Morgunblaðið - 31.05.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.05.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978 31 Callaghan fer Islenzkur ósigur en jafntefli hefði ver- ið sanngjörn úrslit ÍSLENZKA landsliðið í knattspyrnu, leikmenn 21 árs og yngri, lék sinn íyrsta landsleik í gærkvöldi gegn Norðmönnum og fór leikurinn fram i Fredriksstad. Leiknum lauk með sigri Norðmanna 1.0 og var það ósanngjarn sigur, jafntefli hefði verið nær lagi í þessum leik, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Gunnar Sigurðsson fararstjóri landsliðsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvö'ldi. Að sögn Gunnars var völlurinn, miðju vallarins í fyrri hálfleik en Á MEÐFYLGJANDI mynd má sjá gömlu Liverpool-kempuna lan Callaghan í baráttu við Wohlers, leikmann með Borrussia Mönchengladbach. Myndin er tekin, er Liverpool tryggði sér rétt, fyrst enskra liða, til þess að leika um Evrópubikarinn annað árið í röð. Liverpool vann síðan Brugge í úrslitunum eins og kunnugt er og var Callaghan þá varamaður, en kom ekki inn á. Það er því að öllum líkindum síðasti leikur hans með Liverpool, sem myndin sýnir, a.m.k. í Evrópuleik. Ian Callaghan hefur verið allt í öllu hjá Liverpool síðustu 15 árin og 1964 lék hann (og Liverpool) sinn fyrsta Evrópuleik á Laugardalsvellinum gegn KR. Á þessu tímabili hefur kappinn unnið flest það með liði sínu sem langflesta dreymir aðeins um og Ian Callaghan var auk þess í enska landsliðshópnum árið 1966 og lék einn leik, gegn Frökkum, sem Englendingar uhnu 2—0. Síðan er það alkunna, að Englendingar urðu heimsmeistarar. Callaghan hefur fimm sinnum orðið Englandsmeistari með Liverpool, árin 1963-64,1965-66,1972-73,1975-76 og 1976-77. Á þessu tímabili hefur liðið auk þess þrisvar hafnað í öðru sæti. Bikarinn hefur liðið unnið 1965 og 1974 og komist auk þess tvívegis í úrslit, en tapað. í Evrópu hefur einnig gengið vel, liðið komst í úrslit Evrópubikarkeppni íikarhafa 1966, sigraði í UEFA-keppninni árin 1972—73 og 1975—76 og Evrópubikarinn hefur liðið unnið síðustu tvö keppnistímabilin. Það liggur því við að Callaghan þurfi viðbyggingu við heimili sitt undir allar „medalíurnar". Hann leikur um þessar mundir í Bandaríkjunum með Fort Lauderdale Strikers og næsta vetur er ekki ólíklegt að hann leiki með liði Preston, en það vann sér rétt til þess að leika í annarri deild á næsta keppnistímabili. -~ gg- Rússar berja hvíta boilan Á MIÐVIKUDAGINN var fór Robert nokkur Trente Jones í sögulega ferö, nánar tiltekiö til Sovétríkjanna og erindi hans pangaö er Það aft hanna fyrsta golfvöllinn í landi par. Áour hafa Rússar litio á íbrótt Þessa sem undarlega í meira lagi og aoeins stundaða af heimsvaldasinnum. Robert veit hvað hann syngur, þegar hanna á golfvelli, enda hefur hann teiknaö 400 slíka í 42 fylkjum í Bandairíkjunum auk 23 annarra landa. Hann segist vart ráða sér af kæti, að Sovétmenn skuli nú hafa ákveðið að snúa sér að íþróttinni, reyndar verði það aöallega erlendir kaupsýslumenn og stjórnmálamenn sem stunda munu völlinn fyrst um sinn, en vonir standi til aö sovézk alþýöa muni láta til sína taka heldur fyrr en seinna. Völlurinn, sem mun verða 7000 fa/5ma langur, er um 10 km frá Moskvu og veröur stefnt að því aö Ijúka gerð hans fyrir ÓL 1980. Það næsta því sem Rússar hafa komist að kynnast íþróttinni til þessa, var fyrir tilstilli Vladimirs Kutznetzov og bandaríska ræðismannsins LLewllins Thompson. Kutznetzov hafði kylfur inni í skáp í skrifstofu sinni í Moskvu og var öllum stundum aö berja kúlur. Hann er besti golfleikarinn í Rússlandi. Hann er líka eini golfleikarinn í landinu. Er honum voru færöar reglur Bandaríska golfsambandsins, ýtti hann þeim til hliðar meö þeim orðum aö Sovétmenn myndu búa til sínar eigin reglur. Thompson haföi geysilega víöáttumikiö net á sendiráöslóöinni en var engu aö síður sífellt aö brjóta rúður. Sjálfur Brésnef lagöi blessun sína yfir tiltækiö og sagöi þegar teikning var lögö á boröiö fyrir framan hann: „Nei, þetta er ekki svo vitlaus hugmynd. Jú, viö skulum bara drífa okkur í þetta." Sjálfur hefur Brésnef aldrei leikið golf, en hann á öll tæki til þess, síðan hann heimsótti Richard Nixon hér um áriö og var leystur þaðan út meö gjöfum. Eigandi þessa fyrsta golfvallar mun veröa sjálft ríkiö, alveg eins og er um öll meiriháttar fyrirtæki þar í landi. Hins vegar mun líklega veröa biö á því, að Sovétmenn framleiöi sín eigin golfáhöld, enda veröa fyrst að vera til staðar þarlendir kylfingar. Argentínumenn breyta vinnutíma Þaö vakti allmikið umtal í Argentínu fyrir skömmu, er ráðherra einn hljóp skyndilega af mikilvægum fundi til þess að horfa á landslið Argentínu leika upphitunarléik gegn Uruguay. Upp úr því varð mikið umtal þar í landi um það hvort ekki ætti að breyta vinnutíma til þess að gefa fólki kost á að sjá leikina. Ýmis ráðuneyti í landi þar hafa tilkynnt breytingu á vinnutíma og búist er við því að önnur fylgi í kjölfarið, svo og fyrirtæki ýmiss konar. Sum fyrirtæki hafa þó kosið að láta koma fyrir á vinnustöðum sínum fullkomnum sjónvarpsskermum svo að starfsliöið geti fylgst með á vinnustað. sem leikið var á, hreint hörmuleg- ur, grjóthart moldarflag og holótt að auki. „Völlurinn var miklu verri en völlurinn á Akranesi og er þá mikið sagt," sagði Gunnar. „Strákarnir eru óvanir að leika á svona hörðum velli og voru þeir því heldur óhressir yfir aðstæðun- um." ísland fékk fyrsta tækifæri leiksins strax á 3. mínútu þegar Ingi Björn Albertsson fyrirliði íslenzka liðsins fékk boltann í dauðafæri en skallaði framhjá markinu. Er ekki að vita hvernig leikurinn hefði þróast, ef Ingi hefði komið boltanum í markið. Leikurinn fór aðallega fram á IBV og FH í KVÖLD eiga að leika í 1. deildinni í knattspyrnu ÍBV og FH, og fer leikurinn fram í Vestmannaeyjum og hefst kl. 20.00. Leikur þessi átti að fara fram síðastliðinn laugardag, en þar sem ekki var flogið til Eyja varð að fresta honum. á 43. mínútu kom eina mark leiksins. Boltinn barst inn í vítateig íslendinga og höfðu tveir varnarmenn íslands möguleika á því að hreinsa boltann frá en mistókst og framherjanum Kort- gaard tókst að skora af stuttu færi. Jón Þorbjörnsson mark- vörður hafði hendur á knettinum en tókst ekki að halda honum svo að hann endaði í markinu. í seinni hálfleik fór leikurinn sem fyrr aðallega fram á miðju vallarins. Liðin léku oft vel saman en tókst ekki að skapa sér hættuleg tækifæri. Þremur mínút- • Ingi Björn Albertsson var fyrirliði í fyrsta landsleik leik- manna 21 árs og yngri. Tveir leikmenn máttu vera eldri en 21 árs og var Ingi annar þeirra. um fyrir leikslok komst Atli Eðvaldsson einn inn fyrir vörn Norðmanna og skaut að markinu. Boltinn stefndi í markið en skotið var of laust og öðrum bakverðin- um tókst að bjarga á síðustu stundu. Þar fór forgörðum bezta tækifæri leiksins. Gunnar sagði að íslenzka liðið hefði eftir aðstæðum staðið sig vel og kvað hann engan hafa skarað framúr. í STUTTU MÁLI, Þriðjudagur 30. mai. Fredriksstad- stadion, Noregur — ísiand 1,0. Mark Noregs, Arnt Kortgaard á 43. mínútu. Áhorfendur, 783. Liö íslands, Jðn Þorbjörnsson, Rafn Rafnsson, Einar Ólafsson, Róbert Agnars- son. Siguröur Björgvinsson, Guömundur Kjartansson, Ingi Björn Albertsson, Albert Guðmundsson, Atli Eðvaldsson, Arnðr Guðjohnsen og Pétur Pétursson. Pétur Ormslev kom inn fyrir Inga Björn í s.h. Veður var mjb'g gott meðan leikurinn fðr fram, sól og yfir 20 stiga hiti. — SS. Meistaramót íslands MEISTARAMÓT íslands í frjálsíþróttum, fyrri hluti, fer fram á Laugardalsvellinum 3. og 4. júní n.k. Keppnisgreinar eru, Fyrri dagur. Tugþraut fyrri hluti, 4x800 m boðhlaup karla og 300m hlaup kvenna Seinni dagur. Tugþraut si'ðari hluti, 10000 m hlaup og Hmmtarþraut kvenna. Keppnin hefst kl. 14 baða dagana. Þátttökutilkynningar þurfa að berast í síðasta Iagi miðvikudaginn 31. maí til skrifstofu FRÍ eða í pósthðlf 1099 ásamt þátttbkugjaldi 200 kr. fyrir hverja ein- staklingsgrein og 400 fyrir boðhlaupsveit. Frjálsfþrðttasamband fslands. Fjölskyldubíllinn frábaeri sem hentar bezt íslenzkum aöstæöum. 128 CL kr. 2.455.000 128 L kr. 2.215.000 Til afgreiöslu strax Þú færð meira en nóg fyrir peninginn Þegar Þú kaupir Fiat 128. FlAT EINKAUMBOÐ Á iSLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. SfÐUMÚLA 35. SÍMI 85855.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.