Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ; MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 13 Borgarsljóri svarar... Tekið er á móti fyrirspurnum til borgarst jóra í sima 10100 kl. 10-12 mánudaga til föstudags Rykbinda holtið? Þórunn Benediktsdóttir, Barónsstíg 61: Hvers vegna er ekki hægt að rykbinda Skólavörðuholtið, Bar- ónsstígsmegin? Við sem búum beint á móti holtinu erum orðin langþreytt á að berjast við rykið sem berst inní íbúðir okkar. I ofanálag kemur sífellt reyk- ur mikill frá Templarahöllinni. Hverju sætir hann, er ekki hitaveita í húsinu? SVAR. Sem svar við annarri fyrir- spurn svipaðs efnis hef ég skýrt frá því, að í sumar er ráðgert að ganga frá göngubrautum frá Barónsstíg að Hallgrímskirkju og frá Eiríksgötu við gatnamót Mímisvegar að Iðnskóla svo og ræktun meðfram þessum stíg- um, eftir því sem tími vinnst til. Á sumrinu 1979 er síðan ætlunin að fullganga frá ræktunarsvæð- um með trjágróðri og blómum. Hitaveita hefur verið tengd í Templarahöllina, en húseigandi hefur samt kosið að kynda áfram með svartolíu. Það er rétt að af þessu stafar oft mikill reykur og í tilefni af þessari fyrirspurn hef ég beint þeim eindregnu tilmælum til hús- stjórnar Templarahallarinnar, að heita vatnið verði sem fyrst nýtt í stað svartolíunnar. sem það sætir. Er ekki hægt að láta borgina eða stofnanir henn- ar innheimta þetta beint, án milligöngu húsfélagsins? Um leið langar mig að spyrja hvort ekki sé of langt síðan blokkin, sem er í eigu Reykja- víkur hérna rétt hjá, var máluð síðast, það er næstum móðgandi við íbúana hvernig umhirðu hennar er háttað. SVAR. Við byggingu framkvæmda- nefndarblokkanna var það ákvörðun byggjandans að hafa sameiginlegan hitaveitumæli fyrir hverja blokk, auk þess sem sameiginleg rafmagnsnotkun er á einum mæli. Hins vegar munu vera sérstakir rafmagnsmælar fyrir hverja íbúð. Þetta fyrir- komulag mun raunar vera mjög algengt í fjölbýlishúsum í borg- inni. Það er hins vegar ákvörðun hvers húsfélags hvernig inn- heimtu húsgjalda er háttað og gjöldin geta verið mjög mishá eftir því t.d. hversu miklum fjármunum er varið til viðhalds eða til að standa straum af sameiginlegum framkvæmdum íbúanna. Ábending fyrirspyrjanda um fjölbýlishúsin að írabakka 2—16 er réttmæt og er þess að vænta, að unnt reynist að mála húsin nú í sumar. Verri þjónusta? Hvað kostaði gróðursetningin? Tryggvi Hanncsson, Vallhólma 16: — Fyrir nokkru vöru sett niður tré í eyjunni á allri Breiðholtsbrautinni, þrjú tré við hvert niðurfall. Tveimur dögum seinna voru þau öll tekin upp aftur. Hvað kostaði þetta hringl með gróðurinn? SVAR. Umrædd tré munu hafa verið sett niður fyrir mistök og án samráðs við garðyrkjustjóra eða gatnamálastjóra, sem töldu staðsetningu trjánna ranga, þar sem skolast mundi frá rótum þeirra. Nákvæmar kostnaðartöl- ur vegna þessa „hringls" liggja ekki fyrir, en áætla má að þær nemi 40—50 þús. kr. Borgin innheimti? Ólafía Theódórsdóttir, Ferjubakka 6: Ég hef búið í framkvæmda- nefndarblokk í 10 ár. Höfum við lengst af þurft að greiða mun hærri húsgjöld en flestir aðrir hér í nágrenninu. Hefur t.d. verið greitt helmingi hærra en nemur hita og rafmagni, hverju Guðrún Árnadóttir, írabakka 12: Á liðnu hausti var breytt leið 11 gegnum Breiðholt I, þar sem áður var ekið allan hringinn í hverfinu.en nú er 'aðeins farið rakleiðis að verzlununum (Breiðholtskjöri) og til baka. Er því mun lengra fyrir marga í vagninn og yfir bersvæði að fara, erfitt á vetrum. Verður þessu eitthvað breytt aftur, þar sem við teljum mörg að um verri þjónustu sé að ræða? SVAR. Við breytinguna á leið 11 vannst tvennt, annars vegar jókst ferðatíðnin úr 20 mín. í 15 mín. og hins vegar var unnt að nota sömu leið til aksturs í Breiðholti II. Má auk þess benda á, að erfiðara er að tímajafna með hringakstri en fastri enda- stöð. Við upphaf og lok vinnu- dags ekur hins vegar hraðferð fimm sinnum um Arnarbakka. Þá ieysir leið 13 nú ákveðínn vanda þeirra, sem talið var að verst hefðu orðið fyrir barðinu á áðurnefndri breytingu, þ.e. íbúar Stekkjahverfis. Gönguleið frá írabakka að endastöð S.V.R. er tæplega meira en 3—400 m., sem telst viðunandi. Með ofangreindri breytingu er talið að þjónusta við íbúa Breiðholts I sé almennt betri en áður var. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU Al (iLVSIN(ÍA SÍMINN ER: 22480 Bragi Michaelsen skrifar: X-D í Kópavogi Það voru tímamót í Kópa- vogi, þegar Sjálfstæðisflokk- urinn tók við stjórn bæjarins (í samstarfi við Framsóknar- flokkinn) árið 1970. Lögð var að kröfu Sjálfstæðisflokksins áherzla á bætta þjónustu við bæjarbúa. Og hún var stór lega bætt. Til marks um það eru nokkrar staðreyndir. • Hitaveita var lögð í Kópa- vog á árunum 1973—1975, en hún sparar Kópavogs- búum á þessu ári um 900 milljónir króna. • Varanlegt slitlag var lagt á 25% gatnakerfisins á árun- um 1976—1977, en það sparar Kópavogsbúum ótaldar fjárhæðir í rekstr- ar- og viðhaldskostnaði bifreiða. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi stefnir að fullkom- inni þjónustu bæjarins við íbúana. Hann lauk hitaveitu- verkefninu með sóma, þó að einn stuðningsmaður hans, Eggert Steinsen, sem nú er í framboði fyrir S-listann, væri reyndar andvígur því. Brýn- asta verkefni Sjálfstæðis- flokksins á næsta kjörtímabili er að halda áfram gatnafram- kvæmdum, ljúka því verkefni, svo að hægt sé að sinna öðrum. Þeir, sem kjósa Sjálf- stæðisflokkinn í Kópavogi í næstu bæjarstjórnarkosning- um, kjósa áframhaldandi þjónustu við bæjarbúa þeim öllum í hag. Þess vegna segja flestir Kópavogsbúar: X U. Kaffisala J.C. Vík á kosninga- daginn N.K. sunnudag, 28. maí, þegar borgarstjórnarkosningarnar fara fram, efnir J.C. Vík til kaffidrykkju að hótel Loftleiðum, Víkingasal, milli 15.—17. Á þessum degi vill J.C. Vík vekja athygli á væntanlegu byggðarlags- verkefni sínu, sem er að stuðla að bættri tómstundaaðstöðu langlegu- sjúklinga. J.C. Vík var stofnað 6. apríl s.l., og er eina J.C. félagið á landinu, sem eingöngu er skipað konum. Én í J.C. félögum er ungt fólk frá aldrinum 18—40 ára sem vill þroska sig í ýmiss konar félags- störfum svo sem með þátttöku í námskeiðum í ræðumennsku, fundarreglum, stjórnþjálfun og síðast en ekki síst vinnur J.C. að ýmsum framfaramálum síns byggðarlags. Þetta er í fyrsta skipti sem J.C. Vík lætur að sér kveða og er það von félagsmanna að sem flestir borgarbúar notfæri sér þetta tæki- færi. Á boðstólum verður kaffi og heimabakaðar kökur ásamt smurðu brauði. Hafa félagar J.C. Vík séð um allan undirbúning og munu ganga um beina á meðan á kaffidrykkju stendur. Eins og getið var um í upphafi vill J.C. Vík vekja athygli á væntanlegu byggðarlagsverkefni sínu, sem er að stuðla að bættri tómstundaaðstöðu langlegu- sjúklinga, málefni sem varðar okkur öll. ✓ 1 þinn miói ? þinn miói ? þinn miói ? 20. ágúst átt þú þrjá seðla í potti áskrifendaleiksins gerist þú áskrifandi fyrir næstu mánaðamót. 3 seðla með þínu nafni. Og símanúmerið verður þú að muna: 27022 Þegar einn þinna seðla hefur verið dreginn út, þarftu að nefna símanúmer Dagblaðsins hátt og snjallt í viðurvist fógeta. Hringdu því strax og pantaðu áskrift. Blöðin sem þú færð til mánaðamóta kosta þig hvort sem er ekki neitt. Askrifendasíminn er hinn sami: 27022. Ferðaskrifstofan Sunna sér um ferðina. &BIABIÐ Áskrifendasími 27022

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.