Morgunblaðið - 14.07.1978, Side 3

Morgunblaðið - 14.07.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JtJLÍ 1978 3 Sigurjón og- Jóel úr Árbænum sögðu að kaupið væri fljótt að fara. Hafliðii Foreldrar ykkar verða þá að borga hærri skatta. Fjárhagur borgarinnar er mjög s1æmur“ Að lokum gengu nokkur á fund Björgvins Guðmundssonar, borgar- fulltrúa Alþýðuflokksins. Guðrún Hólmgeirsdóttir hafði orð fyrir hópnum og gerði Björgvin grein fyrir göngunni og þeim sem þau höfðu hitt. „Ég skal ræða þetta í borgarráði á þriðjudaginn og sjá hvort hægt er að hækka kaupiö ykkar. Vísitölu samþykkt var gerð um daginn og þið gætuð fengið einhverja hækkun í samræmi við hana. Fjárhagur borgarinnar er mjög slæmur, en við skulum sjá til.“ sagði Björgvin. Þau, sem enn voru í göngunni, en hún var mun þéttari á Lækjartorgi en þegar komið var á Arnarhól, ætluðu að setjast þar niður áður en þau færu heim. Kröfugöngumenn voru alls staðar að úr borginni. Þær fréttir bárust úr Heiðmörk að þar hefði verið vel mætt til vinnu svo ekki lá öll starfsemi Vinnuskóla Reykjavíkur niðri í gær. Unglinga- vinna í Reykjavík lægst launuð • í framhaldi af kröfugöngu ungiinga í Vinnuskóla Reykjavík- ur í gær fannst Morgunblaðinu fróðlegt að leita upplýsinga um laun unglinga í vinnuskólum á nokkrum stöðum utan Reykjavík- ur. Kom í ljós að unglingar í starfi hjá Reykjavíkurborg fá lægra tímakaup fyrir störf sín en unglingar fá fyrir sams konar störf á þeim stöðum sem Mbl. hafði samband við. I Reykjavík fá unglingar fæddir 1963 345 kr. á tímann, í Kópavogi fá þau 539 kr. í Mosfellssveit 400 kr., á ísafirði 640 kr. og á Akureyri 365 kr. Þeir unglingar, sem eru fæddir árið 1964, fá í Reykjavík 305 kr. á tímann, í Kópavogi fá þau 479 kr., í Mosfellssveit 320 kr., á ísafirði 584 kr. og á Akureyri 320 kr. Allir vinnuskólarnir sem Mbl. hafði samband við nema á Isafirði, hætta störfum um mánaðamótin júlí-ágúst. Á ísafirði fer skólinn í frí um miðjan júlí og síðan verður séð til hvað verður í ágúst. Þar er unglingunum borgað samkvæmt taxta verkamannafélagsins en yfirleit ræður bæjarfélagið laun- unum. Störf unglinganna eru svipuð á öllum stöðunum. Þau felast í garðvinnu og almennri snyrtingu kaupstaðanna. ATHYGLI vekur að í bréfi Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, sem hann reit Benedikt Gröndal, formanni Al- þýðuflokksins, f gær, að orðalag bréfsins er ekki einskorðað við nýsköpunarstjórn. Morgunblaðið spurði Geir Hallgrímsson að því í gær, hvort verið gæti að Sjálfstæðisflokkurinn væri tilbú- inn til stjórnarsamstarfs við Alþýðuflokkinn í viðreisn eða ef til vill að styðja minnihlutastjórn Alþýðufiokksins. Geir Hallgrímsson: Tillögur um brey t- ingu á stjórnar- skrá innan 2ja ára Geir Hallgrímsson sagði: „Á þessu stigi held ég, að ekki verði lögð meiri merking í þetta orðalag, en að við viljum ná málefnalegri samstöðu um lausn aðsteðjandi vandamála á nægilega breiðum grundvelli til þess að geta myndað sterka og sannfærandi stjórn, sem fær verði um að ráða við þau viðfangsefni, sem hennar bíða. — Ég vil undirstrika, að Sjálf- stæðisflokkurinn mun láta mál- efnin ráða afstöðu sinni og auðvit- að eru þar einnig önnur mál en efnahagsmálin, sem skipta sköp- um. Gert er ráð fyrir því að allir flokkar geri sér ljóst, að ágreining- ur í utanríkismálum sé lagður til hliðar og að staðið verði við gert samkomulag á síðasta þingi um ákveðnar tillögur til lausnar stjórnarskármálinu og að tillögur varðandi kjördæmaskipan og kosningalög verði lagðar fram innan tveggja ára.“ Andafjölskylda í erfiðleikum LÖGREGLAN í Reykjavík var Lögreglan flutti svo andafjöl- kvödd á Mýrargötu rétt vestan skylduna á Tjörnina en um við Slippinn í gærkvöldi en þar þetta leyti er alltaf eitthvað um stóð þá hópur fólks og hélt vörð það að lögreglan aðstoði endur um önd og fjóra unga hennar með unga sem komast í þrot í sem kettir hverfisins höfðu borgarumferðinni. reynt að setja klærnar í. Lúðvík vill sjálf- ur mynda vinstri stjórn ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hefur tekið óstinnt upp, að forseti fslands skuli hafa falið Bcne- dikt Gröndal, formanni Al- þýðuflokksins að gera tilraun til myndunar meirihlutastjórn- ar. óánægja Alþýðubandalags- manna með þessa ákvörðun forseta kemur fram bæði í forsíðufrétt og forystugrein Þjóðviljans í gær, þar sem m.a. segir að Alþýðubandalagið hafi verið tilbúið til þess að gera sjálft tilraun til myndunar vinstri stjórnar og ástæðan fyrir þvi að Benedikt skuli fyrstum manna falin stjórnar- myndun telur Þjóðviljinn að hljóti að vera sú að Geir Hallgrímsson hafi bent sérstak- lega á Benedikt í þessu skyni. Geir Ilallgrímsson sagði hins vegar í Morgunblaðinu í gær, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki bent á neinn sérstakan aðila til stjórnarmyndunar að þessu sinni. í forsíðufrétt Þjóðviljans seg- ir, að það veki nokkra athygli að formanni Alþýðuflokksins skuli falið að reyna að mynda meiri- hlutastjórn, og þá með samstarf Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks fyrir aug- um, þar sem fyrir liggi af hálfu þingflokks Alþýðubandalags að flokkurinn telji rétt að gera tilraun til myndunar vinstri stjórnar, og eins hafi Framsókn- Framhald á bls. 19 I Slippfé/agið ífíeykjavíkhf Má/ningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33033og 33414 Vitretex sandmálning er sendin og fín plastmálning sem hentar jafnt inni sem úti. Hún myndar þykka málningarfilmu, þar sem 1 yfirferð svarar til 3 yfirferða af venjulegri plast-málningu. Fæst í 12 staðallitum og einnig í hvítu. Blanda má staðallitunum innbyrðis og fá mismunandi blöndunarliti eftir óskum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.