Morgunblaðið - 31.05.1978, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978
Opnir meirihluta-
fundir í borgarstjórn?
Sigurjón: Björgvin: Kristján:
Samkomulag Fráleit Það mál
þarf til hugmynd úr sögunni
MBL. spurði í gær Sigurjón Pétursson borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins hvort borgarfulltrúar
flokksins myndu beita sér fyrir því að fundir núverandi meirihlutans í borgarstjórn yrðu opnir, eins
og Þorbjörn Broddason flutti tillögu um á síðasta borgarstjórnarfundi fyrir kosningar að
meirihlutafundir Sjálfstæðisflokksins yrðu.
„Ég býst við því að þegar
meirihlutinn hefur komið sér
saman um málefnin þá setji hann
sér starfsreglur," sagði Sigurjón
Pétursson borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins. „Ég býst hins vegar
ekki við að við Alþýðubandalags-
menn munum beita þeim málum
fram sem við höfum mælt fyrir
áður, ef ekki verður um þau
samkomulag.
Við reiknum ekki með að
heimurinn allur verði frelsaður á
þessu sumri."
Mbl. hafði einnig samband við
Björgvin Guðmundsson borgar-
MBL. SPURÐI þá Björgvin Guð-
mundsson borgarfulltrúa Alþýðu-
Sjálfstæðismenn:
Ráðstefna í
Reykja-
neskjördæmi
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í
Reykjaneskjördæmi heldur for-
manna- og bæjarfulltrúaráðstefnu
nk. fimmtudagskvöld 1. júní kl.
20.30 í Sjálfstæðishúsinu í Kópa-
vogi, sem er að Hamraborg 1, 3.
hæð. Ráðstefnuna sitja formenn
fulltrúaráða Sjálfstæðisflokksins,
kvenfélaga, félaga ungra sjálf-
stæðismanna og annarra sjálf-
stæðisféiaga í kjördæminu, ný-
kjörnir bæjarfulltrúar flokksins,
þingmenn og aðrir frambjóðendur
til alþingis. Rætt verður um
stjórnmálaviðhorfið og komandi
þingkosningar.
fulltrúa Alþýðuflokksins og
Kristján Benediktsson borgarfull-
trúa Framsóknarflokksins og
spurði þá um málið, en hvorugur
tjáði sig um tillögu Þorbjörns og
sátu þeir hjá við atkvæðagreiðslu
um hana, en henni var vísað frá
með atkvæðum fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins, gegn þremur at-
kvæðum fulltrúa Alþýðubanda-
lagsins.
„Ég var samþykkur ýmsu í
tillögu Þorbjörns Broddasonar,
meðal annars því að borgar-
stjórnarfundir yrðu auglýstir
betur og almenningur fenginn til
flokksins og Sigurjón Pétursson
borgarfulltrúa Alþýðubandalags-
ins hvort þeir væru íylgjandi
fjölgun borgaríulitrúa í 21, eins
og Kristján Benediktsson kvaðst
„Telja líklegt“ að gert yrði í
samtali við hann sem birtist f
Mbl. í gær.
„Við fyrrvérandi minnihluta-
flokkar í borgarstjórn fluttum
tillögu um fjölgun borgarfulltrúa í
21 og tel ég vafalaust að þetta mál
verði flutt aftur á þessu kjörtíma-
bili,“ sagði Sigurjón Pétursson
borgarfulltrúi. „Þetta er hins
vegar mál sem ekki kallar að í
bráð, þar sem það á ekki við fyrr
en um næstu kosningar."
„Ég er eindregið fylgjandi því að
borgarfulltrúum verði fjölgað,"
sagði Björgvin Guðmundsson. „Ég
hef staðið að tillögu um fjölgun
þeirra í 21 og tel að löggjafinn hafi
ætlazt til þess, þegar hann setti
fjölda borgarfulltrúa við 15 til 27
í lögum sem sett voru snemma á
öldinni, að þeim yrði fjölgað með
auknum íbúafjölda Reykjavíkur."
að fylgjast betur með störfum
borgarstjórnar. En ég var alveg
ósammála þeim hlutanum sem
fjallaði um opna meirihlutafundi
og fannst hann fráleitur. Ég er
enn sömu skoðunar," sagði Björg-
vin Guðmundsson.
„Það mál er úr sögunni," sagði
Kristján Benediktsson. „Ég geri
ekki ráð fyrir því að það verði
endurflutt."
Formaður SUF
hafnaði sæti
á lista Fram-
sóknarflokks
„Mér þótti ekki rétt að taka
sæti á listanum. þar sem
skoðanakönnun náði aðeins til
fimm efstu sætanna og ég
hlaut ekkert þeirra og mér
þótti heldur ekki rétt að fara
í sjötta sæti listans, þar sem
um það hafði alls ekki verið
kosið í skoðanakönnuninni.
Auk þess má segja að óánægja
mín með ýms atriði í sambandi
við framkvæmd skoðanakönn-
unarinnar, meðal annars það
að engir fundir voru haldnir,
haíi ýtt undir þá ákvörðun
mína,“ sagði Magnús Ólafsson
á Sveinasstöðum í A-Húna-
vatnssýslu, formaður Sam-
bands ungra framsóknar
manna, í samtali við Mbl. í
gær, en Magnús er ekki á
framboðslista Framsóknar-
flokksins í Norðurlandskjör
dæmi vcstra.
Fyrir skipan framboðslistans
var efnt til skoðanakönnunar
um skipan 5 efstu sætanna. Sjö
frambjóðendur kepptu um sæt-
in, þar á meðal Magnús, sem
varð sjötti í skoðanakönnun-
inni. Brynjólfur Sveinbergsson,
Hvammstanga, sem varð sjö-
undi í skoðanakönnuninni,
skipar sjöunda sæti framboðs-
listans og var Magnúsi Ólafs-
syni boðið að skipa sjötti sæti
listans, en hann hafnaði því,
eins og fram kemur af orðum
hans hér að framan.
Borgarfulltrúum
fjölgað úr 15 í 21
á kjörtímabilinu
Meirihlutinn i borgarstjórn:
Reiknar með kjöri
forseta og full-
trúa í borgarráð
— á fyrsta fundinum á fimmtudag
„VIÐ RÆDDUM ýmsa fleti, cn
engu var slegið föstu og ekkert
var ákveðið,“ sagði Sigurjón
Pétursson borgarfulltrúi Alþýðu-
handalagsins er Mbl. spurði hann
í gær hvað liði gerð málefnasamn-
ings meirihlutaflokkanna í borg-
arstjórn, en fulltrúar þeirra áttu
með sér „rabbfund“ í gær. „Við
erum í greinilegri tímapressu,
þar sem fyrsti borgarstjórnar-
fundurinn er á fimmtudaginn, en
við reiknum með að af kosningu
borgarráðs og forseta borgar-
stjórnar geti orðið, þótt ekki sé
enn ljóst hvort það næst.“ Næsti
fundur fulltrúa meirihlutaflokk-
anna er ákveðinn í dag.
Spurningu Mbl. um það, hvort
niðúrstaða væri fengin um forseta
borgarstjórnar og hvernig þrjú
sæti meirihlutans í borgarráði
yrðu ^kipuð svaraði Sigurjón
neitandi, og þegar Mbl. spurði
hvort hann teldi að sætin þrjú í
borgarráði yrðu skipuð einum
fulltrúa frá hverjum flokki eða
með öðrum hætti sagði hann engar
ákvarðanir hafa verið teknar um
það.
Björgvin Guðmundsson borgar-
fulltrúi Alþýðuflokksins og
Kristján Benediktsson borgarfull-
trúi Framsóknarflokksins létu
báðir í ljós vonir um að á
borgarstjórnarfundinum á
fimmtudag yrði unnt að kjósa
forseta borgarstjórnar og væntan-
lega einnig í borgarráð, en hvorki
Framhald á bls. 19
Skemmtanir
D-listans
í Reykjavík
Á fimmtudag verður efnt til
skemmtunar fyrir þá sem störf-
uðu fyrir D-listann í Reykjavík
á kjördag.
Skemmtunin verður í Sigtúni
við Suðurlandsbraut fimmtu-
dag 1. júní og hefst kl. 21.
Hljómsveitin Galdrakarlar
leikur fyrir dansi til kl. 1 e.m.
og Baldur Brjánsson skemmtir.
Þá verður einnig haldin
skemmtun fyrir það fólk sem
starfaði fyrir D-listann á kjör-
dag og ekki hefur náð 18 ára
aldri í Sigtúni mánudag 5. júní
kl. 20—24. Diskótek og Baldur
Brjánsson skemmtir.
Miðar verða afhentir á mið-
vikudag og fimmtudag kl. 9—17
á skrifstofu fulltrúaráðsins í
Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Dómsmál vegna kjörskrár:
Krafa um flutningsvottorð
undirritað af viðkomandi
Eðlileg eftir dóm Hæstaréttar seg-
ir Hrafn Bragason borgardómari
„ÉG tel að í kjölfar þessa
úrskurðar Hæstaréttar sé eðlilegt
að breyta um fyrir Alþingis-
kosningarnar og krefjast þcss að
fram verði lögð flutningstil-
kynning sem viðkomandi hafi
undirritað sjálfur, en það hefur
ekki vcrið venjan hingað til,“
sagði Hrafn Bragason borgar-
dómari í samtali við Mbl. í gær
um dóma, þar sem menn eru
dæmdir inn á kjörskrá.“
Hrafn sagði, að þegar menn
flyjtu milli landa atvinnu vegna
væri ljóst að þeir flyttu lögheimili
sitt um leið. Fyrir slíku væri
Hæstaréttardómur.
„Um námsfólk gegnir öðru
rnáli," sagði Hrafn. „Samkvæmt
10. grein lögheimilislaganna þarf
námsmaður ekki að flytja lög-
heimili sitt til þó að hann stundi
nám annars staðar en heima hjá
sér. Því hefur það verið venjan að
dæma námsmenn erlendis inn á
kjörskrár hér heima, þegar ekki
hefur legið fyrir að þeir hafi
sjálfir undirritað flutningstil-
kynningu. Tilkynningar annarra
svo sem samnorrænar flutnings-
tilkynningar stofnana, leiða ekki
til breytingar á lögheimili. Til þess
þarf persónulega yfirlýsingu hvers
og eins og sé hún ekki fyrir hendi
er ekki um flutning á lögheimili að
ræða.“
Á föstudag kváðu Hrafn og
Friðgeir upp dóma í 55 málum og
dæmdu þá 49 manns inn á
kjörskrá til borgarstjórnarkosn-
inganna. „Engar tilkynningar
undirritaðar af viðkomandi
sjálfum voru lagðar fram í málum
þessum og engin mótmæli komu
fram við því, að þeir yrðu á
kjörskrá í Reykjavík," sagði
Hrafn.
I Hæstaréttardómnum, sem
Hrafn vísar til var kröfu náms-
manna erlendis um dóm inn á
kjörskrá í Garðabæ synjað, þar
sem fyrir lá flutningsvottorð
undirritað af viðkomandi um
brottflutning héðan af landi.
Missti þrjá fingur
í karfaflökunarvél
ALVARLEGT vinnuslys varð í
fiskiðjuveri Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar um áttaleytið á
mánudagskvöld. 22 ára gamall
maður lenti með vinstri höndina
í karfaflökunarvél mcð þcim
afleiðingum að hann missti þrjá
fingur og sá fjórði er mikið
skaddaður.
Vinnu var lokið þegar þetta
gerðist en maðurinn var að þrífa
vinnslusalinn og tæki í honum með
því að sprauta á vatni úr slöngu.
Einhverjar tægjur munu hafa
orðið eftir í karfaflökunarvélinni
og hugðist maðurinn fjarlægja
þær með hendinni en gætti þess
ekki að vélin var í gangi. Tóku
hárbeittir hnífar flökunarvélar-
innar alveg af þrjá fingur vinstri
handar, litlafingur, baugfingur og
löngutöng og sködduðu auk þess
vísifingur.
Maðurinn var strax fluttur á
slysadeild Borgarspítalans, þar
sem gert var að meiðslum hans.
Fingurnir voru einnig fluttir
þangað í volgu vatni og ágræðsla
reynd en án árangurs.