Morgunblaðið - 24.05.1978, Side 5

Morgunblaðið - 24.05.1978, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 5 Flösku- póstur frá Krísuvík ELLEFU ára skólastúlka frá Hamborg, Margit Schmidt, veiddi nýlega grænleita vín- flösku upp úr ánni Elbu. í flöskunni var bréf frá einhverj- um Jóni Jónssyni, sem segir farir sínar ekki sléttar. Bréfið er dagsett í ágúst 1960, og hljóðar svo í lauslegri þýðingu: “Ég sit hér á lítilli klettasnös. Hér gæti ég þurft að dveljast í fimmtán ár. Ég hef lifað á mjög einföldu fæði frá því brimið skolaðL mér hér upp. Krísuvíkurbjargið er ekki heimili við mitt hæfi. Ef ég aðeins kynni að synda.“ Margit Schmidt með bréfið frá Það fylgir fréttinni í þýzka blaðinu BILD, að verið sé að kanna hvað hafi orðið um Jón Jónsson. Utankjörstað- arkosning Utankjörstaðarkosning á veg- um borgarfógetaembættisins er í Miðbæjarbarnaskólanum. inn- gangur að norðan. Kjörstaðurinn er opinn alla daga frá klukkan 10 til 12, 14 til 16 og frá klukkan 20 til 22. nema sunnudaga og helgi- daga, þá er kjörstaðurinn opinn frá klukkan 14 til 18. Utankjörstaðarkosningin er fyrir þá, sem verða ekki heima á kjördag, 28. maí. í Reykjavik er kosið í Miðbæjarbarnaskólanum eins og áður segir, en annars staðar á landinu geta menn kosið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum. Það eru tilmæli borgarfógetans í Reykjavík, að menn, sem ekki verða heima á kjördag, kjósi sem allra fyrst til þess að forðast öngþveiti síðustu daga fyrir kjör- dag. Sem dæmi má nefna að fyrir síðustu kosningar kusu helmingi fleiri síðustu vikuna fyrir kjördag en vikuna áður og mynduðust þá biðraðir á kjörstað og urðu menn jafnvel að bíða upp undir klukku- stund til þess að komast að. I Kópavogi er utankjörstaðar- kosning í Lögreglustöðinni að Auðbrekku 57, 1. hæð og er kjörstaðurinn opinn alla virka daga frá klukkan 10 til 15 og frá klukkan 18 til 20, laugardaga er opið frá 10 til 12, 13 til 15 og frá 18 til 20, og sunnudaga frá klukkan 10 til 12. Á Akureyri fer utankjörstaðar- kosning fram að Hafnarstræti 107, 2. hæð og er opið allan daginn og fram til klukkan 22 á kvöldin. Lokað er á tímabilinu frá 15.30 til 16.30 og milli klukkan 19 og 20. Utankjörstaðarkosning fyrir Hafnarfjörð og Garðabæ fer fram að Strandgötu 31 í Hafnarfirði og er opin frá klukkan 08.45 til 20 alla virka daga, laugardaga frá klukk- an 10 til 20 og helgidaga frá klukkan 13 til 19. Utankjörstaðarkosning á Sel- tjarnarnesi er á skrifstofu bæjar- fógeta í Mýraarhúsaskóla og er opið alla daga frá klukkan 17 til 20. JNNLENT Fjölmenni hjá Hvöt FULLT var út úr dyrum á fundi Sjálfstæðiskvennafé- lagsins Hvatar í Sjálfstæðis- húsinu á mánudagskvöld. Munu þar hafa verið yfir 300 manns. Tilefni fundar- ins var kynning á þeim konum, sem eru á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum I upphafi fundar ávörpuðu konurnar átta fundargesti og hvöttu þá við góðar undirtektir til að leggja sig fram síðustu vikuna fram að kosningum til að vinna að því að tryggja Sjálfstæðisflokkn- um áframhaldandi forustu í borgarstjórn. En þær eru í sömu röð og þær töluðu: Anna Guð- mundsdóttir leikkona, Þórunn Gestsdóttir húsmóðir, Þuríður Pálsdóttir söngkona, Sigríður Ásgeirsdóttir lögfræðingur, Hulda Valtýsdóttir húsmóðír, Margrét Einarsdóttir ritari, Bessí Jóhanns- dóttir kennari og Elín Pálmadóttir blaðamaður. Að því loknu var tekið upp léttara hjal og flutt við mikla kátínu „heimatilbúin" skemmti- atriði undir stjórn Sigríðar Hann- esdóttur. En konur úr Hvöt brugðu sér þar í ýmis hlutverk. Og leiddu að lokum, ásamt frambjóðendum, fjöldasöng. En að svo búnu flutti formaður Hvatar, Jónína Þor- finnsdóttir, ávarpsorð og bauð til kaffiveitinga i neðri salnum í Sjálfstæðishúsinu. 1700 kr. fyrir kg. af 1. fl. humri VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins hefur ákveðið verð á humri til vinnslu í sumar. Fyrir 1. flokk, þ.e. óbrotinn humarhala 25 gr og þyngri, verða greiddar kr. 1.700 og fyrir 2. flokk, óbrotinn hala 10 gr að 25 gr, brotinn humarhala 10 gr og þyngri, verða greiddar kr. 820. I frétt frá Verðlagsráðinu segir að verðflokkun byggist á gæða- flokkun Framleiðslueftirlits sjávarafurða og að verðið sé miðað við að seljandi afhendi humarinn á flutningstæki við hlið veiðiskips. Það verð sem nú er greitt fyrir 1. flokks humar er um 300 kr. hærra en á s.l. ári. S j álfstæðisflokkiim vantar bfla Sjálfstæðisflokkinn vantar allmarga bíla til að annast þjónustu við kjósendur á kjördag. Er í ráði að hafa bílastöðvar á fjórum stöðum á kjördag í borginni, að Seljavegi 2, Reykjanesbraut 12, Skeifunni 11 og Seljabraut 62. Eru þeir sem geta lánað bíla sína og starfað við þessa þjónustu beðnir að láta skrá sig í símum 86216 og 82900. Segir í frétt frá Sjálfstæðisflokkn- um að sjálfboðaliðar séu beðnir að láta ekki yfirvof- andi bensínskort aftra sér frá því að sinna þessum störfum. AUGLYSfNGASlMINN KR: -•m 22480 JHergtinMabtb Mittisúlpur Verö frá kr. 6950- Stærðir 30—34. og S. M. og L. Myndabolir Rétt spor í rétta átt. Sporin í Torgið. Verð frá kr. 1450- Stærðir fyrir börn og fullroðna. Strigaskór Allar stærðir. Margar gerðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.