Morgunblaðið - 24.05.1978, Page 32
AUÍIASINÍ,ASIMINN EK:
22480
AL'ííI.YSINÍ,ASÍMJ\N ER:
22480
Jflsrfltmblntiiíi
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978
SSh; „Þetta eru tví-
sýnar kosningar”
Mannúðleg félagsmála-
stefna eða innreið sósíal-
isma og vinstri stjórnar
BIRGIR ísl. Gunnarsson, borgarstjóri, sagði í útvarpsum-
ræðum um borgarmál í gærkvöldi, að kosningar þær, sem
fram fara á sunnudaginn kemur, væru tvísýnar þrátt fyrir
mikinn kosningasigur sjálfstæðismanna fyrir fjórum árum.
„Meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn verður ekki
tryggður nema allir, sem vilja veita okkur brautargengi,
leggist á eitt,“ sagði borgarstjóri.
Birgir ísl. Gunnarsson sagði
vinstri flokkana sækja hart að
Sjálfstæðisflokknum í borjjar-
stjórn með þeim ásetningi að ná
meirihlutavaldi í borginni og
koma á vinstri stjórn. „Eg þykist
þess fullviss. að meginþorri Reyk-
víkinga er andvígur því að
sósíalismi haldi innreið sina í
stjórn borgarmála,“ sagði borg-
arstjóri. „Eina tryggingin gegn
því, að sósíalismi verði ráðandi í
Reykjavík á næsta kjörtimabili,
er að greiða Sjálfstæðisflokknum
atkvæði sitt.“
Borgarstjóri sagði f ræðu sinni.
að sjálfstæðismenn legðu áherzlu
á mannúðlega félagsmálastefnu.
Sjáifstæðismenn hefðu beitt sér
fyrir og framkvæmt grundvallar-
breytingu í félagsmálastarfi
borgarinnar, þar sem megin-
áherzla er lögð á að styðja þá,
sem standa höllum fæti, til
sjálfsbjargar. í félagsmálum
sagði borgarstjóri, að áherzlan
væri að öðru leyti lögð á tvö
atriðii framkvæmdir í þágu aldr-
aðra og dagvistunarmál. Mikið
hefði verið gert í þessum mála-
flokkum á undanförnum árum,
en Birgir ísl. Gunnarsson sagði
ljóst, að margt væri þó ógert til
þess að fullnægja eftirspurn.
í lok ræðu sinnar í gærkvöldi,
sagði borgarstjóri, að sjálfstæðis-
menn færu þess nú á leit við
Reykvíkinga, að þeir tryggðu
áframhaldandi meirihluta þeirra
í borgarstjórn Reykjavíkur. „Við
leitum eftir trausti ykkar, Reyk-
víkingar,“ sagði Birgir ísl. Gunn-
arsson.
Ljósm. Mbl. Þórleifur Ólafsson.
Scanhouse Ltd.. sem er að 60% í eigu islenzkra aðila. hefur nú hafið byggingu á fjöida íbúða í Nígeríu og er þegar
lokið við að steypa mikinn fjöida af plötum undir hús, bseði á vegum hersins og eins á vegum Shell-BP, Gulf Oil
og Daiiy Timcs í Lagos. í Okitipua í Ondo-ríki, sem er frumskógarsvsði um 300 km austur af Lagos, er Scanhouse
að byggja 1212 íbúðir fyrir landherinn. og var þessi mynd tekin þar fyrir skömmu. er verið var að steypa plötu
að einu húsanna. Alls er Scanhouse með verkefni í Nígeríu fyrir um 14 milljarða kr.
2000 hafa kosið
utankjörstaðar
ÞEGAR Morgunblaðið hafði sam-
band við skrifstofu utankjörstaða-
atkvæðagreiðslu vegna borgar-
stjórnarkosninganna í Miðbæjar-
skólanum í gærkvöldi höfðu 1978
manns kosið utankjörstaðar. Var
Mbl. tjáð að síðustu daga hefði
verið stöðugur straumur fólks á
kjörstað til að kjósa.
Dagsbrún leyfir olíulöndun en Hlíf ekki:
Olís og Skeljungur fá
sinn hluta farmsins
en Olíufélagið ekkert
Bensínbirgðir endast nú fram að alþingiskosningum
VERKAMANNAFÉLAGIÐ Dags-
brún veitti í gær undanþágu á
losun 7.700 lcsta af bensini úr
sovézka olíuskipinu, sem hér
hefur beðið frá 19. maí. Vegna
tæknilegra annmarka á losun
bensínsins varð einnig að leyfa
losun á 6.000 lestum af gasolíu.
Þessar 7.700 lestir bensíns fara
til Olíufélagsins Skeljungs h.f. og
Olíuverzlunar Islands h.f., en
hins vegar fær Olíufélagið h.f.
ekki dropa af bensíni. þar sem
farmurinn sem Esso átti að fá,
var skráður til Ilafnarfjarðar.
Trúnaðarmannaráð Verka-
mannafélagsins Hlífar aftók með
öllu að veita undanþágu. og þvi
mun sovézka olíuskipið sigla með
um 5.000 lestir af bensíni utan, er
losun er lokið til OIís og Skelj-
ungs.
Samkvæmt upplýsingum Vil-
hjálms Jónssonar, forstjóra Olíu-
félagsins h.f., Esso, var heimiluð
losun á 7.700 tonnum af bensíni,
sem var á farmskrá til Reykjavík-
ur og ennfremur var heimilað að
taka upp í sérstaka geyma 6.000
Framhald á bls. 18
Nýbygging vatnsveitunnar
kostar 1600-1700 milli. kr.
„ÞESSAR framkvæmdir eru al-
gjbr nýbygging á vatnsvirkjun og
aðfa-rslu vatns til borgarinnar og
þegar þeim verðpr lokið að fullu,
sem á að verða á árinu 1982, þá
er allt vatn hrunnvatn og hægt að
byggja við eftir þörfum því
aðíærslukerfið getur tekið allt að
tvisvar og hálfum sinnum meira
vatnsmagn en nú er. Með öllu
saman er þetta framkva-md upp
á 1600 — 1700 milljónir króna."
sagði Þóroddur Th. Sigurðsson.
vatnsveitustjóri. í samtali við
Mbl. í gær. Þetta nýja kerfi leysir
Gvendarbrunnana af hólmi. en
Þóroddur sagði að vatnsbólið
myndi standa áfram sem náttúru-
fyrirbrigði.
Rannsóknir á vatnsvinnslu-
möguleikum í Heiðmörk hafa
staðið í mörg ár og er nú lokið að
því marki, sem þarfir vatnsveit-
unnar krefjast um langt árabil.
Vinnsluboranir hófust 1973 og
verður þeim hætt að sinni í sumar.
Þóroddur sagði, að boraðar hefðu
verið um 80 rannsóknaholur í
Heiðmörk til að kortleggja grunn-
vatnsstöðuna á svæðinu og nú hafa
verið boraðar 20 vinnsluholur, 12
á Jaðarssvæðinu og 8 á Myllulækj-
arsvæðinu.
A Jaðarssvæðinu hafa nú verið
boraðir 9 brunnar og grafinn einn
djúpur vinnslubrunnur en reynslu-
boranir benda til þess að þar megi
vinna frá 600 1/sek til 750 1/sek
eftir grunnvatnsstöðu. Á Myllu-
lækjarsvæðinu eru nú 8 brunnar
tilbúnir til virkjunar, með afkasta-
getu milli 500 og 600 1/sek., en
möguleikar eru á verulega meiri
vatnsvinnslu þar, þegar á þarf að
halda.
Nú er unnið að smíði fyrsta
dælustöðvarhússins við Jaðar og
næsta haust er ráðgert að tvær
stöðvar verði tilbúnar til uppsetn-
ingar á vélum. Á árinu 1979 er
ráðgert að öllum dælustöðvar-
byggingum verði lokið á Jaðars-
svæðinu, en virkjun brunna á
Myllulækjarsvæðinu hefst vart
fyrr en á árunum 1980 — 1981.
Árið 1974 hófst lögn á nýrri
aðalæð til Heiðmerkur að nýju og
verður lokið við verkið ísumar,
samtals um 5,5 km af pípum.
Næsta vetur mun aðalæð þessi
tekin í notkun að hluta. í upphafi
mun aðalæðin geta flutt allt að
Framhald á bls. 18
Ríkis-
stjórnar-
aogerðir
RÍKISSTJÓRNIN fjallaði um
þann vanda, sem kjaramálin
eru nú í á ríkisstjórnarfundi í
gær. Að sögn Geirs Hallgríms-
sonar forsætisráðherra er
fréttatilkynningar að vænta á
næstunni um aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar, þar sem greint
verður frá niðurstöðum þeim,
sem ríkisstjórnin hefur komizt
að. Annað vildi forsætisráð-
herra ekki segja um málið að
sinni.
Morgunblaðið hefur haft af
því spurnir, að forsætisráð-
herra og aðrir ráðherrar ríkis-
stjórnarinnar hafi átt fundi
með aðilum vinnumarkaðarins
um væntanlegar aðgerðir. Er
jafnvel búizt við að fréttatil-
kynning sú, sem forsætisráð-
herra talar um, verði birt í dag
eða á morgun. Morgunblaðið
spurði forsætisráðherra í gær,
hvort um bráðabirgðalög væri
að ræða, og svaraði hann þá
aðeins, að það kæmi í ljós er
fréttatilkynningin birtist.