Morgunblaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1978 19 — Fiskverð Framhald af bls. 32 mið af markaðsverði afurða er- lendis og framleiðslukostnaði þeirra hérlendis, að teknu tilliti til hins nýja viðmiðunarverðs, sem stjórn Verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins hefur ákveðið fyrir freðfiskafurðir á verðtímabilinu, sem hófst 1. júní s.l. í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Davíð Ólafsson, formaður Verð- jöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins, að viðmiðunarverð þarð, sem nú hefði verið ákveðið, væri 15% hærra en það sem gilti áður. Hins vegar sagði Davíð að hið nýja viðmið- unarverð gilti svo lengi sem nægilegt fé væri í sjóðnum, þó eigi skemur en í tvo mánuði. Nýja fiskverðið var ákveðið með atkvæðum seljenda og oddamanns gegn atkvæðum kaupenda, en í yfirnefndinni áttu sæti að þessu sinni Jón Sigurðsson, sem var oddamaðurnefndarinnar, Ágúst Einarsson og Óskar Vigfússon af hálfu seljenda og Árni Benedikts- son og Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson af hálfu kaupenda. — BÚH Framhald af bls. 12 frá byrjun og fólkið verður að ráða fram úr þeim sjálft og það höfum við lagt áherzlu á við framkvæmdastjóra BÚH, bæj- arstjóra og bæjarfulltrúa," sagði Hallgrímur að endingu. „Það hafa engar breytingar orðið, nema hvað einhverjar stúlkur hafa gengið um með undirskriftalista. Þá kaus bæj- arstjórnin nefnd skipaða full- trúum allra flokka ásamt bæj- arstjóra til að reyna að finna lausn á deilunni," sagði Guðríð- ur Elíasdóttir, formaður Verka- kvennafélagsins Framtíðarinn- ar. „Eg sé enga aðra leið færa en að mennirnir víki úr starfi. „Við höfum lengi reynt að fá leiðréttingu mála hjá BÚH, bæði höfum við gengið á fund forstjóra og útgerðarráðs. Það er því rógburður á hendur okkur, sem birtist í Vísi í gær og haft er eftir forstjóra útgerð- arinnar, að við höfum ekkert reynt að leysa þetta mál. Þá er það leiðinlegt, að málið skyldi koma upp nú þegar enginn ábyrgur meirihluti var í bæjarstjórn í Hafnarfirði. Við berum eðlilega hiýjan hug til BUH og viljum að rekstur fyrirtækisins gangi vel. Það væri ekki byrjað vinna eftir bónuskerfi í fyrirtækinu, ef formenn verkalýðsfélaganna hefðu ekki unnið að því máli,“ sagði Guðríður. — Vill halda stöðvum Framhald af bls. 1 afstaða Menachem Begins forsæt- isráðherra ísraels valdi nú vax- andi óþolinmæði hjá egypzku stjórninni. Israelsmenn hafa lofað að ljúka brottflutningi sínum frá Suður-Líbanon á þriðjudag en nú hafa þeir sett nokkur skilyrði fyrir því að ljúka þessum brottflutningi að sögn líbanskra blaða og eitt skilyrðanna er að þeir fái að halda að minnsta kosti fjórum eftirlits- stöðvum í suðvesturhluta Líban- ons. ísraelski herinn hefur borið þessar fréttir til baka en að sögn diplómata í Beirút hefur verið búizt við slíkum skilyrðum. Þeir benda á að ísraelsmenn höfðu sex stöðvar á sínu valdi Líbanonsmeg- in iandamæranna um nokkurra mánaða skeið áður en þeir gerðu innrásina í marz. Blöðin segja að yfirmaður friðargæzluliðs SÞ, Ensio Siilasvuo hershöfðingi, hafi skýrt líbönskum yfirvöldum frá þessum skilyrðum og þau hafi hafnað þeim. ísraelsmenn eru sagðir mótfallnir því að líbanski herinn taki sér stöðu á vissum stöðum og krefjast þess að einungis friðar- gæzlusveitir taki sér stöðu á tíu kílómetra breiðu belti meðfram landamærunum. Palestínumenn neituðu í dag gæzluhermönnum um að fara inn í eitt helzta vígi þeirra annan daginn í röð. —Einn gómaður í Meyermálinu Framhald af bls. 1 Lögreglan fann fingraför þriggja hryðjuverkakvenna í íbúð- inni — Gabriele Rollnick, Inge Viet og Ingrid Siepmann. Rollnick og Viet flúðu úr fangelsi í Vestur-Beriín 1976 og Siepmann var látin laus 1975 í skiptum fyrir stjórnmálamanninn Peter Lorenz sem var rænt. Fjórðu hryðju- verkakonunnar, Juliane Plambeck, er einnig leitað í sambandi við Meyer-málið. Viehmann er bóksali og var handtekinn áður en hann hafði tóm til að draga upp skammbyssu þegar hann var að stíga upp í bíl sinn í miðborginni. Á honum fannst 500 marka seðill, hluti lausnargjaldsins sem var greitt fyrir austurríska auðmanninn Walter Palmers sem var rænt í Vín í nóvember 1977. — Rússar neita Framhald af bls. 1 gegn tveggja milljón dollara tryggingu fyrir hvorn um sig. Rússarnir eru sakaðir um að hafa reynt að kaupa skjöl um hernað gegn kafbátum og önnur bandarísk leyndarmál 10. maí í Woodbridge af bandaríska sjólið- anum og eru sagðir hafa greitt honum 16.000 dollara. Hvorugur Rússinn nýtur friðhelgi diplómata. Vladimir Zinyakin, þriðji sendi- ráðsritari í sendinefnd Rússa hjá SÞ, var sakaður um þátttöku í samsærinu en var ekki handtek- inn. Hann fór úr landi að beiðni bandariska utanríkisráðuneytis- ins. Enger vinnur í stjórnmáladeild SÞ og Chernayev við starfsmanna- hald. — Ráðherra í Bonn fer frá Framhald af bls. 1 tvær vopnaðar konur sem sögð- ust vera lögfræðingar björguðu vinstriöfgamanninum Till Mey- er úr fangelsi í Vestur-Berlín fyrir 10 dögum. Maihofer bar enga beina ábyrgð á þessu, en innanríkis- ráðherra Vestur-Berlínar, Júrg- en Bauman, er einnig úr vinstra armi Frjálsa demókrataflokks- ins. Leiðtogi frjálsra demókrata, Hans-Dietrich Genscher utan- ríkisráðherra, kallaði fram- kvæmdastjórn og þingmenn flokksins til fundar í kvöld til að tilnefna eftirmann Maihofers. Embætti innanríkisráðherra er eitt fjögurra ráðherraembætta sem frjálsir demókratar gegna. — Afriskt herlið til Zaire Framhald af bls. 1 Bandaríkjamenn dragist inn í átök í Afríku og sagði að bandarísk yfirvöld mundu ekkert gera sem þau hefðu ekki umboð til að gera. Fyrstu fréttir um hina nýju loftflutninga bárust frá París þar sem bandarískur embættismaður kallaði þá „sérstakt viðbragð við sérstöku hættuástandi" og lagði á það áherzlu að Bandaríkjamenn ætluðu ekki að takast á herðar íhlutunarhlutverk í Afríku. Hann sagði þetta að loknum fundi fimm vestrænna ríkja í París þar sem fjallað var um bágborið ástand efnahagsmála og hermála Zaire og þá hættu sem hófsömum ríkisstjórnum í Afríku stafar frá starfsemi Rússa og Kúbumanna í álfunni. Fundinn sátu embættismenn frá Frakk- landi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Vestur-Þýzkalandi og Belgíu og nokkrar tillögur voru gerðar en þær voru ékki birtar. Utanríkisráðherra Kína, Huang Huam, sem er í fjögurra daga heimsókn í Zaire, sagði að löndin bæði hefðu sameiginleg verkefni þar sem þau yrðu bæði að berjast gegn utanaðkomandi ógnun sem stafaði frá sovézkri heimsvalda- stefnu. Huang er háttsettasti fulltrúi Kínverja sem heimsaekir Zaire síðan löndin tóku upp stjórnmálasamband fyrir fimm árum og hann hefur gert feiki- harðar árásir á Rússa og Kúbu- menn í ferðinni fyrir stuðning þeirra við uppreisnarmenn í Shaba. í Washington sagði utanríkis- ráðherra Austur-Þjóðverja, Oskar Fischer, að loknum fundi með Cyrus Vance utanríkisráðherra að Kúbumenn hefðu ekkert herlið í Afríku. — Humar- vinnsla Framhald af bls. 11. við verkun humarafians og um þessar mundir starfa 100 manns í frystihúsinu á Höfn við verkun og frágang humars. Auk þess sem humarbátarnir legðu upp afla sinn væru nokkrir bátar á trolli og tveir réru með línu. Afli bátanna hefði hins vegar verið sáratregur. — Vantaði húsnæði Framhald af bls. 5. unglingunum hlutdeild í hlýlegu heimilislífi, þar sem jafnrétti ríkir á öllum sviðum. Fullorðna heim- ilisfólkið hlýtur þó í krafti aldurs og reynslu að setja eðlileg takmörk þegar þess er þörf. Jafnréttið er í framkvæmd þannig að allar ákvarðanir varðandi einstaka heimilismenn og heimilið í heild eru teknar í sameiningu á fundum. Sambýlið er fjármagnað með mánaðarlegum greiðslum með hVerjum unglingi frá félagsmála- stofnun eða sveitarfélagi. Auk þess höfum við á starfstímabilinu fengið nokkurn ríkisstyrk. Það skal tekið fram að ungir sem eldri hafa sem persónulegan vasapening haft kr. 1500 á viku. Öðru fé er ráðstafað í sameiningu. Forsenda þess að við getum hafið svipaða starfsemi aftur, eins og ráðgert er, er að hentugt húsnæði fáist. Ætlunin hefur alla tíð verið að geta stundað búskap í smáum stíl, garðrækt eða trillu- útgerð. Stefnt verður að því að befjast handa að nýju næsta vor, og mun tímanum þangað til verða varið til undirbúnings. Sambýlið sð Sogni, Ölfusi 31. maí 1978. (Fréttatilky nning) — Sambandi íraks og Rússa slitið Framhald af bls. 14. úr kommúnistaflokknum sem voru handteknir löngu áður en núver- andi deila B'aath-flokksins, sem fer með völdin í Irak, og komm- únistaflokksins kom fram í dags- ljósið. írak er eina 7Arabalándið sem hefur gert formlegan vináttu- og samstarfssamning við Rússa. Opinberlega hefur ekkert verið sagt um fréttirnar um handtök- urnar og aftökurnar í Bagdad en vikublað sem fylgir stjórninni að málum hefur ráðizt á komm- únistaflokkinn og gagnrýnt hann fyrir undirgefni við Rússa. Aukin tortryggni stjórnarinnar í írak í garð Rússa hefur leitt til deilu milli hennar og sovézka sendiráðsins. Heimildir í Beirút hermdu í apríllok, að sovézkir diplómatar hefðu verið sviptir vatni og rafmagni í fjóra mánuði og að þeir hefðu loksins fallizt á kröfur írakskra yfirvalda um að flytja sovézka sendiráðið frá nágrenni forsetahallarinnar. Ef til kemur má vera að írakar feti í fótspor Egypta sem slitu vináttusamningi við Rússa í marz 1976 eftir að hafa rekið sovézka tæknifræðinga og hernaðarráðu- nauta úr landi. Colgate MFP f luor tannkrem herðir tennurnar og ver þær skemmdum. 1. Colgate MFP fluor gengur inn í glerunginn og herðir hann. 2 Þess vegna verður glerungurinn sterkari. Og börnunum líkar bragöiö. Colgate MFP fluor tannkrem er reyndasta tannkremlð á markaðnum. Þúsundir barna um víða veröld hafa um árabil verið þáttakendur í visindalegri Colgate-prófun og hefur hún ótvirætt sannað að Colgate MFP fluor tann- krem herðir glérung tannanna við hverja burstun, þannig að tennurnar verða sifellt sterkarí og skemmast siöur. Þess vegna velja milljönir foreldra;um heim allan Colgate MFP fluor tannkrem handa börnum sinum. herðirinn^/ O □

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.