Morgunblaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JUNI 1978 3 Ur hinu nýja húsnadi Úrvals við AusturvöII. Ljósm. Mbl.i Friðþjúfur. Hljótt um meirihluta- fundi FULLTRÚAR mcirihlutans í borgarstjórn Rcykjavíkur frá AlþýðubandalaRÍnu, Alþýðu- flokknum og Framsóknarflokkn- um áttu mcð sér fund í gær og er nýr fundur boðaður í dag. Sigur- jón Pétursson. nýkjörinn forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, kvaðst ckkcrt gcta sagt um fundinn í gær, er Morgunblaðið innti hann frétta af gangi samn- ingaviðræðna flokkanna þriggja. FLUCFÉLAC ÍSLANDS Hvort heldur þú kýst ys og þys stórborg- arinnar eða kyrrð og friðsæld sveitahérað- anna - þá finnur þú hvort tveggja í Luxemborg, þessu litla landi sem liggur í hjarta Evrópu. Næstu nágrannar eru Frakkland Þýskaland og Belgía - og fjær Holland - Sviss og Ítalía. Því er það að margir helstu sögustaðir Evrópu eru innan seilingar. Til dæmis er stutt á vígaslóðir tveggja heimstyrjalda Verdun og Ardennafjöll. Ef þú ferðast til Luxemborgar, þá ferð þú í sumarfrí á eigin spýtur - ræður ferðinni sjálfur - slakar á og sleikir sólskinið og skoðar þig um á söguslóðum. Sumarfrí í Luxemborg er hvort tveggja í senn einstæð skemmtun og upplifun sögulegra atburða. LOFTLCIBIR Lífríki Tjarnar- innar rannsakað NÚ cr hafin líffræðilcg rann- sókn á Tjörninni í Rcykjavík. m.a. vcgna þörungagróðursins scm myndaðist þar í fyrra og ciga fyrstu niðurstöður að liggja fyrir um miðjan júlí- mánuð. Umhverfismálaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi þann 24. maí s.l. að þcssi rannsókn skyldi fara fram, en sem kunnugt er var mikill þörungagróður í Tjörn- inni er líða tók á sumar f fyrra. Hafliði Jónsson, garðyrkju- stjóri Reykjavíkurborgar, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að þrír ungir líffræðing- ar önnuðust þessa rannsókn, þar af væri einn sérfræðingur í þörungagróðri. Munu þre- menningarnir kanna hvernig nú er ástatt með vatnið í Tjörninni og botnlífið. Sagði Hafliði, að í fyrra hefði verið talið að þörungagróðurinn staf- aði af of miklum fosfór í vatninu, en hins vegar sagði hann, að það sem af væri sumri hefði ekkert borið á þessu. Úrval flutti í nýtt hús- næði við Austurvöll FERÐASKRIFSTOFAN Úrval h.f. hefur nú flutt alla starfsemi sína í hús Almennra trygginga við Austurvöll. Úrval hóf starfsemi árið 1970 Skagaströnd: Samkomulag um oddvita- kjör en eng- inn formleg- ur meirihluti Skagaströnd. 6. júní. FYRSTI fundur nýkjörinnar hreppsnefndar var á laugardag. Samkomulag var milli fulltrúa D-lista, sjálfstæðismanna og óháðra, og fulltrúa A-lista, Al- þýðuflokks. um kjör oddvita og varaoddvita. en að öðru leyti er ekki um formlegan meirihluta að ræða í hreppsnefndinni. Adolf Berndsen af D-lista var kjörinn oddviti og Elín Njálsdóttir af A-lista varaoddviti. Sjálfstæðis- menn og óháðir hafa tvo hrepps- nefndarfulltrúa og Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Framsóknar- flokkur einn hver. Fréttaritari. eða fyrir 8 árum, og fram til þessa hefur ferðaskrifstofan verið til húsa í Eimskipafélagshúsinu auk þess sem hluti af starfseminni hefur undanfarin 3 ár verið í Hafnarstræti 17. Starfsemin hefur nú öll verið flutt í Pósthússtræti 9 og er á tveimur hæðum. Fimmtán manns eru nú fast- ráðnir hjá Úrvali, auk þess sem fjölmargir fararstjórar starfa hjá fyrirtækinu. Úrval rekur alla almenna ferðaþjónustu, auk skipu- lagðra sólarlandaferða til Mall- orka, Ibiza, Portúgals, Kanaríeyja og Bahama. Þá er Úrval með umboð fyrir bílferjuna Smyril, dönsku og norsku járnbrautirnar. Þá tekur Úrval á móti skemmti- ferðaskipum á hverju sumri og í sumar verða skipin 12. Ferðaskrifstofan Úrval er í eigu Flugleiða og Eimskipafélags Is- lands h.f. Framkvæmdastjóri er Steinn Lárusson og stjórnarfor- maður Axel Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.