Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978 Bandalag háskólamanna leggst gegn vísitöluþaki nú síðast í sjónvarpsþætti s.l. mánudagskvöld, að ef verðbætur yrðu greiddar á öll laun, fengi verkamaður 7000 kr. hækkun, en prófessor 70.000 kr. Slík fullyrðing er alger fjarstæða. Hið rétta er, að ef fullar verðbætur yrðu greiddar 1. september n.k. mundu laun verkamanns með kr. 155.000 í mánaðarlaun hækka um kr. 12.555, en laun prófessors, sem þá verða kr. 356.000, hækka um tæpar 29.000 kr. Morgunblaðinu hefur borizt fréttatilkynning frá Bandalagi háskóiamanna, þar sem fram kemur andstaða gegn hugmynd- um um þak á vísitöluna og segir í fréttatilkynningunni að ef miðað sé við 240 þúsund króna mánaðarlaun mundi þessi ráð- stöfun spara ríkinu um 100 milljónir króna og telur banda- lagið furðulegt að stjórn- málamenn, er mest hafi talað um frjálsan samningsrétt og að ekki skuli gengið á gerða kjarasamn- inga. skuli reiðubúnir að selja þetta „princip“, eins og það er orðað, fyrir 100 milljónir kr. Telur BHM að skerðingin nú muni ná svo til eingöngu til félagsmanna BHM og skjóti skökku við að þeir flokkar, er nú reyni stjórnarmyndun, virðist vera að reyna að ná samkomulagi við ASÍ og BSRB um að skerða laun félagsmanna BHM. Fréttatilkynningin fer hér á eftir. „í þeim stjórnarmyndunarvið- ræðum sem fram hafa farið á undanförnum mánuðum hafa komið fram ýmsar hugmyndir um lausn á þeim efnahagsvanda sem nú4er við 'að etja. Flestar af þessum tillögum hafa verið 'um aðgerðir í launa- og skattamálum. Bandalag háskólamanna varar við oftrú á að aðgerðir á þeim sviðum geti leyst efnahagsvanda þjóðar- innar. Ein af þeim tillögum sem mikið hefur verið rædd að undanförnu er að setja þak á verðlagsbætur, þ.e.a.s. greiða fullar verðlagsbætur upp að ákveðnu marki, en síðan fasta krónutölu. I þessu sambandi er rétt að minna á tilgang verðbóta, þ.e. að tryggja kaupmátt launa, en þeim tilgangi verður ekki náð nema greiddar séu fullar verðbætur á öll laun. Séu verðbæt- ur ákveðnar í krónutölu ráðast launahlutföll í þjóðfélaginu af verðbólguhraðanum (sjá meðfylgj- andi dæmi) en ekki við samninga- borðið og virðist hinn frjálsi samningsréttur þá vera orðinn harla lítils virði. Rætt hefur verið um að setja þak á verðiagsbætur á laun, sem væru einhversstaðar á bilinu 200—250 þúsund á mánuði. Sé miðað við 240 þús. kr. samnings- bundin mánaðarlaun mundi þessi ráðstöfun spara ríkinu u.þ.b. 100 millj. króna á þessu ári miðað við að samningar ríkisstarfsmanna hefðu verið settir í gildi 1. september, og mundi þessi skerð- ing svo til eingöngu ná til ríkisstarfsmanna innan BHM. Efnahagsvandi þjóðarinnar verður varla leystur með þéssum 100 millj. og furðulegt má teljast, ef þeir stjórnmálamenn, sem mest hafa talað um frjálsan samnings- rétt og að ekki skuli gengið á gerða kjarasamninga, eru nú reiðubúnir að selja þetta „princip" fyrir 100 milljónir. Eins og fyrr segir mundi þessi skerðing ná svo til eingöngu til félagsmanna BHM og skýtur því nokkuð skökku við að þeir flokkar, sem nú reyna stjórnar- myndun, virðast nú vera að reyna að ná samkomulagi við ASI og BSRB um að laun félagsmanná BHM verði skert. Því hefur verið haldið fram, og Verðbætur með ákveðinni krónutölu Hér á eftir eru sýnd áhrif verðbóta, sem eru ákveðin krónu- tala, á laun tveggja manna (A og B). A hefur kr. 60.000 í laun, en B kr. 90.000. Upphæð verðbótanna miðast við, að Á fái fullar verðbætur, en B fái sömu krónu- tölu og A. Gert er ráð fyrir 50% verðbólgu á ári í 5 ár, en launahækkanir verði engar aðrar en fyrrnefndar verðbætur. 1975 A kr. 60.000, B kr. 90.000. B hefur 50% hærri laun. Verðbætur eru kr. 30.000 (50% af launum A vegna 50% verð- bólgu). 1976 A kr. 90.000. B kr. 120.000. B hefur 33% hærri laun. Verðbætur eru kr. 45.000 (50% af launum A). 1977 A kr. 135.000. B kr. 165.000. B hefur 22% hærri laun. Verðbætur eru kr. 67.500 (50% af launum A). 1978 A kr. 202.500. B kr. 232.500. B hefur 14% hærri laun. Verðbætur eru kr. 101.250 (50% af launum A). 1979 A kr. 303.750. B kr. 333.750. B hefur 9% hærri laun. Verðbætur eru kr. 151.875 (50% af launum A). 1980 A kr. 455.625. B kr. 485.625. B hefur 6% hærri laun. Eftir því sem verðbólgan er meiri, því minna verður hlutfallið milli launaflokkanna með þessu „verðbóta“-kerfi.“ Vilmundur Gylfason, alþingismaður: „Hef ekki svo vítt kok að ég gleypi hvað sem er 9) „Ég er í þeirri persónulega einkennilegu stöðu, að ég er nú að upplifa leiðinlegasta og subbulegasta sumar sem ég hef lifað og það finnst mér í sannleika sagt hart eftir að hafa verið einn af arkitektum mesta kosningasigurs í sögu lýðveldis- ins. Ég vil ekki bera ábyrgð á langri stjórnmálalegri kreppu í landinu en ég hef ekki svo vítt kok að ég gleypi hvað sem er. Ég verð að sjá stjórnarsamninginn í heild sinni áður en ég geri upp hug minn til þessa stjórnarsam- starfs og ef ég sé ekki að þar sé stefnt að þeirri kerfisbreytingu í efnahagsmálum, sem ég tel nauðsynlega til að komast fyrir rætur verðbólgumeinsins þá er tómt mál að tala um minn stuðning", sagði Vilmundur Gylfason alþingismaður er Mbl. spurði hann i gærkvöldi um viðhorf hans til hugsanlegs stjórnarsamstarfs Alþýðu- flokks, Alþyýðubandalags og Framsóknarflokks. „Þessi mál eru komin á lokasprettinn og ég ætti að geta svarað spurningum Morgunblaðsins ákveðið á morgun". „Hér hefur ríkt brjáluð verð- bólga", sagði Vilmundur, „með þeim afleiðingum að láglauna- fólk hefur verið fótum troðið og alls kyns spilling þrifizt. Ég veit að með málflutningi okkar fyrir kosningar vöktum við vonir um að gegn þessu yrði ráðizt og ég ætla að standa mína plikt". Mbl. spurði Vilmund um afstöðu hans til Olafs Jóhannes- sonar sem hugsanlegs forsætis- ráðherra í samstjórn þessara þriggja flokka. Vilmundur sagði: „Sérhvert orð sem ég hef sagt og skrifað, það stendur". Þegar Mbl. spurði hvort það væri rétt að hann væri búinn að tilkynna áhuga sinn á ráðherra- embætti í ríkisstjórn þessara þriggja flokka undir forsæti Ólafs ef viðunandi málefna- grundvöllur fengist, sagði Vilmundur: „Ég hef enga slíka yfirlýsingu gefið á þessu augna- bliki". V axtaútreikning- ar fara einnig í bið o, 0 80 70 60 50 50 30 20 10 0 Verzlunar- og skrifstofufólk Verkafólk og iðnaðarmenn Opinberir starfsmenn 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 Ríkisstarfsmenn hafa hækkað mest í síðasta hefti Vinnuveitandans er birt tafla um hækkun á kauptaxta launþegahópa á tímabilinu frá 1971 til og með 1977, og kemur þar fram að á þessu tímabili hafa kauptaxtar opinberra starfsmanna hækkað mest, þá verkafólks og iðnaðarmanna og minnst hjá skrifstofu* og verzlunarfólki. NÝIR vaxtaútreikningar eru meðal þeirra mörgu þátta viðskipta- og efnahagslífsins sem eiga að liggja fyrir þegar upp úr næstu mánaða- mótum. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri, að venjan væri að vextir væru reiknaðir í kjölfar útreikninga vísitölu framfærslukostnaðar, sem enn hefði ekki verið gefin út. Jóhannes sagði hins vegar að þess mundi skammt að vænta og þá mundu verða teknar formlegar ákvarðanir í vaxtamálunum. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu^ Anna Þórhallsdóttir: Um upphaf út- varpsstarfsemi Árið 1925 stofnuðu þrír menn félagið Hjalti Björnsson & Co í Reykjavík. Þeir voru Hjalti Björnsson kaupmaður og konsúll, Sighvatur Blöndahl heildsali og Gísli Finsen kauprriaður. Þessir menn fluttu fyrstir inn útvarps- tæki árið 1924 og nokkru síðar útvarpsgrammafóna. Þetta voru Telefunkentæki, sem náðu erlend- um stöðvum. Næsti innflytjandi útvarps- tækja var Snorri B.P. Arnar, hann flutti inn Philipstæki. Árið 1930 var Viðtækjaverslun ríkisins stofnuð. Þetta var einka- sala. Forstöðumaður hennar var Sveinn Ingvarsson lögfræðingur. Þegar hún komst á laggirnar misstu tækjasalarnir umboð Sitt. Gísli Finsen hafði kynnt sér viðgerðir á Telefunkentækjum í Þýskalandi svo hann var skipaður fulltrúi og sölumaður hjá þessu nýja fyrirtæki og starfaði þar þangað til að einkasalan var lögð niður árið 1967 og hafði hún þá starfað í 37 ár. Aðrir, sem störfuðu þarna allan tímann, voru Filippus Gunnlaugsson verslunarmaður, Jóhann Ólafsson bókari og Kristján Kristjánsson söngvari. 4 menn skipa skólanefnd Nýja tónlistarskólans í FRAMHALDI af frétt er birtist í Morgunblaðinu i gær um stofnun Nýja tónlistarskólans er rétt að geta þess að skólanefnd tónlistar- skólans skipa eftirtaldir menn: Árni Bergmann blaðamaður, Garðar Ingvarsson hagfræðingur, dr. Gylfi Þ. Gíslason prófessor og séra Ölafur Skúlason dómprófast- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.