Morgunblaðið - 09.06.1978, Qupperneq 1
120. tbl. 65. árg.
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Njósnamálið í Moskvu:
Sovétstjómin æf og
hótar „viðeigandi
gagnráðstöfunum ’ ’
Moskvu — 8. júní — AP.
SOVÉTSTJÓRNIN birti í
dag harðorða mótmælayfir-
lýsingu vegna málsins
sem
Veizluspjöll
í Peking:
Móðguð-
ust og
þustu út
Peking — 8. júní — Reuter.
AF UMMÆLUM Teng Hsiao-
Pings, varaforsætisráðherra
Kína, í veizlu sem haldin var
til heiðurs forseta Afríkuríkis-
ins Rúanda í Peking f dag má
ráða að kínverska stjórnin
styðji hugmyndir um samein;
aðar öryggissveitir í Zaire. í
ræðu sinni réðst Teng með
offorsi á Sovétríkin fyrir að
koma illu aí stað í Afríku og
valda þar öngþveiti með íhlut-
un sinni. en afleiðing þessara
ummæla varð sú að fulltrúar
Sovétríkjanna og bandalags-
þjóða þeirra í veizlunni þustu
á dyr.
Þetta er í annað skipti á
fáeinum mánuðum sem móðg-
andi ummæli kínverskra ráða-
manna í garð Sovétríkjanna
valda veizluspjöllum í Peking
Framhald á bls. 18
upp kom um daginn þegar
starfsmenn bandaríska
sendiráðsins í Moskvu fundu
neðanjarðargöng frá sendi-
ráðsbyggingunni en þau
enduðu í herbergi sem fullt
var af sovézkum njósnatækj-
um. Hefur Sovétstjórnin nú
hótað því að birta „skjalfest-
ar upplýsingar“ um njósna-
starfsemi Bandarikjamanna
ef þeir hætti ekki að fjasa
um mál þetta opinberlega.
Þetta eru fyrstu opinberu við-
brögð Sovétstjórnarinnar vegna
málsins en í orðsendingunni segir
jafnframt að gripið verði til
„viðeigandi gagnráðstafana" ef
Bandaríkjamenn láti ekki þegar í
stað af „ólöglegu athæfí" og bæti
skemmdir þær sem þeir hafi
valdið á hitalögnum fjölbýlishúss
þegar þeir brutust inn í neðanjarð-
argöngin.
Heldur Sovétstjórnin því fram
að hér sé raunverulega um að ræða
áróðursbragð af hálfu Bandaríkja-
manna, og sé það liður í nýrri
„and-sovézkri“ herferð. Sé „ögr-
andi ásökunum" af hálfu Banda-
ríkjamanna ætlað að draga at-
hyglina frá umfangsmiklum raf-
eindanjósnum þeirra sjálfra en
fullvíst sé að ákveðnum útsendur-
um h'afi löngum verið fjarstýrt frá
bandaríska sendiráðinu í Moskvu
með aðstoð rafeindatækja. Er
gefið í skyn í orðsendingunni að
tækin, sem Bandaríkjamenn hafi
fundið hafi „einvörðungu verið
ætluð til þess að verjast njósnum
og ásælni" sendiráðsins.
Solzhenitsyn
heiðraður
við Harvard
ALEXANDER Solzhenit-
syn, sovézki rithöfundurinn
og Nóbelsverðlaunahafinn,
veitti í gær viðtöku heið-
ursnafnbót við Har-
vard-háskóla fyrir afrek á
bókmenntasviðinu. Gífur-
leg fagnaðarlæti urðu þeg-
ar tilkynnt var hver nafn-
bótina hlyti að þessu sinni
og Solzhenitsyn birtist
óvænt á sviði útileikhúss
þar sem talið er að 18
þúsund manns hafi verið
samankomin. Síðan Solz-
henitsyn var rekinn í út-
legð frá Sovétríkjunum og
settist að í Bandaríkjunum
hefur hann í örfá skipti
komið fram opinberlega.
Myndin hér að ofan var
tekin að athöfninni lokinni
en Solzhenitsyn er hér
ásamt rektor Harvard-há-
skóla og Katchal-
ski-Katzire, fyrrum forseta
ísraels, sem heiðraður var
fyrir framlag sitt til vís-
inda.
(AP-símamynd)
Nýjar handtökur og
ákærur í Moro-málinu
Róm — 8. júní — AP
VÍÐTÆK, skipulögð leit var
gerð í Róm í dag og var þar
um að ræða lið í rannsókn
Moro-málsins. Ótiltekinn
f jöldi fólks var handtekinn að
Jákvæð viðbrögð
við ræðu Carters
Washington — Moskvu —
8. júní — Reuter — AP.
VIÐBRÖGÐ við ræðu Carters
forseta í Annapolis í gær hafa
yfirleitt orðið jákvæð, en
forsetinn lét m.a. svo um mælt
að í sambúðinni við Sovétrík-
in væri Bandaríkjunum ekk-
ert að vanbúnaði, hvort held-
ur Sovétríkin kysu að hún
einkenndist af árekstrum eða
samvinnu. Mörg helztu biöð á
Vesturlöndum hafa lýst
ánægju sinni með afstöðu
Brezka stjórn-
in hækkar vexti
Lundúnum — 8. júní — Reuter.
BREZKA stjórnin hefur gripið til
víðtækra efnahagsráðstafana í
því skyni að endurvekja traust
stefnu stjórnarinnar í gjaldeyris-
málum. Englandsbanki hefur
hækkað lágmarksvexti á útlánum
úr 9% í 10% og stjórnin hefur
boðað refsiaðgerðir gegn þeim
viðskiptabönkum sem fara upp
fyrir ákveðið útlánaþak. Þá hefur
stjórnin ákveðið að leggja nýja
skatta á atvinnurekendur. Er
tilgangurinn með þessari skatt-
lagningu að afla fjár til að draga
úr fyrirsjáanlegum halla í opin-
bcrum rekstri eða m.ö.o. lækka
lánaþörf hins opinbera úr 8.5
milljörðum stcrlingspunda í 8
milljarða.
Efnahagsráðstafanir stjórnar-
innar jafngilda nokkurs konar
„aukafjárlögum" og er búizt við
Framhald á bls. 19
Carters, og The Times í
Lundúnum segir að ræðan sé
merkasta framlag Carters til
utanríkismála frá því að hann
tók við embætti. Bonn-stjórn-
in hefur lýst mikilli ánægju
sinni með málflutning* Car-
ters og í yfirlýsingu hennar í
dag sagði að enn einu sinni
hefði það nú sannazt svo ekki
yrði um villzt hvert forystu-
hlutverk Bandaríkjanna væri
innan varnarbandalags vestr-
ænna ríkja og á alþjóðavett-
vangi um leið og fram kom að
stjórnin væri sammála um-
Framhald á bls. 18
sögn lögreglunnar en áreiðan-
legar heimildir herma að átta
manns eigi hlut að máli og
hafi ákærur þegar verið gefn-
ar út á hendur þeim. Lögregl-
an verst allra frétta um málið
en auk hinna handteknu voru
nokkrir kallaðir til yfir-
heyrslu.
Að því er næst verður
komizt áttu þessar handtökur
sér stað samkvæmt fyrirmæl-
um Gallucci rannsóknardóm-
ara í Moro-málinu sem fyrr í
þessari viku birti ákærur um
mannrán og morð á hendur
níu manns. Þeir, sem hand-
teknir voru í dag hafa verið
ákærðir fyrir samsæri, aðild
að vopnuðum ofbcldishópi,
fyrir að hafa vopn undir
höndum og fyrir að veita þýfi
viðtöku.
Að sögn áreiðanlegra heimildar-
manna eru í hópnum borgarstarfs-
maður, bankamaður, tveir náms-
menn og starfsmaður í mennta-
málaráðuneytinu. Er fólk þetta
úr þekktum og harðsvíruðum hópi
vinstri sinnaðra öfgamanna sem
lítur á ítalska kommúnistaflokk-
inn sem erkióvin en talið er að
margir liðsmanna Rauðu herdeild-
anna komi upphaflega úr þessum
hópi.
Af þeim níu sem ákærðir hafa
Framhald á bls. 18
Skæruliðaárás á trúboðsstöð:
Tveir
bodar
kristni-
myrtir
AP.
Salisbury. 8. júní.
Hjálpræðisherinn skýrði frá
því í dag, að í gær hefðu
þjóðornissinnaðir skæruliðar
myrt tvo kristniboða og sært aðra
tvo þegar þeir réðust inn í
kvennaskóla í suðvesturhluta
Rhódesíu. Að sögn sjónarvotta
ruddust um 15 skæruliðar inn á
skólasvæðið í gærkvöldi og smöl-
uðu saman þeim starfsmönnum,
sem voru hvítir á hörund, röðuðu
þeim upp við vegg og hófu
skothríð. Tvær konur létu lífið
samstundis, tvennt særðist alvar
lega, en tveir sluppu að heita má
ómeiddir.
Atburður þessi átti sér stað
skammt frá kristniboðsstöð þar
sem skæruliðar myrtu tvo
kaþólska kristniboða fyrir fimm
dögum, en alls hafa skæruliðar
myrt 19 hvíta kristniboða frá því
að skæruliðahernaður í landinu
hófst fyrir alvöru fyrir sex árum.
Kvennaskólanum hefur verið
lokað um óákveðinn tíma, en þar
hafa um 300 stúlkur verið við nám.
Talsmaður Hjálpræðishersins tel-
Framhald á bls. 19