Morgunblaðið - 14.07.1978, Síða 15

Morgunblaðið - 14.07.1978, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1978 15 Ummjón: Bmrgljót Ingólfmdóttir Það er skcmmtilegt að eiga sérstakar töskur til að nota að kvöldlagi, eða þegar farið er í spariföt. Hér eru myndir af slíkum, sem sæmilega laghent manneskja ætti að geta búið til án mikils kostnaðar. Hliðartaskan er búin til úr tveimur hekluðum „dúllum“ eða smádúkum, sem saumaðir eru á samlitt efni. Hér er það hvítt. Haldið er úr samlitri silkisnúru. Hin taskan er búin til úr flauels- og satínborðum, mismunandi litum. Ef settir eru saman margir litir, eins og hér, er hægt að nota töskuna við margvíslega litan klæðnað. Hér er fóður og bryddingar úr grænu satíni og borðarnir eru í eftirtöldum litumi Svartur, rósbleikur, tveir grænir litir, laxableikur, drapplitaður, rústrauður og gulgrænn. Borðarnir eru nædlir á „flysselín“ á ská, síðan eru aðrir jafnlangir undir og yfir, eins og mynd sýnir. Á myndunum má sjá hvernig á að bera sig að við frágang. Sýning vatns- litamynda í Suðurgötu 7 SÝNING á verkum brezka listamannsins Peter Schmidt verður opnuð í Galleríi Suð- urgötu 7 á morgun klukkan 16.00. Hingað kemur þessi sýning frá París, en upphaf- lega var hún sýnd í London. Peter Schmidt hefur feng- izt við kvikmyndun, tónlist, ljósasýningar, grafík og bóka- gerð, en síðastliðin tvö ár hefur Schmidt nær eingöngu helgað sig vatnslitatækninni og má sjá afrakstur þess á sýningunni. Meðan á sýningunni stend- ur verða leikin af segulbandi tvö verk eftir tónlistamann- inn Brian Eno, „Descreet Music“, sem hefur áður verið gefið út á hljómplötu og áður óútgefið verk, „Music for Airports“, en síðastliðin ár hafa þeir Peter Schmidt og Eno haft með sér samstarf. Peter Schmidt verður staddur hér meðan á sýning- unni stendur, en hann ætlar að notfæra sér veru sína hér til að starfa að list sinni. Sýningin í Galleríi Suðurgötu 7 verður opin daglega til 30. þessa mánaðar frá klukkan 16.00 til 22.00 virka daga og klukkan 14.00 til 22.00 um helgar. BÍLA- KRÁIN NÝR veitingastaður hefur verið opnaður í ROasiilu Alla Rúts að Ilyrjarhöfða 2. Nefnist staðurinn BOakráin og er í eigu sömu aðila og Ilalti haninn á Laugavegi. I Bílakránni, sem er fyrsti veitingastaðurinn í Artúnshöfða, eru seldir ýmsir smáréttir, enn- fremur pyslur, kaffi, kökur, sælgæti, öl og tóbak. Staðurinn er opinn alla daga frá kl. 9 til 19. Myndina tók Kristinn í Bílakránni í vikunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.