Morgunblaðið - 31.05.1978, Síða 12

Morgunblaðið - 31.05.1978, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MAI 1978 Stöðvaði framsókn skurðgröf- unnar með ungbam í fanginu Upp úr hádeginu í gær kom til nokkurra sviptinga í Grjótaþorpinu þegar íbúar í hveríinu og stuðningsmenn þeirra hugðust stöðva framkvæmdir á vegum 1‘orkels Valdimarssonar, eiganda Fjalakattar- ins og fleiri fasteigna á þessum slóðum. Þorkell kom á vettvang með skurðgröfu og var hafizt handa um að rífa skúr, sem stendur á lóðinni hak við Fjalaköttinn en siðan átti að slétta lóðina og bera f hana grús. í fyrra leyfði Valdimar Þórðarson kaupmaður, þáverandi eigandi lóðarinnar. áhugafólki í Grjótaþorpi að lagfæra hana og tyrfa, hlaða þar veggi, leggja göngustfg og mála skúr þann, sem nú er byrjað að rífa. Þegar skurðgröfuframkvæmdir hófust í gær þyrptist á vettvang fjölmenni, þar á meðal fbúar þeir, sem stóðu fyrir lagfæringu lóðarinnar á sfnum tíma. Settist einn þeirra, Gérard Lemarque, með ungbarn í fangi á bárujárnsplötu fyrir framan skúrinn þannig að um sinn töfðust skurðgröfumenn við það að rífa hann. Gaí Þorkell þá fyrirmæli um að grafan byrjaði á því að slétta lóðina og rífa upp torf þannig að hægara yrði um vik við frekari framkvæmdir. Komu lögregluþjónar brátt á vettvang og töldu þeir ekki unnt að stöðva framkvæmdir þar sem eigandi lóðar og mannvirkja þar væri í sínum fulla rétti við að gera það sem hann vildi við eignir sfnar. Grýtti þá mótmælafólkið vinnuvélina og kastaði að henni mold, að því er Haukur Matthíasson lögregluvarðstjóri tjáði Morgunblaðinu í gær. Næst komu á vcttvang Adda Bára Sigfúsdóttir horgarfulltrúi og Jón G. Tómasson, sem nú gegnir borgarstjórastörfum, en Jón sagði í viðtali við Morgunblaðið að hann hefði farið á staðinn til að útskýra gildandi reglur um að húseigandi þyrfti ekki leyfi hyggingarnefndar borgarinnar til að rífa húsið eða bera grús í grunninn. „Þegar við komum á staðinn var Magnús Skúlason, sem hefur átt sæti í byggingarnefnd, búinn að útskýra þetta fyrir þeim, sem hlut áttu að máli, og þegar ég fór af staðnum virtist skilningur á því að láta þessar framkvæmdir fara fram átölulaust,“ sagði Jón G. Tómasson. Þegar lfða tók á daginn kom f ljós að mótmælafólkið sætti sig ekki við slík málalok. Var reynt að fá Gunnar Ingólfsson verktaka til að hætta við framkvæmdir, þegar tveir kofaveggirnir stóðu enn uppi, en hann kvaðst ekki geta skilið við svæðið fyrr en brak og rústir væru á bak og burt, meðal annars vegna slysahættu og skaðabótaskyldu verktaka. Varð það að lokum að samkomulagi að Magnús Skúlason, fyrir hönd íbúasamtaka Vesturbæjar, tók á sig ábyrgð vegna hugsanlegra slysa á mönnum gegn því að kofarústirnar fengju að standa, og þar við situr. Þorkell Valdimarsson stjórnar framkvæmdum á lóð sinni við Bröttugötu. Þorkell Valdimarsson: Er ekki til viðtals fyrir Morgunblaðið” Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar komu á staðinn og útskýrðu réttarstöðu lóðareiganda fyrir mótmælafólkinu. Verði háð leyfi bygg- ingarnefndar hvort hús er rifið eða ekki — segir Adda Bára Morgunblaðið sneri sér til Öddu Báru Sigfúsdóttur borgar- fultrúa í gærkvöldi til að spyrja hana um afstöðu borgarstjórnar meirihlutans til málsins, og sagði hún> „Ég hef ekki miklar hugmyndir um lausn þessa sérstaka máls, en persónulega vil ég beita mér fyrir borgarstjórnarsamþykkt um að það verði háð leyfi byggingar- nefndar hvort hús er rifið eða ekki. Nei, þetta mál kemur ekki fyrir borgarstjórnarfund á fimmtudag- inn, það eru svo stór mál, sem þarf að leiða til lykta á þeim fundi, og ég geri nú frekar ráð fyrir að þetta komi til kasta borgarráðs þegar þar að kemur." Þá sagði Adda Bára: „Ég ákvað að fara á staðinn í dag þegar ég frétti hvernig komið var og fékk Jón G. Tómasson í lið með mér. Mér fannst að þarna yrði einhver að vera, sem kallast gæti forsvars- maður núverandi borgarstjórnar, og ég vildi vera alveg viss um hver réttqrstaða borgarinnar væri í þessu máli. Ég þóttist reyndar viss um að hún væri engin, að það væri ekkert, sem bannar eiganda að framkvæma það sem hann vill á eigin lóð. Við útskýrðum sem sagt fyrir fólkinu að eigandinn hefði slíkan rétt, en jafnframt fannst mér sjálfsagt að láta koma fram að þrátt fyrir það gæti hann ekki farið að búa til bílastæði þarna." MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til nokkurra þeirra, sem voru samankomnir í Bröttugötunni í gær til að fylgjast með deilunum um niðurrifið á lóð Þorkels Valdimarssonar. Var þess farið á leit við Þorkel að hann léti í ljós skoðun sína á mótmælum vegna umsvifa hans á staðnum, en hann sagði er honum var tjáð að það væri Morgunblaðið, sem óskaði eftir umsögn hans> „Ég segi ekkert við Morgunblað- ið — ég er ekki til viðtals fyrir Morgunblaðið." Næst snerum við okkur að Gesti Ólafssyni arkitekt, sem sagði meðal annars: „Þetta er leiðindamál, ekki sízt vegna þess að á síðustu dögum þingsins voru afgreidd lög, sem kveða á um það að leyfi stjórn- valda þurfi til að rífa hús, en lögin taka ekki gildi fyrr en um næstu áramót. Það er líka yfirlýst stefna borgaryfirvalda, að allar fram- kvæmdir í þessum gömlu hverfum stuðli að því að bæta það um- hverfi, sem fyrir er, og það að rífa hús og breyta grunnum þeirra í bílastæði gengur þvert á þessa stefnu. Jú, ég bý í Grjótaþorpi og hef áhuga á þróun mála þar. Ég var á sínum tíma félagi í Ibúða- samtökum Grjótaþorps, en sagði mig síðar úr þeim, þar sem ég gat ekki fallizt á það sjónarmið að það ætti að halda þessu svæði eins og það er nú. Ég tel að það væri til mikilla bóta fyrir þetta umhverfi ef þar yrði byggt á auðum lóðum þannig að byggingarnar féllu inn í það umhverfi sem fyrir er, en þetta er ekki leiðin til þess.“ Þór Vigfússon borgarfulltrúi var meðal áhorfenda, og sagði hann: „Mér finnst ósköp leiðinlegt að sjá þetta eyðilagt. Ég er nú ekki lögfróður maður, þannig að ég treysti mér ekki til að fullyrða Framhald á bls. 19 Gestur ólafsson Magnús Skúlason, sem fyrir hönd íbúasamtaka Vesturbæjar tók á sig skaðabótaskyldu vegna rústanna í Bröttugötu. Lengst til hægri er .Kristín Unnsteinsdóttir, einn íbúanna í Bröttugötu 3A.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.