Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1978 19 „Þakka Guði fyrir að heyra litlu dóttur okkar gráta" „Þetta er ótrúlegt“ En ekki vildu önnur dagblöð una því að Daily Mail sæti eitt að fréttinni um fæðinguna. Því var reynt að múta starfsliði sjúkrahússins, með þeim ár- angri að Lesley Brown var flutt á einkasjúkrastofu og dyranna að herbergi hennar gætt nótt sem nýtan dag. Hin verðandi móðir eyddi síðustu dögunum fyrir fæðinguna við lestur bóka, auk þess sem hún dundaði við púsluspil og horfði á sjónvarp. Loks rann stóra stundin upp þegar hún var drifin á skurð- stofuna til að fæða barn sitt. Barnið varð að taka með sér- stökum skurði, en alit gekk vel og bæði barni og móður heilsað- ist vel eftir fæðinguna. Eiginmaðurinn, Gilbert Brown, keðjureykti á meðan fæðingin stóð yfir og var auð- sætt að hann var mjög spenntur og taugaóstyrkur. Þegar honum var loksins sagt að barnið væri fætt, brast hann nærri því í grát. Hann jafnaði sig þó skjótt og bað um að fá að sjá barnið, sem var auðfengin ósk. „Þetta er ótrúlegt, ótrúlegt," sagði hann og bætti svo við: „Ég er ekki trúaður maður, en ég þakka Guði fyrir að heyra litlu dóttur okkar gráta. Enginn fær skilið þá þýðingu, sem þetta hefur fyrir Lesley og mig.“ Næst var að hringja í ætt- ingja og vini og bar öllum þeim, er hann hringdi í, saman um að hinn nýorðni faðir hefði verið yfir sig ánægður. segir faðir „tilraunaglasabarnsins Fyrsta barnið, sem „get- ið“ er í tilraunaglasi kom í heiminn skömmu fyrir miðnætti, að íslenzkum tíma, á þriðjudag. Barnið, sem er stúlka, vó 10 merkur og við fyrstu at- hugun virtist það vera fullkomlega heiibrigt. Það fæddist í aðalsjúkrahúsinu í Oldham, sem er borg í Norður-Englandi. Foreldr- ar þess eru hjónin Lesley og Gilbert John Brown, sem er vörubifreiðarstjóri, en þau hafa þráð að eignast barn allt frá því þau giftu sig. Það var 11. þessa mánaðar að erfðafræðingurinn Patrick Step- toe og félagi hans Robert Edwards skýrðu frá því að vonir stæðu til Lesley Brown fæddi barn, sem „getið“ hafði verið í tilraunaglasi. Yfirlýsing þeirra félaga vakti mikla athygli, enda ekki furða, þar sem þetta er í fyrsta sinn í sögu læknavísind- anna að „tilraunaglasabarn" fæðist. Dagblaðið Daily Mail keypti útgáfuréttinn af frásögn Brown-hjónanna af fæðingunni og tildrögum þess að þau leituðu á náðir Steptoes og Edwards og var útgáfurétturinn seldur á jafnvirði 156 milljóna íslenzkra króna. Lesley Brown og eigin- maður hennar Gilbert. Fæðingin öðrum konum hvatning Þótt svo fæðing „tilrauna- glasabarnsins" sé auðvitað þeim fjölda kvenna, sem ekki geta fætt barn, mikil hvatning, hafa erfðafræðingar varað við of mikilli bjartsýni. Þeir hafa þó látið hafa eftir sér að Steptoe— Edwards-aðferðin sé vissulega líklegri til árangurs en aðrar aðferðir. Það var Steptoe sjálfur sem tók á móti barninu, en að fæðingunni lokinni hélt hann rakleiðis heim til sín og skýrðu sjúkrahúsyfirvöld svo frá að hann væri þreyttur eftir fæðing- arhjálpina. Fæðingin er mikill sigur fyrir þá Steptoe og Ed- wards, en þeir hafa unnið að þessum árangri markvisst í tíu ár. Árið 1968 reyndu þeir aðferðina í fyrsta sinn, en konan, sem gekk með það barn, missti fljótlega fóstrið. En þeir voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og árangur erfiðis þeirra kemur nú í ljós. Þá herma fregnir að margar konur í Bretlandi gangi nú með barni, sem þeir félagar hafa „getið“ í tilraunaglasi. Viðbrögð almennings nú voru almenn ádáun og dagblöð í Bretlandi slógu fréttinni upp á forsíðu, nokkuð sem yfirleitt er Sjúkrahúsið í Oldham, þar sem fyrsta „tilraunaglasabarnið“ fæddist. Faðir „tilraunaglasa- barnsins“, Gilbert John Brown, en hann er vöru- bifreiðastjóri að atvinnu. aðeins gert þegar meðlimir konungsfjölskyldunnar brezku eiga í hlut. Erfðafræðingar um allan heim samglöddust sam- starfsmönnum sínum og Ian Ferguson, erfðafræðingur við St. Thomas sjúkrahúsið í Lund- únum, sagði, er honum bárust fréttirnar: „Ég er himinlifandi yfir þessu, mér finnst þetta stórkostlegt." Það er því fróð- legt að bera saman viðbrögð fólks nú og viðbrögð Vatíkans- ins fyrir tíu árum, sem sagði í yfirlýsingu að aðferðin væri „siðferðislega röng“ og að „getn- aður“ í tilraunaglasi ætti engan rétt á sér. Já, margt hefur breytzt síðan þá. 5 ár frá yfirlýsingu 50-menninganna um 200 sjómílur FIMM ár eru í dag írá því er Morgunblaðið birti þá áskorun 50 þjóðkunnra íslendinga, að ríkisstjórn íslands beitti sér fyrir útfærslu landhelginnar í 200 sjónulur. Áskorun þeirra var svohljóðandii „Undirritaðir skora á Alþingi íslendinga og ríkisstjórn að lýsa nú þegar yfir, að íslendingar muni krefjast 200 mílna fisk- veiðilögsögu á væntanlegri haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, og skipi sér þar með á bekk með þeim þjóðum, sem hafa lýst yfir 200 mílum." Morgunblaðið tók samdægurs undir kröfuna og sagði í rit- stjórnargrein: „Vitað er, að hugmyndir eru uppi um mun víðtækari fiskveiðilögsögu en við höfum helgað okkur og sumar þjóðir hafa þegar fært fiskveiðilögsögu sína út í 200 sjómílur. Eins og nú standa sakir er ekki ólíklegt, að takast megi að ná samstöðu um 2Ó0 mílna reglu að því er fiskveiði- réttindi varðar. Með hliðsjón af þeirri þróun, sem nú á sér stað, er því eðlilegt, að íslendingar taki ákveðna afstöðu og lýsi þeirri stefnu að þeir muni styðja 200 mílna regluna." Akranes: Magnús Oddsson end- urráðinn bæjarstjóri MAGNUS Oddsson, bæjarstjóri á Akranesi, hefur verið endurráðinn bæjarstjóri til næstu fjögurra ára með 9 samhljóða atkvæðum allra fulltrúa í bæjarstjórn Akraness. Magnús hefur verið bæjarstjóri á Akranesi frá árinu 1974, er hann var ráðinn af vinstri stjórnar meirihluta, sem myndaður var eftir kosningarnar þá. Á miðju síðasta kjörtímabili fór meiri- hlutasamstarf Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks út um þúfur og var þá mynduð nýsköpunarstjórn, sam- stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. Slíkt samstarf hefur aftur tekizt nú eftir kosningarnar í vor. Magnús Oddsson bæjarstjóri á Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.