Morgunblaðið - 09.06.1978, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1978
15
Vinstri stjórn
á Selfossi
FYRSTI bæjarstjórnarfundurinn
á Selfossi var haldinn á miðviku-
dag og kom þar fram meirihluta-
samstarf Alþýðuflokks, Fram-
sóknarflokks og Aiþýðubanda-
lags sem hafa samtals 6 fulltrúa.
í stjórnarandstöðu eru sjáifstæð-
ismenn með 3 fulltrúa. Bæjar-
stjórnin samþykkti með öllum
atkvæðum bæjarfulltrúa að ráða
fyrrum sveitarstjóra, Erlend
Ilálfdánarson, sem fyrsta bæjar-
stjórann á Sclfossi.
Samkvæmt upplýsingum Óla Þ.
Guðbjartssonar kom ekki fram á
fundinum að flokkarnir þrír hefðu
gert með sér málefnasamning en
þeir stóðu saman um kjör forseta
og um kjör í nefndir. „Æsktu þeir
góðs samstarfs við minnihlutann,“
sagði Óli, „og þeir munu fá það.“
I bæjarráð voru kjörnir: Haf-
steinn Þorvaldsson af B-lista,
Sigurjón Erlingsson af G-lista og
Óli Þ. Guðbjartsson af D-lista.
Forseti bæjarstjórnar var kjörinn
Ingvi Ebenhardsson af B-lista,
sem áður var sýslunefndarmaður
ög hreppstjóri. A fundinum var
ekki gengið frá bæjarmálasam-
þykkt.
Nýtt hörpu-
disksverð
VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins
hefur ákveðið nýtt lágmarksverð á
hörpudiski og gildir verðið frá 1.
júní s.l. til 30. september n.k.
Fyrir hörpudisk 7 cm á hæð og
yfir greiðast kr. 46.00 á kíló og
fyrir hörpudisk 6 cm að 7 cm hæð
greiðast kr. 36.00 á kíló.
Verðið er miðað við, að seljend-
ur skili hörpudiski á flutningstæki
við hlið veiðiskips og á að vega
hörpudiskinn á bílavog af löggilt-
um vigtarmanni og þess gætt, að
sjór fylgi ekki með.
Verðið miðast við gæða- og
stærðarmat framleiðslueftirlits
sjávarafurða og á gæða- og
stærðarflokkun að fara fram á
vinnslustað.
Eskifjörður:
Meirihluti Fram-
sóknarmanna og
Alþýðubandalags
Eskifirði 8. júní.
FYRSTI fundur nýkjörinnar bæj-
arstjórnar var haldinn í dag og
hafa framsóknarmenn og alþýðu-
bandalagsmenn myndað meiri-
hluta en Alþýðuflokkurinn dró
sig út úr viðræðum þar um.
Forseti bæjarstjórnar var kjör-
inn Aðalsteinn Valdimarsson af
B-lista, 1. varaforseti Guðni Ósk-
arsson af G-lista og 2. varaforseti
Júlíus Ingvarsson af B-lista. I
bæjarráð voru kjörnir Hrafnkell
Jónsson af G-lista, Júlíus Ingvars-
son af B-lista og Ragnar H. Hall
af D-lista. Bæjarstjóri var ráðinn
áfram Áskell Jónsson.
Á fundinum spurði Ragnar H.
Hall hvort bæjarstjórnin hygðist
greiða starfsmönnum bæjarins
óskertar vísitölubætur á laun og
svaraði Hrafnkell Jónsson því að
Alþýðubandalagið hefði ákveðið að
svo yrði gert og þá frá 1. marz sl.
og myndu framsóknarmenn von-
andi samþykkja það.
Nokkra athygli vakti að á
fundinum var elliheimilisnefnd
kjörin sú sama og sat síðasta
kjörtímabil, en elliheimilismálið
varð til þess, að þáverandi meiri-
hlutasamstarf framsóknarmanna
og sjálfstæðismanna hætti og við
tók meirihluti sjálfstæðismanna
og alþýðubandalagsmanna.
I kosningunum fyrra sunnudag
fengu allir listar óbreytta fulltrúa-
tölu; A-listi einn og B, D og G —
listi 2 hver.
Fréttaritari.
Ljósm. Mbl. Kristján.
Framkvæmdum á baklóð Fjalakattarins var haldið
áfram í gær og þá var einnig rifinn skorsteinn frá
bakhlið hússins.
BUÐIN
• Litsjónvarpskynning
• Tæknimenn veröa yður til aöstoðar
• Sölumenn til leiöbeiningar.
• Allir sem koma á
kynninguna, fá aðgangskort, sem
jafnframt gildir sem happdrættismiði.
í verölaun eru:
1. Litasjónvarp frá N0RDMENDE
2. Tölvuúr
3. Hljómpiötur
Allir
velkomnir. -
BUÐIN
Skipholti 19, Reykjavík,
sími 29800.
er sérverzlun með
sjónvörp og hljómtæki.
ATHUGIÐ:
1. Viðskiptavtnurinn er mikiivægastur í öllum
viöskiptum.
2. Viöskiptavinurinn er ekki háður okkur. Viö
erum háö honum.
3. Viöskiptavinurinn truflar ekki vinnu okkar, hann
er tiigangur hennar.
4. Viðskiptavinurinn gerir okkur greiða aö líta inn.
Viö gerum honum engan greiða aö bíöa eftir
honum.
5. Viöskiptavinurinn er hluti af verziuninni, ekki
boöflenna.
6. Viöskiptavinurinn er ekki bara peningar í
kassann. Hann er mannleg vera meö tilfinning-
ar eins og okkar.
7. Viðskiptavinurinn er manneskja sem kemur ti!
okkar með óskir sínar og þarfir, þaö er starf
okkar aö uppfylla þær.
8. Viðskiptavinurinn á ekki annaö skiliö en alla þá
kurteisi, sem viö getum sýnt honum. Hann er
lífæð þessa og allra fyrirtækja.
Radíóbúðin er
sérverzlun allra
landsmanna.