Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1978 f gærkvöldi efndi Heimdallur til fundar um stöðu Sjálfstæðisflokksins f nútfð og framtfð. Var fundurinn f jölsóttur. Ljósm. Mbl. Kristinn. Fundurinn í gærkvöldi: Opinskáar umræður um forystu Sjálfstæðisflokksins SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN — staða hans f nútfð og framtfð, var umræðuefni á fjölmennum fundi sjálfstæðisfóiks sem Heim- dallur, samtök ungra sjálfstæðis- manna f Reykjavfk, efndi til f gærkvöidi f Sjálfstæðishúsinu, Valhöll. t byrjun fundarins höfðu þeir Davfð Oddsson, borgarfull- trúi, og Friðrik Sophusson, al- þingismaður, framsögu um um- ræðuefnið. Að þvf loknu hófust hringborðsumræður, sem þátt tóku f Geir Hallgrfmsson, Gunnar Thoroddsen, Albert Guðmunds- son, Ragnhildur Helgadóttir og Birgir Isleifur Gunnarsson. Stjórnandi umræðnanna var Baldur Guðlaugsson. Einnig voru fyrirspurnir frá fundarmönnum. I upphafi hringborðsumræðn- anna varpaði stjórnandi þeirra fram þeirri spurningu til þátttak- endanna, hverjar hefðu verið meginástæðurnar fyrir fylgistapi Sjálfstæðisflokksins I tvennum undanförnum kosningum. Fyrst- ur svaraði þessari spurningu Brigir ísleifur Gunnarsson og sagði að varðandi úrslit borgar- stjórnarkosninganna þá hefði erf- ið staða Sjálfstæðisflokksir.s i landsmálum ráðið mestu um hver úrslitin urðu. Ekki væri hann þó með þessu að segja, að störf borg- arfulltrúa og meirihluta Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík hefðu ekki verið þannig að þau væru frf við alla gagnrýni. Þá hefði aldrei náðst upp stemmning meðal flokksmanna fyrir borgarstjórn- arkosningarnar um að hætta væri á ferðum, menn hefðu verið of öruggir um að flokkurinn héldi meirihluta sínum. Birgir sagði að ljóst væri að ýmsar innri veilur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins hefðu komið f ljós f kosningunum og flokkur- inn hefði orðið undir í áróðurs- stríðinu. Að sfðustu benti Brigir á, að ákveðið upplausnarástand væri rikjandi í þjóðfélaginu vegna þeirrar miklu verðbólgu, sem geysaði í landinu, og það ástand hefði haft áhrif á allan hugsunarhátt fólks. Ragnhildur Helgadóttir sagði, að í úrslitum kosninganna fælist fyrst og fremst leiðbeining fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Tók Ragn- hildur undir þau orð Birgis að landsmálin hefðu ráðið mestu um úrslit þessara kosninga og þá einkum efnahagsmálin. Varðandi borgarstjórnarkosningarnar yrðu menn að hafa í huga, að borgar- málastefnu Sjálfstæðisflokksins hefði kannski einnig mátt gagn- rýna og þannig hefði t.d. fólk, sem vildi byggja einbýlishús, orðið að flytja í önnur byggðarlög í ná- grenninu. Ragnhildur sagði, að úrslit kosninganna kölluðu á meiri samstöðu meðal sjálfstæðis- fólks og menn þyrftu að vinna að Framhald á bls. 20 Sex ákærðir í handtökumálmu ALLS eru það sex manns, sem hafa verið ákærðir vegna hins svokall- aða handtökumáls en þessir aðilar eru ákærðir fyrir að hafa ýmist staðið að ólöglegri handtöku þeirra Guðbjarts heitins Pálssonar og Karls Guðmundssonar I Vogum eða greint rangt frá sem vitni fyrir sakadómi. Á sfnum tfma var þremur mönnum vikið úr starfi vegna þessa máls auk Hauks Guðmundssonar, fyrrverandi rannsóknarlög- reglumanns. Hefur einn þessara þriggja lögreglumanna nú verið ákærður en hinir tveir hafa ekki verið ákærðir, en að sögn fulltrúa bæjarfógetans f Keflavfk, Sigurðar Halls Stefánssonar, hefur ekki enn verið tekin um það ákvörðun, hvort þeir hefji á ný störf sem lögreglu- menn. Haukur Guðmundsson, fyrrver- andi rannsóknarlögreglumaður í Keflavik, er ákærður fyrir að hafa skipulagt og stjórnað ólög- legri handtöku fyrrnefndra tveggja manna og er þar um að ræða brot á 131. og 148. grein hegningarlaganna, samanber 138. grein sömu laga. Viðar Ólsen, fyrrverandi fulltrúi við bæjar- fógetaembættið í Keflavík, er ákærður fyrir rangan framburð sem vitni í sakadómi eða fyrir brot á 142. grein hegningarlag- anna. Þá er lögreglumaðurinn Viðar Már Pétursson, sem á sín- um tíma var leystur frá störfum um stundarsakir vegna þessa máls, ákærður fyrir rangan fram- burð, sem er brot á 142. grein hegningarlaganna. Þrír kvenmenn eru ákærðir i málinu. Eru það huldumeyjarnar tvær, sem aðstoðuðu Hauk við handtökuna, þær Svanfriður Kjartansdóttir og Kolbrún Erla Einarsdóttir, en þær eru báðar ákærðar fyrir hlutdeild í broti Hauks. Þriðja konan, sem er ákærð, er kona, sem á sínum tíma gaf rangt fjarvistarvottorð fyrir Svanfriði Kjartansdóttur og er hún ákærð fyrir brot á 162. grein hegningarlaganna. Upplýsingar frá þessari sömu konu urðu til að upp komst um mál þetta. Tveir lögregluþjónar, sem á sínum tíma voru einnig leystir frá störfum vegna þessa máls um stundarsak- ir, þeir Skarphéðinn Njálsson og Sveinn Vikingur Sveinsson, eru ekki ákærðir i málinu. Eins og fram kemur hér að framan hefur ekki verið tekin um það ákvörð- un, hvort þeir hef ja störf á ný. Handtökumálinu var visað til bæjarfógetaembættisins i Kefla- vík en Sigurður Hallur Stefáns- son, fulltrúi bæjarfógetans i Keflavík, sagði að hann teldi sjálfgefið að bæjarfógetaembætt- ið óskaði eftir þvi að skipaður yrði setudómari til að fara með málið eins og gert hefði verið við rannsókn þess. INNLENT Hlustunarkerfi hjá Flugleiðum FLUGLEIÐIR hafa sett upp hler- unarkerfi f einni af deildum fé- lagsins, sem annast þjónustustörf við viðskiptavini félagsins um sfma. Hlerunarkerfið cr tengt upptökutækjum. Tilgangurinn með þessu kerfi var m.a. að fylgj- ast með kvörtunum, sem bárust, svo að yfirmaður deildarinnar gæti kynnt sér hvert kvörtunar- mál, sem upp kæmi, yrðu mistök f bókunarkerfi. Starfsfólk deildar- innar mótmælti þessu hlustunar- kerfi og var það þá tekið niður. „Ég kvarta nú ekki frekar en endranær” —sagði Þorvaldur í Sfld & Fisk um skattana SKATTSKRAIN f Reykjavfk var lögð fram f gær og námu heiidarálögur á einstaklinga um 21 milljarði króna og höfðu hækkað um tæplega 70% frá árinu áður. Morgunblaðið hafði samband við nokkra þeirra sem skipa hin „vafasömu" verð- iaunasæti, þ.e. eru hæstu skatt- greiðendurnir f Reykjavfk, og innti þá eftir viðbrögðum þeirra víð sköttunum að þessu sinni. Þorvaldur Guðmundsson í Síld & Fisk, sem er í þriðja sæti yfir þá sem hæsta skatta borga, gert að greiða liðlega 30 milljónir króna, og auk þess í þriðja sæti yfir hæstu eigna- skattsgreiðendur, hafði eftir- farandi um þetta að segja: „Ég kvarta ekki nú frekar en endra nær, ég hef verið I hæsta flokki svo lengi að ég kippi mér ekk- ert upp við þetta. — Ég stend hér og sker beikon, það má því segja: — Mikið beikon, mikil fita —, þá er ég ánægður." „Gott hljóð f mér“ Ingvar J. Helgason bifreiða- innflytjandi með meiru er sá sem greiðir fjórðu hæstu skatt- ana að þessu sinni. Ingvar sagði m.a. í samtali við Mbi., að hann væri reyndar ekki búirin að sjá álagningarseðilinn, en það Þorvaldur Guðmundsson kæmi sér ekkert á óvart þótt honum væri gert að greiða mikla skatta. Ingvar sagði hljóðið I sér bara gott, eins og skattarnir bæru nú reyndar sjálfir vitni um og hló. — „Fyr- ir 22 árum fór ég frá ríkinu með 8 börn þvi að ég hafði ekki- Ingvar Helgason efni á því að framfleyta okkur, sfðan eru sem sagt liðin 22 ár og nú þarf ég að greiða ríkinu 22 milljónir," sagði Ingvar að sið- ustu. „Kemur mér ekki á óvart“ Valdimar Þórðarson, fv. verzlunarmaður, er sá einstakl- ingur sem gert er að greiða annan hæsta eignarskattinn að þessu sinni, eða tæpar 4 milljónir króna. Þegar Mbl. hafði samband við hann I gær hafði hann enn ekki séð álagn- ingarseðilinn og sagðist hann þvi lítið geta tjáð sig um málið, en það kæmi sér að vísu ekkert á óvart þótt honum væri gert að greiða nokkuð háan eignar- skatt. Morgunblaðið reyndi ftrekað að ná tali af öðrum þeim einstaklingum sem hæsta skatta skulu greiða að þessu sinni, en án árangurs. Morgunblaðið hafði haft spurn- ir af þessu hlustunarkerfi og hafði samband við Vilmund Jósefsson, formann Starfsmanna- félags Flugleiða. Hann kvað þetta mál ekki hafa komið sérstaklega til kasta félagsins, en málavextir væru þeir, að deildarstjóri einnar deildar hefði sett upp slikt kerfi til þess að hann gæti kynnt sér þau kvörtunarmál, sem upp kæmu, yrði þess óskað að hann gripi inn i málið. Einnig hefði kerfið verið hugsað til þess að kanna þá þjónustu, sem starfsfólk léti viðskiptavinum fyrirtækisins í té og hvort það sýndi nægilega lipurð i afgreiðslu. Hins vegar sagði hann, að láðst hefði að setja upp viðvörunarkerfi, þannig að starfsfólkið gæti séð, hvenær kerfið væri í gangi. Þessu hefði starfsfólkið ekki viljað una og hefði þá kerfið verið tekið niður. Vilmundur kvað málið leyst og að i raun hefði verið um smámál að ræða. VerksmiðjU- stjóraskipti Verksmiðjustjóraskipti urðu hjá Fataverksmiðjunni Heklu á Akureyri þann 1. júlf s.l. Ásgrfmur Stefánsson, sem verið hefur verksmiðjustjóri frá stofn- un verksmiðjunnar, lét af störf- um að eigin ósk og tekur við öðru starfi á vegum Iðnaðardeildar SÍS. Við verksmiðjustjórastarfinu tekur Sigurður Arnórsson, sem verið hefur fulltrúi verksmiðju- stjóra s.l. 5 ár. Sigurður er 29 ára gamall og er fæddur á Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.