Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1978 Hinn stórgóði kastari Mac Wilkins vindur upp á sig með kringlu í hönd. Setur hann heimsmet í Laugardal? FREMSTIKASTARIHEIMS Á REYKJAVÍKURLEIKUM KRINGLUKASTKEPPNI Reykjavikurleikanna verður vafalaust sú grcinin, ásamt kúluvarpi. sem hvað mesta athygli hlýtur að vekja. Iielsta ástæðan er sú, að meðal keppenda er Bandaríkjamaðurinn Mac Wilkins, sem bæði er heimsmethafi og olympíumeistari í þessari klassísku og fornu íþróttagrein. Heimsmet Wilkins er 70,86 metrar og á þessu ári er hann með langbesta afrekið á heimsskránni, 70,48 metra. Næstur er Austur Pjóðverjinn Wolfgang Schmidt með sitt nýsetta Evrópumet, 68.92 metra. Wilkins hefur látið í ljós tilhliikkun að fá að keppa í Reykjavík, en hann eins og aðrir kringlukastarar, hefur heyrt að það geti blásið þægilega hér, en það telja kringlukastarar hagstætt. bað er því alls ekki ólíklegt. að heimsmet verði sett í Laugardalnum annað hvort 9. cða 10. ágúst. bað yrði þá í fyrsta skipti sem slíkt ætti sér stað hérlendis. Mac Wilkins er ákaflega fjölhæfur kastari, sennilega sá fjölhæfasti í heimi. Auk árangursins í kringlukasti hefur hann varpað kúlunni 20,84 metra, í sleggjukasti á hann best 61,36 metra og í spjótkasti 78,44 metra. Aldeilis frábær og ótrúleg sería. Vafalaust munu íþróttaáhugamenn fiölmenna á völlinn þegar Wilkins kemur hingað á ................. Os Reykjavikurleikana. Keppni hans við þá skemmtileg. )skar Jakobsson og Erlend Valdimarsson gæti orðið mjög Starfsemi eflist AÐALFUNDUR íþrótta- félags fatlaðra í Reykjavík var haldinn nýlega. Þann 30. maí s.l. varð félagið fjögurra ára. Félagar eru nú um 160 og eru um 50% þeirra virkir félagar. Félagið hefur notið stuðn- ings margra góðra manna, einstaklinga, félagasam- taka og klúbba sem hefur verið félaginu mikil hvatn- ing til meiri dáða og öflugra starfs. Sendir hafa verið keppendur á mót erlendis svo sem til Þránd- heims í Noregi (Norðurlanda- meistaramót í sundi) til Roskilde í Danmörku (Norðurlandameist- aramót í borðtennis) og á Stoke Mandeville leikana í Englandi (alheimsleikar). Arangur Islend- inganna var góður og var komið heim með nokkur silfur- og bronz verðlaun. Haldið var fyrsta ís- landsmeistaramót í lyftingum, og fór það fram í sjónvarpssal, auk þess sem borðtennis var kynntur við sama tækifæri. I maí s.l. var svo haldið í Reykjavík Norður- landameistaramót í lyftingum og opið mót í boccia. Æfingar hafa verið í Hátúni 12 (lyftingar, borðtennis, curling og boccia), sund í skólalaug Arbæjar og bogfimi í anddyri Laugardals- hallarinnar. Þjálfarar félagsins eru Kristjana Jónsdóttir, sund, Sveinn Áki Lúðvíksson, borðtennis og Júlíus Arnarson, aðrar greinar. Eftirfarandi innanfélagsmót hafa verið haldin: Curling: keppt var í A og B fl. Nr. 1 í A fl. varð Sævar Guðjónsson og nr. 1 í B fl. varð Kristín Halldórsdóttir. í sveita- keppni varð nr. 1 sveit Sævars Guðjónssonar og með honum voru Ingibjörg Ólafsdóttir og Þórhalla Guðmundsdóttir. Lyftingar: keppt var í tveimur fl. og miðað við 67.5 kg. í léttari fl. varð nr. 1 Arnór Pétursson, lyfti 87.5 kg. íslm. í þyngri fl. varð nr. 1 Sigmar Ó. Maríasson, lyfti 107.5 kg. íslm. Borðtennis: í kvennafl. varð nr. 1 Guðný Guðnadóttir. í karlafl. varð nr. 1 Sævar Guðjónsson. Sund: nr. 1 með forgjöf varð Birna Kr. Hallgrímsd. og nr. 1 án forgjafar varð Óskar Konráðsson. Afreksbikarinn hlaut að þessu sinni Arnór Pétursson. Allir, sem hafa áhuga á íþróttum fatlaðra, geta gerzt félagar. Stjórn félagsins skipa: formaður Arnór Pétursson, s. 71367, varaform. Jón Eiríksson, s. 35097, ritari Elsa Stefánsdóttir, s. 66570, gjaldkeri Vigfús Gunnarsson, s. 21529, meðstjórn- andi Halldór S. Rafnar, s. 84824. (Frétt frá ÍF.) BORG OG FÉLAGAR DEYJA EKKI ÚR HOR ÞEIR deyja ekki úr hor tennis- leikararnir, sem hæstar hafa tekjurnar, listi yfir þá se\ efstu á þessu ári lítur þannig út. krónur Björn Borg (Svíþjóð) 139.753.380 Vitas Gerulatis (USA) 106.541.760 Jimmy Connors (USA) 61.962.420 Brian Gottfried (USA) 46.569.640 Raul (Mexiko) Ilie (Rúmeníu) Ramierez 43.489.680 Nastase 41.125.500 Hjá stúlkunum eru upphæðirn- ar ekki eins svimandi, en þær þurfa þó varla að kvarta þrátt fyrir það. Martina Navratilova frá Tékkóslóvakíu er þeirra tekjuhæst með 74.335.300 krónur það sem af er þessu ári og i öðru saeti er Evonne Goolagong frá Ástralíu með krónur 32.501.040. Bætist f budduna hjá Rono HINN ótrúlegi Henry Rono frá Kenýa, maðurinn sem sett hefur 4 heimsmet það sem af er þessu ári, hleypur ekki á sokkaleistunum. Vestur-þýzka fyrirtækið ADIDAS var fljótlega komið á vettvang og bauð kappanum sem nemur 5.040.000 krónur fyrir að hlaupa í skóm frá ADIDAS allt fram að OL í Moskvu að tveimur árum liðnum. illot (iiinMnþíþ (0M3 Rono ætti því að hafa ráð á góðum skóm þegar samningurinn er á enda runninn. • Verðlaunahafarnir, standandi frá vinstri. Sigmar ó. Marísson, Guðni Þór Arnórsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Þórhalla Guðmundsdóttir, Birna Hallgrímsdóttir og óskar Konráðsson. Sitjandi fr. vinstrii Sævar Guðjónsson, Arnór Pétursson og Guðný Guðnadóttir. Ooe&oe: fccfe KEfR.e uhiuet & U O-VMJCr HVoioCr, RAv< U-c tK (-p-Ate: Oiio HeiSMOM fó X-rT7ALj-BvAlieSLjTOf JOM LlCfcgoli tecSE.eoBOAfc P'cSxt œS-reLSueiii-r SÉ. FOfc- OS.-TVJ JS-C> eFTÍE U6ÍC cfi&u Poe-i-OcsAi______eu Tacuo EOSEBÍO OéJucsnO). Tfc>K.TÚ6TAU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.