Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978 11 „Þegar ég kom hingað var enginn fiskur í sjónum.. Rætt vid Jónínu í Ásbyrgi, sem situr viö aö bregöa á tauma og dreymir fyrir fiskiríi ÁSBYRGI er stæðilegt steinhús á eyrinni. Þar býr Jónína Guðbjartsdóttir sem sumir ísfirðingar segja að sé „ríkasta konan í bænum." „Gárungarnir stríða mér á því vegna þess að ég er hluthafi í Norðurtanganum" segir sú brosmilda gamla kona. „Hversu stór? Það veit ég ekki nokkurn skapaðan, hrærandi hlut um,“ segir hún og hristir höfuðið með ýfðu, silfurgráu hárinu og sólbrúnt andlitið er eitt stórt bros. „Ætli ég sé ekki jafn stór hluthafi og hinir. Annars læt ég syni mína um það.“ Jónína Guðbjartsdóttir er móðir aflakónganna tveggja á ísafirði, Ásgeirs Guðbjartssonar skipstjóra á Guðbjörgu og Harðar Guðbjartssonar skipstjóra á Guðbjarti. Hefur hana margoft dreymt fyrir góðum afla þeirra. Guðbjartur heitinn Ásgeirsson. eiginmaður Jónínu og einn af stofnendum Norðurtangans. „Ég sit hér og bregð á tauma fyrir tvo báta Norðurtangans" segir hún þegar blaðamann Morgunblaðsins bar óvænt að garði. „Nei, nei þú ert ekki að trufla mig. Ég var að hamast við að búa til saft, hreinsa ber og þess háttar...“ Hún hefur ekki fyrr tyllt sér á koll í eldhúsinu, þar sem saftflösk- um er snyrtilega raðað á borð, en hún er staðin upp. „Þú mátt til með að sjá myndirnar af öllum ömmubörnunum mínum,“ segir hún, en inni í stofunni hennar er safn m.vnda á borðum, skattholi, hillum og veggjum, sem væri heilt dagsverk að skoða. „Æ, nei ég vil ekki láta skrifa um mig í blöð. Ég hef ekkert að segja. Hvort ég er berdreymin. Nei, um það vil ég ekkert tala. Jú, mig dreymdi þarna um daginn að einhver gæfi mér stóra byttu af slátri og þá vissi ég að strákarnir mundu fiska vel. Slátur er það bezta sem mig dreymir. Ber eru ágæt og gott meðlæti með kaffinu. Matur er alltaf fyrir fiskiríi." „Flott má mig aldrei dreyma“ „Mig fór að dreyma eftir að strákarnir urðu skipstjórar. Mig dreymdi þó einu sinni daginn fyrir kosningar um hvernig úrslitin vrðu. Það var þegar ég var skorin upp 1952 fyrir innvortis vatns- meinsemd. Kjartan læknir var í framboði á móti Hannibal frænda. Dreymir mig nú nóttina fyrir kosningar að ég gangi eftir ægilega ljótum gangi. Hægra megin á ganginum var rauður, glæsilegur plussstóll og sagði rödd við mig að þarna ætti Kjartan læknir heima. Flott má mig aldrei dreyma og vissi ég þar með að Kjartan mundi tapa. Hannibal er ágætur greyið og stórfrændi minn en ég fylgi honum ekki að málum. Þá sé ég dáið fólk í svefni eins og manninn minn heitinn, Guðbjart Ásgeirs- son. Ég átti yndislegan mann. Við byrjuðum með lítil efni og þá var fiskiríið lítið. Það var enginn fiskur til í sjónum, þegar við komum til ísafjarðar árið 1930. Hann hafði verið með smábát í Hnífsdal, þar sem hann var fæddur. Sjálf er ég ættuð úr Jökulfjörð- unum. Fæddist á Kollsá 1902 en ólst upp á næsta bæ, Höfðaströnd, Foreldrar mínir voru Ragnheiður Jónsdóttir ljósmóðir og Guðbjart- ur Kristjánsson bóndi. Ég á aðeins einn bróður, Einar sem er skrif- stofumaður á Keflavíkurflugvelli.“ „Vissi bara að hann var yndislegur maður að allra sögn“ „Nei, þú mátt ekki skrifa hvernig ég kynntist manninum mínum. Ég hafði nú hugsað mér að giftast ekki neitt. Ég hitti hann á ísafirði 1924. Á balli? Nei, Guð hjálpi þér barn. Ég fór aldrei á böll. Ég hugsaði aldrei neitt um karlmenn. Var ekkert að velta því fyrir mér hvort ég væri ástfangin eða slíkt. Vissi bara að Guðbjartur var yndislegur maður að allra manna sögn. Við giftum okkur árið 1925... Skilaöu nú heilsu til hans Fúsa míns“ sagði hún, áköf í að breyta um umræðuefni og vitandi að ég kannaðist við umræddan frænda hennar Sigfús að nafni. „Hann átti fallega móður hann Fúsi“ segir hún og nær í mynd af umræddri konu á skattholinu í stofunni. „Hún var bæði gáfuð og falleg. Hann er iíka gáfaður maður, hann Fúsi. Jónína Guðbjartsdóttir í Ásbyrgi situr í eldhúsinu við að bregða á tauma. Sko, nú er hún að skrifa heilmikið. Ég er dauðhrædd! Hættu þessu nú og líttu á brúðkaupsmyndirnar af börnunum...“ Blaðamaður gerir það. „Tvítug fór ég til Reykjavíkur í vist og fékk átján krónur á mánuði fyrir algengustu húsverkin. Ég kunni ekki við mig í Reykjavík og sneri aftur til Jökulfjarðar að níu mánuðum liðnum. Þar sýslaði ég við búskapinn en sótti saumanám- skeið hjá Þorsteini Guðmundssyni klæðskera á Isafirði í þrjá mánuði á veturna. Fór með bátnum yfir Djúpið... Jæja,“ segir hún svo, leið á umræðuefninu. „Okkur var send lögga hérna. Vorum ekkert mjög ánægð með hann. Vonandi að hann komi ekki aftur til Isafjarðar. Hann var kallaður suður til að vera við réttarhöld. Einhverjir voru að vesenast í bíl. Einhverjar stelpur voru að selja hass eða einhvern skrattann... Já, mikið er nú fiskiríið hér á Isafirði“ segir hún eftir að hafa stússazt dálítið í eldhúsinu og borið sextán smákökutegundir á borð, svona á að gizka. „Vertu nú ekki að gera grín að kerlingu“ „Það rættist úr fiskleysinu rúmu ári eftir að við Guðbjartur flutt- umst hingað. Hann stofnaði síðan Norðurtangann 1942 ásamt fleir- um. Það fór fyrst aö ganga verulega vel eftir að togarinn kom. Nú hala þeir inn tvö hundruð tonn á viku. Það eru engir smámunir. Hér er óskaplega mikil vinna. Unglingspiltur mér kunnugur vann fvrir 170 þúsund krónum eina vikuría. Það var ekki svona mikil atvinna hér áður fyrr. Mikil skelfing er ég óánægð með þessi vikubönn á fiskveiðar. Bless- uð hafðu það eftir mér að það sé nægur fiskur í sjónum. Þú getur nú rétt ímyndað þér, fimmtíu tonn í einu hali af góðum þorski. Það verður að segja honum Matta Bjarna þetta... Vertu nú ekki að gera grín að kellingunni," segir hún þegar undirritaðri verður á að brosa. „Atvinnuleysið var það mikið í eina tíð að þegar skip komu, biðu menn í biðröð til að reyna að fá vinnu við uppskipun. Þeir kunna að stjórna frystihús- unum hér. Það er nú meiri velmegunin hjá Isfirðingum núna. Þeir eru alltaf að fara til útlanda. Fólkið vinnur sér inn svo svaka- lega mikinn pening. Það virðist lítil atvinna í Reykjavík. Fólkið streymir þaðan í hópum hingað til að fara í frystihúsin. Nei, mig langar ekkert til útlanda. Nenni ekki að ferðast. Er að vísu nýkomin frá Hólmavík. Ég hef einu sinni flogið til Reykjavík- „Vinna við saltfiskverkun hef- ur verið óvenjumikil að undan- förnu. en s.l. þrjár vikur hefur hér verið unnið ba-ði dag og nótt" sagði Geir Guðmundsson verk- stjóri hjá Saltfiskverkun Einars Guðfinnssonar h.f. á Bolungarvík þegar blm. hitti hann fyrir í vikunni. „Verkun á saltfiski mætir frekar afgangi og fer þá eftir því ur en kom til baka með rútunni. Kann betur við það. Hvort ég horfi á sjónvarp? Nei, biddu fyrir þér, sjónvarpið er auvirðilegt. Tíma mínum ver ég í að bregða á tauma og prjóna hosur og vettlinga á synina og ömmu- börnin mín. Klukkan sjö á morgnanna byrja ég iðulega aö bregða á tauma og tek mér hlé eftir að ég er búin með svona sjö hundruð stykki. Já, já ég fæ borgað fyrir það. Færi nú ekki að gera þetta fyrir ekki neitt. Þetta safnast þegar saman kemur. hve afli bátanna er mikill á hverjum tíma.” I saltfiskverkuninni var vinna í fullum gangi þegar við komum þar við og strákarnir (þar voru engar stelpur) hlógu glaðhlakkalega að okkur, jafnvei hæðnislega, er við óðum yfir gólfin á götuskóm. Hávaðinn var mikill inni í húsinu og handtökin hröð við vélarnar, fiskstaflar voru meöfram veggjun- um en það getur tekið á þriðja Kvenréttindakona — hvort ég sé kvenréttindakona...? ha ha! Ég er ekki í neinu félagi. Hugsa ekki um slíkt dótarí. Er konan ekki jafn- rétthá og maðurinn? Ég er sjálfstæðismanneskja. Ef ég væri það ekki mundi ég kjósa Karvel Pálmason. Hann er ágæt- ur. Finnst þér hann ekki tala vel? Svo syngur hann ágætlega, hann Karvel. Leiðinlegt að hann skyldi falla. Já, það gengur nú svona til. ..“ - II.Þ. mánuð að fullvinna saltfisk, jafn- vel lengur. Einn strákurinn sagði alvarlegur „að eins og við gætum séð, þá væri mikið veitt af saltfiski þessa dagana“!! „Miðað við aðra, þá held ég að okkar framleiðsla sé góð, hreint ekki síðri en annars staðar. Núna nýlega fengum við bréf frá Ítalíu um síðasta farm frá okkur, sem þangað kom, þar sem þess var getið að ekkert hefði verið að sendingunni, en það eru góð meðmæli,“ sagði Geir um fiskinn. Ég spurðist þá fyrir um harðfiskframleiðslu, en Vest- fjarðaharðfiskur er mesta lostæti. „Framleiðsla á harðfiski er venju- lega hafin hér í nóvembermánuði og stendur fram í febrúar, en ástæðan fyrir því, úr því að þúdspyrð að því, að henni er hætt svo snemma og ekki haldið áfram yfir sumarið, er. sú að flugan og maðkurinn skemma fiskinn annars þegar líður á vorið.“ Þegar ég kvaddi Geir benti hann mér vinsamlega á það, að Bolungarvík væri meira en saltfiskur og sjávarútvegur, þó að blm. fyrir sunnan sæju lítið annað. Án efa voru þetta orð í tíma töluð. „Bolungarvík er meira en saltfiskur og sjávarútvegur" Stutt spjall við Geir Guðmundsson, verkstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.