Morgunblaðið - 09.06.1978, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1978
JMtrgijwMafotlií
Útgefandi
Framkvæmdaatjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 100 kr. eintakið.
Þeir stefnaí
atvinnuleysi
Fiskverð hefur hækkað. Hallarekstur fiskvinnslunnar hefur aukizt að
sama skapi. Tap á rekstri frystihúsa er nú áætlaö um 6 milljaröar króna
á ári. Peningar eru til í Verðjöfnunarsjóði. Þess vegna er hægt að halda
frystihúsunum gangandi næstu tvo mánuði. Það er rétt sem Matthías
Bjarnason sjávarútvegsráðherra segir í viðtali við Morgunblaðiö í gær: „Ef
fiskverð hefði ekki hækkaö hefði það veriö bæði óheilbrigt og ósanngjarnt
gagnvart sjómönnum og reyndar útgerðarmönnum líka“. Það er líka rétt
sem sjávarútvegsráðherra sagöi um þessa hækkun: „En það er enginn og
var enginn grundvöllur fyrir hækkun fiskverðs að þessu sinni." Einhver kann
að segja: þetta ástand sýnir að ríkisstjórnin hefur ekki haldið vel á efnahags-
og atvinnumálum. Hið rétta er: þetta ástand sýnir hvers vegna ríkisstjórnin
sá sig knúna til að grípa inn í gerða kjarasamninga í febrúar. Ef ríkisstjórnin
hefði ekki gert það heföi kaupgjald og annar kostnaður hækkað margfalt
meira en þó hefur orðið raunin. Þá stæöu menn ekki frammi fyrir vanda
fiskvinnslunnar eftir nokkra mánuði heldur hefði fiskvinnslan og margar
aðrar atvinnugreinar stöðvazt strax í vetur og atvinnuleysi fylgt í kjölfarið.
Alþýöuflokkur, Alþýðubandalag og nokkrir forystumenn verkalýðssam-
takanna hafa hagað sér af fullkomnu ábyrgöarleysi í kjaramálunum
undanfarna mánuði. Þessir aðilar krefjast þess að full vísitala verði greidd
á hærri laun. Krafa þeirra í dag um samningana í gildi jafngildir kröfu um
stórfellda launahækkun til þeirra, sem betur mega sín. Krafa þeirra um
samningana í gildi jafngildir kröfu um atvinnuleysi.
Ríkisstjórnin hefur tryggt fulla atvinnu allt kjörtímabilið. Ríkisstjórnin hefur
bætt kjör láglaunafólks með bráðabirgðalögunum og um leið hrint í
framkvæmd launajöfnunarstefnu og tryggt vinnufrið í landinu. Hagur elli-
og örorkulífeyrisþega hefur stööugt batnaö allt kjörtímabil núverandi
ríkisstjórnar en mestan hluta tímabils vinstri stjórnar versnaði hann.
Komist Alþýðuflokkur og Alþýöubandalag til valda eftir kosningar og
hrindi í framkvæmd stefnu sinni í kjaramálum þýðir það stöðvun
atvinnuvega og stórfellt atvinnuleysi. Það er að vísu ekkert nýtt að
ríkisstjórnir í Evrópu sem jafnaðarmenn og sósíalistar eiga aðild að, telji
vænlegast að leysa verðbólguvandann með atvinnuleysi. Er það eina ráð
Alþýðuflokks og Alþýðubandalags?
Er Alþýðuflokknum treystandi?
Benedikt Gröndal formaður Alþýöuflokksins segir nú að flokkurinn vilji
tryggja varnir landsins. Það er ánægjuleg yfirlýsing. En er
Alþýðuflokknum að treysta í þeim efnum? Geir Hallgrímsson forsætisráð-
herra telur í viðtali við Morgunblaöiö í gær að Alþýöuflokknum sé vart
treystandi og minnir á að atkvæði greitt Alþýðuflokknum í þingkosningum
getur verið atkvæði greitt vinstri stjórn og þá um leiö varnarlausu landi.
Ástæðan fyrir því að spurningar vakna um það hvort Alþýöuflokknum sé
að treysta í varnarmálum er tvíþætt. í fyrsta lagi hafði Alþýðuflokkur
frumkvæði um þá stefnumótun á tímum fyrri vinstri stjórnar að varnarlið
skyldi hverfa af landi brott. Horfið var frá því þá. í öðru lagi fluttu allir
þingmenn Alþýðuflokksins tillögu á Alþingi 1973 með Benedikt Gröndal
sjálfan í fararbroddi þar sem lagt var tll að ísland yrði gert að „óvopnaðri
eftirlitsstöð", jafnvel á vegum Sameinuöu þjóðanna. Tillögu þessari var lýst
sem málamiðlun milli andstæöra sjónarmiöa um dvöl varnarliðsins hér.
Sams konar tillaga var samþykkt á flokksþingi Alþýöuflokks 1972. Hefur
Alþýðuflokkur fallið frá þessari tillögu? Hefur Alþýðuflokkur komizt að þeirri
niðurstöðu aö sú skoðun, sem þar kom fram, hafi veriö röng? Getur sagan
frá 1956 endurtekið sig að Alþýöuflokkur standi að samþykkt um brottför
varnarliösins sem þýöir varnarlaust land? Þaö er ekki aö ástæðulausu aö
formaöur Sjálfstæöisflokksins varar við því aö menn treysti á Alþýöuflokkinn
í þessum efnum.
Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem fylgir heilsteyptri
stefnu í utanríkis- og öryggismálum. Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn er
stuöningur viö festu í utanríkis- og öryggismálum þjóðarinnar.
Svavar og 50 mílurnar
Utfærslan í 200 sjómílur er mesta afrek sem unniö hefur verið í
sjálfstæöismálum þjóðarinnar frá því að lýðveldi var stofnað. 50
kunnir forystumenn í sjávarútvegi höfðu forystu um þetta mál. Morgunblaðið
og Sjálfstæðisflokkur fylgdu því eftir. En tregöa þáverandi stjórnarherra var
mikil.
í sjónvarpsþætti sagöi Svavar Gestsson sem nú er efsti maöur á lista
Alþýöubandalagsins í Reykjavík aö þaö væri fyrirsjáanlegt aö 50 mílurnar
vrðu höfuðverkefni næstu ára. Þessi ummæli sýna að lítiö heföi áunnizt í
'idhelgismálum ef sá maður og flokkur hans hefðu ráöið ferðinni ?
dhelgismálum síðustu ára. En svo varð ekki.
200 mílna fiskveiðilögsaga okkar hefur verið tryggð og hreinsuð af
rlendum fiskiskipum þrátt fyrir tregðu Alþýðubandalagsins.
Áhorfendur á sýningu Errós að Kjarvalsstöðum eru á ýmsum aldri eins og sjá má. Málverkið lengst til
vinstri er úr Kínverja-syrpu Errós ok segist hann ekki ætla að láta þá mynd.
Sýning Errós að Kjarvals-
stöðum slær öll aðsóknarmet
AÐSÓKN að listsýningum
í Reykjavík vegna Listahá-
tíðar hefur yfirleitt verið
góð en misjöfn. Sýning
Errós á Kjarvalsstöðum
hefur slegið öll aðsóknar-
met, hana hafa sótt um sex
þúsund manns síðan á
laugardag þegar hún var
opnuð.
í Listasafni íslands við Hring-
braut er sýning á bandarískri
myndlist „Amerískar teikning-
ar 1927—1977“ frá listasafninu
Minnesota Museum of Art og var
sú sýning haldin vegna fimmtíu
ára afmælis umrædds safns.
Listasafn íslands fékk síðan
kjarna sýningarinnar hingað, 75
verk eftir jafn marga listamenn
og er farandsýning þessi, sem á
að fara víða um lönd, fyrst hér
á ferðinni utan Bandaríkjanna.
Á sýningunni er mjög vönduð
sýningarskrá með myndum og
var hún gerð sérstaklega fyrir
sýninguna hér.
Aðsókn hefur verið góð og talið
að um 2000 manns hafi séð hana
frá opnuninni 4. júní. Sýningin
verður opin til 1. júlí frá kl.
13.30-22.
í Bogasal Þjóðminjasafnsins
er frönsk sýning á ofnum mynd-
verkum ásamt frumdrögum og
frjálsri myndlist sem er tengd
myndvefnaði. Verkin eru eftir
listamenn af ýmsu þjóðerni.
P’ranska sendiráðið á Islandi
hafði milligöngu um komu sýn-
ingarinnar „Frönsk veflist og
grafík" á Listahátíð. Aðsókn að
myndvefnaðarsýningunni hefur
verið nokkuð góð að sögn að-
standenda.
í kjallara Norræna Hússins er
sýning á verkum finnska listmál-
arans Seppo Mattinen og dönsku
listakonunnar Helle-Vibeke
Erichsen. Mattinen sýnir þrjátíu
og átta málverk og tíu tréristur.
Helle-Vibeke sýnir tuttugu og
átta ætimyndir, þréttán tréristur
og fjórar tréristur í lit. Sýning
þessi var opnuð 3. júní og aðsókn
hefur verið ágæt, sérstaklega um
síðustu helgi, að sögn aðstand-
enda.
í bókasafni Norræna Hússins
er sýning á vatnslitamyndum
eftir Vigdísi Kristjánsdóttur og
nefnist sýningin „íslenzkar jurt-
ir og blóm“. Vigdís átti verk á
sýningunni „Norræn Vefjarlist" í
Norræna Húsinu, á Listahátíð
1974. Heillaóskakort eftir vatns-
litamyndum Vigdísar og árituð
af listakonunni eru til sölu á
sýningunni. Aðsókn hefur verið
góð og • eins og víðast annars
staðar var hún mest um síðustu
helgi. í tilefni af sýningunum og
tónleikunum í Norræna Húsinu
vegna Listahátíðar hefur stjórn
hússins útbúið vandaða sýning-
arskrá.
Málverkasýning Kristjáns
Davíðssonar, sem var opnuð 3.
júní, er í FÍM salnum að
Laugarnesvegi 112. Aðsókn hefur
verið sæmileg en nokkur hundr-
uð manns hafa séð sýninguna frá
því um helgi. Á sýningunni eru
sýnishorn af verkum listamanns-
ins frá fyrstu tíð. Verkin eru af
ýmsum toga: Olíumálverk,
klippimyndir, vatnslitamyndir,
teikningar og verk unnin með
blandaðri tækni.
í Ásmundarsal við Freyju-
götu er höggmyndasýning,
samsýning myndhöggvarafé-
lags Reykjavíkur. Þeir sem eiga
verk á sýningunni eru Hallsteinn
Sigurðsson, Helgi Gíslason, Ivar
Valgarðsson, Jón Gunnar Árna-
son, Magnús Á. Árnason,
Magnús Pálsson, Níels Hafstein,
Ragnar Kjartansson, Rúrí,
Sigfús Thorarensen, Sigurður
Steinsson, Sigurjón Ólafsson og
Sverrir Ólafsson. Flest verkanna
eru til sölu. Sýningin var opnuð
4. júní og stendur til 16. júní.
Aðsókn hefur verið sæmileg að
sögn.
Aðsóknin að yfirlitssýningu
Errós að Kjarvalsstöðum er slík
að dömurnar í miðasölunni fá
vart tækifæri til að líta upp. Um
síðustu helgi sáu sýninguna um
fjögur til fimm þúsund manns en
alls höfðu um sex þúsund séð
hana á miðvikudag. Sýningin er
yfirlitssýning á málverkum Err-
os frá 1959—1978 auk sérsýning-
ar á nýjum klippimyndum hans
þar sem hann blandar saman
reykvískum viðfangsefnum og
kínversku umhverfi.
Þær Kristín Jónasdóttir og
Hólmfríður Hafliðadóttir starfs-
stúlkur á Kjarvalsstöðum sögðu
að engin leið hefði verið að skoða
sýninguna vel um helgina því
örtröðin hefði verið slík. Við-
brögð fólks við sýningunni væru
þau að margir væru undrandi,
sumir hneykslaðir en flestir
hefðu á orði að þá langaði að
koma aftur.
„Það er engin furða þótt flestir
sæki sýningu Errós," varð einni
konu að orði og bætti við: „Þetta
er eins og þegar týndi sonurinn
kemur heim . . .“
Frá sýningu Kristjáns Davíðssonar í FlM salnum að Laugarnesvegi
112.
Frá sýningunni á bandarfskri myndlist, „Amerískar teikningar
1927-1977“ í Listasafni íslands.
Fró sýningu Seppo Mattinens og Helle-Vibeke Erichsen í kjallara
Norræna Hússins. Ljósm.i RAX.