Morgunblaðið - 31.05.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.05.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978 25 félk í fréttum + Rita Hoefiing hefur einangr- að sig í húsi sinu skammt frá Höfðaborg í S-afríku — ein- angrað sig frá veröld, sem er full af óvinum. Taugar hennar eru að því komnar að bresta og hún er mjög veik. Aðalorsak- anna er að leita í samfélagi því sem hún býr í. Fyrir 4 árum hófst martröð, sem ekki sér fyrir endann á enn. Rita Hoefling var starf- andi hjúkrunarkona og gift flugvirkja. Þau áttu 2 börn, pilt og stúlku og fjölskyldan lifði hamingjusömu lífi. Fjár- hagurinn var góður og það sem skipti mestu máli — þau voru hvít. Þá kom f Ijós að Rita þjáðist af sjúkdómi í nýrnahett- unum sem ollii því að húð hennar dökknaði smátt og smátt. í byrjun leit út eins og hún væri bara svona dökk af sólinni. En smám saman varð húðin æ dekkri. Læknir hennar ráðlagði henni að flytja þangað sem loftslag væri heilnæmara, en það hafði engin áhrif. Fjölskyldan settist þá að í Sea Point, sem liggur að sjó. Þar fékk Rita að finna fyrir hvað kynþáttamisrétti er. Daginn, sem þau fluttu í húsið var hún boðin _velkomin“ af nágrönn- unum. I póstkassanum var miði sem á stóði „Það er nýtt fyrir okkur að hafa nágranna, sem er litaður og við kærum okkur ekki um það.“ Fólk hélt að hún væri kynblendingur og hlust- aði ekki á útskýringar hennar eða fjölskyldunnar. Því í S- Afríku tala hvítir menn ekki við fjölskyldur litaðra. Nokkr- um dögum síðar fékk hún aðra kveðju frá nágrönnunum. Mynd, sem einn nágranni henn- ar hafði tekið af henni, var hent inn til hennar og var myndin ötuð skít. En það var ekki nóg með að nágrannarnir sýndu henni fjandskap. Eitt sinn þegar hún ætlaði að taka strætisvagninn inn í Höfðaborg var henni neitað um far með vagninum sem ætlaður er hvít- um. Hún fór á skrifstofur vagnanna og fékk vottorð upp á að hún mætti ferðast með vögnum fyrir hvíta. En vagn- stjórarnir tóku Iitið mark á því. Og þá sjaldan að hún fékk far með þeim vögnum létu farþegarnir andúð sfna f ljós. Rita Hoefling hefði e.t.v. getað borið þessa byrði ef fjölskyldan hefði staðið saman. En því var ekki að skipta. Fyrir 2 árum sleit sonurinn allt samband sitt við móður sfna og skömmu síðar yfirgaf eigin- maður hennar hana. Þeir gátu hvorugur staðið undir þeirri byrði sem á þá var lögð. Hún hefur misst allt — fjölskyldu sína, vini og nú bíður hún eftir þvf að dóttir hennar gefist upp. Hún segir að það eina sem hún vilji nú sé að fá að deyja. Því það sé það eina sem getur losað hana undan öllu þvf sem eitrað hefur líf hennar. + Skilti þar sem stendur „aðeins fyrir hvíta og aðeins fyrir Iitaða“ eru á öðru hvoru götuhorni í Höfðaborg og annars staðar í S-Afríku. Og strangt eftirlit með því að farið sé eftir þessum skiltum. PROOUCTION Við útvegum dieselvélar og fylgihluti til ísetningar í ýmsar gerðir bifreiöa. Frekari upplýsingar gefur HAFRAFELL HF VAGNHÖFÐA 7, SÍMI 85211 Verkfasra- hengi Veggplötur ásamt hengjum og krókum til að hafa verkfæri á. Fylgihlutunum má raða á plötuna eftir því sem best hentar. Ómissandi á vinnustöðum, verslunum, t.d. til útstillinga, og heima við vilji maður hafa hlutina á visum stað. Stærðir: A 2000 mm 475 mm B 1500 mm 475 mm C 1000 mm 475 mm D 500 mm 475 mm # ^ Jk r Skipholti 17, simar 15159 og 122 30 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \l GLYSINGA '^%Ér~7 SÍMINN ER: 4» 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.