Morgunblaðið - 31.05.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.05.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978 29 fundi 1977 eins fjölmennasta stjórnmálaflokks á íslandi: „Kristin kirkja hefur um aldir mótaö að miklu leyti hugsunarhátt íslenzku þjóðarinnar. Einn feg- ursti samfélagslegi ávöxturinn af áhrifum kristinnar trúar er lýðraeðið með mannhelgi sinni, frelsi og gagnkvæmri ábyrgðar- skyldu þegnanna. Lýðræðið byggir á siðgæðis- þroska þegnanna og er sprottið upp af kristnu hugarfari. Það er jafnsterkt því hugarfari og stendur og fellur með því. Þess vegna ber að styrkja kristna kirkju og efla áhrif kristins dóms í öllum uppeldis- störfum á heimilum og í skólum. Þar er undirstaðan lögð. Hlutverk stjórnmálamanna á að vera útfærsla kristinnar grund- vallarhugsjónar á sem flestum sviðum samfélagsins." Heiðruðu (sjálfstæðis-)foringjar á íslandi. Hvers vegna ætti þá ekki að byggja skóla og kirkjur eftir sama lögmáli hvað snertir fjár- framlög til þjóðarheilla?" • Sportveiðar og harðýðgi Ingvar Agnarsson skrifari „í Morgunblaðinu 17. maí sl. er viðtal við einn af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins á Selfossi. M 1« j í \ 5 t * h \ íi S ’> f ^ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI 'Tr ilMlTBWUte'U II Talar frambjóðandinn þarna um tómstundaiðju sína, og virðist telja sér það mjög til gildis hve gaman hann hefur af að drepa dýr allra tegunda. Nokkrar stuttar tilvitnanir í ummæli hans gefa nokkra mynd af því, hvað hann telur sér helst til gildis: „Ég hef haft gaman af stang- veiðinni frá því ég var stráklingur, og veiði ég jafnt lax og silung, alveg eftir því hvað bítur á hjá mér.“ „Nú hef ég einnig gaman af fuglaveiði og hef skotið bæði rjúpu og gæs.“ „I fyrra reyndi ég einnig að fá leyfi til að skjóta hreindýr á Austurlandi... ég held að það sé afargaman að skjóta hreindýr.“ „... ég bý öll mín riffilskot til sjálfur ... og nú ætla ég að færa út kvíarnar og hlaða einnig mín eigin haglaskot." Maðurinn virðist telja sér þessa óseðjandi drápsfýsn til gildis eða dyggða og hann lýsir því hvar hann stundi helst lax- og silungs- veiði og hvert hann leggur leið sína til rjúpna- og gæsaveiða. Þá lýsir hann því einnig hvað þetta er „spennandi íþrótt og heilsusam- leg“. Einkennileg hvöt Til eru menn sem telja sér helst til dyggða eða lofs það sem síst skyldi, eins og t.d. ónauðsyn- legt dýradráp með öllum þeim þjáningum, sem það hefur í för með sér fyrir viðkomandi dýr, og ætíð er það svo, að mikill fjöldi veiðidýra sleppur helsærður úr klóm veiðimanna, og verður að heyja sitt helstríð þar til dauðinn sigrar að lokum. Einkennileg er sú hvöt margra manna, að hafa ánægju af að drepa og limlesta varnarlaus dýr. Og í flestum tilvikum er hér ekki um að ræða sjálfsbjargarviðleitni þessara manna, því flestir hafa þeir framfæri sitt af annarri atvinnu, enda eru sportveiðar flestum mönnum ærið kostnaðar- samar en ekki ábatasamar. Illt er til þess að vita að menn skuli án ámælis geta svalað grimmd sinni (veiðilöngun sinni) á varnarlausum dýrum, sem ættu að vera öllum til yndisauka, lifandi en ekki dauð. Sportveiðar þ.e. ónauðsynlegt og ómannúðlegt dýradráp, ætti að leggjast niður, en í stað þess skyldu allir njóta hinnar lifandi náttúru landsins, með öllu því lífi sem þar er að finna. Islenskir menn eru ekki einir í landi sínu, sem betur fer. Islensk dýr, margra tegunda, eru einnig íbúar okkar fagra lands, og þau hafa sinn lifsrétt. Því er okkur skylt að vernda líf þeirra, eftir því sem kostur er á, í stað þess að eyða því. Það er brot á lögmálum lifsins og tilverunnar að eyða lífi án illrar nauðsynjar. '* Ingvar Agnarsson“ Þessir hringdu Aumingja konan, skyldi þetta vera hættulegt? Ætli allir útveggir húsa í Miðborginni séu sótthreins- aðir? Ég býst varla við því. Þetta er þá aöeins eitt dæmi um hvað hundar gera af sér til að hrella viðkvæmt fólk. En hafa hundar ekki gert þetta fyrr? Eða kettir? Ég vona fastlega að hunda- og kattaeigendur borgarinnar láti dýrin hér eftir pissa í kopp heima hjá sér, svo slíkt og annað eins hrjái ekki vesalings konuna, enda þótt hundahland sé nær lyktar- laust, þorni fljótt eða skolist burt í næstu rigningarskúr." • Hundar á götum Ásgeir Guðmundsson iðn- skólakennari hringdi og hafði þetta að segja: „Kona í Miðborginni sá í tvo daga í röð hund kasta frá sér þvagi á húsvegg!! Þvílíkt og annað eins. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Hvítur mátar í þriðja leik Ný réttarhöld yfír Menten Haág, Hollandi, 29. maí. AP. HÆSTIRÉTTUR Hollands ákvað í dag að ný réttarhöld skyldu fara fram yfir milljóna- mæringnum Pieter Menten, en dómstóll í Amsterdam hafði fyrr dæmt Menten í 15 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi. Ónóg- ar sannanir munu hafa valdið mestu um dóm hæstaréttar. Menten, sem er 78 ára og var handtekinn í desember í fyrra, var dæmdur í fangelsi í desem- ber sl. fyrir þátt sinn í útrým- ingu Gyðinga í Póllandi. Segir í ákærunni að hann hafi fyrir- skipað að á milli 20 og 30 Gyðingar í pólska bænum Podhoroce skyldu drepnir. Menten hefur alla tíð haldið sakleysi sínu til streitu. Fjölmörg vitni hvaðanæva voru leidd fyrir réttarhöldin og báru þau öil að Menten hefði drepið nokkra Gyðinga og fyrir- skipað dauða annarra. Ekki er vitað hvenær réttar- höldin yfir Menten hefjast en talið er líklegt að það verði seinna á árinu. SioeA v/gga é áhveraw Höfum fyrirliggjandi Farangursgrindur og bindingar á allar stærðir fólksbíla, Broncoa og fleiri bfla. Einning skíðaboga Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2. simi 82944. Staðan kom upp í hollensku deildakeppninni í vetur. Það var De Roode, sem hafði hvítt og átti leik, en andstæðingur hans var Piket. Lausnin er mjög skemmti- leg: 27. Bh6+! Svartur gafst upp. Ef 27 ... Hxh6 þá 28. Dxf7 mát og ef 27... Dxh6 þá 28. He8+! - Kxe8, 29. De7 mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.