Morgunblaðið - 24.05.1978, Page 22

Morgunblaðið - 24.05.1978, Page 22
Þau skipa 7 efstu sæti sjálfstæðis- manna til bæjarstjórnarkosninga í Vestmannaeyjumi Arnar Sigurmundsson, Sigurður Jónsson, Sigurbjörg Axelsdóttir, Sigurgeir Olafsson, Gísli Guð- laugsson, Eyjólfur Martinsson og Georg Þ. Kristjánsson. (Ljósm.i Sigurgeir). að miklu meiri vinnu en ella þurfti að legga í í að yfirfara alla þessa reikninga og fyrir bragðið var bókhald bæjarsjóðs óvirkt stjórn- unartæki um nær 10 ára skeið. Þá loks það var gert komu upp ýmis atriði sem erfitt var að leiðrétta þar sem svo langt var um liðið. Allt hefur þetta markað störf og stjórnun bæjarins og jafnvel þegar fjölmenn tæknideild starfaði á vegum bæjarins þurfti að kaupa þjónustu fyrir stórar fúlgur frá öðrum aðilum á sama sviði. Vasast í mörgu í senn. Á undanförnum árum hafa Vestmannaeyjar verið mikið í sviðsljósinu vegna fjölmargra óreiðumála sem upp hafa komið hjá bæjarsjóði og hefur þetta rýrt traust almennings á bæjarstjórn- inni og áliti bæjarfélagsins út á við hefur hrakað vegna þessa. „Við viljum byggja upp með áræði og festu með það mannlega í kili” Sjálfstæðismenn í Vestmanna- eyjum berjast nú fyrir því að endurheimta meirihluta í bæjar- stjórn Vestmannaeyja. Þeir hafa nú fjóra bæjarfulltrúa af 9, en fyrir 12 árum töpuðu þeir meiri- hluta í hendur vinstri manna, sem síðan hafa ráðið ferðinni. Sjálf- stæðismenn efndu til víðtæks prófkjörs um skipan lista Sjálf- stæðisflokksins þar sem tæplega 900 Eyjamenn kusu. I samtali við 7 efstu menn listans kom það fram að sjálfstæðismenn vilja margs konar breytingar á stjórn og framkvæmd bæjarmálanna, enda hefur með hverju árinu komið æ betur í Ijós hve stjórnleysi og óráðsía hefur ráðið ferðinni hjá vinstri flokkunum. Erfiðleikar eftir gos spila þarna nokkuð inn í vegna þess að bæjarstjórn Vest- mannaeyja hafði ekki frumkvæði í að rétta hlut Eyjamanna sam- kvæmt loforðum um stofnun Við- lagasjóðs, en það stjórnleysi er því miður ekki einungis bundið eldgos- inu, það ríkti bæði fyrir það eins og má t.d. sjá á því að árið 1974 voru óafgreiddir reikningar bæjarsjóðs frá árinu 1968 og óráðsían var engu betri í stjórn bæjarmálanna þegar mestu gos- erfiðleikarnir voru gengnir yfir vegna fádæma dugnaðar ein- staklinga og fyrirtækja í Vest- mannaeyjum. Morgunblaðið ræddi við 7 efstu menn á lista sjálfstæðismanna og fara hér á eftir sjónarmið þeirra í sambandi við bæjarmál Eyja- manna, baráttumál og hagsmuna- mál íbúa Vestmannaeyja. Þessir sjömenningar eru Arnar Sigur- mundsson, Sigurður Jónsson, Gísli Guðlaugsson, Georg Kristjánsson, Sigurgeir Olafsson, Sigurbjörg Axelsdóttir og Eyjólfur Martins- son. Rœtt við sjö efstu menn á lista sjálfstœð- ismanna til bœjarstjórnar í Vestmannaeyjum Eyjamenn miklir einstaklingshyggju- menn Það kom fram í upphafi sam- talsins við þau að þau eru að vinna fyrir bæjarfélag þar sem flestir eru miklir • einstaklingshyggju- menn. „Eyjamenn hafa ávallt verið það, enda hefur það hentað | þeim vel,“ sögðu þau, „þeir hafa ávallt þurft að treysta á sjálfa sig í lausn vandamála sinna, en aldrei getað treyst á forsjá ríkiskerfisins. Ábyrðarlaus for- ysta vinstrimanna og óráðsía. Þau kváðu stöðuna í bæjarmál-| um Vestmannaeyja í dag bera á margan hátt merki ábyrgðarlausr- ar forystu um árabil, forystu vinstri flokkanna þar sem engin samstaða um styrka forystu hefur veriö fyrir hendi. Fjármálastaða bæjarins er mjög slæm. Ákveðið þenslutímabil var um skeið eftir gos eins og eðlilegt var, „en því verður nú að ljúka," sögðu fulltrú- ar sjálfstæðismanna, „við verðumj að komast niður á jörðina aftur. Yfirbyggingin hefur verið alltof stór á undanförnum árum. Stað- reyndin er sú að bæjarsjóður er nú 50 milljón kr. í mínus á hlaupa- reikningi auk tugmilljóna skulda við fyrirtæki og aðra viðskipta- menn í bænum, en allt veldur þetta mikilli truflun í starfi og rekstri fyrirtækjanna. Stjórnleysi Magnúsar Magnússonar Á miðju þessu kjörtímabili skildi Magnús Magnússon fyrrver- andi bæjarstjóri við sjö ára reikninga bæjarsjóðs óskoðaða, eða frá 1968—1974 þegar Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur fara með meiri- hlutastjórn. Þetta stjórnleysi kost- aði miklu meira en eðlilegt var, því Hugsanlega hefur þetta einnig haft í för með sér að bæjarfélagið hefur ekki fengið eðlilega fyrir- greiðslu hjá fjármálayfirvöldum og einnig hefur þetta rýrt vilja fólks uppi á landi til að flytjast til Eyja. Fulltrúar sjálfstæðismanna ætla með oddi og egg að breyta : þessari þróun og vinna -bæjar- félaginu þann sess sem Vest- mannaeyjum ber sem stærstu verstöð landsins og því byggðar- | lagi landsins sem mest leggur af mörkum i þjóðarbúið. Það hefur verið unnið skipulags- laust að bæjarmálum i langan tíma, vasast i mörgu í senn, en ekki hugsað um að ljúka við verkin. Þetta hefur bæði verið dýrt og þreytandi fyrir hinn borgara, skapað lausung og rótleysi í samfélaginu þannig að fólk hefur ekki notið sín sem skyldi. i Dýpka og bæta aðstöðu í Vestmannaeyjum Sjálfstæðismenn vilja láta dýpka Vestmannaeyjahöfn þannig að meðaldýpið verði 8—9 metrar í stað þess að nú er mesta dýpi þar um 6 metrar. Við verðum að fá nægilegt dýpi í höfnina til þess að öll stærstu loðnuskipin geti leitað hingað inn hvernig sem stendur á sjávarföllum. Það tap sem bærinn hefur orðið fyrir fjáhagslega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.