Morgunblaðið - 31.05.1978, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.05.1978, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Vinnuvélar Eftirfarandi vinnuvélar eru til sölu ef viöunandi tilboö berst. LUKSTA mulnings- og hörpunarsamstæöa. CATERPILLAR jaröýta 1957. CHASESIDE payloader 1966 / 3/2. c.y. RAFSTÖÐ 120 Kv. FORBRJÓTUR Upplýsingar um ofangreindar vélar gefur Sigurjón Magnússon s. 74323, Reykjavík. Skip til sölu 5,5, 6, 8, 10, 22, 29, 30, 36, 38, 45, 48, 51, 53, 55, 59, 62, 64, 65, 66, 75 85, 86, 90, 92 tonn. Einnig opnir bátar af ýmsum stærðum. Aðalskipasalan. Vesturgötu 1 7. Simar 26560 og 28888. Heimasími 51119 Til sölu Scania Viö höfum verið beðnir aö selja vörubifreiö af geröinni Scania LS-110 — S-46, árg. 1971 fyrir einn af viöskiptavinum okkar. Hér er um sérstaklega vel meö farinn og góöan bíl aö ræöa. Til sýnis og sölu við skrifstofu okkar. Scania-umboðiö, ísarn h.f., Reykjanesbraut 12, sími 20720. Orðsending til byggingaverkfræðinga, arkitekta og byggingatæknifræðinga Tæknilegur leiöbeinandi frá Standard Dry Wall í Bandaríkjunum er staddur hér á landi og heldur tæknilegan kynningarfund um THORO-byggingarefni fimmtudaginn 1. júní kl. 16,30 aö Síðumúla 11, 2. hæö. Steinprýði h.f. HAPPDRÆTTI 78 Geðvemdarfélag Lslands DREGIÐ VERÐUR 9. JÓINI1978 Landssamtökin Þroskahjálp halda fund um málefni þroskaheftra fimmtudaginn 1. júní í Norræna húsinu kl. 20.30. Framsöguerindi flytja: Margrét Margeirsdóttir, formaöur Þroskahjálpar: verkefni og starf Þroska- hjálpar. Jóhanna Kristjónsdóttir, skólastjóri Sér- fræöideild Öskjuhlíðarskóla. Siguröur Magnússon, framkvæmdastjóri. íþróttir þroskaheftra. Sýnd veröur ný kvikmynd um íþróttir þroskaheftra. I Fundurinn er öllum opinn. Reykjaneskjördæmi Boðað er til ráöstefnu meö formönnum allra fulltrúaráða og sjálfstæöisfélaga í kjördæminu. Fundarefni: Komandi alþingiskosningar. Ráöstefnan veröur haldin fimmtudaginn 1. júní kl. 20.30 aö Hamraborg 1 Kópavogi. Mjög áríöandi aö allir mæti. Formaöur kjördæmisráðs Huginn F.U.S. Garðabæ og Bessastaðahreppi heldur kynningarfund um málefni Byggung, fimmtudaginn 1. júní n.k. kl. 20.30. aö Lyngási 12. Gestur fundarins veröur Örn Kærnested framkvæmdarstjóri Byggung í Mosfellssveit. Allt áhugafólk velkomiö. Stjórnin. Árnesingar Sjálfstæöisfélögin í Árnessýslu boöa til almenns stjórnmálafundar í Hótel Hverageröi laugardaginn 3. júní kl. 3.00 síödegis. Ávörp flytja: Eggert Haukdal Guömundur Karlsson Steinþór Gestsson Siggeir Björnsson og Jón Ólafsson. Frjálsar umræöur, Allir velkomnir. Sjálfstæöisfélögin. Heildverzlun sem er aö breyta um vöru, selur mikið magn af vörum á mjög vægu verði, t.d. gardínuefni, flauelsefni, teryleneefni, denimefni, leikföng, peysur og allskonar smávörur. Notið þetta sérstaka tækifæri, gerið góð kaup. Vörumarkaðurinn í Hamarshúsinu við Tryggvagötu, 5. hæð vesturenda. Ragnhildur Jónsdótt- ir — Minningarorð í (iaj; verður til moldar borin frá Fossvojískirkju Rafinhildur Jóns- dóttir, Holtsgötu 35, Reykjavík. Ragnhildur var fædd á Strjúgs- stöðum í Langadal 21. apríl 1884. Foreldrar hennar voru Anna Pétursdóttir og Jón Guðmundsson, sem síðast bjuggu í Hvammi á Laxárdal, og var hún yngst níu barna þeirra. Sex ára gömul missti hún föður sinn, en ólst síðan upp með móður sinni, sem hélt áfram búskap með börnum sínum. Hún stundaði nám í Kvenna- skólanum á Blönduósi í tvo vetur Síðar dvaldi hún í tvö ár hjá frænda sínum, séra Benedikt Kristjánssyni á Grenjaðarstað. Eftir það dvaldi hún í heimahög- um um sinn við algeng sveitastörf, en stundaði kennslu á vetrum. Árið 1914 hleypti hún heimdrag- anum og fluttist til Kaupmanna- hafnar. Þar dvaldist hún rúma þrjá áratugi eða til ársins 1945. Hún stöð alla tíð djúpum rótum í sinni heimabyggð, og fyrir nokkrum árum gaf hún rausnar- legar fjárupphæðir til Bólstaðar- hlíðarkirkju og Héraðshælisins á Blönduósi. Fyrstu minningar um þessa móðursystur mína á ég úr barn- æsku. Hún kom alloft í kynnisferðir til íslands þau árin, sem hún bjó í Kaupmannahöfn og dvaldist þá jafnan lengri eða skemmri tíma á heimili foreldra minna í Finns- tungu, en hún og móðir mín voru yngstar systkinanna frá Hvammi. Ranka frænka, en svo kölluðum við börnin hana jafnan, bar með sér ferskan og eilítið framandi blæ utan úr þeim stóra heimi. Hún var okkur systkinunum mjög nákomin og góð, og við þreyttumst aldrei á 1 að biðja hana að segja okkur sögur úr sínu erlenda umhverfi. Frá- sagnir hennar, fjölbreytilegar og lifandi, sköpuðu þannig fyrstu mynd okkar af annarri þjóð í ókunnu landi. Á stríðsárunum rofnaði sam- band hennar við skyldfólkið hér . heima, en þegar að lokinrri styrj- öldinni felldi hún tjald sitt á erlendri grund og fluttist alfarin til íslands. Síðan bjó hún í húsi sínu á Holtsgötu 35 í Reykjavík, óhlut- deilin um annarra hagi og ófús að leita aðstoðar umfram brýnustu þörf. Ragnhildur frænka var ein meðal hinna hógværu í landinu. Dagar hennar liðu fram hljóðlát- lega en í föstum skorðum. Umbylt- ingasöm öld og sviptivindar hvers konar tísku náðu ei að raska rósemi þessarar konu, né hafa áhrif á serstæðan framgangsmáta og fastmótaða lífsskoðun. Hún bjó ein síns liðs alla ævi. „Eg hafði fyrir löngu kosið mér þann veg, sem ég síðan hef gengið," sagði hún við mig fyrir allmörgum árum. „Lífið hefur farið vel með mig á langri leið, og því skyldi maður þá kvarta, né heldur bera kvíðboga fyrir elliár- unum, sem e.t.v. kynnu þó að reynast örðugust einum að bera?“. Þessari lífsskoðun sinni var hún trú til hins síðasta, og það var gæfa hennar, að henni auðnaðist að sjá um sig sjálf að mestu leyti allt fram til síðustu mánaðanna, er hún dvaldist á sjúkrahúsi. Mér finnst stundum, að sér- stæðu og eftirminnilegu fólki fari fækkandi með þjóðinni. Sé þetta rétt, er að því mikil eftirsjá. Víst er, að Ragnhildur frænka mín var í hópi þessa fólks, og því er það, að við fráfall hennar stendur opið skarð, sem ekki verður fyllt. Eg veit, að ég mæli fyrir munn okkar allra systkinabarna hennar, svo og afkomenda þeirra, sem náðu að kynnast henni, þegar ég þakka henni hjartanlega sam- fylgdina og bið henni allrar blessunar, nú þegar hún er ekki lengur á veginum með okkur. Jónas Tryggvason Minning: Oskar Hafn- fjörö Auðunsson Ék vrit art þú fókkst enjfu. vinur. ráÚið um þart en vissulejfa hefúi þaú komið sér betur. aA lát þitt heföi ekki borid svo bráöan aö. ViA bjuKKumst viö aö hitta þÍK oft f vetur. Ok nú var um seinan að sýna þér allt þaö traust. sem samferöafólki þínu hinKaÖ til láöist aö votta þér. I>aA virtist svo ástæöulaust aö vera að sliku. fyrst daKh'Ka til þin náöist. Ég hygg að þessar ljóðlínur úr Bréfi til látins manns eftir Tómas Guðmundsson lýsi nokkuð vel tilfinningum margra okkar, sem í dag fylgja til grafar Óskari Hafnfjörð Auðunssyni, sem lézt af völdum heilablæðingar að morgni þess 23. maí s.l., aðeins 57 ára að aldri. Frá því ég fyrst kynntist Haffa Auðuns, eins og flestir Hafnfirð- ingar kölluðu Óskar, hefur hann í mínum huga ávallt verið ímynd karlmennsku, hreysti og atorku. Maður, sem ekkert virtist geta grandað. Það er því erfitt að sætta sig við að hann hafi nú svo fyrirvaralaust mætt ofjarli sínum og orðið að lúta í lægra haidi fyrir honum. En enginn fær umflúið örlög sín og við, sem þekktum Haffa og áttum hann að, leitum huggunar í öllum þeim björtu minningum, sem honum eru tengdar. Allt skjall var Haffa fjarri huga í lifenda lífi, svo ekki mun ég hirða um að telja upp alla þá mannkosti, sem hann prýddu, enda yrði þá um of langan lista að ræða. Einn þeirra er mér þó ofarlega í huga á þessari kveðjustund. Haffi hafði einstakt lag á börnum. Þau eru ófá tárin, sem Haffi breytti í gleðibros á vörum barna- barna sinna, sem oft leituðu til afa síns til huggunar eða leikja. Ég nefni barnabörnin aðeins vegna þess, að gagnkvæm ást þeirra á afa sínum er mér persónulega kunnug. En fjöldi annarra barna og þá ekki síst hans eigin, hafa bæði fyrr og síðar notið þess í ríkum mæli að eiga Haffa að. Ég held að ást hans á börnum lýsi vel hvern mann hann hafði að geyma. Hann naut þess að gleðja aðra Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.