Morgunblaðið - 24.05.1978, Síða 29

Morgunblaðið - 24.05.1978, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 29 ■i i Rætt vid Sa/óme Þorke/sdóttur, sem skipar efsta sæti á iista Sjá/istæóis- fíokksins vió hreppsnefndar- Mosfeiishreppi n.k. sunnudag nágrannasveitarfélögin. Miðað við ástandið 1975 var kostnaður nauð- synlegustu framkvæmda til að koma frárennslismálunum í sæmi- legt horf áætlaður um 60 milljónir króna eða á verðlagi í dag um 130 milljónir króna. Af þessari upp- hæð er búið að vinna um fimmta hluta, þ.e. rotþró Holta- og Tanga- hverfis og lagnir að henni. Hún ar tekin í notkun haustið 1976. Holræsamálin eru og verða einn veigamesti þáttur þeirra verkefna sem leysa verður i náinni framtíð, jafnframt því að vera einn sá kostnaðarsamasti. Hvað varðar náttúruvernd, þá stefnum við markvisst með hverj- um tiltækum ráðum að upp- græðslu og snyrtilegum frágangi á þeim svæðum þar sem malar- eða sandnám hefur spillt umhverfi. Stefnt er að þvi að varðveita lífríki sveitarinnar af fremsta megni. Vatnsveitumál Ástandið hér í vatnsveitumálum var svo slæmt fyrir um fimm árum að ekki var hægt að fá kalt vatn á mörgum bæjum hér í kring. Á s.l. kjörtímabili var unnið stórátak í vatnsveitumálum hreppsins. Auk lagna í hin nýju hverfi var lokið við vatnsveitu í Reykjahverfi, lögð vatnsveita frá Vesturlandsvegi að Reykjalundi og í sjúkrahúsið og íbúðabyggðin þar tengd vatnsveitu hreppsins. — I dag fá flestir íbúar hreppsins neyzluvatn frá Laxnes- dýjum í Mosfellsdal. Talið er að þar fáist um 30 sekúndulítrar af góðu neyzluvatni. Vatnsmagn þetta nægir fyrir um 4000-5000 íbúa, en í áætlun er að byggja um 1200 m3 miðlunargeymi á Helga- fellsásum. Skólamál Vegna hinnar miklu íbúafjölg- unar fer þörfin fyrir aukið skóla- rými að aukast verulega. I því skyni hafa á kjörtímabilinu verið reistar tvær lausar kennslustofur við barnaskólann, og heimavist- ar-húsnæðinu breytt í handa- vinnustofu. — Þá hefur hrepps- nefnd nú þegar samþykkt að reisa tvær lausar stofur við gagnfræða- skólann fyrir haustið og jafnframt að hefja undirbúning. að stækkun barnaskóahússins. — Það er ljóst að framundan eru stórátök í byggingarmálum skólanna og munu sjálfstæðismenn ekki liggja á liði sínu í þeim efnum fremur en endranær. i I Hið nýja íþróttahús Mosfellinga við sundlaugina að Varmá Dagvistarmál Aðaláherzlan hefur verið lögð á rekstur leikskóla og okkur hefur í því sambandi tekist að hafa tiltækt leikskólarými alveg frá byrjun, jafnvel verið á undan í þeim efnum. — Það var mín fyrsta tillaga þegar ég kom í hreppsnefnd 1966 að leggja til að hreppsnefnin starfrækti leikskóla í barnaskóla- húsinu að Varmá yfir sumartím- ann. Þetta var gert og gaf góða raun. Síðan var haldið áfram starfseminni í húsi sem Álafoss lánaði okkur. Það voru síðan mikil gæfuspor, 1975, þegar hreppurinn keypti Hlaðhamra. Það var reynd- ar fyrst og fremst gert vegna landsins, en ákveðið var að nýta húsið fyrir leikskóla og svæðið síðan til bygginga, m.a. fyrir aldraða. Þá hefur okkur verið það til happs að hafa haft ákaflega gott starfsfólk á leikskólanum alveg frá upphafi. Heilbrigðismál Við erum mjög vel sett hvað varðar heilsugæzlu. Við höfum heilsugæzlustöð að Reykjalundi, sennilega þá fyrstu á landinu. Það var í upphafi samvinna með Álafosslæknishéraði og forráða- mönnum Reykjalundar um að héraðslæknirinn fengi þar aðsetur. D-listinn leggur áherzlu á áfram- haldandi góða samvinnu við Reykjalund svo að heilsuvernd íbúanna megi aukast og fylgja þróuninni, svo sem með aukinni heilsuvernd skólabarna. Þá er gert ráð fyrir að lyfjaverzlun verði stofnuð í sveitinni á næstunni, en fyrir því hefur leyfi þegar fengist. Það sem okkur kemur til með að vanta er hjúkrunaraðstaða fyrir aldraða, en við væntum í því sambandi eftir góðu samstarfi við Reykjalund, en í dag eru nú þegar nokkrir aldraðir þar. Málefni aldraðra Félagsleg þjónusta við aldraða hefur beinzt að því að veita þeim heimilishjálp, sem þeir hafa þurft svo að þeir geti sem lengst dvalið í heimahúsum. Þessi þörf hefur aukist nokkuð síðustu árin, en aðalvandi okkar hefur verið að fá starfsfólk. Atvinnumálin Öflugt atvinnulíf er allra hagur og ber að varðveita þann rétt til hins ýtrasta, þannig að saman fari blómlegur atvinnurekstur er gefi arð, og hægt sé að greiða fólki sómasamlegt kaup. Hjá okkur er mjög mikilvægur sá iðnaður sem fyrir er hér. Iðnaður í Mosfells- sveit er ekki nýtilkominn, því að Álafoss hefur nú verið starfandi síðan fyrir aldamót. Þá hefur iðnaðurinn að Reykjalundi stöðugt verið að eflast. Á þessum tveimur vinnustöðum hafa nú um eða yfir 500 manns atvinnu og er það nær einvörðungu fólk hér úr sveitinni. Samgöngu- og símamálin hafa verið okkur nokkurt áhyggjuefni. Með þessari geysilegu aukningu íbúa hefur þörfin fyrir aukna tíðni samgangna með almenningsvögn- um aukist verulega og er nú stefnt að því að leita samstarfs við Strætisvagna Reykjavíkur um leiðir til lausnar því svo sem hvort mögulegt væri fyrir okkur að senda vagna í veg fyrir vagna SVR í Árbæ. — Ástandið í símamálum hefur verið þannig að lágmarksbið eftir síma hefur verið um 1 '/2 ár, en úr því ætti að rætast með tilkomu nýrrar stöðvar sem er verið að byggja hér á vegum Pósts og síma. Að lokum vil ég minnast á það slæma ástand sem er ríkjandi um þjónustu sýslumannsembættisins í Hafnarfirði við íbúana. Núverandi hreppsnefnd hefur árangurslaust reynt að fá útibú frá embættinu flutt heim í hérað, svo að menn þurfi ekki að aka í gegnum 3 lögsagnarumdæmi til þess eins að fá t.d. veðbókarvottorð, þinglýs- ingar, útgáfu vegabréfa, ökuskír- teina o.s.frv. — Því er það stefna okkar sjálfstæðismanna að halda áfram að vinna að lausn þessa máls. Pólitísku viðhorfin Eftir síðustu hreppsnefndar- kosningar náði Sjálfstæðisflokk- urinn í fyrsta skipti hreinum meirihluta. Kjörtímabilið þar á undan vorum við í samstarfi með framsóknarmönnum og óháðum. Þeir sem að sveitarstjórnarmálum vinna, vita að landsmálapólitík kemur þar lítið nærri, að öðru leyti en því að viðhorf manna til málefna hljóta að mótast af lífsviðhorfum þeirra og skoðunum almennt. Núverandi meirihluti sjálfstæðismanna hefur aldrei látið minnihlutann gjalda stöðu sinnar. Ég tel að samstarfið hafi verið gott. — Við sjálfstæðismenn erum að sjálfsögðu ábyrgir fyrir því hvernig til hefur tekist á kjörtímabilinu, bæði því sem miður hefur farið og vel hefur verið gert. Ég óttast ekki dóm sveitunga okkar, þeir hafa svo margoft látið okkur finna, að þeir hafa skilning á því, að það tekur tíma að byggja upp samfélag eins og hér er að gerast. Við gerum okkur vonir um að okkur verði treyst áfram og ég held að flestir geri sér grein fyrir því að sam- stæður meirihlutahópur er betri en meirihlutahópur samsettur úr mörgum flokksbrotum vinstri- manna, ef þeir næðu meirihluta nú. — Þó að við sjálfstæðismenn séum bjartsýnir á framhaldið megum við ekki sofa á verðinum. Við þurfum á stuðningi allra þeirra að halda, sem tryggja vilja samstæðan meirihluta næsta kjör- tímabil.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.