Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1978 11 Þyrnirósu og vandamönnum henn- ar. „Ef allt stæði kyrrt, fyndist mér ég kominn í þennan ævintýra- heim eins og maður átti sér í bernsku. Var það ekki fyrir atbeina þessara Grims-bræðra, sem báru nafn með rentu, eins grimmar og sögurnar þeirra voru? Ef allt væri hér frosið fast, færi ég sennilega að reyna eins og prinsinn í ævintýrinu að leita mér að prinsessunni." Hamm kímdi. „Þetta er orðið alveg stórhættu- legt ástand hér í Austurstrætinu, það er svo mikið af fallegum stúlkum um allt. —Annars finnst mér ég eiginlega hafa fengið útrás fyrir það í gamla daga, ef einhver þáttur hefur'verið í mér sem beið eftir því að allt næmi staðar. fyllsta, sem gefið var þann daginn: „Ætli ég myndi ekki bara stoppa líka.“ Það var ekki eins ábyrgðarfullt svarið sem Hilmar Oddsson gaf. „Ég myndi auðvitað nota tímann til að ná forskoti á aðra, verða beztur á einhverju sviði." sagði hann og leit til himins. Þegar við fórum að velta fyrir okkur mögu- leikanum á því að umhverfið yrði orðið grámyglað áður en honum hefði tekizt að þjálfa sig til slíkra afreka, varð hann hugsi en sagði svo: „Það myndi ekki mygla ef ég tæki að mér að verða beztur í að jóðla." Þögn. „Nei, ég er að vísu ekki mjög klár í að jóðla." sagði hann svo. HILMAR ODDSSON teiknar. Þegar maður var barn, lék maður sér í þessum svokölluðu mynda- styttuleikjum, og þegar hinir krakkarnir urðu að vera grafkyrr- ir í alls konar ómögulegum stöð- um, gat ég sjálfur valsað um að vild“ Myndi bara stoppa líka Engu var líkara en vegfarendur hefðu nýskeð sameinazt í einum heljarins myndastyttuleik og feng- ið útrás fyrir allar kyrrsetningar- hvatir í sálinni, því að þeir höfðu nær allir neglt aftur hugmynda- flugið hvað þessu viðvék, vildu fáu svara og héldu för sinni áfram út og suður. Þó játaði hún Delia Howser, sem við mættum með tóman gítarkassa, að hún gæti vel hugsað sér að halda píanótónleika á Tjarnarhólmanum. Og niður við Tjörn rákumst við á Jenný og Oddnýju. Sú fyrrnefnda komst að þeirri niðurstöðu, að vel mætti nýta tímann sem gæfist við þessa allsherjarstöðvun til þess að hreinsa Tjörnina. En svar Oddný- ar var sennilega hið ábyrgðar- „Það væri því betra að velja eitthvað sem tæki styttri tírna." Hann ákvað loks að það væri happadrýgst fyrir alla aðila að hann tæki að sér að verða beztur í að þvo upp í sínum eigin vaski, svo að hann ætti möguleika. Við báðum hann þá að teikna inn á ljósmynd það sem hann vildi breyta í miðbænum ef honum gæfist slíkt draumatóm til þess. An nokkurra skýringa breytti hann turninum umdeilda í Hall- grímskirkju, rauf gat á Útvegs- bankann og setti Jón Sigurðsson við Hlið Tómasar. Svo var hann á brott. Reyndar lét Megas það eitt sinn henda í smásögu, að Hallgríms- kirkja tók sig til og skreið með „hreifunum" eins og selur niður Skólavörðustíginn. Og kannski væri Lækjartorgið að mörgu leyti hentugri staður fyrir hana en Skólavörðuholt. En allar slikar framkvæmdir verða að bíða þess tíma, þegar mannlífið í miðbænum stöðvast einn góðan veðurdag. skæruliða kemur á óvart og hverjar afleiðingarnar verða. Leikritið er fyrst og fremst skopmynd af breskum hermönnum í framandi landi. Peter Nichols kynntist lífinu í Malasíu af eigin raun þegar hann fór þangað til að skemmta her- mönnunum bresku. Leikrit hans ristir ekki djúpt en er dálagleg skemmtun. Leikstjóri er Michael Blakemore. Meðal leikara sem athygli vekja eru Nigel Haw- thorne, Denis Quilley og Emma Williams. í The Times 3. júlí skrifar Sheridan Morley um leikritahöf- undinn Cristopher Fry sem nú er sjötugur að aldri. Morley segir að fyrir þrjátíu árum hafi verið litið á Fry sem helsta leikritaskáld Breta. í dag séu skoðanir skiptar um hver sé í fararbroddi, en líkleg nöfn séu Pinter, Stoppard og Ayckbourn. Það er ljóst að Bretar eiga marga góða leikritahöfunda. Sumir þeirra hafa verið kynntir í íslenskum leikhúsum, en í raun- inni of fáir. Bresk leiklist er líka þróttmikil og fáar eða engar borgir bjóða upp á jafn mikla fjölbreytni í leiklist og London. Meðal kvikmynda, sem eru sýndar í London, er Julia, gerð af Fred Zinnemann, aðalleikarar Jane Fonda og Vanessa Redgrave. Myndin byggir á sögu eftir Lillian Hellman, en leikrit hennar Refirn- ir var leikið hjá Iðnó í vetur. Þessi kvikmynd er um margt lofsverð. í henni er lýst sérkennilegu vináttu- sambandi tveggja kvenna. Aðdrag- andi síðari heimsstyrjaldar sundr- ar þeim og sameinar um leið. Julia verður fórnarlamb nasismans, Lillian hlýtur frama fyrir leikrit sín. Evrópu millistríðsáranna er eftirminnilega lýst og mörg atriði myndarinnar eru átakanleg dæmi 1 um grimmd og niðurlægingu fólks. Yfir myndinni í heild er þó rómantísk birta. Það er að vísu búið að gera margar kvikmyndir um líkt efni, en Julia tekst óvenjuvel að spegla hræringar mannshugans á örlagaríkum tím- um. Ýmis smáatvik daglegs lífs öðlast merkingu í myndinni. Það má ef til vill segja að Jane Fonda sé höfð einuip of ósjálfbjarga þegar þess er gætt að hún á að túlka heimsvanan rithöfund. Hlut- ur hennar er engu að síður góður og Vaneksa Redgrave skapar sterka persónu í hlutverki Júlíu. Þess má að lokum geta að Veldi tilfinninganna eftir Japanann Oshima er nú sýnd í London þrátt fyrir nokkuð strangt kvikmynda- eftirlit þar í borg. Karvel Pálmason fyrrverandi þingmaður Vestfirðinga að koma úr róðri fyrir helgina. Karvei mun stunda sjómennskuna í sumar. Sumir versla dýrt — aórir versla hjá okkur Okkar verð eru ekki tilboð |j| heldur árangur af r j ■ hagstæóum innkaupum^j Sérverð Hangikjöt: pr'kg' Úrbeinaðir frampartar kr. 1.980.- Heilir frampartar kr. 1.084.- Saltkjöt kr. 1.090.- Nýir frampartar: Heilir eða niðursagaðir kr. 925.- Úrbeinaðir frampartar kr. 1.750.- STARMYRI 2 AUSTURSTRÆTI 17 m 'q)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.