Morgunblaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1978 11 Werzalit er sambland trjáviðar og gerfiefna. Nánar tiltekið spónaplötur, gagnvarðar og með húð úr melamin. Werzalit er veðurþolið, fúnar ekki og þarfnast ekki viðhalds. Werzalit hentar vel jafnt úti sem inni, sem sólbekkir, handriðalistar, bekkir, blómakassar og sem klæðningar á veggi, loft, bílskúrshurðir o.fl. o.fl. Werzalit er til í mörgum litum, gerðum og stærðum. Kynnum Werzalit með sýningu í húsakynnum ■ Jj okkar Skeifunni 19, dagana 6.—9. júní. Þar verða til Hj viðtals sérfræðingar frá Werzalit verksmiðjunum til kynningar og ráðgjafa dagana 6.—7. júní. Verið velkomin á Werzalitsýninguna. ■sfss*1 ^ vara \V er/aVU Timburverzlunin VÖlundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 100 manns vinna við verkun humars á Höfn HUMARVEIÐI hefur gent;ið illa það sem af er frá Höfn í Hornafiröi, bæði hefur afli verið trcgur og ennfremur hafa ógæftir verið miklar. Jens Mikaelsson á Höfn í Hornafirði sagði þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær, að 16 humarbátar væru nú gerðir út frá Höfn. Fram til þessa hefði humar- inn verið smár og almennt færu 50—60% í fyrsta stærðarflokk, sem þætti lélegt þar um slóðir. Einn bátur, Hvanney, væri þó með 68% í 1. stærðarflokk. Þá sagði Jens að veðrátta til humarveiða væri búin að vera erfið og í fyrrinótt hefðu bátarnir t.d. þurft að halda sjó. Að sögn Jens er þó ærinn starfi Framhald á bls. 19 Leiðrétting í frásögn Mbl. 3.6. sl. af skólaslitum Gagnfræðaskólans á ísafirði láðist að geta þess hver málaði myndina sem skólanum var gefin — það er Eiríkur Smith listmálari. Ennfremur láðist að geta þess að einnig 25 ára árgangurinn gaf skólanum góða gjöf. Viðkomandi aðilar eru beðnir velvirðingar á þessu. kauplaust." Þessi lög ásamt ný- settum bráðabirgðalögum, segja herstöðvarandstæðingar, að séu gott dæmi um efnahagsráðstafan- ir í því hagkerfi auðvaldsins, sem hernum er ætlað að standa vörð um eins og skýrt kemur fram í varnarsamningnum milli Islands og Bandaríkjanna. Vitna her- stöðvarandstæðingar þar til 5. liðs 6. gr. viðbætis um réttarstöðu liðs Bandaríkjamanna: „Island og Bandaríkin munu hafa samvinnu um að uppræta og koma í veg fyrir hvers konar ólöglega starfsemi, ^ svo og afstýra athöfnum, sem i óheppileg áhrif hafa á íslenzkt hagkerfi." Fréttatilkynningu herstöðvar- andstæðinga lýkur svo með þess- um orðum: „Samtök herstöðvar- andstæðinga heita því á allt launafólk og aðra sanna Islend- inga að vinna að því með oddi og egg að ísland segi upp herverndar- samningnum við Bandaríki Norð- ur-Ameríku og aðildinni að NATO.“ Fyrsti fundur hreppsnefndar Stykkishólms Stykkishólmi. 6. maí. FYRSTI fundur nýkjörinnar hreppsnefndar Stykkis- hólmshrepps var haldinn í síðustu viku. Oddviti var kjörinn Ellert Kristinsson, varaoddviti Finnur Jónsson. I hreppsráð voru kjörnir Giss- ur Tryggvason, Finnur Jóns- son og Einar Karlsson. Þá var Sturla Böðvarsson endur- ráðinn sveitarstjóri. Öðrum kosningum var frestað. Fréttaritari AUGLYSIM.ASÍMINN ER: 22410 JBíreunbUÖiÖ Keflavíkurganga 10. júní: Ganga gegn yarnarliði og efnahagsstefnu stiórnvalda SAMTÖK herstöðvarandstæðinga standa íyrir Keflavíkurgöngu laugardaginn 10. júní og verður gengið frá aðalhliði Keflavíkur flugvallar til Lækjartorgs í - Reykjavík, þar sem göngunni lýkur með stuttum útifundi. Herstöðvarandstæðingar ganga undir kjörorðunum „ísland úr NATO., herinn burt“ og eru þeir, sem ætla að taka þátt í göngunni beðnir að skrá sig í fimm símum. 83368, 29845, 29863, 29790 eða 298%. A.m.k. þrír þessara síma eru kosningasímar Alþýðubanda- lagsins. I fréttatilkynningu frá Samtök- um herstöðvarandstæðinga, sem Morgunblaðinu hefur borizt, segir að fyrirhugað sé að gangan verði með svipuðu sniði og sú, sem farin var árið 1976, þegar landhelg- isdeilan við Breta stóð sem hæst. Göngumenn hyggjast æja við Vogastapa, í Kúagerði, Straumi, Hafnarfirði, Kópavogi og verður á öllum þessum stöðum sitthvað til skemmtunar. A Lækjartorgi verð- ur flutt ávarp miðnefndar Samtaka herstöðvarandstæðinga. í fréttatilkynningu herstöðvar- andstæðinga segir: „Nú eiga sér stað í landinu átök milli ríkisstjórnar atvinnurek- endavaldsins og launafólks. Er þar tekizt á um það, hvort ríkisstjórn- in eigi að komast upp með að skammta laun og reka með því grófustu arðránsstefnu sem nokk- ur ríkisstjórn getur gert sig seka um.“ „í kaupránslögunum ríkis- stjórnarinnar" — eins og það er orðað í fréttatilkynningunni — „er freklega gengið á gerða kjara- samninga og launafólki gert að vinna á einu ári 5—6 vikur Hvað veistu um Werzalit T Fyrstu konurnar í kjöt- iðnaði að ljúka námi Fyrstu konurnar í kjötiðnaði luku lokaáfanga í náminu síðastliðinn laugardag. Frá Siáturfélaginu útskrifaðist Guðlaug Ragnarsdóttir, en frá Búrfeili þær Sigurjóna Þór- hallsdóttir og Ásta Einarsdótt- ir. Að sögn formanns prófnefnd- ar, Thorvald Imsland, sem jafnframt er formaður Félags íslenskra kjötiðnaðarmanna stóðu stúlkurnar sig mjög vel í prófinu og telur hann að þær eigi eftir að standa sig vel í starfi. Hann sagði að e.t.v. væru einstaka verk fullerfið fyrir þær, en annars gætu þær ráðið fullkomlega við starfið til jafns við karlmenn. Að sögn Thorvald eru að minnsta kosti 6 aðrar stúlkur við nám í kjötiðn, tvær á Akureyri, ein í Borgarnesi ogl Guðlaug Ragnarsdóttir þrjár í Reykjavík. Hann sagði að alltaf væri vöntun á kjöt- iðnaðarmönnum þar sem margir færu erlendis til framhalds- náms. Einnig væru margir sem störfuðu erlendis. Nám í kjötiðn tekur fjögur ár. Thorvald sagði að alltaf væri verið að reyna að auka kennsl- una í Iðnskólanum en erfiðlega gengi að fylgja því eftir úti á landsbyggðinni. Taldi hann að auka þyrfti töluvert faglega kennslu og einnig almenna sérkennslu. Kjötiðnaðarfélagið mun á næstunni afhenda Iðnskólanum nýja kjöthrærivél og mun hún verða fyrsta kennslutækið í faglegri kennslu þar. Asta Einarsdótiir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.