirihluta sjálf- stæðismanna og hafa boðizt til þess að hafa forystu um myndun nýrrar stjórnar í borginni eins og fram hefur komið í þessari merku kosningabaráttu um geitur, strætisvagna, slátrun, barnagötur og fólk sem á eigin íbúðir. Af hverju á fólk að eiga eigin íbúðir?, spurði fulltrúi Alþýðubandalags- ins undir lokin og þótti þessi spurning hápunktur hinna merku stjórnmálaumræðna. Samt þykir sjálfsagt, að geitur eigi sína eigin kofa og kýr hafi þak yfir höfuðið, en það var mál sumra að fundi loknum, að svefnskýli strætis- vagnanna gætu e.t.v. leyst bygg- ingarvanda borgarbúa. Lauk svo þessum merka fundi í sátt og samlyndi og fór hver frambjóðandi til sinna geita í strætisvagni. P.S. Að þessum merka fram- boðsfundi loknum var það mál manna að nauðsynlegt væri að Sjálfstæðisflokkurinn héldi meiri- hluta sínum í borgarstjórn Reykjavíkur. Yrði að reyna að koma í veg fyrir, að hinn grá- skeggjaði 19. aldar fræðimaður, Karl Marx, yrði næsti borgarstjóri höfuðborgarinnar. Hann gat að vísu ekki sjálfur mætt á fundinum sökum anna, en átti þó ýmsa formælendur, sem fluttu boðskap hans af rómantískri andagift síns tíma: I fornöldinni fastur ég tóri, sagði Grímur Thomsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.