Morgunblaðið - 09.06.1978, Page 22

Morgunblaðið - 09.06.1978, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 197S Hörður Sigurgeirs- son - Minningarorð Fæddur fi. maí 1914. Dáinn 2. júní 1978. Engill dauðans kom hljóður í miðri þöjín næturinnar, engin stuna, ekkert andvarp. Allt í einu var öllu lokið, lífið var liðið hjá. Að vísu komu þessi tíðindi ekki á Óvart, ofí sjálfur var Hörður frændi minn við öllu búinn og hafði lenfji verið. Hann vissi, að þessi málalok yrðu fyrr en síðar, eins ö(í heilsu hans var háttað, en stillinfí hans var slík, að aldrei heyrðist hann kvarta, aldrei fataðist honum jafnlyndið, aldrei náði vonleysið tökum á honum. Gleðin í au(?um hans var alltaf björt ok hýr og yljaði samferða- mönnunum, þó að kalt blési stundum, þessi kyrrláta, sanna Kleði, sem kemur að innan, án ærs.li.,' ok geislar til annarra heit ok Ijómandi eins oK sólarbirta. Hörður SÍKurKeirsson fæddist á Akureyri 6. maí 1914 ok var næstynKstur níu barna hjónanna Friðriku Tóroasdóttur ok Síkut- Keirs Jónssonar sönKkennara, en þau höfðu flust búferlum til Akureyrar austan úr Bárðardal 10 árum áður. Systkini hans eru: Páll, lenKÍ kaupmaður á Akureyri, nú í Reykjavík, Vigfús, Ijósmyndari í Reykjavík, Gunnar, tónlistar- kennari í Reykjavík, lést 1970, Hermína, tónlistarkennari í Reykjavík, Eðvarð, Ijósmyndari á Akureyri, Jón, skólastjóri á Akur- eyri, Agnes, lést unKlingur 1928, og Haraldur, fulltrúi á skrifstofu Akureyrarbæjar. Eins og geta má nærri, var oft þörf fullkominnar aðgátar, ef svo stór fjölskylda með svo mikla ómegð átti að bjargast fjárhags- lega. Húsbændurnir drógu heldur ekki af sér við öflun framfærslu- eyris og lífsbjargar, og með góðum úrræðum, hagsýni og sparsemi tókst að koma upp hópnum stóra. bað varð að heyja túnið handa blessaðri kúnni, sem gaf mjólkur- dropann, stinga upp kartöflu- og rófugarðana og reyta þá, fara í svarðargrafir og sæta erfiðisvinnu í íhlaupum, þegar hún gafst. Heimilisfaðirinn stundaði múr- smíði og tónlistarkennslu ásamt organistastarfi í kirkjunni, húsmóðirin var einstök eljukona, sem aldrei skipti skapi og aldrei mælti styggðaryrði, en kunni þó tökin á drengjunum sínum með hægð og festu. Börnin voru ung vanin við að hjálpa til við öflun lífsbjargarinnar eftir mætti. Það var sjálfsagður liður í uppeldinu ásamt ástúðlegri hvatningu móðurinnar. og tónlistariðkunum og námi í hljóðfæraleik hjá föðurnum. Samlyndi, tónlist og þátttaka í öflun daglegs brauðs, hófsemi og heiðarleiki, var kjöl- festan í uppeldi þessa stóra barnahóps, enda gáfust börnin vel, þegar þau urðu sjálfstæðir þegnar þjóðfélagsins. Heima beið þeirra líka alltaf mild og hlý móðurhönd, sem strauk þreytuna af rjóðum vanga, þegar lagst var til hvíldar. Hörður tók alltaf mikinn þátt í heimilisstörfunum á Spítalavegi 15 og dró ekki af sér. Hann létti foreldrum sínum margt erfiðið og var ólatur að hjálpa til við öll verk. Hjálpsemi og greiðvikni fylgdu honum líka alla ævi og urðu honum eðlisgrónir kostir. Hann sparaði aldrei krafta sína, ef hann vissi, að öðrum var þægð eða hjálp í liðsinni hans. Eftir fermingu fór hann að stunda ýmiskonar vinnu, sem bauðst, en missti þó aldrei sjónar á kærleiksþjónustunni við aldraða móður sína, enda var afar kært með þeim alla tíð. Ekki er svo að skilja, að bernska og æska hafi liðið við eintómt strit^ og skylduverk. Leikir voru stundaðir í góðum félagsskap jafnaldra og margt sér til gamans gert og dægradvalar. Félagar Harðar á þessum árum voru einkum þeir Haraldur, bróðii hans, Friðþjófur og Marinc Péturssynir úr næsta húsi, Þórir og Kjartan Ólafssynir ofan aí loftinu, Haukur bróðir minn og þeir bræður Jón og Þorvaldur Steingrímssynir úr Læknishúsinu. Og ekki má gleyma gersemishund- inum Bob, sem Steingrímur læknir átti og hafði nærri því mannsvit. í þessum hóp var oft glatt á hjalla. Um tvítugsaldur dró skyndilega fyrir sólu um sinn. Hörður fékk tæringu og varð að fara á Krist- neshæli. Segja má, að eftir það hafi hann alla ævi barist við heilsubrest og sjúkdóma, að vísu með stundargriðum, en lengst af ævinnar, sem eftir var, bjó hann við verulega skerta starfsorku. Næstu árin tók við dvöl á heilsu- hælum norðanlands og sunnan, og Þann 9. febr. s.l. andaðist Jakobína Þorvarðardóttir (Bína í Melabúð). Þessarar merku konu hefir enn ekki verið minnst í rituðu máli og langar mig með örfáum orðum að gera fátæklega tilraun til að geta lítillega lífs- hlaups hennar, sem í öllum sínum einfaldleik var litríkt, þó ytra svið þessarar alþýðukonu væri líkt og fjölda annarra íslenskra kvenna, sem lifðu æsku- og manndómsár sín fyrstu áratugi þessarar aldar. Jakobína var fædd að Bjarnabúð á Arnarstapa á Snæfellsnesi, 30. apríl 1885, næstyngst 7 systkina, sem öll eru nú látin. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Teits- dóttir og Þorvarður Þórðarson, sem þar bjuggu og voru síðustu ábúendur Bjarnabúðar. Fimm systranna náðu allar mjög háum aldri og eiga nú stóran af- komendahóp. Lifði Jakobína það að verða langalangamma. Ekki verður hér reynt að geta æsku hennar né uppvaxtar, þau ár verða sviplík ævi fjöldans á þeim árum, þegar lífsstritið b.vrjaði strax og barnskraftarnir leyfðu. Ung giftist hún Sigurbirni Friðrikssyni frá Hellnum, sem var töluvert eldri en hún, en hann lést árið 1928 aðeins rúmlega fimmtug- ur og höfðu þau þá eignast 5 börn, en þau eru: Magnfríður, starfs- koná í Blaðaprenti, ekkja eftir Tryggva Kristjánsson sjómann; Hjörtur, hann lést ungur; Pétur, starfsmaður í Héðni, kvæntur Ástu Jónsdóttur; Una, dvelur á Kópavogshæli og Páll múrari, kvæntur Pálínu Andrésdóttur. Þau Jakobína og Sigurbjörn hófu búskap sinn í Brekkubæ bg síðan á Malarrifi, en voru stutt á hvorum stað, en hófu síðah búskap þar kom að lokum, að nokkur bati fékkst og hann gat farið að taka þátt í þjóðlífinu á eðlilegan hátt. Á þessum berkla-árum eignaðist har.n dreng, sem fæddist 1936, var ættleiddúr af góðu fólki, heitir Geir Garðarsson og er nú kvæntur maður á Akureyri. Milli þeirra feðga hefir alltaf verið gott samband. Eftir að Herði batnaði berkla- veikin, fór hann að vinna að ljósmyndagerð hjá Eðvarð bróður sínum, enda lærði hann þar þá iðn og fékk full réttindi til að stunda hana sem atvinnu sína. Langdvalir í myrkvástofum áttu þó engan veginn við hann eða heilsu hans, svo að þar kom, að Hörður lagði þessa iðn á hilluna. Veturinn 1946—1947 vildi svo til, að stúlka úr Vestmannaeyjum, en ættuð undan Eyjafjöllum, lagði leið sína til Akureyrar og stundaði nám í Húsmæðraskóla Akureyrar. Hún hét Guðrún Loftsdóttir, dóttir hjónanna Ágústínu Þórðar- dóttur og Lofts Jónssonar. Þau Hörður kynntust og felldu hugi saman. Þau gengu í hjónaband 5. júní 1948, og skorti því aðeins 3 daga á 30 ára brúðkaupsafmæli þeirra, þegar Hörður féll frá. Þau stofnuðu heimili á Akureyri, en fluttust brátt til Vestmannaeyja, þar sem foreldrar Guðrúnar áttu heima, og þar stofnsetti Hörður ljósmyndastofu. Ekki leið þó á löngu, þar til hann varð að hætta í Melabúð, á þeim stað sem hún er ætíð kennd við og varð henni svo kær. Á Hellnum bjuggu líka tvær systur hennar allan sinn búskap, Kristrún í Skjaldartröð og Kristj- ana í Bárðarbúð. Þegar Sigurbjörn fellur frá, stendur ekkja ein uppi með börnin og erfiðleika- og þrautseigjutíma- bil hennar hefst. Kemur þá í ljós hversu mikið þrek þessi kona hafði yfir að búa, lét hún aldrei deigan síga, en hélt ótrauð áfram búskap með aðstoð barnanna eftir því sem efni stóðu til. En árið eftir að hún missir manninn, deyr Hjörtur sonur hennar, aðeins 18 ára gamall, mikill efnispiltur og harm- dauði öllum sem hann þekktu. En það var eins og Bína harðnaði við hverja raun, ekki þó á þann veg að hún yrði beisk út í lífið, sem reyndist svo harðneskjulegt, held- ur barðist hún í fullu trausti á guð sinn og góða nágranna, sem rekstrinum af heilsufarsástæðum, en þá stofnaði Guðrún hannyrða- verzlun, og sameiginlega ráku þau þessa verslun af miklum dugnaði. Hagur þeirra blómgaðist, og með vakandi gætni tókst Herði að verjast heilsufarslegum stór- áföllum. Þau eignuðust þrjú börn, Loft, sem er flugmaður 1 Vest- mannaeyjum, Friðrik, sem fæddist daginn, sem Friðrika amma okkar dó, enda bar hann nafn hennar, og Ágústu. Friðrik er kvæntur Guðrúnu Sveinsdóttur úr Hafnar- firði. Eftir að móðir Guðrúnar dó, varð Loftur faðir hennar heimilis- fastur- hjá þeim Herði, og þau bjuggu nú í góðu og glæsilegu húsi. Skyndilega dundu ósköpin yfir. Eldgos hófst í kaupstaðnum, og fjölskyldan barst til Reykjavíkur gosnóttina. Síðan hafa þau Guðrún og Hörður ekki flutt heimili sitt aftur til Eyja, enda hafði húsið þeirra horfið gersam- lega undir hraun. Þau keyptu íbúð í Breiðholti í Reykjavík að nokkr- um tíma liðnum, og Guðrún rekur hannyrðavörubúð sína í næsta nágrenni. Hörður vann við verslunarreksturinn eftir megni, annaðist t.a.m. bankaviðskiptin, greiðslur og innheimtur. Enn var það gamla skilvísin og gamli vöndugleikinn, sem réð ferðinni. Reksturinn gekk vel, og þau undu glöð hag sínum. Og nú bættist dóttursonurinn ungi, Kjartan Níelsson, í hópinn. En hjartað var veilt, og vinnu- þolið lítið. Þó var staðið, meðan stætt var, og vel það. Þar kom aðfararnótt 2. júní, að Hörður lést í svefni á heimili sínu, 64 ára að aldri. Nú saknar margur vinar í stað, þegar Hörður er ekki lengur á meðal vor með hið hlýja handtak, glaða bros og hýra augnaráð, fagnandi gestum og gömlum vin- um. En við þökkum kærum frænda og vini fyrir samfylgdina á ævi- veginum og sendum Guðrúnu, börnum þeirra og öðrum vanda- mönnum einlægar samúðar- kveðjur á saknaðarstund, sem í senn er þó stund vonar og vissu um endurfundi á mörkum tíma og * eilífðar. Sverrir Pálsson. margur hver mun hafa reynst henni vel í erfiðleikum hennar. Til ársins 1942 býr hún í tvíbýli ásamt hj^nunum Jóni Kristjánssyni og Elinborgu Sigurðardóttur, en um það bil eru börnin öll flutt burtu og búin að stofna sín eigin heimili, að undanskilinni dótturinni Unu sem var sjúklingur frá fæðingu. Þegar Bína er nú orðin ein í Melabúð með dóttur sína, fannst víst flestum að ekki væri lengur vegur fyrir hana að vera þar áfram og börnin reiðubúin til að annast hana, en það var nú öðru nær. Hún Bína var staðráðin í því að annast dóttur sína meðan kraftarnir entust, enda stóð hún við það, þó svo færi að lokum, að hún varð að láta í minni pokann fyrir ellinni. En ekki gefst hún upp. Áfram býr hún ein í Melabúð og ennþá af slíkri reisn sem ótaldir munu lengi minnast. í kringum níræðisaldurinn verður hún svo að kveðja bæinn sinn að fullu, og síðustu tvö árin dvelst hún að mestu hjá Páli syni sínum og tengdadóttur, þar sem hún naut einstakrar umhyggju. Hún lést þar eins og fyrr segir þann 9. febr. tæplega 93 ára. Hér hefir verið rakin í stórum dráttum sagan um hana Bínu, en þetta ævibrot segir lítið um manneskjuna sjálfa, persónuleika hennar og umgangsmáta. Þar verður vandinn stærri og varla á færi nema sérfróðra manna að gera slíku skil á raunhæfan og sannan hátt. Þessi stórbrotna alþýðukona verður öllum sem hana þekktu eftirminnilegur persónuleiki. Hún þekkti ekki annað en hið fábrotna líf í þröngum umhverfishring síns byggðarlags, en giæddi það slíku lífsmagni, að hún var ætíð glöðust og ríkust allra og miðlaði öðrum, bæði ungum og öldnum af þeim sjóði. Þessi lágvaxna kona var svo Framhald á bls. 18 t Móöir okkar, lengdamóðir og amma, GUÐRÚN HELGA SVEINSDÓTTIR, Vallargótu 10, Keflavík, lézt 3. júní. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 10. júní kl. 14. Börn, tengdabörn og barnabörn. t GUÐLAUG BJÖRNSDÓTTIR, lézt 6. júní. Alfabrekku við Suðurlandsbraut, Vandamenn. ■f Elskulegur sonur minn og bróöir, ■ KJARTAN JÓNAS KJARTANSSON, lézt í New York, 7. júní. Elín Kjartansaon, Margrét Kjartansson Allen, Anna Kjartansson Macko. Fósturbróöir okkar, andaöist 7. júní. t ÁRNI ÁRNASON, Baldursgötu 7, Kristjana og Ólafía Ólafsdntur. Faöir minn, lézt 8. júní. . t KARL Á TORFASON, fyrrverandi aöalbókarí, Einimel 19, Bjarnbór Karlsson. Sonur minn, t SIGURDUR JÓN, sem lést af slysförum 11. maí s.l. veröur jarösunginn frá Kirkjuvogskirkju Höfnum laugardaginn 10. júní kl. 4 síödegis. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Ingimundur Loftsson Hafnarhólmi. Jakobína Þorvaröardóttir frá Melabúð — Minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.