Morgunblaðið - 31.05.1978, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978
23
t Eiginmaður minn og faðir okkar, FILIPPUS BJARNASON, fyrrverandi brunavörður, lést á Landakotsspítala aöfaranótt 27. maí síöastliöinn. Nanna Hallgrímsdóttir og börn.
t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, ÓSKAR HAFNFJÖRD AUÐUNSSON, bifreiöastjóri og ökukennari, Heiövangi 46, veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju, miövikudaginn 31. maí kl. 14. Sólborg Guömundsdóttir, börn og tengdabörn.
t Jaröarför konu minnar, KRISTÍNAR PÉTURSDÓTTUR, Snorrabraut 83, fer fram 1. júní kl. 3.00 e.h. í Fossvogskirkju. Blóm afþökkuð en þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti Landspítalann njóta þess. Guömundur Kjartansson og börn.
t Hjartanlegar þakkir sendum viö öllum þeim er sýndu okkur hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, BJARGAR SIGURDARDÓTTUR, frá Gljútri, Ölfusi, Skúlagötu 64, R. Sigurbjörg Óskarsdóttir, Björn Valdimarsson, Guóni Siguróur Óskarsson, Guölaugur Óskarsson, Rósa borsteinsdóttir, Jónína Eiríksdóttir, Sonja Björg Guönadóttir, Hlín Helga Guólaugsdóttir.
t Öllum þeim er sýndu okkur hlýhug vegna andláts og viö útför, SUNNU MJALLAR SVAVARSDÓTTUR, Asparfelli 6, sendum viö hugheilar þakkir. Foreldrar, systkini og amma.
t Þökkum öllum auösýnda samúö og vinarhug við fráfall og jaröarför systur okkar, BJARNFRÍDAR SIGRÍKSDÓTTUR, Vesturgötu 76, Akranesi. Sigríkur Sigríksson, Jón Z. Sigríksson.
t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, FRIÐRIKS JÓNSSONAR, Hofsósi, Guðrún Siguröardóttir, Hulda Jónsdóttir, Sigríóur Friöriksdóttir, Snorri Friöriksson, Marteinn Fríöriksson, og aórir vandamenn.
t Alúöar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför, LAUFEYJAR EÍRÍKSDÓTTUR, Barði G. Jónsson, Jón Baröason, Ragnheióur Skúladóttir, Riríkur B. Baróason, Arnþrúður Þóröardóttir. Baröi V. Baröason, Arnar Baröason, Helga B. Baröadóttir, Bergur Baróason,
t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samuð og vinarhug viö andlat °9 ú,,ör' PÉTURS BJÖRNSSONAR, fyrrv. erindreka, Drápuhlíö 40. Sérstakar þakkir sendum viö hjúkrunarliöi Grensásdeildar og sjúkradeildar A-7 Borgarspítalans, fyrir mikla hjálp og góöa umönnun í langvarandi veikindum hans. . ... . . „ bóra Jónsdóttir, Aöalbjórg Björnsdóttir, Hallfríóur E. Pétursdóttir, Stefán Frióriksson, Stefanía M. Pétursdóttir, Ólafur Tómasson, Kristín H. Pétursdóttir, Baldur Ingólfsson, Björn Pétursson, Bergljót Ólafsdóttir.
Minning:
Oddný Sigríður
Eiríksdóttir
Fædd 20. apríl 1952.
Dáin 23. maí 1978.
í Beruneshreppi voru í mínu
ungdæmi nokkur heimili, sem
minntu á lítil gistihús. Þar áttu
athvarf fleiri og færri um lengri
eða skemmri tíma. Þar var öllum
veitt af mikilli risnu, jafnt háum
sem lágum, því að enginn munur
var gerður á Lasarusi og ríka
manninum. Allir, sem guðuðu á
gluggann, voru velkomnir. Að einu
leyti voru þó þessir veitingastaðir
frábrugðnir þeim, sem nú þekkj-
ast. Þar var aldrei tekinn neinn
silfurpeningur fyrir veitta þjón-
ustu. Vinstri höndin vissi aldrei,
hvað sú hægri gerði.
Þá bjuggu á Núpi hjónin Guðný
Eyjólfsdóttir og Kristján Eiríks-
son. Þau höfðu byggt stórt íbúðar-
hús. Og var þá sagt, að búið væri
að byggja yfir þjóðveg þveran, því
að fáir fóru þar framhjá. En
heimili Guðnýjar og Kristjáns var
ekki aðeins áningarstaður fjölda
ferðamanna. Það var einnig um
langt skeið nokkurs konar félags-
heimili sveitarinnar. Þar veittu
húsráðendur öllum af stórri rausn.
Öll börn hjónanna á Núpi erfðu
höfðingslund foreldra sinna í
ríkum mæli. Guðlaug, yngsta
barnið, er gift Eiríki Þorgrímssyni
frá Selnesi í Breiðdal. Þau búa á
Borgarholtsbraut 34 í Kópavogi.
Heimili þeirra hefur ávallt verið
sem opið hús og fullt af gestum og
ekki sízt Austfirðingum. A heimili
sínu hefur þeim hjónum tekizt að
skapa þá sál og þann anda, sem
óvíða finnst. Hvergi líður fólki
betur. Um það eru allir samdóma.
En nú hefur sól brugðið sumri.
Einkadóttirin, Oddný Sigríður,
lézt 23. þ.m. aðeins 26 ára gömul.
Hún var gift Steinari Viggóssyni.
Þau áttu einn dreng. Heimili
þeirra var í Álftamýri 14 í
Reykjavík.
Þegar ég kom hingað í Kópavog-
inn, kenndi ég Oddnýju. Þá var
hún að byrja sína skólagöngu. Hún
var kvik í hreyfingum. Gat minnt
á lítið fallegt fiðrildi, sem flýgur
blóm af blómi á fögrum sumar-
degi. Námi sínu skilaði hún með
ágætúm. En ég var gagnrýndur
fyrir það, að ég héldi meira af
henni en öðrum börnum. Um það
skal ekki dæmt. En það fór ekki
framhjá neinum, að þessi yndis-
lega telpa hafði hlotið í vöggugjöf
allt það bezta úr báðum ættum.
Það sýndi Oddný bezt, þegar hún
stofnaði sitt eigið heimili, að
sjaldan fellur eplið langt frá
eikinni.
Öllum aðstandendum votta ég
samúð mína.
Aðalsteinn Gíslason.
Kvcðja frá föðursystur
Á sólbjörtum sumardegi barst
mér fréttin um að Oddný frænka
mín væri látin.
Við ættingjarnir vissum að hún
átti við veikindi að stríða síðastlið-
inn vetur, en okkur grunaði ekki,
að veikindin væru svo alvarlegs
eðlis.
Ekki hafði ég búist við því,
þegar ég kvaddi hana síðastliðið
sumar, að fundum okkar ætti ekki
eftir að bera saman framar.
En vegir Guðs eru órannsakan-
legir. — Við skiljum ekki hvers
vegna hún er tekin frá okkur svo
ung að árum, tekin burt frá
yndislegu heimili, ástkærum eigin-
manni og ungum syni.
Oddný var fædd i Reykjavik 20.
apríl 1952. Foreldrar hennar eru
Guðlaug Kristjánsdóttir og Eirík-
ur Þorgrímsson. Var hún einka-
dóttir þeirra hjóna en tvo syni eiga
þau líka, sem nú sjá á bak systur
sinni.
Árið 1973 giftist Oddný eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Steinari
Viggóssyni, og eignuðust þau einn
son, Eirík, sem nú er 5 ára.
Eftir að Steinar, maður Oddnýj-
ar, hafði lokið námi hér heima, fór
hann hann í framhaldsnám til
Danmerkur, þar sem þau dvöldu
um tveggja ára skeið. Að námi
loknu sneru þau aftur heim til
Islands og settust að í Reykjavík.
Að leiðarlokum vil ég þakka alla
þá vináttu, sem hún hefur ávallt
sýnt mér.
Ég bið algóðan Guð að veita
eiginmanni, ungum syni, foreldr-
um og bræðrum styrk i þeirra
þungu sorg.
Afmælis- og
minningar-
greinar
AF GEFNU tilefni skal það
enn ítrekað. að minningar-
greinar. sem birtast skulu í
Mbl.. og greinarhöfundar óska
að birtist í blaðinu útfarardag.
verða að berast með nægum
fyrirvara og eigi síðar en
árdegis tveim dögum fyrir
birtingar dag.
Vald
Poulsen h/f
Suöurlandsbraut 10
Sími38520 - 31142
NITCHI KRAFTTALÍUR
OGKEÐJU-
TALÍUR