Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JULI 1978 einkum í málmiönaði. Stjórnir fyrirtækja á svæöinu hafa skýrt frá því, að hvað eftir annað hafi árangurslaust verið reynt að ráða ítali í þessi störf. Samt er ein milljón manna skráð atvinnulaus á Italíu og rúmlega tvær milljónir Itala eru við störf í ýmsum öðrum löndum. Talið er, að á árunum 1973 og 1974 hafi um 1300 þúsund erlendir verkamenn snúið heim til sín frá iðnvæddu löndunum í Vestur Evrópu. Þetta hefur samt sáralítil áhrif haft á fjölda erlendra verkamanna í Vestur Evrópu, en Á hverjum einasta degi bíða að minnsta kosti 300 bana og ótaidar þúsundir slasast vegna þess að öryggisráðstaf- anir á vinnustöðum eru ekki eins og þær eiga að vera, segir ífréttum frá ILO, alþjóða vinnumáiastofnuninni. Á hverjum einasta degi bætast þúsundir ungs fólks um víða veröld íraðir hinna atvinnuiausu. Um þessar mundir eru um 300 milljónir manna atvinnulausir eða svo gott sem íþróunarlöndunum einum. ÍAsíu einni þyrfti fimmtíu þúsund ný störfá dag, aðeins til að halda íhorfinu miðað við fólksfjölgunina, eins og hún er núna. Á hverjum einasta degi eru þúsundir manna beittar rangindum, já og meira að segja reknir úr vinnu, vegna kyns, litarháttar, trúarbrágða, aldurs, eða aðildarað stjórnmálafélögum, eða verkalýðsfélögum. Á hverjum einasta degi leitast Vinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna við að bæta úr þvímisrétti, sem ailtof víða í veröldinni viðgengst íþessum efnum. Stöðug viðleitni íþá átt að stuðla að friði og auka félagslegt réttlæti varð til þess að stofnuninni voru veitt Friðarverðlaun Nóbels árið 1969. Það gerði þessi störf stofnunar- innar erfiðari en áður, að í nóvember 1977 hættu Bandaríkin að taka þátt í störfum ILO, og olli það meðal annars því að verulega varð að skera niður fjárhagsáætl- un stofnunarinnar fyrir 1978 og 1979. Fram til þessa hafa Banda- ríkjamenn lagt fram um fjórðung af rekstrarkostnaði stofnunarinn- ar. Stjórn stofnunarinnar gerði tillögur um niðurskurð er nam tæplega 22 prósentum og fól framkvæmdastjóranum, Francis Blanchard að gera tillögur um á hvaða sviðum skyldi einkum dreg- ið úr starfseminni. Samtals nemur niðurskurðurinn 36.6 milljónum dollara eða um tíu milljörðum íslenzkra króna. Starfsmönnum ILO var fækkað um tvö hundruð manns, og laun ýmissa starfsmanna voru lækkuf um allt að tíu prósent. Erlent verkafólk í Evrópu Það var upp úr 1960 að verkafólk fór að streyma frá ýmsum hinna fátækari Evrópulanda til auðugu iðnaðalandanna í Vestur-Evrópu. Flestir sérfræðingar voru þá þeirrar skoðunar, að fólkið mundi hverfa til heimkynna sinna að nýju eftir nokkur ár. Nú fimmtán til tuttugu árum síðar er ljóst, að þorri þessa fólks ætlar sér að vera um kyrrt og þrátt fyrir atvinnu- leysi allvíða, hefur meginhluti þess enn atvinnu. Mjög %’erulega hefur dregið úr streymi verkafólks til iðnvæddu landanna, en engu að síður er það svo samkvæmt upplýsingum frá tölfræðideild ILO, að í níu aðildar- rikjum Efnahagsbandalagsins eru um sex milljónir erlendra verka- manna. í sömu andrá má geta þess að tala atvinnulausra í þessum níu löndum nálgast það nú einmitt að vera svipuð, eða um sex milljónir. I júli síðastliðnum voru aðeins um 300 þúsund þessara erlendu verka- manna skráðir atvinnulausir. Hver er skýringin? Megin skýringin er sú, að flestir erlendu verkamennirnir vinna erfiðustu, óþrifalegustu og verst launuðu störfin. Störf, sem fólkið í þessum löndum vill ekki vinna sjálft. Átta af hverjum tíu byggingar- verkamönnum í Frakklandi eru þannig útlendingar, annaðhvort Norður Afríkumenn, Portúgalar eða Spánverjar. í Belgíu er næstum helmingur- inn af öllum námuverkamönnum í landinu útlendingar. í fyrra vant- aði starfsfólk til að vinna við rekstur sporvagnanna í Brússel. Fólk var ekki að fá, enda þótt atvinnuleysið í landinu væri tæp- Iega 7 prósent. Þrátt fyrir erfiðleika í Vestur Þýskalandi hefur engum af þeim erlendu verkamönnum, sem vinna við gatnahreinsun eða þvíumlíkt verið sagt upp störfum. í Sviss er það þannig, að svo gott sem allt þjónustufólk á ferða- mannahótelum er y mist frá Spáni eða Ítalíu. í Regio Emilia á Norður Ítalíu eru um 200 Egyptar, sem starfa um eins og stundum mætti halda af lestri skýrslna og blaðagreina. Tölfræðirannsóknir gefa til kynna svo ekki verður um villst, að einnig í auðugu iðnvæddu löndunum býr mikill fjöldi fólks við sára fátækt. Breskur vísindamaður að nafni Wilfred Beckerman hélt því nýlega fram í bresku fréttabréfi um málefni ILO, að yfirvöldin í iðnvæddu löndunum líti meira og minna framhjá fátæktinni heima hjá sér, geri lítið eða nánast ekki neitt til að leysa þann vanda, sem þar er við að etja. Fjölmargar kannanir, sem gerð- ar hafa verið benda til þess, að sögn Beckermans, að í iðnvæddu löndunum sé ástandið þannig að víða séu það fimm til fimmtán prósent íbúanna, sem búi við lífskjör, sem séu undir svonefnd- um fátæktarmörkum. í Bandaríkjunum er talið, að tólf prósent íbúanna, eða um 25 milljónir manna búi við fátækt. í Kanada 15 prósent, eða um 3 milljónir. Og ástandið í ýmsum Evrópulöndum eins og til dæmis Frakklandi og Belgíu er talið vera hliðstætt. Norðurlöndin eru hér ekki undanskilin, því Beckerman telur að í Noregi og Svíþjóð séu það þrjú til fimm prósent íbúanna, sem búi við lífskjör undir fátækt- armörkunum. Þessar tölur eru byggðar á rannsóknum, sem gerðar voru um og upp úr 1970. Vel kann að vera að vaxandi atvinnuleysi hafi gert það að verkum, að ástandið sé sé þar allt talið með, það er að segja allir fjölskyldumeðlimir, þá mun talan vera hátt í þrettán milljónir, eða fleiri en nemur samanlagðri íbúatölu Sviss og Svíþjóðar. Talið er að árið 1985 muni erlenda verkafólkinu hafa fjölgað um nokkrar milljónir, að minnsta kosti. Ekki er þó talið að þeim, sem vinnu stunda, muni fjölga veru- lega, heldur verði þessi fjölgun þannig til komin að fjölskyldur, konur og börn erlendra verka- manna flytji til þeirra í ríkari mæli-en verið hefur undanfarin ár. Einnig er talið að tíðni fæðinga hjá þessum hópi sé stórum hærri, en hjá fólki yfirleitt, sem þessi lönd byggir. Um þessar mundir telja sérfræðingar, að 250 þúsund börn á ári fæðist í fjölskyldum aðfluttra verkamanna í Vestur Evrópu. Ekki fer hjá því að ýmis vandamál, sem þessu eru samfara, hafi orðið til þess að ríkisstjórnir velta nú fyrir sér hvernig skuli leysa vandann. Meðal þess, sem hefur komið til greina, er að setja verulegar hömlur á innflutning verkafólks, afturkalla vinnuleyfi og að vísa erlendu verkafólki úr landi. Flest af þessu hefur verið reynt. Meira að segja á Norðurlöndunum. Sér- fræðingar ILO hafa varað við því að beita slíkum ráðum í allt of ríkum mæli. Sumstaðar hefur verið farið inn á þá braut að verðlauna sérstak- lega þá erlendu verkamenn, sem af eigin vilja fara til síns heimalands. Þetta þykir heldur ekki hafa gefið allt of góða raun. Meginsjónarmið sérfræðing- anna eru, að það geti haft býsna alvarlegar afleiðingar, ef þeim erlendu verkamönnum, sem yinnu hafa sé vísað úr landi. íbúar þessara landa vilja greinilega margir fremur vera atvinnuláusir, en að taka að sér að vinna þau störf, sem erlendu verkamennirnir hafa haft með höndum. Því geti það beinlínis dregið úr framleiðslu og framleiðni sé þeim vísað burt, og það geti haft í för með sér að stöðum fækkar. Að minnsta kosti, ef þetta er gert á mjög skömmum tíma. Það sém verra er, segja sérfræð- ingarnir, er að ef þessi leið væri farin, þá gætu erfiðleikarnir breiðst út og valdið auknu at- vinnuleysi í öðrum greinum, þar sem ekki vinna endilega erlendir verkamenn. Sérfræðingar Alþjóða vinnu- málastofnunarinnar eru þeirrar skoðunar að í þessum efnum verði að líta til lengri tíma. Helst beri að bera sig þannig að, að það verði þá ekki eins hagkvæmt og verið hefur fyrir útlendinga að sækjast eftir vinnu, eða þá að marka stefnu, sem hafa muni í för með sér atvinnuaukningu í heimalönd- um aðfluttu verkamannanna. En eigi hið síðarnefnda að heppnast þá þarf ekki aðeins til að koma aukin og hagkvæmari alþjóðleg verkaskipting en nú er við lýði, heldur verður líka að búa þannig um hnútana, að þau störf, sem nú eru unnin af erlendum verka- mön'num verði meira aðlaðandi fyrir þegna þess lands, sem um er að ræða, og frá því sem er í dag, þarf þar að verða veruleg breyting á. Fátæktin er vor fylgikona Á seinni árum hefur mönnum orðið það æ Ijósara að fátækt er ekki einvörðungu í þróunarlöndun- ennþá lakara núna. Þegar talað er um fátækt í iðnvæddu, ríku löndunum, þá verður að hafa það í huga, að hugtakið lífskjör er mjög afstætt. í þessu sambandi er það auðvitað þannig, að í þessum löndum er það býsna sjaldgæft að fólk verði beinlínir hungurmorða vegna fátæktar. Hinsvegar mætti ef til vill lýsa þessu sem svo, að þetta fólk hafi naumlega til hnífs og skeiðar og enga möguleika á að bæta lífskjör sín svo neinu nemi. Aðrir íbúar búa við allt önnur kjör, sem þetta fólk getur ekki látið sig dreyma um að ná. Ekki er þessi vandi til kominn eingöngu vegna þess að samfélagið loki augunum fyrir því að um fátækt geti verið að ræða mitt í allsnægtunum. Nú kynni einhver að segja sem svo, að í þessum tilvikum ætti að vera nóg að breyta tekjuskiptingunni með til- stilli hins opinbera þannig að styrkir og aðstoð við hina fátæku — segir í fréttum frá Sameinuðu þjóðunum Daglega bætast þús- undir ungra manna í raðir atvinnulausra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.