Morgunblaðið - 14.07.1978, Síða 18

Morgunblaðið - 14.07.1978, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JULÍ 1978 — Landsmót Framhald af bls. 2 keppninni stjórnar Rosemarie Þorleifsdóttir. Klukkan 17.30 verða undanrásir kappreiða í 250 metra og 350 metra stökki og einnig fer fram fyrri sprettur í 1500 metra brokki. Nær öll bestu hross landsins í þessum greinum keppa og má búast við spennandi keppni og þá kannski ekki síst í 350 metrunum. Einkum bíða menn spenntir eftir því að sjá, hvaða árangri einar fimm bestu hlaupahryssur lands- ins ná í 350 metra stökkinu, en það eru Loka og Glóa úr Reykjavík, Nös frá Urriðavatni, Gjálp frá Laugarvatni og Blesa frá Hvítár- holti. Klukkan 20 í kvöld fer fram keppni í gæðingaskeiði og er það nýjung á landsmóti en í því er ekki einungis miðað að því að ná sem bestum tíma heldur er dæmt fyrir skeiðtakt, fegurð skeiðsins og ásetu knapans. Knapar, sem sitja hesta í gæðingaskeiðinu, eru Sigurður Olafsson í Laugarnesi, Eyjólfur Isólfsson, Þorvaldur Þor- valdsson, Ingimar Ingimarsson, Þorvaldur Ágústsson, Albert Jóns- son, Reynir Aðalsteinsson, Einar Þorsteinsson og Trausti Þór Guðmundsson. Síðast á dagskrá mótsins í dag er kvöldvaka sem hefst kl. 21. Fer hún fram skammt frá dómpallin- um en meðal atriða á kvöldvök- unni er að Lárus Sveinsson og Sveinn Birgisson blása til leiks, börn og unglingar sýna ýmsar greinar hestamennsku, sýndur verður kerruakstur, konur ríða í söðli, Guðmundur Jónsson syngur, Flúðakórinn syngur og fluttur verður leikþáttur. Landsmótinu verður framhaldið um helgina en á morgun hefst dagskráin með kynningu á sölu- hrossum á hrossamarkaðnum kl. 10. Rœtt við fataframleiðendur um erfiðleika fataiðnaðar f FRAMHALDI af fréttum um hið slæma ástand sem nú ríkir í fataiðnaðinum birti Mbl. í gær viðtöl við þrjá framleiðendur á þessu sviði og bað þá að tjá sig um ástandið og leiðir til lausnar vandanum. Hér á eftir fara viðtöl við tvo fataframleiðendur til viðbótar: Bergþór Konráðsson hjá SÍS: Treystum því að eitthvað verði gert Iljá iðnaðardeild Sambands- ins á Akureyri náði Mhl. tali af Bergþóri Konráðssyni aðstoðarframkvæmdastjóra. — Hér hjá okkur er sömu sögu að segja og annars staðar að við hljótum að sigla í strand verði ekki að gert. Eins og málin standa núna er enginn rekstrar- grundvöllur fyrir hendi. Við ætlum að bíða og sjá hvað setur Bergþór Konráðsson og ekki fækka starfsfólki hér frekar en orðið er, en við neyddumst til að draga saman seglin, vegna minnkandi viðskipta við Sovétríkin, en þar fyrir utan hefur vaxandi sam- keppni á markaðnum hér innan- lands, vegna innflutnings, sett strik í reikninginn hjá okkur. — Það er hins vegar ekki hægt að draga launakostnaðinn sérstaklega út úr sem aðal- ástæðu, verðbólgan er megin- vandamálið og þær launa- hækkanir og hráefnishækkanir sem henni fylgja. Þar eð við flytjum mikið af okkar vörum út skiptir gengi krónunnar okkur miklu og ég álít að það sé ekki rétt skráð. Gengið er í raun fallið og það þarf að skrá það í samræmi við það. — Mjög hefur dregið úr sölu okkar til útlanda frá síðasta ári og með erfiðleikunum hér heima er því ljóst að það er spurning um vilja banka til að halda þessu gangandi hjá okkur, því það er ekki um neina fjármagns- myndun að ræða í fyrirtækinu þegar svona er ástatt, en við treystum því að eitthvað verði gert. Böðvar Jónsson hjá Föt h.f.: Sitjum ekki við sama borð og aðrir MBL. hafði í gær cinnig sam- hand við Biiðvar Jónsson vcrk- smiðjustjóra hjá fyrirtækinu Föt h/f í Rcykjavík og haíði hann cftirfarandi að scgjai — Ástandið hjá okkur er mjög svipað og hjá öðrum, sem fást við þetta. Hlutur launa og launatengdra gjalda stækkar stöðugt og fyrirtækin ráða ekki við þetta. Ég veit til þess að á Norðurlöndunum er niður- greiðslufyrirkomulag á þessu, þannig að ríkið greiðir fóikinu hluta launanna. — Ég reikna nú ekki með að þaö komi til algerrar stöðvunar hjá okkur á næstu vikum, enda er það líka dýrt að stöðva framleiðsluna og við erum ekki óvanir að eiga við tímabundna erfiðleika að etja. Hitt er þó staðreynd að hér er um óvenju- lega langt erfiðleikatímabil að ræða, og það er Ijóst að eitthvað þarf að gera. — Ég get nú ekki bent á neina ákveðna leið til úrbóta, enda hafa vaidamenn þjóðarinnar ekki gert það heldur, en hinu er ekki að leyna, að við sitjum ekki við sama borð og aðrir atvinnu- vegir hvað varðar lánakjör, tolla og söluskatt af orku. Svo eigum við í mikilli samkeppni við innfluttan fatnað frá löndum þar sem vinnuafl er ódýrt og núverandi gengisskráning vinnur mjög með þeim sem stunda innflutning. Böðvar Jónsson — Alþýðubandalagið eyðilagði tilraunina Framhald af hls. 32 þýðuflokksins teldi farsælast fyrir þjóðina, að mynduð yrði ríkis- stjórn Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks, en hún yrði líklegust til að koma á kjarasáttmála, tryggja vinnufrið og hemja óðaverðbólgu. Ég mundi því reyna myndun slíkrar stjórnar. Viðræður um myndun ofan- greindrar ríkisstjórnar munu byggjast á því meginhlutverki að koma á kjarasáttmála milli verka- lýðssamtaka, vinnuveitenda og ríkisvalds, til að tryggja vinnufrið, kaupmátt, launajöfnuð og fulla atvinnu. Á þann hátt einan verður hægt að hemja verðbólguna og lækka erlendar skuldir, en tryggja með eflingu íslenzkra atvinnuvega þjóðartekjur, og launþegum jafn- an og réttlátan hlut þeirra. Markmiðið verði tryggt efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar, sem er undirstaða alhliða framfara. Með þetta höfuðatriði í huga leyfi ég mér að bjóða Sjálfstæðis- flokknum til viðræðna ofan- greindra þriggja flokka um sam- stjórn þeirra. Ég vænti svars við fyrsta hentuga tækifæri." Bréf þessi boðsendi Benedikt Gröndal til formanna Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags í fyrra- kvöld. Alþýðubandalagið tók málið fyrir á fundi árdegis i gær, en Sjálfstæðisflokkurinn klukkan 16 síðdegis. Alþýðubandalagið hafn- aði boði formanns Alþýðuflokks- ins, en Sjálfstæðisflokkurinn tók jákvætt undir það. Svar Alþýðubandalagsins var svohljóðandi: „Alþingi, 13. júlí 1978. Hr. formaður Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal. Á fundi í þingflokki Alþýðu- bandalagsins, sem hófst klukkan 10 í morgun, var boð það, um þátttöku Alþýðubandalagsins í stjórnarmyndunarviðræðum, sem barst með bréfi kl. 20,35 í gær- kvöldi, tekið til afgreiðslu. Svar þingflokksins við bréfinu er eftirfarandi: I könnunarviðræðum þeim um stjórnmálahorfur og stjórnar- myndunarmál, sem fram hafa farið að undanförnu milli Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks, hafa fulltrúar Alþýðubandalagsins tek- ið skýrt fram, að Alþýðubandalag- ið telur það hlutverk sitt að beita sér fyrir framgangi vinstri stefnu, sem við núverandi aðstæður yrði helzt komið fram með myndun ríkisstjórnar Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks. Alþýðubandalagið er því andvígt þátttöku í samstjórn með Alþýðu- flokki og Sjálfstæðisflokki, enda enginn málefnalegur grundvöllur fyrir slíkri stjórn. Að framangreindum ástæðum lýsir þingflokkur Alþýðubanda- lagsins yfir því, að hann hafnar þátttöku í stjórnarmyndunarvið- ræðum við Alþýðuflokk og Sjálf- stæðisflokk. Nú liggur fyrir, að Framsóknar- flokkurinn vill taka þátt í viðræð- um um vinstri stjórn. Þingflokkur Alþýðubandalagsins ítrekar áhuga sinn á myndun slíkrar stjórnar, sem m.a. beiti sér fyrir gjör- breyttri stefnu í efnahags-, félags- og sjálfstæðismálum. Til viðræðna um myndun vinstri stjórnar telur þingflokkurinn að þurfi að efna sem fyrst. Með virðingu — Lúðvík Jósepsson." Bréf formanns Sjálfstæðis- flokksins var svohljóðandi: „Hr. formaður Alþýðuflokksins Benedikt Gröndal. Á fundi miðstjórnar og þing- flokks Sjálfstæðisflokksins 13. júlí 1978, var samþykkt að- taka boði formanns Alþýðuflokksins, sem fram kemur í bréfi dagsettu í gær um þátttöku í viðræðum til að kanna möguleika á myndun ríkis- stjórnar, sem njóti stuðnings meirihluta Alþingis. Með virðingu — Geir Hallgríms- son.“ Bréf formanns Sjálfstæðis- flokksins var samþykkt með sam- hljóða atkvæðum á fundi mið- stjórnar og þingflokks flokksins. Eins og áður sagði mun flokks- stjórn Alþýðuflokksins koma sam- an til fundar í dag klukkan 16, þar sem fjallað verður um þessa fyrstu tilraun til stjórnarmyndunar. Benedikt Gröndal kvaðst í gær ekkert vilja tjá sig um stöðuna eftir að Alþýðubandalag hefði hafnað viðræðum, fyrr en flokks- stjórnarfundurinn hefði tekið af- stöðu til málsins. Þingflokkur Alþýðuflokksins fjallaði i gær um synjunina, en Benedikt kvað það aðeins hafa verið byrjunarviðræð- ur, sem halda myndu áfram á flokksstjórnarfundinum í dag. — Smíði heimiluð Framhald af bls. 32 að útgerðarfyrirtæki, sem eiga skuttogara af stærri gerð, selji þá úr landi og kaupi aðra minni frá Portúgal. Þá var Morgunblaðinu tjáð, að ekki væri enn ákveðið af hvaða gerð Portúgalsskipin yrðu, mest væri hugsað um skuttogara af minni gerð, og ennfremur skip sem búin verða bæði til tog- og nótaveiða, einnig hefði verið rætt um fiskibáta af stærri gerðinni. — 5 frystihús hafa stöðvast Framhald af bls. 2 hærri. Halli á rekrekstrinum hefði verið allnokkur þá og núna stefndi í alger vandræði. Hann sagðist hafa viljað stöðva reksturinn fyrr, en slíkt væri ekki gert nema í ýtrustu neyð, enda hefði Isstöðin á milli sextíu og sjötíu manns í vinnu. Þórarinn lýsti mikilli óánægju með fyrirgreiðslu Seðla- ‘bankans, sem ekki hækkaði útlán í samræmi við hækkun hráefnis- verðsins. Aðspurður kvað Þórarin ástand- ið mun verra í ár en í fyrra, en þá samþykktu frystihúsaeigendur samskonar aðgerðir, sem lítið varð úr, sagði hann að þá hefði verið um að ræða 5—7% halla, en nú væri hallinn u.þ.b. 17%. Hann sagði að meðal nauðsynlegra aðgerða til úrbóta væri ný gengis- skráning krónunnar. Bencdikt Jónsson sagði að ástandið hjá frystihúsunum á Suðurnesjum væri yfirleitt svipað og það væri enginn möguleiki á áframhaldandi rekstri, með núver- andi afurðaverði. Sagði Benedikt að lækkun viðmiðunarverðsins hefði verið mikið reiðarslag, húsin hefðu verið rekin með halla fyrir, en nú keyrði um þverbák. Afurða- lán nægðu vart fyrir hráefni svo einhverjar aðrar aðgerðir væru nauðsynlegar til að mæta þeim 17% halla sem nú væri. Benedikt kvaðst ekki geta bent á ákveðnar leiðir til lausnar vandanum, en taldi að breytt skráning krónunnar leysti engan vanda til frambúðar, enda væru lán til frystihúsanna nú öll ýmist vísitölutryggð eða gengistryggð. Hann sagði ennfremur að launa- greiðslur væru engan veginn allur vandinn, heldur vantaði fyrst og fremst að meðaltali 15% upp á að afurðaverðið væri nægilega hátt. — Þrælkunar- vinna í 8 ár Framhald af bls. 1 játað sekt sína í því að hafa dreift andsovéskum bókmenntum. Domarinn í máli Ginzburgs sagði að dómstóllinn hefði ekki fellt yfir honum hámarksdóm að sovéskum lögum vegna þess að hann hefði, meðan á rannsókninni stóð, gefið nytsamlegar upplýsing- ar varðandi mál tveggja annarra andófsmanna, þeirra Shchar- anskys og forgöngumanns Helsinkihópsins, Yuri Orlovs. Samkvæmt frásögn verjanda Ginzburgs, Yelenu Reznikovu, munu „sérbúðirnar", sem bíða Ginzburgs vera þær ströngustu og verstu, sem um er að ræða meðal þrælkunarvinnubúða í Sovét- ríkjunum. Eiginkona Schcharanskys, Avital, hvatti í dag til þess að Vesturlönd hættu algerlega að eiga nokkur viðskipti við Sovétrík- in hvort heldur stjórnmálaleg eða í íþróttum og vísindum. Benti frúin á , en hún býr nú i ísrael, að alþjóðlega Ólympíunefndin ætti nú að taka til athugunar að endurskipuleggja næstu Ólympíu- leika í Montreal í staðinn fyrir Moskvu, sem andsvar við ofsóknunum á hendur andófs- mönnunum. Greindi hún frá því að hún hefði átt símaviðtal við Rosalynn Carter í gærkveldi og hefði forsetafrúin kallað Gyðingana í andófsmannahópnum „hetjur í baráttunni fyrir borgara- réttindum". Frú Shcharansky hélt til Genfar á miðvikudag þar sem hún kom meðal annars að máli við Cyrus Vance utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sem fullvissaði hana um að Bandaríkjastjórn myndi halda baráttu sinni til streitu unz eiginmaður hennar fengist laus. Mjög harkaleg viðbrögð hafa hvarvetna komið fram við dómin- um yfir Ginzburg og hafa Bretar t.d. neitað að vera gestgjafar sovéska kolaiðnaðarráðherrans um sinn, en hann var væntanlegur til Bretlands á sunnudag. — Carter 1 Bonn Framhald af bls. 1 ir tveir munu halda fyrsta fund sinn á morgun en efnahagsmála- fundurinn sjálfur mun byrja á sunnudag. „Við bjóðum góðan vin vel- kominn“ segir í fyrirsögn dag- blaðsins „Die Welt“ á fimmtudag. Samskipti Bandaríkjanna og Vestur-Þjóöverja hafa ekki verið með eðlilegustum hætti undan- farna mánuði vegna ágreinings í gjaldeyrismálum, um kjarnorku- samning Þjóðverja og Brasilíu og varðandi smíði nifteinda- sprengjunnar. Carter mun hafa fullan hug á að sannfæra leiðtoga landanna sex, Þýzkalands, Frakklands, Bret- lands, Ítalíu, Kanada og Japans, um að Bandaríkjamenn beri ekki einir ábyrgðina á hvernig komið er í efnahagsmálum iandanna, en lönd þessi hafa mjög gagnrýnt olíuinnflutning Bandaríkjamanna og óhagstæðan viðskiptajöfnuð þeirra. I viðtölum, sem birtust við forsetann vestanhafs áður en hann lagði upp í för sína, lýsti hann því í fyrsta skipti yfir að inn- flutningur erlends framleiðslu- varnings væri miklu fremur en innflutningur olíu orsök viðskipta- hallans og lækkunar dollarans á gjaldeyrismörkuðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.