Morgunblaðið - 31.05.1978, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAl 1978
15
ítölsk mynd hreppti
gullpálmann í Cannes
Cannes. Frakklandi. 30. maí. AP. Reuter.
ÍTALSKAR kvikmyndir hlutu
helztu verðlaun kvikmynda-
hátíðarinnar í Cannes, sem lauk
í dag. Kvikmynd ítalska leikstjór-
ans Ermanno Olmi, „Klossatré-
ið“, hiaut gullpálma-verðlaunin,
en myndin íjallar um bændur á
Ítalíu á 19. öld. Þá hlaut kvik-
myndin „Apadraumur“ sérstök
verðlaun, en leikstjórinn Marco
Ferreri, gerði hana.
„Klossatréið" er rúmlega
þriggja klukkustunda löng, og fara
bændur á Norður-Ítalíu með
helztu hlutverkin í myndinni.
Hin ítalska myndin er ádeilu-
kennd grínmynd, sem fjallar um
endalok mannúðar í heiminum.
Með helztu hlutverk í þeirri mynd
fara Gerard Depardieu, Marcello
Mastroianni og simpansaapinn
Bella.
Þá hlaut kvikmyndin „Ópið“
einnig sérstök verðlaun, en pólski
leikstjórinn Jerzy Skolimowski
gerði hana. „Ópið“ er byggð á
samnefndri smásögu Roberts
Graves.
Alls voru 37 kvikmyndir sendar
á kvikmyndahátíðina, en um 400
Einvígi Korchnois
og Karpovs frest-
að um sólarhring
Manilla, Filippseyjum,
30. maí. AP
Heimsmeistaraeinvígið í skák
milli Anatoly Karpovs heims-
meistara og Viktor Korchnois
hefst hinn 17. júlí, en ekki 16., að
því er tilkynnt var á Filippseyj-
um f dag.
Einvíginu, sem haldið verður á
Filippseyjum, var frestað að
beiðni Ferdinands E. Marcosar
forseta, en ekki var tilkynnt
hvaða ástæður lægju að baki
beiðni hans.
Einvfgið verður hið fyrsta sem
haldið verður samkvæmt hinum
nýju lögum FIFA. Samkvæmt
lögunum eru jafntefli ekki talin
með og sá vinnur scm fyrstur
vinnur sex skákir.
Spilling innan
ítölsku óperunnar
Róm, 30. maí. Reuter.
LÖGREGLA handtók í dag 17
háttsctta embættismenn innan
ftölsku óperunnar og yfirheyrði
þá vegna sögusagna, sem verið
hafa á kreikj um spillingu innan
ópcrunnar. ítalska óperan er að
mestu lcyti kostuð af hálfu
rfkisins, sem greiðir sums staðar
allt að 90% af rekstrarkostnaði
söngleikjahúsa.
Yfirvöld hafa sagt að meðal
hinna handteknu séu yfirmenn
söngleikjahúsanna í Róm, Napólí,
og Cagliari, en handtökuskipanir
hafa einnig verið gefnar út fyrir
yfirmenn í Mílanó, Feneyjum,
Flórenz og Veróna.
Hinum handteknu er gefið að
sök að háfa brotið gjaldeyrislög-
gjöf ítaliu og greitt kunnum
erlendum söngvurum lægri fjár-
hæð en þeir tilkynntu yfirvöldum
að þeir hefðu gert. Mismuninn
eiga sakborningar að hafa flutt úr
landi, en upphæðirnar nema
milljónum króna.
Dagblöð á Ítalíu héldu því fram
á síðastliðnu ári að um mikla
spillingu væri að ræða, og nefndu
blöðin sem dæmi ráðningu banda-
físks söngvara til ónafngreinds
söngleikjahúss. Söngleikjahús-
stjórinn sagði, að hann hefði greitt
söngvaranum rúmar tvær milljón-
ir króna, en umboðsmaður söngv-
arans kvað hann aðeins hafa
fengið 1.4 milljónir í sinn hlut.
Vestur-Berilín, 30. maí.
Reuter. AP.
ÁKÆRUVALDIÐ í máli
hryðjuverkamannanna
fimm, sem réttarhöld fara
nú fram yfir, krafðist þess í
dag að tveimur verjendum
Till Meyers yrði bannað að
taka þátt í réttarhöldunum,
vegna gruns um að þeir
væru viðriðnir flótta Meyers
úr Moabit-fangelsinu á laug-
ardag.
Yfirvöld ákveða á morgun
hvort taka eigi kröfu ákæru-
valdsins til greina, en verj-
endurnir tveir, Nicolas
Becker og Detlej Múllerhoff,
voru settir í gæzluvarðhald
eftir flótta Meyers. Þeim var
kvikmyndir voru sýndar í Cannes
meðan hátíðin stóð yfir. Bezta
myndin var valin af níu manna
dómnefnd, sem Liv Ullman átti
sæti í m.a.
Verðlaunin fyrir beztan leik í
karlhlutverki fékk John Voight
fyrir leik sinn í myndinni „Heim-
koman". Myndina gerði Hal Ashby
og fer Voight með hlutverk lamaðs
hermanns úr Víetnam-stríðinu í
henni.
Tvær leikkonur, Jill Clayburgh
og Isabelle Huppert, skiptu með
sér verðlaununum fyrir beztan leik
konu í aðalhlutverki. Clayburgh
hlaut þau fyrir leik sinn í kvik-
myndinni „Ogift kona“, sem Paul
Mazursky leikstýrði, en Huppert
fyrir leik sinn í „Violetta
Nozieres". Frakkinn Claude
Chabrol gerði síðarnefndu kvik-
myndina.
Verðlaunin fyrir beztu kvik-
myndatökuna hlaut franski leik-
stjórinn Louis Malle fyrir kvik-
myndina „Snotra barn“.
I
-VEÐm-
viða um heim
Amsterdam 24 sólskin
Apena 24 bjart
Berlín 25 bjart
BrUssel 26 sólskin
Chicago 33 skýjaó
Frankfurt 25 bjart
Genf 21 sólskin
Helsinki 23 sólskin
Jóhannesarborg 20 sólskin
Kaupmannahöfn 25 sólskin
Lissabon 24 sólskin
London 23 sólskin
Los Angeles 37 bjart
Madríd 20 skýjaó
Malaga 21 bjart
Miami 27 skýjaö
Moskva 22 bjart
New York 26 skýjað
Ósló 26 sólskin
Palma, Majorca 23 skýjéð
París 25 bjart
Róm 22 sólskin
Stokkhólmur 26 sólskin
Tel Aviv 34 bjart
Tokýo 16 rigning
Vancouver 15 bjart
Vín 23 bjart
Eldur
í olíu-
hreins-
unarstöð
Texas-borg, Texas, 30. maí.
MIKLIR eldar geisuðu í dag í
stórri olíuhreinsunarstöð í bænum
Texas, og hafa að minnsta kosti
þrír látið lífið og 12 særst í
eldunum. Þrír hinna særðu eru
sagðir svo mikið brunnir að þeim
er vart hugað líf.
Eldarnir kviknuðu í bitið í
morgun og fyrr en varði var
olíuhreinsunarstöðin orðin alelda.
Slökkvistarfið gengur erfiðlega
sakir hins mikla hita, og hafa
slökkviliðsmenn einbeitt sér að því
að verja þá olíugeyma, sem enn
eru heilir. Ekki er vitað um
eldsupptök.
Verður verj endum
Meyers bönnuð þátt-
taka í réttarhöldmn?
sleppt skömmu síðar, en
saksóknari ríkisins heldur
því fram að flótti Meyers hafi
því aðeins verið mögulegur,
að þeir hafi verið í vitorði
með honum.
Þá var annar verjandi
settur í gæsluvarðhald í dag,
en búizt er við að honum
verði þó sleppt fljótlega.
Verjandinn, Ingrid Loh-
stoeter, var handtekinn í
kjölfar húsrannsóknar sem
gerð var á skrifstofu hans.
Rannsóknin var gerð til að
kanna hvort nokkuð fyndist,
er bendlað gæti hana við
flóttann. Lohstoeter er verj-
andi eins hryðjuverkamann-
anna fimm, sem eru nú fyrir
rétti.
Glæ
gjafavörur
- :
& - f j 4 i
t - i 1
Rosenthal býöur yður ýmislegt fleira en
postulín og platta.
Komiö í verzlun okkar og skoöið hinar
frábæru gjafavörur, — glervöru, postulín
og borðbúnað í ýmsum verðflokkum.
Rosenthal merkið tryggir frábæra hönnun
fyrir heimilið.
Rosenthal vörur- gullfallegar — gulltryggðar
A. EINARSSON & FUNK
Laugavegi 85