Morgunblaðið - 24.05.1978, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978
Erlendar íþróttaf réttir
keppa
aftur
Nordqvist
jafnar met
Moores
BJÖRN Nordquist lék sinn 108.
landsleik fyrir Svíþjóð á sunnudag
og jafnaði þar með landsleikjamet
Bobby Moores.
Svíar léku við Tékka og endaði
leikurinn með jafntefli, 0—0, og
þótti hann frekar daufur. Nord-
quist tekur þátt í sinni þriðju
heimsmeistarakeppni í Argentínu
nú í júní. Sænski fyrirliðinn setur
að öllum líkindum nýtt met er
Svíar leika sinn fyrsta leik í
heimsmeistaraekppninni á móti
Brasilíu 3. júní.
— Ég er sæmilega ánægður með
leikinn, sagði Ericsson þjálfari
Svía, — og þó svo að okkur tækist
ekki að skora var vörnin sterk hjá
okkur og ég kvíði engu í Argen-
tínu. Tékkar komu beint frá Rio
þar sem þeir léku við Brasilíu, og
var þjálfari þeirra beðinn um
samanburð á liðunum og sagði
hann það vera erfitt en ekki væri
fráleitt að Brasilíumenn hefðu
leikið ívið betur, og verið erfiðari
andstæðingar.
P
Alþjóðafrjálsíþróttasam
bandið hefur nú veitt brezka
sleggjukastaranum Barry
Williams keppnisleyfi á ný,
en á sinum tíma var Willi-
ams dæmdur frá keppni þar
sem hann játaði f blaðavið-
tali að hafa notað óleyfileg
hormónalyf til að auka af-
reksgetu sína.
A síðasta hausti dæmdi sam-
bandið fimm íþrótfámenn frá
keppni þar sem í ljós kom við
prófanir að þeir höfðu neytt
óleyfilegra hormónalyfja. í þeim
hópi voru tveir Finnar, hástökkv-
ari og spjótkastari, norski kringlu-
kastarinn Knut Hjeltnes og tveir
kvenkúluvarparar frá Sovétríkj-
unum og Austur-Þýzkalandi. Nú
hefur verið ákveðið að þetta tölk
fái keppnisleyfi á ný, en það er þó
eigi gjaldgengt á mót fyrr en eitt
ár líður frá því að upp komst um
brot þess.
Andretti
sigraði
MARIO Andretti frá Bandaríkjunum
sigraði í Grand Prix kappaksturs-
keppninni sem fram fór í Zolder í
Belgíu um síöustu helgi.
Andretti, sem ekur Lotus bifreið,
sagöi eftir keppnina aö sigur sinn
heföi verið of auðveldur og kæmi það
til af því aö Hunt og Lauda lentu í
vandræðum með bíla sína og gátu
ekki veitt Andretti neina keppni.
Helsti keppinautur hans framan af
var ungur Frakki, Villeneuve, en er
hann hafði ekið 40 hringi af þeim 70,
sprakk hjá honum og of langur tími
fór í að skipta um dekk. Patrick
Depailler, sem sigraöi í Monte Carlo
fyrir 14 dögum náði aldrei að blanda
sér í baráttuna. Úrslitin uröu þessi: 1.
Andretti, Bandaríkjunum (Lotus), 2.
Petersson, Svíþjóð (Lotus), 3. Reut-
ermann, Argentínu (Ferrari), 4. Villen-
euve, Frakklandi (Ferrari). Eftir að
sex keppnum af 16 er lokiö er Mario
Andretti efstur í stigakeppninni með
27 stig, annar er Patrick Depailler,
Frakklandi, með 23 stig, og Reuter-
mann þriðji með 22 stig.
• Ronnie Peterson (t.v.) og Andr-
etti fagna sigri.
• Beckenbauer á fullri ferð fyrir
Cosmos. .
Beckenbau-
er heiðraður
FRANZ Beckenbauer var sérstak-
leg heiðraður áður en leikur New
York Cosmos og Seattle Sounders
hófst á sunnudaginnn, en nú ér
rétt ár liðið síðan Beckenbauer
kom til Cosmos frá Bayern Múnch-
en.
Rúmlega 71 þúsund áhorfendur
fögnuðu Beckenbauer innilega og
leikmenn Cosmos héldu upp á
daginn með þvíað vinna Seattle
5:1. Mörkin skoruðu Chinagia 3,
Tuert og Bogicevic.
I viðtali við New York Times á
sunnudaginn segir Beckenbauer að
það hafi verið það bezta sem hann
gat gert að flytja til Bandaríkj-
anna. „Hér get ég farið um allt án
þess að nokkur þekki mig en heima
í Þýzkalandi fékk ég aldrei frið,
hvert sem ég fór.“
WBA vinn-
ur í Kína
ENSKA liðið West Bromwich
Albion er nú í keppnisferðalagi í
Kína. Léku Englendingarnir við
kínverska landsliðið á verka-
mannaleikvanginum í Peking um
helgina að viðstöddum 80 þúsund
áhorfendum . West Bromwich
vann 2:0 með mörkum Alister
Brown og Cyril Regis. Þetta er í
fyrsta skipti sem evrópskt knatt-
spyrnulið skipað atvinnumönnum
leikur í Kína.
mmmm
starstriker
tvottal); áfnv hc »«* 6*e
» ?*»«««
plfanmbmh** *o*i*<> >V*t*a*rí**». r™* O’F-w*
• ÍJrklippan úr Shoot.
Skinner
vinsæll
1 fran
MEÐ HVERJUM deginum sem
líður styttist í að heimsmeistara-
keppnin í Argentínu hefjist.
Meðal liðanna, sem þar leika eru
írarnir. en þeir eru ekki taldir
eiga mikla möguleika. í riðla-
keppninni leika þeir með Holl-
endingum. Skotum og Perúmönn-
um. Leikmenn írans eru alls ekki
svartsýnir á árangurinn í Argen-
tinu og einn aðalleikmaður liðs-
ins, Hassan Rowsan, spáir því að
íran komist 1 milliriðil ásamt
Hollendingum. Fyrir nokkru
birtist stutt viðtal við Rowsan í
enska knattspyrnublaðinu Shoot
og þar er íraninn spurður hverjir
séu uppáhaldsþjálfarar hans.
Rowshan nefnir fjóra þjálfara og
meðal þeirra er George Skinner,
þjálfari Vestmannaeyinga í
knattspyrnu. Skinner hefur tals-
vert starfað í Arabalöndum og
greinilega getið sér gott orð.
Jafntefli
hjá l'rum og
Norðmönnum
NOREGUR og írland léku vináttu-
landsleik í knattspyrnu á Ullevál-
leikvangnum í Ósló á sunnudags-
kvöldið. Leiknum lauk með jafn-
tefli 0:0.
Leikurinn var mjög slakur og
hann einkenndist af mikilli hörku
enda er orðið vináttulandsleikur
sett í gæsalappir í fréttaskeytum
frá leiknum. írarnir höfðu marga
snjalla menn í sínu liði, t.d. Stewe
Heighway, Dave OLeary og Liam
Brady en þeim tókst ekki að koma
boltanum í netið.
vann
bikarinn
BELGÍSKU bikarkeppninni lauk
á sunnudaginn. í úrslitaleiknum
vann Bevcren Jið Charleroi, sem
Guðgeir Leifsson lék með í fyrra,
2.0. Mörkin skoruðu Coninx og
Stevens í s.h.
Þrjú ný ísL-met í
sundi hjá Þórunni
ÞÓRUNN Alfreðsdóttir hefur verið iðin við kolann að
undanförnu og æft að miklum krafti til að undirbúa sig
sem best fyrir verkefni sumarsins, sem eru fjölmörg.
Árangurinn lætur heldur ekki á sér standa og nýverið setti
Þórunn tvö íslandsmet.
Þórunn synti 200 m skriðsund á 2,12,5 mín. sem er nýtt
met, gamla metið var 2,14,0. Þá setti hún einnig met í 200
metra fjórsundi synti á 2,32,6 mín. Voru met þessi sett í
sundhöllinni í Vestmannaeyjum. Hinn 7. maí síðastliðinn
bætti svo Þórunn enn metið í fjórsundinu, synti 200 m á
2,31,1 mín. Þrjú íslandsmet á skömmum tíma eru ekki svo
slæm uppskera.
þr.
Ljósm. Mbl.i Sigurgeir.
• Þórunn einbeitt á svip í fjórsundinu. Myndin var tekin þegar hún
setti metið í Vestmannaeyjum.
■ ■
Oruggur sigur yfir
Færeyingum í lands-
leik í badminton
UM SIÐUSTU helgi léku Islendingar
landsleik í badminton við Færey-
inga og var leikið í Færeyjum. Fóru
leikar svo aö íslenzka liöið sigraði
meö nokkrum yfirburðum en í
sumum leikjunum var um haröa
keppni aö ræða. Þetta var fjóröa
landskeppnin milli pjóðanna í bad-
minton.
Fyrsti einliðaleikurinn var milli
meistara landanna, þeirra Jóhanns
Kjartanssonar og Kára Nielsen Fær-
eyjum, og tölurnar tala sínu máli 15:3
og 15:3 Jóhanni í vil.
2. einliðaleikurinn var á milli
Sigfúsar Æ. Árnasonar og Péturs
Hansen Færeyjum og lauk með sigri
Sigfúsar 15:6 og 15:5.
3. leikurinn var á milli Siguröar
Kolbeinssonar og Hans Jacob Stein-
berg Færeyjum. Þetta var fyrsti
landsleikur Sigurðar, og lenti hann í
mikilli baráttu þar sem vart mátti á
milli sjá. Hans komst í 14:7 í fyrstu
lotu en Sigurði tókst aö hala inn 10
punktum í röð og sigraöi 17:14 eftir
framlengingu. Næstu lotu vann Hans
15:6 og í aukalotu var staöan 8:6
þegar Siguröur skipti um völl og
sigraöi 15:9.
Á 1. velli í tvíliöaleik léku Haraldur
Kornelíusson og Steinar Petersen við
Færeyjameistarana þá Kára Níelsen
og Pétur Hansen og lauk meö sigri
íslendinganna 15:3 og 15:5.
2. leikurinn var mun haröari og þar
léku Sigfús Ægir og Siguröur Kol-
beinsson viö Hans Jacob Steinberg
og Poul Michelsen. Þetta var spenn-
andi leikur þar sem Færeyingar veittu
íslendingum mikla keppni.
Daginn eftir var haldiö opiö mót í
einliöaleik og tviliöaleik, 15 þátttak-
endur voru heimamenn en 10 frá
Islandi. Vegna tímaskorts var aðeins
leikin ein lota upp í 21. I undanúrslit-
um léku Sigfús Ægir og Kári Níelsen,
Færeyjum og sigraði Sigfús 21:18. Á
hinum vængnum sigraði Jóhann
Kjartansson Jan B. Larsen (danska
þjálf.) með 21:14, og í úrslitunum
léku þvi' Jóhann og Sigfús og sigraöi
Sigfús 21:14.
I tvi'liðaleiknum sigruöu Haraldur
Kornelíusson og Steinar Petersen þá
Sigfús Ægir og Sigurö Kolbeinsson
með 15:11, 11:15 og 15:3.
Eins og endranær létu íslending-
arnir mjög vel af móttökunum í
Færeyjum og rómuöu mjög gestrisni
heimamanna.
Sundmót Ármanns
SUNDMÓT Ármanns veröur haldið í
Sundlauxinni í Lauicardal lauxardairinn 27.
maí kl. 16.00. hátttokutilkynninirar sendist
á tímavarðarkurtum SSÍ er tiigreini
fa'ðinitarár keppenda svo og besta tfma
viðkomandi á keppnistímahilinu, til Sund-
deildar Ármanns, í Sundhöll Reykjavfkur,
til Guðmundar Gfslasonar Reynimel 80 eða
Siggeirs Siijiteirssonar, Grettisgötu 92.
fyrir miðvikudagskvöld 24. maf. Þátttöku-
gjald kr. 100 fylgi með skráninxu.