Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 19 Chaplin grafinn á ný í gær Corsier-sur-Vevey, Sviss — 23. maí. AP. JARÐNESKUM leifum leikarans Charles Chaplin var komið fyrir í rammgerðri grafhvelfingu í dagrenningu í morgun. Gröfin er þar sem Chaplin var upphaflega jarðsettur. Greftrunin í mogun fór fram með leynd og í kyrrþey, og voru ekki aðrir viðstaddir en ekkja Chaplins, nokkur barna hennar og fulltrúar hins opin- bera. Líki Chaplins var rænt í byrjun marz, en Ieikarinn lézt um síðustu jól. Að sögn grafarans, sem uppgötvaði hvarf kistunnar á sínum tíma, hefur nú verið gengið svo tryggilega frá gröfinni, að ekki er hægt að rjúfa hana nema með loftpressu. — íþróttir Framhald af bls. 31. þessu sinni. Atli og Albert voru mjög sterkir á miðjunni og Arnór Guðjohnsen ógnaði sífellt með hraða sínum og leikni og gekk varnarmönnum úrvalsins illa að ráða við hann. Ingi Björn Alberts- son lék með unglingaliðinu i þessum leik og var góður. Hann kom í stað Guðmundar Þorbjörns- sonar, sem ekki gefur kost á sér í landsleikinn við Norðmenn vegna prófa. _____ — ÞR/SS — „Þessari kyn- slóð ekki fyrirgefið Framhald af bls. 1 fræðinga til að rannsaka gaum- gæfilega allar leiðir í afvopnunar- málum og takmörkun vopnabún- aðar. Margir þjóðarleiðtogar og ráða- menn eru komnir til afvopnunar- fundarins, en fundarstjóri í dag var aðstoðarutanríkisráðherra Júgóslavíu, Lazar Mojsov, en hann er núverandi forseti allsherjar- þingsins. Fyrsti ræðumaður að loknu máli Waldheims var forsæt- isráðherra Júgóslavíu, Veselin Djuranovic, Hann lagði á það áherzlu að ráðstefna þessi gæfi mannkyni einstakt tækifæri til að koma afvopnunarmálum á rekspöl og komandi kynslóðir myndu ekki fyrirgefa þessari kynslóð ef það mistækist. Meðal þeirra sem síðar ávarpa ráðstefnuna eru Gicard d'Estaing Frakklandsforseti, Schmidt kanzl- ari V-Þýzkalands, Mondale vara- forseti Bandaríkjanna, Callaghan forsætisráðherra Bretlands og Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna. — Við viljum Framhald af bls. 22. Við viljum efla mannlega þáttinn Við sjálfstæðismenn viljum efla mannlega þáttinn og hafna t.d. því eins og nú er komið hjá bæjarsjóði Vestmannaeyja að tölvur stjórna orðið öllu. Við viljum auka sam- band almennings og þeirra sem fara með stjórn bæjarmála, auka áhuga og forvitni bæjarbúa á því hvernig peningar þeirra eru notað- ir. Við viljum byggja upp okkar bæjarfélag með áræði og festu, með það mannlega í kili og vonum að bæjarbúar taki höndum saman við okkur. Við höfum hér lauslega minnst á helztu baráttumál okkar, því að á mörgu þarf að taka. Okkar markmið er að fá meirihluta í bæjarstjórn með kjöri Sigurgeirs Ólafssonar stýrimanns sem skipar 5. sæti lista okkar. Við viljum starfandi sjómann í bæjarstjórn, við viljum rífa stöðu bæjarmála í Vestmannaeyjum upp úr því feni sem hún liggur í. Slíkt er unnt ef Eyjabúar hjálpast að og sýna að þeir vilji láta taka ákveðið á málunum með því að kjósa sjálf- stæðismenn til áhrifa í bæjar- stjórn. — Lestur bréfa Framhald af bls. 2 dæmum um rit&koðun af þessu tagi, þar á meðal einu islenzku. Eg gæti auðveldlega staðfest ummæli mín í Stapa nánar en á þessu stigi þykir mér rétt að skýra aðeins frá vissu okkar í þessum efnum og benda á bók Med- vedjef-bræðra." Guðmundur sagði, að Vladimir Jakúb hefði haft einhver sam- skipti við íslenzka námsmenn í Moskvu áður, en kvaðst ekki vita um þau nú. „Enda vita flestir Islendingar um þetta." Guðmundur kvaðst ekki vita til þess að námsmenn hefðu haft orð á þessari ritskoðun við starfsmenn sendiráðs Islands í Moskvu eða utanríkisráðuneytið hér. „Minn tilgangur með því að skýra frá því að Vladimir Jakúb hefði þann starfa að lesa bréf til og frá íslenzkum námsmönnum í Moskvu var fyrst og fremst sá að sýna fram á að við íslenzkir sósíalistar teljum það ekki okkar hlutverk að verja glæpsamlegt athæfi sov- ézkra stjórnvalda," sagði Guð- mundur Ólafsson. — Hafnargerð Framhald af bls. 2 inn á að verða fullgerður í árslok 1979. I Grafarvogi er fyrirhuguð sérstök starfsemi, afgreiðsla alls konar efnisvöru og fjórða svæðið í Sundahöfn er svo Klettssvæðið, sem er stærsta einstaka fram- kvæmdin, en kostnaðaráætlun fyrir landfyllingu og viðlegur þar hljóðar upp á 1400 milljónir króna á verðlagi í árslok 1977. Auk þess er svo rétt að geta þess að nú er verið að gera hagkvæmn- isathugun í sambandi við aðstöðu til skipasmíða og viðgerða og mun þeirri athugun örugglega ljúka á þessu ári. Þá verður hægt að taka afstöðu til þess hvort tímabært sé að ráðast í framkvæmdir á þessu sviði. Jafnframt hefur hafnar- stjórn falið hafnarstjóra að gera úttekt á möguleikum varðandi olíuhöfn, en hvar sem hún kann að koma á svæði Reykjavíkurhafnar, þá er þetta eitt af þeim málum, sem brýnt er að taka til athugun- ar. Ég vil svo geta þess í lokin," sagði Ólafur B. Thors, „að Reykja- víkurhöfn er eina höfn landsins sem ekki nýtur framlags ríkissjóðs til nýbygginga og byggist því upp fyrir eigið fjá'rmagn og lánsfé, en á í vaxandi samkeppni við ná- grannahafnir sem njóta 75% ríkisstyrks til framkvæmda." — Sýni hvorki miskunn né... Framhald af bls. 1 eða þykjast ekki vita að lýðræðis- leg starfsemi verður að vera reist á heiðarleika og þeim grundvallar- atriðum sem þjóðfélagið byggir á“, sagði Sadat í hinni harkalegu árás sinni á andstöðuflokka til hægri og vinstri. Blaðamönnum sagði Sadat að þeirra hlutverk væri að segja egypzku þjóðinni frá staðreyndum á skýran og skilmerkilegan hátt án allra tilrauna til að villa um fyrir fólkinu. í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni var m.a. ákveðið að blaða- menn ættu í framtíðinni að hafa í huga þrjú markmið: þjóðarein- ingu, frið innan lands og óumflýj- anleika hinnar sósíalísku bylting- ar. Öllum kommúnistum var bann- að að skrifa i blöð í landinu eða tímarit og jafnframt verður þeim ekki heimilt að starfa hjá öðrum fjölmiðlum, gegna háttsettum em- bættum eða vera ráðandi i verka- lýðs- eða stéttarfélögum. Sadat var í dag valinn stjórn- málamaður ársins af blaðint Diplomatic World Bulletin sem er gefið út af starfsmönnum og sendinefndum hjá Sameinuðu þjóðunum. — Kóreu- samningar? Framhald af bls. 1 ríkjanna í eðlilegt horf, sem þýðir meðal annars að komið yrði á fullu stjórnmálasambandi. Haft er eftir áreiðanlegum heimildarmönnum í utanríkisráðuneytinu í Tókýó, að ýmis ágreiningsatriði séu enn fyrir hendi, sem standi í vegi fyrir slíku sambandi Bandaríkjanna og Kína, m.a. sú krafa Pekingstjórn- arinnar að Bandaríkjamenn segi skilið við stjórnina á Formósu. Greinilegt er að kínverskum ráðamönnum hafa fallið vel um- mæli Brzezinskis varðandi áhuga Carters forseta á að koma á stjórnmálasambandi, ekki sízt þar sem öryggismálaráðgjafinn var um leið harðorður í garð Sovét- stjórnarinnar. Er það mál manna, bæði í Peking og Tókýó, að í Peking-heimsókninni hafi Brzezinski verulega stuðlað að sáttum stjórna Kína og Bandaríkj- anna. — Stykkishólmur Framhald af bls. 25 munu Stykkishólmur og Snæfells- nes í heild njóta framsýni þeirra, sem í framkvæmdirnar réðust upphaflega og þeirra, sem stýrðu lokaáfánganum í höfn. 26 tveggja manna herbegi gefa ekki eftir því sem best gerist á nýtízku hótelum og í tengslum við hótelið er félagsheimilið, svo glæsileg vistar- vera að aðkomumenn setur hljóða. Kjartan Lárusson forstjóri Ferða- skrifstofu ríkisins hefur verið Hólmurum mjög hjálplegur og útvegað hótelstjóra, Guðrúnu Þor- steinsdóttur, sem í sumar mun reka hótelið eins og Edduhótelin hafa verið rekin undanfarin ár með góðum árangri. Með tilkomu hótelsins er komin frábær aðstaða fyrir innlenda og erlenda ferða- menn, sem vilja skoða náttúruund- ur Snæfellsness og Breiðafjarðar. Stykkishólmshreppur er aðaleig- andi hótelsins. Um helmingur allra gatna hefur á sl. 3 árum verið lagður bundnu slitlagi og varð gerbreyting á bæjarliðfinu við það. Verið er að ljúka við lengingu flugbrautarinn- ar í 1000 metra og unnið að því að fá 200 metra til viðbótar. Gamall Hólmari og áhugamaður um þessi mál, Jóhann Rafnsson, hefur í hálfgerðri sjálfboðavinnu verið opinber talsmaður Hólmara í þessu máli. Einnig verður á næstunni gengið frá öryggisbún- aði, ljósum og radíóvita. Aætlun- arflug Vængja 5 sinnum í viku hefur haft byltingu í samgöngum í för með sér. Verið er að ljúka við dvalarheimili aldraðra og heil- brigðismálum er vel borgið í höndum systra St. Francisregl- unnar. Unnið er að gerð íþrótta- vallar, að könnun möguleika á hitaveitu eða kyndistöðvar fyrir bæinn og í nýju 450 íbúa hverfi er það skilyrði fyrir byggingaleyfi að húsin verði byggð til að taka við slíkri veitu. Hafnarbætur eru einnig á dagskrá og raunar yrði alltof langt mál að telja upp öll þau framfaramál, sem Hólmarar vinna að af atorku. Með áskrift að Vísi færðu fréttir dagsins glóðvo/gar í gegnum lúguna til lesturs þegar þér hentar, hvort sem þú ert heimavinnandi eða grípur til hans þegar heim kemur að loknum vinnudegi. Áskrift er ekki aðeins þægilégri fyrir þig, heldur einnig hagkvæmari auk þess að gefa glæsilega vinningsvon. 1. júní verður dreginn út Simca GLS frá Chryslerí áskrifendagetraun Vísis, léttum og skemmtilegum leik,sem þú tekur að sjálfsögðu þátt í gerist þú áskrifandi. SANNAÐU TIL, MED ÁSKRIFT Á TTU STÓRKOSTLEGA VINNINGSVON OG FÆRÐ FRÉTTIR DAGSINS FRÁ FYRSTU HENDI, íGEGNUM LÚGUNA. Síminn er 8 66 11. ÍGEGNUM LÚGUNA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.