Morgunblaðið - 31.05.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.05.1978, Blaðsíða 32
 (4^ ai(;i.ysin(;a.siminn er: fff» 22480 > aw;i,ýsin(;asíminn er: p^jp 22480 / JWntBnnWfiöið MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978 Hvetur VMSI til yfirvinnu- banns í júní? ALLT benti til þess í gærkveldi, að niðurstaða formannaráðstefnu, Verka- mannasambands íslands, Flestir list- ar í Reykja- vík og á Reykjanesi ALÞINGISKOSNINGAR vcrða haldnar hinn 25. júni' næstkom- andi og verða þá í iilium kjör- dæmum framboðslistar með lista- bókstöfunum A, B, D, F og G, en í fjórum kjördæmum verða fleiri Mstar, alls 8 í Reykjavík, 7 í Reykjaneskjördæmi. 6 í Suður- landskjördæmi og 6 í Vestur- landskjördæmi. í Reykjavík verða í kjöri, A-listi Alþýðuflokksins, B-listi Fram- sóknarflokksins, D-listi Sjálf- stæðisflokksins, F-listi Frjáls- lyndra og vinstri manna, -G-listi Alþýðubandalagsins, K-listi Kommúnistaflokks íslands, R-listi Fylkingar byltingarsinnaðra kommúnista og S-listi Stjórnmála- flokksins. — Samtals 8 listar. I Reykjaneskjördæmi eru allir sömu 5 listarnir og í Reykjavík, en þar er að auki S-listi Stjórnmála- Framhald á bls. 18 sem ekki var lokið um miðnætti, yrði að samband- ið skoraði á aðildarfélög sín að þau boðuðu yfir- vinnubann í júnímánuði. Miklar umræður urðu í gær um til hvaða aðgerða skyldi gripið í yfirstand- andi kjaradeilu og stóðu umræður enn yfir, er Morgunblaðið fór í prent- un. Formannaráðstefnan var haldin á Hótel Loftleiðum. Talið var að Verkamanna- sambandið myndi veita ein- hvern frest, þar til yfir- vinnubann gengi í gildi, í trausti þess að vinnuveit- endur freistuðu þess að ná samningum. Er þar einkum höfðað til bæjarstjórna um að koma til móts við verka- lýðshreyfinguna og semja. Formannaráðstefna VMSÍ hófst klukkan 14 í gær. Á sjöunda tímanum var gefið kvöldverðarhlé, en fundir hófust aftur um klukkan 21. Á meðan unnu nefndir að samningu álykt- ana um kjaramálin. SKURÐGRAFAN lét staðar numið á lóðinni bak við Fjalaköttin'n í gær þegar Gérard Lemarque settist fyrir framan skúr Þorkels Valdimarssonar með ungbarn í fahgi. Sjá frásögn á bls. 12. Friðrik er enn efstur FRIÐRIK Ólafsson gerði jafntefli við Spánverjann Mestres á skák- mótinu í Las Palmas á Kanaríeyjum í gærkvöldi. Varð skák þeirra 17 leikir. Friðrik heldur forystu í mótinu með 6V2 vinning að loknum 8 umferðum. Önnur úrslit í gærkvöldi urðu þau að Perez vann Medina og Csom gerði jafntefli við Rubio. Aðrar skákir fóru í bið. PViðrik er efstur eins og fyrr segir með 6 '/2 vinning, Csom hefur 6 vinninga, Rodriguez og Padron 5 vinninga en aðrir minna. Þrjár umferðir eru eftir í mótinu og er nú ljóst' að Friðrik mun hreppa eitt af efstu sætunum. Sigurjón Pétursson: ** Könnun á aukakostnaði af fullum vísitölubótum á laun" „Málið ekki rætt", segir Kristján Benediktsson „EFTIR rabbfund okkar í dag var skrifstofustjóra borgarstjóra falið að kanna hvaða aukakostnað það hefði í för með sér fyrir Reykjavík að greiða fullar vísitölubætur á laun. En það lögðu ekki allir jaf nmikla áherzlu á þetta á Sæljón seldi í Hull SÆIJÓN SU 104 frá Eskifirði seJdi .38 lestir af ísfiski í Hull í gær fyrir í).6 millj. kr. Meðalverð á kíló var kr. 251. í daj! selur Gylfi frá Patreks- firði í Hull og á föstudag selur Valþór frá Siglufirði. í næstu viku er gert ráð fyrir að 4 íslenzk fiekiskip selji afla í Hull. fundinum," sagði Sigurjón Pétursson borgarfulltrái Alþýðubandalagsins er Mbl. spurði hann í gær hvort vænta mætti frá meirihlutanum tillögu um að Reykjavíkurborg greiddi óskertar vísitölu- bætur á laun. Mbl. spurði einnig þá Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúa_ Alþýðu- flokksins og Kristján Bene- diktsson borgarfulltrúa Framsóknarflokksins hvort slíkrar tillögu væri að vænta frá meirihlutanum. „Um þetta mál hefur ekkert verið rætt og ég vil ekki tjá mig um það á þessu stigi," sagði Kristján Bene- diktsson. „Við þurfum að sjálfsögðu að aðgæta fyrst hvernig fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er." „Ég tel að það komi til greina að athuga hvort Reykjavíkurborg geti greitt fullar vísitölubætur á laun," sagði Björgvin Guðmunds- son. „Það þarf auðvitað að athuga vel, hvað slíkt myndi kosta borgina, því að það hefur engan tilgang að lofa launahækkun sem ekki eru til peningar fyrir." Fiskverðs- ákvörðunin í yfirnefnd NÝTT fiskverð á að taka gildi 1. júní n.k., og að því er Morgunblað- inu var tjáð í gær, mun enn langt í land að samkomulag um nýtt fiskverð takist. Verðlagsráð sjávarútvegsins fjallaði fyrst um fiskverðið, en er ljóst varð að samkomulag myndi ekki nást þar, var málinu vísað til yfirnefndar. Yfirnefnd hefur haldið marga fundi um málið og er næsti fundur boðaður á morgun. Utankjör- staðakosn- ing haf in Utankjörstaðarkosning íyrir alþingiskosningarnar hinn 25. júní hófst í Miðbæjarbarna- skólanum á sunnudag. Kjör- staðurinn, sem ætlaður er þeim, sem ekki verða heima á kjördag, er opinn daglega írá klukkan 10 til 12 og 14 til 18 og írá klukkan 20 til 22. Jónas Gústafsson borgarfógeti, sem sér um talninguna kvaðst í samtali við Morgunblaðið vilja hvetja kjósendur, sem þurfa að kjósa utankjörstaðar til þess að gera það hið fyrsta. Þegar hafa um 70 kjósendur neytt kosningaréttar síns. Reynsla undanfarinna ára hefur verið að síðustu viku fyrir kosningar, hefur verið slík örtröð af fólki, að kjósendur hafi þurft að bíða í allt að klukkustund til þess ___________ Framhald á bls. 18 Rainbow Warrior á leiðinni MORGUNBLAÐIÐ fékk staðfest í gær að skip Greenpeace-samtak- anna, Rainbow Warrior, væri nú lagt af stað á íslandsmið. Var skipið síðast í Bergen í Noregi, en hélt svo þaðan til Þórshafnar í Færeyjum, þar sem höfð verður viðkoma í einn sólarhring eða svo. Síðan áætla Greenpeace-menn að koma á mið hvalveiðibátanna hinn 4. júní n.k., en sem kunnugt er ætla þeir að reyna að koma í veg fyrir veiðar hvalbátanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.