Morgunblaðið - 09.06.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.06.1978, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1978 Eini sirkusinn í heimi sem flýgur á milli landa Bandalag íslenskra skáta hefur nú gert samning við breska sirkusinn Gerry Cootle og mun sirkusinn koma hingað til lands og halda 20 sýningar í Laugardalshöll dagana 30. júní til 9. júlí í sumar. Að sögn Þorsteins Sigurðssonar framkvæmdastjóra sýningarinnar er hér um að ræða stærsta og þekktasta sirkus Bretlands, en hann er sá eini í heimi sem fer á milli landa fljúgandi. Með Gerry Cootle sirkusnum koma hingað til lands um 40 manns og eru þar með taldir listamenn af öllum tegundum sirkuslistafólks. Helstu atriðin á sýningunum í Laugardalshöll eru: Skrautleg danssýning, fakír sem liggur á nöglum og er einnig frægur eldgleypir, línudans, ýmsar listir á Ein af sirkusstjörnunum sem hingað koma f sumar. Hann heitir Samson og var valinn „allra sterkasti maður“ sirkus- heimsins á heimsmeistaramóti sirkusa 1977. Atriðið á myndinni felst í því að hann rekur risastór- an nagla f spýtuna með höndun- um einum saman og dregur hann siðan úr með tönnunum. nauðsynlegan hring um sýningar- svæðið. Að sögn Þorsteins er búist við mikilli aðsókn að sýningunum þar sem hér er um algjöra nýjung að ræða. Hann sagði að til þess að ekki yrði halli á sýningunum þyrftu um 25.000 — 27.000 manns að sjá þær og er hann mjög bjartsýnn um að þetta muni takast mjög vel. Þorsteinn sagði að það hefði þó valdið nokkrum vonbrigð- um að ekki fékkst leyfi til að fá til landsins nein dýr, þótt búið hefði verið að leysa öll flutningsvanda- mál. I þess stað hefðu þeir fengið fleira listafólk til að koma hingað. Sýningarnar munu standa yfir í Fflarnir í Gerry Cootle sirkusinum leika listir sfnar. Þeir fengu þó ekki leyfi til að koma með flokknum til íslands. einhjóla hjóli, einn sterkasti maður sirkusheipisins sýnir krafta sína, atriði úr villta vestrinu og ekki má gleyma trúðunum auk fjölda annarra atriða. Á meðan á sýningunni stendur mun sérstök sirkushljómsveit annast allan undirleik. Laugardalshöllin mun verða sérstaklega skreytt í tilefni sýn- inganna og reynt verður að skapa það andrúmsloft sem yfirleitt ríkir á slíkum sirkussýningum. Gerry Cootle sirkusinn mun koma með allt sem til þarf svo sem ljóskast- ara og sætispalla til að mynda um tvo klukkutíma í senn og kynnir verður íslenskur. Að sögn Þorsteins er ráðgert að hafa þrjú miðaverð eftir því hvar setið er, en hann sagði að það skipti nokkru máli hvar áhorfendur sætu í hringnum upp á það að njóta sýningarinnar. Þess má getaað hingað til lands kom lítill sirkus árið 1952, en það var svokallaður dýrasirkus og nefndist hann „Circus Zoo.“ Ann- ars er Gerry Cootle stærsti sirkusinn sem hingað til lands hefur komið, að sögn Þorsteins Sigurðssonar. Itzhak Perlman á listahátíð í kvöld kl 20,30: Frá æfingunni í gær „Jú, ég held að hljómsveitin hafi bætt vjð sig síðan ég lék með henni síðast. Æfingin í dag gekk ljómandi vel, hljómlistar- fólkið var mjög „inspírerað" í leik sínum og ég vona að tónleikarnir verði eftir því. Víst gerði ég ýmsar athugasemdir á æfingunni og sömuleiðis Ash- kenazy. Nei, nei, ekki vegna þess að ég væri óhress með hvernig gengi. Síður en svo. Til þess eru æfingar að samstilla leikarana. Það væri til lítils að vera að þessu annars. Og mér fannst allt smella saman. Það er líka sérstaklega gott að vinna með Ashkenazy. Það verða allir upplyftir sem með honum starfa. Ég veit það af eigin reynslu því að við höfum oft og mikið unnið saman og ég tel að því ákaflega mikinn feng fyrir mig sem listamann." Þetta sagði ísraelski fiðlu- snillingurinn Itzhak Perlman í stuttu spjalli við Mbl. að lokinni æfingunni í Laugardalshöllinni til undirbúnings hljómleikunum þar í kvöld kl. 20.30. Auk Perlmans leikur sellóleikarinn Lynn Harell einleik. — Perlman er maður rétt þrítugur, fæddur í Tel Aviv og var ekki nema þriggja ára þegar hann sýndi merki þess að tónlist lægi fyrir honum. Hann nam fram eftir unglingsárum í Israel en síðar í Bandaríkjunum og víðar og er búsettur í New York, en fer hljómleikaferðir vítt um. — Það er augljóst að mér þykir gott að koma hingað sagði Perlman, þetta er nú í þriðja skipti að ég spila hér. Ég hef einu sinni áður komið á Listahá- tíð. Svo kom ég hingað að vetrarlagi þegar ég var hér á ferð öðru sinni. Hvort ég man Perlman ekki snjóinn og myrkrið. En núna — það er nú eitthvað annað, þetta frískandi sólskin með svo hreinum blæ sem ég finn hvergi nema hér. — Ég kom núna frá New York. Ég ferðast út og suður, stundum lungann úr árinu. Eftir tvo daga á ég að vera kominn til að leika með Fílharmoníunni í Tel Aviv. Þangað fer ég oft, enda rætur mínar þar og fyrstu tilsögn og hvatningu í tónlist- inni hlaut ég þar. — Nei, ég get ekki kallað að ég hafi fengizt við hljómsveitar- stjórn, ég hef stjórnað smávegis en hugur minn stefnir ekki að því. Ég býst við að halda mig að fiðlunni. Ég hef ekki samið neitt sem er umtalsvert. Ég held að ég sé fyrst og fremst túlkandi... Nú kom Ashkenazy aðvífandi. Hann sagðist vera ánægður með það sem af Listahátíð, væri almenningur sýndi dagskránni áhuga og athygli og svo virtist sem það væri orðið ráðandi annað hvert ár væri eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í mannlíf- inu. Þeir Áshkenazy og Perlman þurftu að koma sér saman um aðra æfingu fyrir hljómleikana í kvöld. Lynn Harell kvaddi og sagðist vera að fara að spila tennis og hinir hljóðfæraleikar- arnir tíndust smátt og smátt brott. Og í kvöld leikur Sinfóníu- hljómsveitin forleik að óperunni Euyanthe eftir Weber, fiðlukon- sert í e-moll op. 64 eftir Mendelssohn og konsert fyrir fiðlu og selló og hljómsveit í a-moll opus 102 eftir Brahms. Á þeim hljómleikum heyrist áreið- anlega hinn hreini tónn. Ashkenazy og Harell. Ljósm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.