Morgunblaðið - 09.06.1978, Side 32

Morgunblaðið - 09.06.1978, Side 32
í kvöld, föstudag, kl. 20.30 leikur ísraelski fiðlusnillingurinn Itzhak Perlman með Sinfóníuhljómsveit íslands og einnig leikur brezki sellóleikarinn Lynn Hareli einleik. Vladimir Ashkenazy stjórnar og í gær, fimmtudag, skömmu eftir komu Perimans til landsins var æfing hljómsveitarinnar. Á myndinni eru þeir Ashkenazy, Perlman og Harell að bera saman nótur sínar á æfingunni. Ljísm. ói. k.m. KONRAD Ciesielski og son- ur hans Lothar ætluðu að halda af landi brott í gærkvöldi með skipi Eimskipafélagsins áleipft til Þýzkalands. Tóku þeir bílinn sinn með og hluta af þeim búnaði sem lögreglan hafði lagt hald á en sumt af búnaði þeirra feðga var gert upptækt. uninn og ungarnir fundust og gæti hann með engu móti farið að játa á sig brot annarra. Að sögn Williams hélt Konrad Ciesielski því fram að hann hefði aldrei séð íslenzka fálka en hins vegar hefði hann séð fálka erlend- is. Það staðfestist þegar búið var að framkalla filmu sem var í vél Þjóðverjans en þar gat að líta myndir af fálkaungum í einhvers konar útungunarvél. Röð mynda af fálkaungum bar það með sér að myndirnar hefðu verið teknar erlendis. Þess má geta hér að í blaðaviðtölum fyrr í vikunni sagði Þjóðverjinn að hann hefði aldrei séð fálka á ævi sinni en annað Framhaid á bls. 18 Eggjatæki Þjóðverjans gerð upptæk 20% halli á jm saltfiskverkuninni: /[ 1 I I 1 króna halli á ári Þessi búnaður Þjóðverjans var gerður upptækur, tæki til þess að halda hita á eggjum. Að sögn Williams Th. Möller aðalfulltrúa lögreglustjórans í Reykjavík hefur mál þeirra feðg- anna verið rannsakað nú í vikunni. Var haft samband við það fólk, sem vitað var aö feðgarnir höfðu rætt við á ferð sinni um landið en sú athugun leiddi ekki neitt saknæmt í ljós. Þá var Ciesielski spurður um fálkaungafundinn í snyrtiherbergi á Keflavíkurflug- velli fyrir tveimur árum en hann kvaðst ekkert kannast við það mál. Sagði hann að það hlyti að vera alger tilviljun að hann skyldi hafa farið um flugstöðina sama morg- AFKOMA saltfiskverkunarinnar í landinu er nú mjög slæm, fyrir fiskverðshækkunina 1. júní og launahækkanirnar sem þá urðu var talið að halli af hverju verkuðu tonni næmi 7—9% miðað við söluverð. Eftir fiskverðs- og launahækkanirnar hefur staða saltfiskverkunarinnar versnað enn og nú er hallinn talinn vera um og yfir 20% eða í kringum 4 milljarðar á ári, miðað við sama magn og var verkað á s.l. ári. Kom þetta fram á aðalfundi Sölusambands ísl. fiskframleið- enda sem haldinn var f Reykjavík í gær. í upphafi aðalfundarins í gær sagði Tómas Þorvaldsson formað- ur SIF að meiri erfiðleikar væru nú í saltfiskverkuninni en nokkru sinni síðan á árunum 1968 og 1969. Óðaverðbólgan hefði aldrei verið meiri. Ríkisbáknið og opinberar stofnanir þendust út og þeir sem ynnu þár heimtuðu mat sinn og engar refjar. „Nú er svo komið fyrir sjávarútveginum að hann er eins og vagnklár sem gefið er moð til að freista þess að hann komist upp á næsta leiti," sagði hann. I skýrslu stjórnar, sem flutt var af Tómasi Þorvaldssyni, Friðriki Pálssyni og Valgarð J. Ólafssyni kom það fram, að allmiklar sveiflur hafa verið í saltfiskfram- leiðslunni á árunum 1970—1977 eða allt frá 34 þús. til 44.800 lestir, og verðmæti þessa hefur verið frá 1.6 milljarði til 13.8 milljarðar og þá miðað við verðlag hvers árs. Saltfiskur hefur verið frá 24—28% af verðmæti botnfiskafla og 13—15% af verðmæti alls sjávar- afla. Það kom fram hjá Tómasi Þorvaldssyni að heildarneyzla á saltfiski væri talin vera um 200 þús. lestir í heiminum nú en ekki fyrir löngu hefði hún verið 350—400 þús. lestir. Kvað hann það hættulegt ef menn ætluðu að sættast á samdrátt í saltfiskfram- leiðslu Islendinga og efla frysti- iðnaðinn í þess stað. Nauðsynlegt væri að halda jafnvægi í fram- leiðsluháttum og þess væri skemmst að minnast að saltfisk- framleiðsla hefði bjargað ómæld- um verðmætum þegar skreiðar- markaðirnir brugðust. Á árunum 1974—1975 hefði verið hærra verð á saltfiski en á frystum fiski og þá Rádherrar Alþýðubandalags vorið 1974: Vildu kauplækkun — frestun vísitöluhækk- unar — gengislækkun VORIÐ 1974 gerðu ráðherrar Alþýðubandalagsins í þáverandi ríkisstjórn, þeir Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjartansson, m.a. eftirfarandi tillögur um ráðstafan- ir í efnahagsmálum: • að kaup yrði lækkað • að vísitöluhækkunum yrði frestað • að gengið yrði lækkað Miklar umræður fóru fram innan vinstri stjórnarinnar vorið 1974 um aðgerðir í efnahags- og kjaramálum. í þessum umræðum lögðu þeir Lúðvík Jósepsson nú- verandj formaður Alþýðubanda- lagsins og Magnús Kjartansson fram ýmsar tillögur. Þessar voru helztar: • Þeir lögðu til að kaup yrði lækkað, þannig að allar kaup- hækkanir, sem voru umfram 20% og samið hafði verið um fyrr um veturinn, yrðu afnumd- ar. • Þeir lögðu til að vísitöluhækkun sem áætlað var að kæmi til útborgunar hinn 1. september 1974 yrði frestað til 1. desember það ár. • Þeir lögðu til að gengi íslenzku krónunnar yrði lækkað til þess að mæta vanda útflutningsat- vinnuveganna vegna aukins tilkostnaðar og lækkandi út- flutningsverðs. • Þeir hreyfðu engum andmælum við tillögum sem fram komu innan vinstri stjórnarinnar þess efnis að engir kjarasamningar væru gildir nema þeir hcfðu hlotið samþykki ríkisstjórnar- innar. Tillaga þessi jafngilti afnámi frjals samningsréttar verkalýðssamtakanna en ráð- herrar Alþýðubandalagsins mótmæltu henni ekki. Eftir að ráðherrar Alþýðu- bandalagsins, þeir Lúðvík Jóseps- son og Magnús Kjartansson höfðu lagt fram ofangreindar tillögur í vinstri stjórninni stóðu þeir m.a. að eftirtöldum aðgerðum í efna- hagsmálum: Framhald á bls. 18 hefði engum dottið í hug að draga úr saltfiskframleiðslunni. Eftir- spurn eftir saltfiski væri falin og myndi aukast strax og slakað yrði á innflutningshömlum í markaðs- löndunum. „ Framhald a bis. 18 Peningum stolið í Hafnarfirði í FYRRINÓTT var stolið 65 þúsund krónum úr húsi í Hafnar- firði. Húsráðandinn uppgötvaði þjófnaðinn strax um nóttina og gerði lögreglu viðvart. Grunur féll á tvo menn sem höfðu verið gestkomandi í húsinu um nóttina. Fór lögreglan á stúfana og fann hún kumpánana tvo í Reykjavík þar sem þeir óku um í leigubíl. Voru þeir handteknir og viður- kenndu þjófnaðinn. Höfðu þeir eytt helmingnum af períingunum. Sömu nótt var stolið nokkrum tugum þúsunda í öðru húsi í Hafnarfirði og er það mál í rannsókn. r Arekstur i Kópavogi PILTUR innan við tvítugt hlaut opið fótbrot og höfuðhögg í árekstri sem varð á mótum Digranesvegar og Bröttubrekku í Kópavogi í gærkvöldi. Hann var fluttur í slysadeild Borgarspítal- ans. Pilturinn var á mótorhjóli og lenti í árekstri við bíl, en í gærkvöldi var ekki ljóst með hverjum hætti áreksturinn varð. Fyrr um daginn hafði unglingur á skellinöðru orðið fyrir bíl á Hlíðarvegi í Kópavogi og handar- brotnað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.