Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1978 27 Tómatar Nú þegar þau gleðilegu tíð- indi haía spurzt, að tómatar hafi stórlega lækkað í verði, ættum við að nota tækifærið og njóta þeirra. Vonandi þarf nú enginn að láta á móti sér að kaupa tómata, endrum og eins, lengur. Þeir eru áreiðanlega margir, sem telja tómata næstum ómiss- andi þátt f fæðuimi, gleðjast í upphafi tómatatíðar og sakna þeirra, þegar þeir hverfa af markaðinum í byrjun vetrar. Líkast til er enn algengast, að nota tómata sem álegg á brauð, eina sér eða með harðsoðnum eggjum, sem meðlæti með soðn- um og steiktum fiski, og ýinsum kjötréttum og síðast en ekki sízt í ýmis hrásalöt. En það má áreiðanlega nota tómata á ótrúlega marga vegu og auka þannig fjölbreytnina. Ætla ég að tína hér til sitthvað um tómata, styðst þar við eigin reynslu og uppskriftir úr erlendum matreiðlsubókum sem tæpast eru í hverju húsi. Tómatar eru viðkvæm mat- væli, eins og kunnugt er, og því hentugast að kaupa þá næstum um leið og á að neyta þeirra. Nýlega sá ég leiðbeiningar frá erlendum framleiðendum, þar sem sagði, að séu keyptir grænir óþroskaðir tómatar eigi aldrei að setja þá í sól, heldur geyma þá í venjulegri birtu og við venjulegan stofuhita. Tómatar þykja mér ólíkt ljuffengari á bragðið ef þeir hafa verið í stofuhita, frekar en kaldir úr kæliskáp. I erlendum uppskriftum er mjög oft gert ráð fyrir að hýðið sé tekið af tómötunum, áður en þeir eru settir í hina ýmsu rétti. Satt bezt að segja, veit ég ekki hvers vegna, sjálf geri ég það aldrei og finnst ekki koma að sök. Til að ná hýðinu af tómat, þarf að dýfa honum augnablik í sjóðandi vatn, og liggur það þá laust, eða halda honum með gafli yfir sjóðandi vatni þar til rifa kemur á hýðið. En nú skulum við athuga hvað við getum gert við tómata. Tómatar sem forréttur. Tómatar eru ákaflega ljúf- fengur forréttur með ýmsum fyllingum. Lok er þá skorið ofan af meðalstórum, fallegum tómötum og innmaturinn tekinn úr með teskeið. Lokið sker ég smátt og blanda saman við þá fyllingu, sem notuð er í það skiptið. Kjarnann, og það sem honum fylgir, set ég í glas með loki og geymi í kæliskápnum þar til ég matreiði næst einhvern pottrétt, samansoðinn rétt í ofni, kjötsósu á spaghetti o.s.frv. þarinig fer það ekki til spillis. Auðvitað má líka nota stóra tómata, skipta þeim í tvennt og hafa hálfan í skammt. Fyllingar. Búin er til góð majonessósa krvdduð að smekk. Einnig má blanda majones og sýrðan rjóma eftir smekk. Möguleikarnir eru nú margir: Rækjur og smátt skorin harð- soðin egg, soðin köld lúða, humar, soðinn kaldur lax eða silungur, venjulegt eggjasalat (majones og harðsoðinn egg) með litlum ögnum áf gaffalbit- um og sardínumauk, (stappaðar sardínur og örsmáir hveiti- brauðsmolar, kryddað að smekk), svo eitthvað sé nefnt. Heitir tómatar með kjötréttum. Tómatar eru hið mesta lost- æti heitir, bakaðir, grillaðir eða steiktir með kjötréttum af ýmsu tagi. (Bakaðir í ca. 10 mín., grilláðir í nokkrar mín. Smurðir með olíu og salti stráð á.) Einnig er hægt að setja heita fyllingu í tómatana, sem er þá betra að vera búinn að hita í gegn áður. Má nefna maiskorn, soðin hrís- grjón með smáræmum af græn- um pipar í, þykkan jafning úr aspas-legi með smábitum af grænum aspas í, smáttskorna sveppi í jafningi, t.d. rjómasósu, o.s.frv., o.s.frv. Tómata-ídýfa 1 meðalstór tómatur, smátt skorinn. ‘4 bolli sítrónusafi, 'k tsk. salt, Vt tsk. pipar, 1 matsk. sykur, '4 tsk. Worchestersósa, V* bolli smátt skorin púrra, 2 bollar sýrður rjómi. Tómatarnir bleyttir í sítrónu- safanum, salti og pipar stráð yfir og látið standa í eina klst. Síðan er öllu hinu blandað saman við. ídýfa með kexi eða öðru. ítalskt tómatasalat 4 stórir tómatar skornir í sneiðar, sem settar eru í skál, salti og pipar stráð yfir. Blandað saman 6 matsk. ólífuolíu, 2 matsk. salatedik (vín- eða kryddedik), 1 tsk. salt, dálítill pipar og Vfe-% bollar túnfiskur í bitum. Dreift yfir tómatana. Tómatar með kryddjurtum Vel þroskaðir tómatar skornir í þunnar sneiðar, sem lagðar eru í lög í skál. Yfir hvert lag er stráð: saxaðri steinselju, smátt söxuðum graslauk, ore- gano-kryddi, salti og nýmöluð- um, svörtum pipar. Legi úr ediki og ólífuolíu hellt yfir. Látið standa í 2 klst., en þá er leginum hellt af og salatblöð borin með. Tómatar a la vinaigrette Tómatarnir skornir í þunnar sneiðar, látnir í skál, smátt söxuð steinselja sett yfir, ásamt tarragon-kryddi. Venjulegum edik-ólífulegi með möluðum, svörtum pipar í hellt yfir, álpappír settur yfir og kælt áður en neytt er. Tómata- ostaréttur 500 gr. tómatar, 1 tsk. saxaður laukur, 1 matsk. smjörlíki, 1% tsk. salt, ‘4 tsk. pipar, 3 franskbrauðsneiðar muldar smátt, 2 egg, þeytt, 'k bolli rifinn ostur. Allt, nema egg og ostur, sett í pott og hitað saman, kælt. Þeyttum eggjunum bætt út í og þetta sett í eldfast, smurt mót. Ostinum stráð yfir. Mótið er síðan sett í skúffu með vatni í og bakað í ofni í ca. 40 mín. Tómata- ostabakstur 2 matsk. smjörlíki, 2 matsk. hveiti, 1 bolli mjólk, salt, pipar, 4 tómatar, 'k bolli rifinn, sterkur ostur. Bakaður upp jafningur úr smjörlíki, hveiti og mjólk, kryddað að smekk. Lag af jafningnum sett í botninn á eldföstu móti, heilir tómatarnir settir ofan á, salti og pipar stráð yfir. Það, sem eftir er af jafningnum, er sett yfir tómat- ana og bakað í meðalheitum ofni í ca. 25 mín. Ostinum stráð yfir. Tómatar með karrýsósu 2 matsk. smjörlíki, 1 lítiil laukur, saxaður, 'k bolli grænn pipar, smátt saxaður, 'h bolli sellerí, 4 stórir tómatar, 2 matsk. hveiti, 4 ristaðar brauð- sneiðar, 1 tsk. karrý, 'k tsk. salt, 1 bolli mjólk. Smjörlíkið sett í pott, laukur, pipar og sellerí sett út í og látið krauma í 2—3 mín. Helmingi hveitisins stráð á tómatana og þeir látnir út í pottinn, örlitlu vatni bætt út í og látið sjóða varlega í 10 mín. Einn tómatur settur á hverja ristaða brauð- sneið og haldið heitu. Hveiti, karrý og mjólk bætt út í pottinn, suðan látin koma upp, hrært í á meðan. Sósunni er síðan hellt yfir tómatana á brauðinu. — Daglega bætast þúsund- ir í raðir atvinnulausra Framhald af bls. 25 ara, sölumenn, bankastarfsmenn og aðstoðarfólk á rannsóknarstof- um. Það kom í ljós, er samanburður var gerður á tölunum, að hvað snerti þrjár fyrstu starfsgreinarn- ar, þá voru konurnar tiltölulega vel settar og fengu næstum þvi sömu laun og karlmenn, sem unnu með þeim. Einkum var þó áber- andi að konur í þróunarlöndunum voru betur settar en konur í iðnvæddu löndunum. Hvað þrjár seinni starfsgreinarnar snerti þá var þessu öfugt farið. Atvinnuleysi á nýjum sviðum Fram til þessa, þegar talað hefur verið um atvinnuleysi, þá verður mönnum yfirleitt hugsað fyrst til verkamanna og verka- kvenna, — fólks sem starfar í verksmiðjum, eða á stórum vinnu- stöðum öðrum. Ný þróun hefur hinsvegar skotið upp kollinum á undanförnum árum, en það er atvinnuleysi meðal listamanna, einkum túlkandi listamanna, leik- ara og söngvara. Þar á tækniri nokkra sök á. Sjónvarp, hljómplötur, óheimil upptaka á segulbönd, allt ógnar þetta tilveru listamannsins, nema kannski því aðeins að hann sé heimfræg stjarna. Margir einstaklingar hugsa sig sjálfsagt ekki um áður en þeir kópíera plötu yfir á kassettu. Flestir gera þetta eingöngu fyrir sjálfan sig, og látum það vera, en þeir eru ótrúlega margir, sem gera þetta í hagnaðarskyni til að græða á því. Þannig hljóðritanir eru síðan settar á markað og seldar langt undir því verði, sem upphaf- lega hljómplatan kostar. Fyrirtækið, sem framleiðir plöt- una tapar, er salan minnkar, höfundar texta og lags og lista- mennirnir fá ekki það sem þeim með réttu ber. Ríkið tapar líka sköttum af plötusölunni. Það eru sannarlega engar smá- upph^eðir, sem lagaþjófarnir hafa uppúr þessum óleyfilegu hljóð- ritunum. Talið er að sala á kassettum með tónlist, sem hljóð- rituð var í óleyfi, hafi í fyrra numið í kringum eitt hundrað milljörðum íslenzkra króna. Sér- fræðingar ILO, sem kannað hafa þessi mál halda því fram að þessar tölur eigi eftir að fara stórlega hækkandi nú á allra næstu árum. Sjónvarpsendurvarpshnöttum fjölgar nú árlega, og sú tækni er þegar að verða almenningseign, að geta tekið upp efni á myndsegul- bönd til notkunar í heimahúsum. Því er eins víst, að lögbrotin eigi einnig eftir að breiðast út til sjónvarpsefnis og kvikmynda og nái ekki aðeins til tónlistarinnar eins og verið hefur til þessa. Tæknin hefur sem sagt valdið gjörbyltingu, ekki aðeins gagnvart listamönnum, heldur og gagnvart okkur öllum hinum eigi að síður. Til skamms tíma var það svo, að á velflestum veitingastöðum og danshúsum voru hljómsveitir, ýmist stórar eða smáar. Þetta er sem óðast að hverfa, — plötusnúð- ar og sjálfvirkir spilarar hafa í ríkum mæli tekið við af hljóðfæra- leikurunum. Nú eru það segul- böndin og stereógræjurnar, sem sjá um tónlistina við hátíðleg tækifæri í síauknum mæli. Framleiðsla á tónlist í veröld- inni á hljómplötum og kassettum hefur tvöfaldast undanfarin tíu ár. Á hverju ári koma á markaðinn milljónir klukkutíma af ýmiskon- ar tónlist, ýmist á segulböndum eða plötum. Fyrr á tímum var tónlistin bundin stað og lista- manni og var aðeins til meðan hún var flutt. Nú er þetta gjörbreytt. Við getum tekið dæmi af fjöl- listamanni, sem varið hefur mörg- um árum til að fullkomna ákveðið atriði. Þetta gat hann síðan sýnt aftur og aftur, því hann gat hvarvetna fundið sér nýja áhorf- endur. Nú geta allir séð árangur- inn af áralangri æfingu og þjálfun hans á fáeinum mínútum í sjón- varpsþætti, og barnabörnin hans geta séð hann leika listir sínar hvenær sem þau vilja, jafnvel eftir áratugi, ef til er á heimilinu venjulegt, lítið myndsegulband. Ef Ödipus, leikrit Sófóklesar væri í dag sýnt í sjónvarpi og möguleikar gervihnattanna nýttir til hins ítrasta þannig að sem flestir mættu sjá leikritið, þá mundu í einni svipan fleiri kynn- ast verkinu, en það hafa séð frá því að Sófókles skrifaði leikritið fyrir 25 öldum síðan. Þar að auki mætti svo auðvitað taka þetta upp á myndsegulband þannig að enn fleiri gætu séð það seinna ... Kvikmyndaiðnaðinum stendur í rauninni mjög vaxandi ógn af sjónvarpinu alveg eins og sum- staðar er talið að leikhúsum standi nú vaxandi ógn af kvikmynda- iðnaðinum. Frá því var til dæmis skýrt nýlega í Frakklandi að á einu ári hefðu fjögur þúsund milljónir manna séð kvikmyndir í sjónvarpi heima í stofunni hjá sér, en aðeins 175 milljónir höfðu lagt það ómak á sig að fara í bíó. Annað dæmi um vandamál kvikmyndaframleiðslunnar í dag er sú staðreynd að stóru sjón- varpsfyrirtækin greiða yfirleitt að meðaltali fyrir 90 mínútna kvik- mynd, þá er átt við sýningarrétt- inn, það sama og þau krefja auglýsendur um fyrir eipnar mínútu langa auglýsingu. Fyrir ákveðna einstaka listamenn kann þetta auðvitað að þýða að um skeið geta þeir vaðið í peningum. Meðan vinsældirnar eru hvað mestar. En fyrir flesta listamenn verður þetta hreinlega spurning um hvar þeir geti fengið eitthvað að gera. Svonefndur Rómarsáttmáli, sem gerður var 1961 fjallar um réttindi listamanna gagnvart plötufyrir- tækjum og útvarps- og sjónvarps- stöðvum. Aðeins tuttugu lönd hafa nú fullgilt þennan sáttmála. Þar er hinsvegar ekkert um það að finna hvernig skuli ráða bót á vaxandi atvinnuleysi meðal Iistamanna, og þar er heldur ekkert að finna um óleyfilegar hljóðritanir, og hvernig bregðast skuli við þeim vanda, sem um var talað hér að framan, að ekki sé minnst á upptökur á myndsegulbönd. Á vegum Alþjóða vinnumála- stofnunarinnar var nýlega haldinn fundur um þessi mál í Genf, þar sem lagt var til að gerður verði sérstakur viðauki við Rómarsátt- málann til að ráðast gegn þessum nýja vanda. Á næstunni munu því ýmsir sérfræðingahópar hefja undirbún- ing þess að semja slíkan sáttmála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.