Morgunblaðið - 31.05.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.05.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978 Plakat á 10 þúsund krónur LISTAHÁTÍÐ hefur ákveðið í samráði við Erró að gefa út plakat Errós, sem hangið-hefur uppi víða, sem auglýsingu fyrir Listahátíð. Plakatið verður prentað í 60 númerúðum eintökum á sérstakan pappír og verður það til sölu, 10 þúsund krónur eintakið. Eintökin verða árituð af Erró. Olafur Jensson læknir ver doktorsritgerð Doktorsvörn fer fram við lækna- deild Háskóla íslands laugar- daginn 3. júní n.k. Mun Ólafur Jensson læknir þá verja ritgerð sína „Studies on Four Hereditary Blood Disorders in Iceland" fyrir doktorsnafnbót í læknisfræði. Andmælendur af. hálfu lækna- deildar verða prófessor dr. med. Káre Berg frá Háskólanum í Ósló og prófessor dr. med. John Edwards frá Háskólanum í Birmingham. Doktorsvörnin fer fram í hátíða- sal háskólans og hefst kl. 2 e.h. Öllum er heimill aðgangur. Sérstök flugvél flytur hljóðfærin SMOKIE eru væntanlegir á Lista- hátíð. Þegar þeir koma, kemur með þeim sérstök flugvél, sem flytja mun hljóðfæri þeirra til landsins. Hljóðfærin eru á milli 17 og 18 tonn. „Það er því öruggt," sagði Hrafn GunnláUgsson, fram- kvæmdastjóri Listahátíðar, „að það verður „sánd“ í Laugardals- höllinni, þegar þeir leika þar.“ Bíll valt Volkswagenbifreið með þremur ungum mönnum valt á Vestur- landsvegi við Dalsmynni um hálf- eittleytið í fyrrakvöld. Tveir mannanna fóru á slysadeild Borgarspítalans, en reyndust ekki hafa meiðst alvarlega. Tildrög atburðarins voru þau, að bifreiðastjórinn missti stjórn á bílnum þegar hann kom af Sverrisbraut svonefndri og í lausa- möl. Valt bíllinn nokkrar veltur og er hann gjörónýtur talinn. Fjölmenn útför á Hornafirði Hofn. Hornafirði. 30. maí ÚTFÖR Kjartans Árnasonar, héraðslæknis í Hafnarlæknis- héraði, var í dag gerð frá Hafnar- kirkju að viðstöddu miklu fjölmenni. Mætti fólk að hvaðan- æva úr sýslunni og úr næstu sýslum. Kjartan var vinsæll og traustur maður og hafði þjónað þessu læknishéraði í 28 ár. Séra Gylfi Jónsson jarðsöng. — Elías. Leiðrétting SL. SUNNUDAG slæddist sú meinlega villa inn í frétt af starfi Tæknifræðingafélags íslands, að félagið íhugaði aðild að Verkfræð- ingafélagi íslands o.s.frv. — Hið rétta er að félagið íhugar ásamt Verkfræðingafélagi íslands aðild að FEANI, Evrópusamtökum verk- og tæknifræðinga. Biðst Mbl. velvirðingár á þessum mistökum. Leiðrétting í VIÐTALI við Örn Einarsson garðyrkjubónda í Silfurtúni, sem birtist í Mbl. í gær, varð sú missögn að milliliðir fengju um helming þess verðs, sem garð- yrkjubóndi fengi fyrir blóm. Hér átti að standa að garðyrkjubænd- ur fVngju um helming þeirrar upphæðar, sem neytendur greiddu fvrir blómin. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessu. — Sadat Framhald af bls. 1 sem hann kallaði svo. En hann tók fram að hann ætlaði ekki að grípa til aðgerða gegn þeim. Sadat kvaðst enn fylgjandi lýðræði en bætti því við að hegna yrði andstæðingum hans og hét því að berjast áfram gegn marxist- um í innanlandsmálum. Hann varði um það bil helmingi blaða- mannafundarins til að útskýra ástæðurnar fyrir þjóðaratkvæða- greiðslunni. — Nýjar bækur Framhald af bls. 16 vörður annast útgáfuna. Félagið nýtur styrks til útgáfunnar frá Alþingi og nú eiga eftir að koma út 3 bindi. Á fréttamannafundinum kynntu forráðamenn Sögufélags einnig 4. bindi ritraðarinnar Safn til sögu Reykjavíkur, Reykjavík miðstöð þjóðlífs. Efni þessa bindis byggist að mestu á fyrirlestrum sem fjölmargir fræðimenn fluttu á Reykjavíkurráðstefnu á Kjarvals- stöðum í apríl 1977. Eru þar erindi um þá þróun Reykjavíkur að verða miðstöð þjóðlífs á íslandi, eins og Einar Laxness komst að orði og meðal efnis sem höfundar fjalla um er: Blöð og fundahöld í Reykjavík, trjárækt, konur í at- vinnulífi, flutning kirkjulegrar yfirstjórnar til Reykjavíkur, sam- gönguleiðir, stjórnmál, verkalýðs- mál, verzlunarmál, skólamál og örnefni. Umsjónarmenn ritsins eru Kristín Ástgeirsdóttir háskólanemi og Helgi Þorláksson cand.. mag. I nýja stjórn Sögufélas voru kjörin og skipti hún þannig með sér verkum: Einar Laxness cand. mag. forseti, dr. Gunnar Karlsson lektor, Helgi Þorláksson cand. mag. ritari, Pétur Sæmundsen bankastjóri gjaldkeri, Sigríður Erlendsdóttir. Til vara voru kjörn- ir Helgi Skúli Kjartansson cand. mag. og Sigurður Ragnarsson menntaskólakennari. Sögufélag var stofnað árið 1902 í þeim tilgangi að gefa út heimildarrit um sögu íslands einkum eftir siðaskipti. Félagar teljast þeir sem eru kaupendur ársrits félagsins Sögu, og eru þeir nú um eitt þúsund talsins. Útgáfu- rit félagsins eru flest seld á almennum markaði og njóta félagsmenn 20% afsláttar frá venjulegu bóksöluverði. Afgreiðsla er til húsa að Garðastræti 13 og er Ragnheiður Þorláksdóttir fram- kvæmdastjóri félagsins. 200 manns hjá Hval h.f. UM OG yfir 200 manns munu vinna hjá Hval h.f. í sumar, en hvalskurður hófst í Hvalfirði í gær, er fyrstu 3 hvalirnir bárust að landi. Á hvalbátunum fjórum eru 60 manns, við hvalstöðina í Hvalfirði vinna síðan 100 manns og í frystihúsi Hvals h.f. í Hafnarfirði vinna um 60 manns að meðaltali. Þá þrjá daga sem hvalveiðarnar hafa verið stundað- ar hafa veiðarnar gengið vel og í gærmorgun voru bátarnir búnir að fá alls 7 hvali, 5 langreyðar og 2 búrhvali. Lézt af völdum umferðarslyss MAÐURINN, sem slasaðist lífs- hættulega þegar hann varp fyrir strætisvagni á Laugavegi á móts við Mjólkurstöðina að morgni miðvikudags í síðustu viku, lézt á Borgarspítalanum í gær af völdum meiðsla, sem hann hlaut í slysinu. Maðurinn hét Loftur Gestsson, Skúlagötu 72, Reykjavík. Loftur var 60 ára gamall, fæddur 31. júní 1917. Hann lætur eftir sig konu og þrjú börn. Tikka Khan fyrir herdómstól Humarvertíðin hafin: Minni ásókn í hum- arleyfin en áður HUMARVEIÐAR hófust á laugardag og eru humarbátarnir nú að koma að landi úr fyrstu veiðiferðinni. Að þessu sinni fengu 122 bátar leyfi til veiðanna, en á s.l. ári fengu 180 bátar leyfi tii veiðanna, en aðeins 147 nýttu sér leyfið. Jón B. Jónasson deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ásókn í leyfin hefði verið miklu minni nú en í fyrra. Um ástæðuna sagðist Jón ekki vita gjörla, en menn hefðu sagt að útkoman á veiðunum í fyrra hefði ekki verið nógu góð. Til skamms tíma hafa margir þeirra sem verka humar borgað jafnaðarverð fyrir humarinn, þ.e. óflokkaðan, og með því móti hefur fengist hærra jafnaðarverð fyrir hann. Morgunblaðið hefur hins vegar heyrt að nú hafi humar- kaupendur tekið sig saman um að greiða fyrir humarinn eftir flokk- un Framleiðsueftirlits sjávaraf- urða, sem þýðir að lægra jafnaðar- verð fæst fyrir humarinn en áður, og mun þetta hafa dregið úr ásókn útgerðarmanna í leyfin. Vitað er að mikið af ungum humri er nú í uppvexti og var humarinn t.d. smár á s.l. ári. Hafa fiskifræðingar spáð því að svo verði einnig í sumar, en á næsta ári megi reikna með stærri humri í veiðinni. Lahore 2. maí Reuter TIKKA Khan hershöfðingi, fyrr- verandi varnarmálaráðherra og stuðningsmaður Ali Bhuttos, fyrr- verandi forsætisráðherra Pakist- ans, verður leiddur fyrir sérskip- aðan herdómstól og bornar fram á hendur honum ákærur um að vera viðriðinn morð og múgæsingu. Tikka Khan var handtekinn í Lahore í marz er hann stjórnaði óeirðum til þess að mótmæla dauðadómnum sem kveðinn var upp yfir Bhutto. Tikka Khan var landstjóri í Austur-Pakistan um hríð áður en kom til stofnunar Bangladesh árið 1971. Hann gekk síðar í Þjóðarflokk Bhuttos og var einn helztur ráðgjafa hann í sex ár. Sameiginlegir fram- boðsfundir 1 Norður- landskjördæmi eystra FRAMBJÓÐENDUR stjórnmála- flokkanna í Norðurlandskjör- dæmi cystra hafa ákveðið að efna til sameiginlegra framboðsfunda fyrir alþingiskosningarnar 25. júní. Þetta er nýmadi í kosninga- baráttu í kjördæminu, en slíkir sameiginlegir fundir hafa ekki verið haldnir síðan Norðurland eystra varð eitt kjördæmi. Ákveðnir hafa verið 12 fundir á jafnmörgum stöðum. Fundahöldin hefjast í Hrísey 1. júní og lýkur á Akureyri í síðustu viku fyrir kosningar. Fundirnir verða sem hér segir: 1. júní: Hrísey. 2. júní: Þelamerk- urskóla. 3. júní: Laugaborg. 7. júní: Húsavík. 8. júní: Laugum. 9. júní: Grenivík. 10. júní: Ólafsfirði. 12. júní: Dalvík. 13. júní: Kópaskeri. 14. júní: Raufarhöfn. 15. júní: Þórshöfn. Ekki hefur verið ákveðinn fundardagur á Akureyri, en hann verður í síðustu viku fyrir kosn- ingar. Allir fundirnir verða nánar auglýstir síðar á viðkomandi stöðum. (Frá írambjtióonduin). — Flestir listar Framhald af bls. 32. flokksins og V-listi óháðra kjós- enda. — Samtals 7 listar. Suðurlandskjördæmi eru list- arnir 5, en að auki L-listi óháðra kjósenda. í Vestfjarðakjördæmi eru listarnir 5, en að auki H-listi óháðra kjósenda. í öðrum kjördæmum eru listarn- ir 5, A, B, D, F og G. Utankjörstaðakosning fyrir alþingiskosningarnar 25. júní hófst síðastliðinn sunnudag. For- maður Landskjörstjórnar er Vil- hjálmur Jónsson, hæstaréttarlög- maður. — Utankjör- staðakosning Framhald af bls. 32. að kjósa. Þá segir reynslan enn- fremur að mun fleiri neyti atkvæðisréttar síns utankjör- staðar til alþingiskosninga en borgarstjórnar eða sveitarstjórna- kosninga. Árið 1974 kusu við borgarstjórnarkosningar 4.400 manns, en við alþingiskosningar rúmlega 8 þúsund manns. ASÍMINN ER: 22480 JR«r0imblnbit> SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM SVAR MITT eftir Billy Graham Við heyrum mikið talað um frið. En trúið þér því í raun og veru, að von sé um frið í heiminum eins og hann er? Friðarhorfur eru daufar, ef við bindum vonir okkar við bandalög, Sameinuðu þjóðirnar, stjórnarskrá ríkis okkar eða á góðan vilja forystumanna heimsins. Marteinn Lúther sá verkamenn í Wittenberg reisa vegg í kringum borg sína, þegar Tyrkir réðust inn í Evrópu. Hann mælti: „Ef Drottinn er okkur ekki veggur, er þessi veggur einskis virði“. Friðurinn er andlegur. Hann fæst, þegar við gerum okkur grein fyrir hinum andlegu lögmálum og krafti. Einu sinni sagði Jehú við Jóram, að ef hann gleymdi Guði og elti skurðgoðin og dýrkaði þau, þá mundi .hann farast eins og þjóðir þær, sem Drottinn útrýmdi fyrir augum hans. Það er sérstætt við þjóð okkar, að hún varð til í andrúmslofti trúar a Guð. Ef það glatast okkur, höfum við enga frekari tryggingu fyrir friði en hvaða þjóð sem vera skal, sem ekki er kristin. „Sæl er sú þjóð, sem á Drottin að Guði“. Nei, það eru litlar horfur á friði, meðan friðarhöfðingjanum er hafnað. Ein milljón atvinnulaus á Spáni Madríd 29. maí. AP. SPÁNSKA hagstofan tilkynnti í dag aö nærri milljón manna væri atvinnulaus á Spáni en fjöldi vinnufærra í landinu mun vera um 13 milljónir. Atvinnulausir eru því um 7%. Mest er atvinnuleysið í byggingariðnaði en einnig er atvinnuleysi mikið í þjónustuiðn- aði og öðrum iðnaði. Tilboð opn- uð í dreifi- kerfið i Sandgerði Tilboð hafa verið opnuð í dreifikerfi Hitaveitu Suðurnesja í Sandgerði. Alls bárust fimm tilboð í verkið, það lægsta frá Ásbergi h.f. í Reykjavík að upphæð 102.3 millj. kr. en kostnaðaráætlun Fjarhitunar h-.f. hljóðaði upp á 119.1 millj. kr. Önnur tilboð sem bárust í dreifikerfið voru frá Sverri Þór- ólfssyni og Höskuldi Guðmunds- syni, kr. 112.1 millj. kr., Víkurverk í Grindavík, kr. 110.3 millj., Véltækni h.f., Reykjavík, kr. 121.0 millj., og frá Garðasmiðjunni s.f, Garðabæ, kr. 111.1 millj. Vitni vantar FIMMTUDAGINN 25. maí s.l. var ekið á bifreiðina G-5219, sem er Austin mini fólksbifreið, gulbrún á lit, þar sem hún stóð á Linnetsstíg í Hafnarfirði fyrir utan blómabúðina Burkna. Skemmdir urðu á vinstri hlið. Þeir, sem telja sig geta veitt upplýsingar um þessa ákeyrslu, eru beðnir að hafa samband við Rannsóknarlögregluna í Hafnar- firði. Dánarorsökin var drukknun MAÐURINN, sem fannst látinn í heita læknum í Nauthólsvík s.l. laugardagsmorgun, hét Ingólfur Arnar Guðmundsson, Grundar- götu 5, Akureyri. Hann var þrítugur að aldri. Ingólfur heitinn fannst í lækn- um um níuleytið á laugardags- morgun. Vitni telur sig hafa rætt við Ingólf við lækinn milli klukkan 5 og 6 á laugardagsmorgun og var þá allt í lagi. Niðurstaða krufning- ar varð sú, að banamein Ingólfs hafi verið drukknun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.