Morgunblaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 118. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 7. JÍINÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fangavörður í I talíu myrtur Róm. fi. júní. AP. FANGAVÖRÐUR var skotinn til bana í borginni Udine á Norðaustur-Italíu í dag óg yfirvöld í Róm ákærðu þrjá til viðbótar um þátttöku í ráninu og morðinu á Aldo Moro fyrrverandi forsætisráðherra. Tvenn samtök vinstriöfgamanna kváðust bera ábyrgðina á morðinu á Antonio Santoro yfirfangaverði bæjarfangelsisins í Udine. Maður sem lét nafns síns ekki getið hringdi í skrifstofu ítölsku fréttastofunnar Ansa í Feneyjum og sagði að morðið væri verk „hins vopnaða öreigahóps kommúnista". Annar maður hringdi í blaðið II Gazzetiono í Mestre skammt frá Feneyjum og sagði að Rauðu herdeildirnar í Friulihéraði bæru ábyrgðina. Þeir sem voru ákærðir og lýst var eftir í Róm voru Prospero Gallinnari og Corrado Alunni, sem báðir leika lausum hala og leitað hefur verið að um nokkurn tíma í Moro-málinu, og kona, Fiora Pirri Ardizzone. Sex aðrir, þar af fimm sem eru í fangelsi, voru ákærðir í gær. ----------------------------1 Rússar neita Newark. New Jersey. 6. júnf. Reuter. TVEIR sovézkir embættismenn hjá Sameinuðu Þjóðunum, Valdik Enger og Rudolf Chernayev, neituðu í dag að viðurkenna ákærur um samsæri um að kaupa bandarísk hernaðarleyndarmál í síðasta mánuði af bandarískum sjóliðsforingja sem starfaði á laun fyrir Alrfkislögregluna (FBI). Réttarhöld voru fyrirskipuð í máli Rússanna 12. september. Frederick Lacey dómari vísaði á bug beiðni frá sovézka sendiráðinu og úrskurðaði að sakborningarnir yrðu hafðir áfram í haldi nema Framhald á bls. 19 í tilskipuninni um handtöku þeirra segir að þau hafi ásamt öðrum sem ekki er vitað hverjir hafi verið bæði skipulagt og framkvæmt ránið á Moro og morðið á lífvörðum hans. Gallinn- ari og Alunni voru úr hópi níu, sem enn ganga lausir og voru ákærðir fyrir ránið á Moro níu dögum eftir að honum var rænt. Þeir og ungfrú Ardizzone eru einnig sökuð um að hafa verið viðriðin ránið á skipaeigandanum Piero Costa í Genúa. Santoro yfirfangavörður í Udine var skotinn af stuttu færi þegar hann fór heiman að frá sér til fangelsisins. Árásarmennirnir voru þrír og flúðu í tveimur bílum. Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, óskar norska landkönnuðinum Thor Heyerdahl til hamingiu með þriðju Pahleviumhverfisverndarvcrðlaunin scm hann afhcnti honum í New York á mánudag. Iranska stjórnin veitir verðlaunin sem cru 25.000 dollarar. Afrískt herlið til Zaire í bandarískum fhigvélum Lubumhashi Zaire fi. júní. Reuter. Bandaríkjamenn tilkynntu í dag að þeir væru að undirbúa loftflutninga hermanna frá Ráðherra í Bonn fer frá lionn. fi. júní. Reuter. INNANRÍKISRÁÐHERRA vesturþýzku stjórnarinnar, Werner Maihofer, úr flokki frjálsra demókrata, sagði af sér í dag og tók á sig ábyrgðina á mistökum lögreglunnar í leitinni að ræningjum Hans-Martin Schleyers for- manns vinnuveitendasam- bandsins í september í fyrra. Werner Mainhofer Maihofer segir af sér í kjölfar mikillii ósigra frjálsra demókrata í fylkisþingkosning- um í Hamborg og Neðra-Sax- landi. Hann viðurkenndi í bréfi sem hann sendi Helmut Schmidt kanzlara til þess að biðjast lausnar að vísbending sem hefði getað gefið til kynna hvar Schleyer væri hafður í haldi hefði af ýmsum ástæðum farið fram hjá undirmönnum sínum. Maihofer er prófessor í lögum, 59 ára að aldri og heyrir til vinstri armi Frjálsa demókrata- flokksins. Hann er fyrsti áhrifa- maðurinn sem verður fyrir barðinu á hreinsunum sem gert er ráð fyrir að kosningaósigur flokksins hafi í för með sér. Þau fjögur ár sem Maihofer hefur gegnt starfi innanríkis- ráðherra hafa pólitískir and- stæðingar hans stöðugt gagn- rýnt hann fyrir of mikla linkind í baráttunni við borgarhryðju- verkamenn. Mörgum kjósendum fannst kasta tólfunum þegar Framhald á bls. 19 Senegal og Gabon til Kolwezi þar sem þeir mundu taka þátt f gæzlustörfum samciginlegs öryggisliðs Afríkuríkja ásamt Marokkómönnum scm hafa þcgar verið sendir þangað. í Washington neitaði banda- ríska utanríkisráðuneytið því að f þessu fælist „mciriháttar útvíkk- un" á hlutverki Bandaríkja- manna í Afríku. I Rabat er sagt að hermenn írá Togo og Fflabeinsströndinni verði einnig sendir til Kolwezi og Nígeríumenn kunni að senda þangað liðssveit. Jafnframt kom Kenncth Kaunda Zambíuforseti i óvænta hcimsókn til Kolwczi í dag og átti sáttafund með Mobutu Sese Seko Zaireforseta. Þeir ákváðu að gleyma ágreiningi sínum um Shaba innrásina samkvæmt zambískum hcimildum. Samkvæmt heimildunum féllst Mobutu á að falla frá ásökunum sínum um að innrásarmennirnir frá Angóla hefðu notað Zambíu fyrir stökkpall til innrásarinnar í Shaba. í staðinn lofaði Kaunda að auka eftirlit á landamærum Zambíu en þetta var ekki skýrt nánar. Meðan forsetarnir ræddust við fóru 350 hermenn frönsku Útlend- ingahersveitarinnar flugleiðis frá Kolwezi í bandarískum flutninga- flugvélum og fólu öryggisgæzlu í hendur Marokkómönnum og öðrum afrískum hermönnum sem eru ókomnir. Kn þeir skildu cftir 150 hermenn í koparhænum. I Washington sagði bandaríska utanríkisráðuneytið að bandaríski flugherinn hefði sent eða væri að senda menn til Senegal og Gabon til að undirbúa hina nýju loft- flutninga. Talsmaðurinn reyndi að róa bandaríska stjórnmálamenn sem hafa látið í Ijós ugg um að Framhald á bls. 19 ísraelsher vill halda stöðvum lleirút. fi. júní. IíciiIct. AI'. ÍSRAELSMENN vilja halda eftir nokkru hcrliði í SuðurLíbanon til að tryggja að palcstínskir skæruliðar haldi ekki áfram starfsemi sinni þar að því er Einn gómaður í Meyermálinu YesturBerlín, fi. júní. Reuter. LÖGREGLAN í VesturBerlín skýrði í dag frá fyrsta mikilvæga árangri sínum í leitinni að hópnum sem bjargaði hryðju- verkamanninum Till Meyer úr fangelsi fyrir 10 dögum. Lögreglan sagði að hryðju- verkamaðurinn Klaus Viehmann hefði verið handtekinn í miðborg- inni. Hann er talinn hafa dvalizt i' fbúð þar sem talið er að einnig hafi dvalizt þær fjórar konur sem björguðu Meyer úr Moabitfang- elsi í Vestur-Bcrlín. Framhald á bls. 19 líhönsk bliið skýrðu frá í dag. .lafnframt sagði Anwar Sadat Egyptalandsforseti þegar hann heimsótti egypzka hermenn við Súcz-skurð í dag. að svo gæti farið að þeir yrðu að halda áfram „frclsisbaráttunni" ef ísraels- menn svöruðu ekki friðarumleit- iinuni hans. Þetta er í fyrsta sinn síðan Sadat hóf friðarumleitanir sínar fyrir sjö mánuðum að hann gefur í skyn að stríð geti komið til greina ef friðarumleitanirnar bera ekki árangur. Hann hefur áður sagt að októberstríðið lí)7:i hafi verið síðasta stríðið. Sadat gaf ísraelsmonnum tveggja mánaða frest til þess að svara friðarumleitunum sínum á blaðamannafundi 27. maí og yfir- lýsinjí hans gefur til kynna að Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.