Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 4
4 MQRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1978 Útvarp kl. 21.20: Rætt við mynd- listarmanninn Peter Schmidt Þátturinn „Afangar* er á dagskrá útvarpsins klukk- an 21.20 í kvöld. Umsjónar- menn þáttarins eru þeir Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. Að sögn Guðna Rúnars verður þátturinn í kvöld í beinu framhaldi af síðasta þætti. Þá var spjallað við þýskan listamann, sem fluttist til Bretlands 7 ára gamail og má þvi segja að sé þýsk-breskur. Peter Schmidt heitir listamaðurinn og hef- ur hann verið með sýningu á vatnslitamyndum í gallerí Suðurgötu 7. „Við ræddum við hann í síðasta þætti um listræn tengsl myndlistar hans við tónlist Brian Enos. í þættin- um í kvöld verður framhald af viðtalinu við Schmidt og ferill Brian Enos rakinn frá því hann stofnaði ásamt fleirum hljómsveitina Roxy Music," sagði Guðni Rúnar. „Eno var þó eingöngu með á tveimur fyrstu plötum hljómsveitarinnar og mun- um við í framhaldi af því rekja sólóferil hans alveg fram tii dagsins í dag,“ hélt Guðni Rúnar áfram. „í fyrstu sýndi Eno á sér tvær ólíkar hliðar, annars vegar var tónlistarlegt áframhald af Roxy Music, en hins vegar lék hann allt öðruvísi tón- list, einskonar tilraunatón- list, sem þó varð ekki mjög vinsæl. Þetta gerði það þó að verkum að hann fékk ekki á sig neina tónlistarlega ímynd og hafði hann þá að eigin sögn frjálsari hendur." í þættinum verða spilaðar plötur Enos og minnist á ýmsa þætti í tónlist hans, en inni á milli verður svo skotið viðtölum við Peter Schmidt. Kristbjörg Steindór Guðrún Leikrit vikunnar kl. 20.10: „Haustið getur líka átt sína fegurð” í útvarpi í kvöld klukkan 20.10 verður flutt leikritið „Haust“ eftir John Einar Aberg. Þórunn Magnúsdótt- ir þýddi verkið, en leikstjóri er Kristbjörg Kjeld. í hlut- verkum eru Steindór Hjör- leifsson og Guðrún Stephen- sen. Flutningur leiksins tek- ur tæpar 40 mínútur. Anna og Jóakim eru ná- grannar. Þau eru bæði farin að eldast, en Jóakim, sem er piparsveinn, er ekki dauður úr öílum æðum. Hann er hrifinn af dóttur Önnu, en veit þó að líkindum með sjálfum sér, að ekki getur orðið neitt úr því. Haust ævinnar nálgast, en haustið getur líka átt sína fegurð. EHf" hqI HEVRH Sænski höfundurinn John Einar Aberg er fæddur árið 1908 og starfaði framan af sem bankamaður. Fyrsta bók hans kom út árið 1942. Hann hefur samið sagnfræðilegar skáldsögur, ádeilusögur, sakamálasögur o.fl. Áberg skrifaði handrit að einni kvikmynd Svía á sjöunda áratugnum, „Ánglar finns dom, pappa?“. Skáldsagan „Innanríkisráðherrann," sem kom út árið 1968, hlaut mjög lofsamlega dóma. „Haust" er fyrsta útvarpsleikrit Ábergs, og var það flutt 1974. Afgreiðslu- tímar endur- skoðaðir BORGARRÁÐ hefur samþykkt að tilnefna Björgvin Guðmundsson, Öddu Báru Sigfúsdóttur og Markús Örn Antonsson í nefnd til að yfirfara reglugerð um af- greiðslutíma verzlana. Formaður nefndarinnar verður Björgvin Guðmundsson. Villtar kan- ínur í Ey jum ÍBÚAR Hamarsbyggðarinnar nýju í Vestmannaeyjum hafa fengið óvænta nágranna í hverfið. í vor hafa villtar kaninur lagt undir sig klettaborg um 100 metra frá nýju byggðinni og þar hafa þær grafið klettahól að innan. Það er mikið líf og fjör í kringum kanínurnar og íbúar byggðarinnar bregða oft á leik með þeim og gefa þeim æti. Kanínurnar skipta tugum en ekki er vitað til þess að kanínur hafi lifað villtar áður aö marki í Eyjum. Þegar líða tekur á kvöld þá fara kanínurnar talsvert meira á kreik en á öðrum tímum dagsins og sjást þær sitja í rólegheitum við klettaborgina. útvarp Reykjavfk FIM/MTUDKGUR 27. júlí MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. 7.55 Morgunbæn 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Af ýmsu tagi. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. Gunnvör Braga les söguna „Lottu skottu“ eftir Karin Michaelis (14). 9.20 Tónleikar. Tilkynningar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Víðsjá. Friðrik Páll Jóns- son fréttamaður stjórnar þættinum. 10.45 Þróun dagvistunarstofn- ana. Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við Elínu Torfadóttur fóstru. 11.00 Morguntónleikar. Annie Challan og Antiqua Musica hljómsveitin leika Hörpu- konsert nr. 4 í Es-dúr eftir Petrini. Marcel Couraud stj. Léon Coosens og strengja- sveit Fílharmóníu í Lundún- um leika Óbókonsert í C- moll eftir Marcelloi Walter Siisskind stj./ Fflharmóníu- sveit Berlínar leikur Brandenborgarkonsert nr. 5 í D-dúr eftir Bachi Herbert von Karajan stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. SIÐDEGIÐ_________________ Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óska- lög sjómanna. 15.00 Miðdegissagan. „Ofur- yald ástríðunnar“ eftir Heinz G. Konsalik. Steinunn Bjarman les (11). 15.30 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.10 Lagið mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.50 Víðsjá. Endurtekinn þáttur frá morgni sama dags. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Daglegt mál. Gísli Jóns- son flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.10 Leikriti „Haust“ eftir John Einar Áberg. Þýðandii Þórunn Magnús- dóttir. Leikstjórii Kristbjörg Kjeld. Persónur og leikendun Herra Jóakim/ Steindór Hjörleifsson, Frú Anna/ Guðrún Þ. Stephensen. 20.50 Einsönguri Pilar Lorengar syngur lög eftir Cesti, Paisiello, Handel og Dvorák. Miguel Zanetti leikur á píanó. 21.20 Staldrað við á Suðurnesj- um. Annar þáttur frá Grindavík. Jónas Jónasson ræðir við heimamenn. 22.10 Prelúdía, kóral og fúga eftir César Franck. Paul Crossley leikur á pianó. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Áfangar. Umsjónar menni Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. FOSTUDKGUR 28. júlí MORGUNNINN "" 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. 7.55 Morgunbæn 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Af ýmsu tagii Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. Gunnvör Braga les söguna „Lottu skottu“ eftir Karin Michaelis (15). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður fregnir. 10.25 Það er svo margti Einar Sturluson sér um þáttinn. 11.00 Morguntónleikari Ffl- harmóniusveitin í Vínarborg leikur Sinfóniu nr. 3 í d-moll eftir Anton Bruckneri Carl Schuricht stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar SÍÐDEGIÐ Við vinnunai Tónleikar. 14.45 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegissagani „Ofur- vald ástrfðunnar“ eftir Heinz G. Konsalik. Steinunn Bjarman les (12). 15.30 Miðdegistónleikari Pro Arte hljómsveitin leikur „Cox og Box“. forleik eftir Sullivani Sir Malcolm Sar- gent stjórnar. Arnold van Mill syngur með kór og hljómsveit aríur úr óperum 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Popp 17.20 Hvað er að tarna? Guð- rún Guðlaugsdóttir stjórnar þætti fyrir börn um náttúr- una og umhverfiði IXi Hey- skapur. 17.40 Barnalög 17.50 Um útvegun hjálpar- tækja fyrir blinda og sjón- skerta. Endurtekinn þáttur Arnþórs Helgasonar frá síð- asta þriðjudegi. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Bókmenntir á skjánum. Rolf Hadrich kvikmynda- stjóri, Jón Laxdal leikari og Steinunn Sigurðardóttir ræðast við. 20.00 Einleikur á píanó. Vladi- mir Horowitz leikur „Kreisl- eriana“ eftir Robert Schu- mann. 20.30 Námsdvöl í Kaupmanna- höfn — framboðsfundir á Suðurnesjum. Þorgrímur St. Eyjólfsson fyrrum fram- kvæmdastjóri í Keflavík seg- ir frá í viðtali við Pétur Pétursson. (Annar hluti við- tals, sem hljóðritað var í okt. í fyrra). 21.00 Sinfónískir tónleikar. Sinfóníuhljómsveitin í Li'ége leikur Hárý János svítuna eftir Zoltan Kodaly, Paul Strauss stjórnar. 21.25 Sjónleikur í þorpi. Er- lendur Jónsson les frumort- an ljóðaflokk, áður óbirtan. 21.40 Kammertónlist. William Bennett og Grumiaux tríóið leika tvo flautukvartetta eftir Mozarti í D-dúr (K285) og í A-dúr (K298). 22.05 Kvöldsagani „Dýrmæta líf“ — úr bréfum Jörgens Frantz Jakobsens. William Heinesen tók saman. Hjálm- ar ólafsson les (9). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Kvöldvaktin. Umsjóni Ásta R. Jóhannesdóttir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.