Morgunblaðið - 31.05.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978
5
Kosið á ísafirði. Marías b. Guðmundsson oddviti yfirkjörstjórnar
stendur fyrir borðsenda. Ljósm. Úlfar.
Kjördagur á ísafirði
KJÖRSÓKN við sveitarstjórnar-
kosningarnar á Isafirði varð örlít-
ið meiri en við þær síðustu, nú
86,1% en síðast 85,7% þrátt fyrir
að veður væri leiðinlegt á kjördegi.
Framan af var rigning öðru hvoru
sem jókst er á leið og bjóst
yfirkjörstjórn við minni kjörsókn,
en er leið að kvöldmat var hún
orðin meiri en síðast.
Marías Þ. Guðmundsson og Jens
Kristmannsson voru á skrifstofu
yfirkjörstjórnar í Gagnfræðaskóla
Isafjarðar þar sem kosið var og
ásamt þeim á sæti í yfirkjörstjórn
Magni Guðmundsson. Stjórnuðu
þeir talningunni um kvöldið en
hún hófst nokkru áður en kjör-
stöðum var lokað og fór fram í
Gagnfræðaskólanum. Störfuðu við
hana 10—12 manns alls, þ.e.
yfirkjörstjórn ásamt fulltrúum
flokkanna er buðu fram.
„Enginn gerði sér vonir um
að G-listinn fengi 5 menn”
—segir Guðmundur Þ. Jónsson 5. borgarfulltrúi Alþýðubandalags
EINN frambjóðandi í borgar-
stjórnarkosningunum hlaut
mjög óvænta kosningu en það
er Guðmundur Þ. Jónsson,
formaður Landssambands iðn-
verkafólks. fimmti maður á
lista Alþýðubandalagsins.
Kosning hans þýddi fall meiri-
hluta Sjálfstæðisflokksins.
Morgunblaðiö ræddi í gær við
Guðmund um hina óvæntu setu
hans í borgarstjórn Reykjavík-
ur.
— Eg er nú satt að segja vart
búinn að átta mig á því að ég sé
kominn í borgarstjórn, sagði
Guðmundur. Það hvarflaði
aldrei að mér allan tímann að
svona færi. Markmiðið hjá
okkur í kosningabaráttunni var
.það að tryggja Guðrúnu Helga-
dóttur sæti í borgarstjórn. En
við þekkjum öll í dag hvernig
útkoman varð og ég fagna mjög
þessari útkomu. Ég er ákaflega
ánægður með þá góðu kosningu,
sem Alþýðubandalagið fékk hér
í Reykjavík og um allt land.
— Kosning þín þýddi að
áralöng meirihlutastjórn Sjálf-
stæðisflokksins var fallin.
Hvernig er þér innanbrjósts
eftir slíkan stórpólitískan at-
burð?
— Ég er mjög ánægður með
það að mitt nafn skuli tengt
þeim sögulega atburði að
fimmtíu ára meirihluti sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn
skuli felldur. Hitt er svo annað
mál að ég lít' ekki á þetta sem
persónulegan sigur heldur sigur
Alþýðubandalagsins.
— Fyrir hvaða málum muntu
einkum beita þér fyrir í borgar-
stjórn?
— Þetta hefur nú komið svo
óvænt að ég hef vart áttað mig
á þessu eins og ég sagði áðan. Ég
held að enginn hafi gert sér
vonir um það að G — listinn
myndi fá fimm menn kjörna og
að ég kæmist í borgarstjórn. Og
þegar maður hefur ekki einu
sinni „gengið með borgarfulltrú-
ann í maganum", er kannski
ekkert skrítið að maður skuli
ekki geta svarað þessari spurn-
ingu óviðbúið. Þegar ég tók sæti
á þessum lista sagði ég að ég liti
fyrst og fremst á mig sem
fulltrúa verkafólks vegna
tengsla minna við verkalýðs-
hreyfinguna og starfa minna
þar. Ég hef nú ekki á prjónunum
neinar tillögur um þau mál í
borgarstjórn en eðlilega kemur
svo að því þegar maður fer að
starfa að þar að upp komi mál
sem maður hefur áhuga á og þá
reynir maður að vinna að
framgangi þeirra eins og tök eru
á.
Kjörstjórnina skipa (f.h) Steinn Kjartansson. Auðunn Karlsson og Finnbogi Hermannsson.
„Þetta er heil ritgerð”
Á kjördegi í Súðavík
Súðavík í Álftafirði er
einn þeirra staða á landinu
þar sem kosið er óhlut-
bundið, þ.e. í kjöri eru allir
þeir er kosningarétt hafa
og eru á kjörskrá. Að þessu
sinni eru 149 á kjörskrá og
hafa því Súðvíkingar úr
þessum fjölda að velja er
þeir kjósa sína fimm menn
í sveitarstjórn. Einn til-
kynnti þó að hann gæfi
ekki kost á sér.
Þegar Mbl. leit við í
Félagsheimilinu í Súðavík
uppúr hádegi á kjördag var
þar jafn straumur fólks
kominn til að kjósa og
afhenti kjörstjórinn at-
kvæðaseðla og leiðbeindi
hvernig fara ætti að.
— Hér þurfa menn að
kjósa alls 12 manns þ.e. 5
sveitarstjórnarmenn og 5
til vara og einn sýslu-
nefndarmann ásamt vara-
manni, sögðu þeir kjör-
stjórnarmenn, en þeir eru
þrír: Finnbogi Hermanns-
son, Auðunn Karlsson og
Steinn Kjartansson. — Við
erum eiginlega allt í'senn
undir, yfir og allt í kring,
sögðu þeir, þ.e. bæði undir-
og yfirkjörstjórn.
„Þetta er heil ritgerð,"
sagði einn kjósandinn að
lokinni kosningu, „því það
þarf að skrifa svo rnikið,"
og annar kjósandi kvartaði
undan því að geta ekki lesið
það sem hann hefði skrifað
því skriffæri kjörstjórnar-
innar væru í daufara lagi.
— Við byrjum að telja
strax kl. átta í kvöld og
reiknum með að það taki
nokkurn tíma, sögðu kjör-
stjórnarmenn, því það eru
talsvert mörg nöfn sem
geta komist á blað, kannski
50—60 manns í allt. Það er
gjörsamlega útilokað að
segja fyrir um það hvort
það verða miklar breyting-
ar á sveitarstjórninni, því
atkvæðin dreifast svo mjög
á menn.
Þegar Mbl. var þarna á
ferð höfðu 32 kosið, en þeir
áttu von á að a.m.k. 70%
myndu kjósa alls, en kjör-
fundi átti að ljúka kl. 20.00
og hafði staðið yfir frá
hádegi.
Nýjar sendingar af
stórglæsilegum tízkufatnaði.