Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978 15 Sem músa- rindiU smár... Bréfasafn páfa metsölubók Vatíkaninu — 29. ágúst. — AP. „SUMIR biskupar líkjast erninum, sem svífur tignarlega í hæðum. Aðrir eru eins og næturgalar, sem syngja unaðsfagra söngva, drottni til dýrðar. Enn aðrir eru sem músarindillinn smái á neðstu grein á meiði kirkjunnar. Hann tístir, og væntir þess eins að leggja til lítið hugboð í hinar miklu kenningar. Eg er í síðast talda hópnum.“ Þessa auðmjúku setningu er að finna í bók, sem á svipstundu hefur orðið metsölubók á Ítalíu, og höfundurinn er enginn annar en Jóhannes Páll páfi I. Bókin kom út fyrir nokkrum árum og er í rauninni bréfasafn, sem fyrst birtist í kaþólska mánaðarritinu „Boðberi heilags Antóníusar", en það er gefið út í Padúa. Bréfin eru rituð ýmsum sögufrægum persónum raun- verulegum og skálduðum, svo sem Marlowe, Dickens, Chester- ton, Goethe, Mark Twain, Jesú Kristi og ýmsum kirkjunnar mönnum, en það eru ekki aðeins andans jöfrar, sem hafa fengið tilskrif frá hinum nýkjörna páfa, heldur einnig smælingjar eins og Gosi litli, brúðudrengur- inn ástsæli. Víða eru gamansamir kaflar í bréfunum, sem voru afar vinsæl er þau birtust fyrst á prenti. Luciani þáverandi kardínáli í Feneyjum segir meðal annars í bréfi til Mark Twain: „Bók, sem bundin er í skinn, er til margra hluta nytsamleg, til dæmis er ljómandi að brýna á henni rakhníf. Þykkar bækur, svo sem orðabækur, eru mjög handhæg- ar til að grýta í ketti. Landa- kortabækur má nota til að byrgja brotná glugga". Hann kveðst sammála Twain um það að mannskepnan sé yfirleitt flóknara fyrirbæri en hún virð- ist við fyrstu sýn, og að í hverjum einstaklingi búi raunar þrír menn: í fyrsta lagi sá, sem viðkomandi sjálfur sér, í öðru lagi, sem aðrir sjá, og loks sá, sem hann er í raun og veru. „Okkur þykir óstjórnlega vænt um okkur sjálf og tökum okkur sjálf fram yfir alla aðra“, segir Jóhannes Páll I. Hann segir að vegna þéssarar væntumþykju höfum við tilhneigingu til þess að gera óhóflega mikið úr mannkostum þeim, er við kunn- um að hafa. Hann vitnar í þekkt ljóð eftir Trilussa um snigil, sem situr á steini og horfir á brimlöðrið, og leikur sér að tilhugsuninni um það að hann muni vissulega skilja eftir sig spor í sögunni. „Kæri Twain," skrifar hann „við erum nefni- lega ekki annað en froðusletta". Þá rifjar hann upp gamla sögu um asna, sem sveipaði sig ljónsskinni og fór síðan á kreik með þeim afleiðingum að allt kvikt lagði á flótta. Þegar stormsveipur svipti skinninu af og asninn kom í ljós réðust menn og dýr á hann, og ályktun páfans nýkjörna er tilvitnun í Bernhard Shaw: „En hvað sann- leikurinn er broslegur", og hann bætir því við að ekki sé hægt annað en hlæja að tilhugsuninni um það hvað lítið sé undir titlum og frægð. Kína—Víetnam: Vaxandi spenna á landa- mærunum Peking, 29. ágúst, Reuter. Fréttastofan Nýja Kína sakaði Víetnama í dag um að hafa komið upp sérstök- um bannsvæðum við landa- mæri landanna í þeim til- gangi að flæma þaðan fólk af kínversku þjóðerni. Sagði fréttastofan að öll híbýli á svæðunum hefðu verið rifin og eyðilögð. Fréttastofan sagði að andrúmsloftið við landamærin væri rafmagn- að og færi spennan vaxandi. ERLENT /'V w e. B.C Akureyri 9 skýjaó Amsterdam 17 rigning 33 heiðskírt Apena Barcelona 27 léttskýjað Berlín 15 rigning Brýssel vantar Chicago 28 skýjaö Frankfurt 19 skýjað 19 heiðskírt Genf ‘ Helsinki 16 skýjað Jerúsalem 27 heiðskírt Jóhannesarb. 21 heiöskírt Kaupmannah. 17 rigning Lissabon 25 heiðskírt London 20 sólskin Los Angeles 31 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Malaga vantar Mallorca vantar Miami 27 heiöskírt Moskva 19 skýjað New York 26 skýjað Osló 17 heiðskírt París 19 sólskin Rio De Janeiro 27 sólskin Rómaborg 24 heiöskírt Stokkhólmur 16 heiðskírt Tel Aviv 29 skýjað Tókýó vantar Vancouver 22 heiöskírt Vínarborg vantar Ú tgef andi tímarits myrtur í Argentínu Buenos Aires. — 29. ágúst. AP. ÚTGEFANDI timarits nokkurs í Argentínu, Horacio Agulla, var skotinn tii bana síðastliðið mánu- dagskvöld', er hann sté út úr bifreið sinni á leið í samkvæmi. Agulla lczt fljótlega af skotsár um, en tilræðismennirnir, sem voru tveir, komust undan í leigubíl. Ekki er vitað hverjir stóðu að morðinu. Agulla starfaði áður sem lög- fræðingur og stjórnmálamaður, en var ráðinn útgefandi íhaldssams tímarits, Confrimado, í janúar síðastliðnum. Hann hélt uppi vægri gagnrýni á efnahagsstjórn landsins, en studdi annars hægri sinnaða herforingjastjórn. Á síðastliðnum fjórum árum hafa 36 blaðamenn verið drepnir í Argentínu og um 30 hafa horfið með einum eða öðrum hætti og um afdrif fæstra þeirra er vitað. Talið er líklegt að öryggissveitir herfor- ingjastjórnarinnar hafi tekið flesta blaðamennina úr „umferð“ og haldi þeim í fangelsi. Sem kunnugt er er ströng ritskoðun í Argentínu. I síðustu viku fengu bandarískir blaðamenn sem voru á ferð þar þó að heimsækja einn fyrrum útgefanda í Argentínu, sem stjórnin heldur í stofufang- elsi. Þannig var ástandið á flugvellinum í Palma á Mallorca í gær þegar hundruð Norðurálfubúa biðu þess að komast til síns heima, en flugumferð var mörgum klukkustundum á eftir áætlun vegna aðgerða franskra flugumferðarstjóra, sem um þessar mundir slóra til að leggja áherzlu á kröfur sínar. Flugumferðarstjórar krefjast þess að á mesta annatímanum verði starfsmönnum fjölgað. Ekki eru horfur á að vandræðum þessum linni á næstunni, að minnsta kosti ekki fyrr en 4. september. (AP-símamynd) Líbanon: Spennan eykst ört Beirút, 29. ágúst. Reuter—AP. TIL vopnaðra átaka kom milli hægrisinna og sýr- lenzkra friðargæzlusveita í Beirút í dag og ennfremur skiptust palestínskir skæruliðar og líbanskir hægrisinnar á skotum 1 suðurhluta landsins. Fer spenna nú ört vax- andi í landinu og hafa ýmsir forystumenn á sviði efnahags- og stjórnmála látið í ljós áhyggjur með þróun mála. Þetta gerðist 1977 — „Sonur Sáms“, David Berkowitz, er úrskurðaður van- heill á geðsmunum af geðlækn- um og ekki fær um að mæta fyrir dómstóli. 1975 — Vikulöngum fundi sendinefnda 82 óháðra ríkja í Perú lýkur nieð áskorun til öyggisráðs S.Þ. um að þrýsta á -Israel um að ganga að sam- komulagsgrundvelli S.Þ. til lausnar á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. 1971 — Stjórnarandstæðingar í S-Víetnam auka fylgi sitt mjög í kosningum til nýrrar neðri málstofu þingsins, en stjórnin heidur naumum meirihluta. 1970 — Tunku Abduk Rahman segir af sér forsetaembætti í Malaysíu. 1955 — Utanríkisráðherrar Bretlands, Grikkiands og Tyrk- lands hittast í London til að ræða málefni Kýpur og land- anna fyrir botni Miðjarðarhafs. 1911 — Rússneskar hersveitir koma til Búkarest. 1932— Hermann Göring kosinn forseti þýzka ríkisþingsins. 30. f. Kr. Kleopatra drottning Egyptalands fremur sjálfsmorð. Afmæli í dagi Marguerite Dei- auny, franskur rithöfundur (1687-1750), Mary W. Shelly, brezkur rithöfundur (1797—Ruther- ford, brezkur vísindamaður (1871 — 1937). Huey Pierce i.ong, bandarískur stjórnmálamaður (1893-1935). Joan Blondeil, bandarísk leikkona (1909----), Shirlev Booth, bandárisk leik- kona (1-907—). Innlenti D. Jón Vídalín biskup 1720. — F. Steinn Jónsson biskup 1660. — Jón Olafsson afsalar sér þingmennsku 1905. — Steinkista Páls biskups opn- uð 1954. Orð dagsinsi Torveld eru tvö járn í eldi — ísl. málsháttur. Útvarpsstöð falangista sagði að einn maður hefði fallið fyrir kúlum Sýrlendinga og annar særzt í dag. Hermt er að falangistar hafi verið fyrri til að hefja skotárás og sýrlenzka sveitin síðan svarað með árás á hverfi kristinna í höfuð- borginni, en útvarpsstöðin sagði þó söguna á hinn veginn. Ennfremur kom til átaka milli andstæðra vinstri hópa í hverfum múhameðstrúarmanna í Beirút í dag og lá fjöldi manns i valnum þegar þeim slotaði að 45 mínútum liðnum. Israelsmenn hafa vaxandi á- h.vggjur af þróun mála í Líbanon, og hafa beðið Bandaríkjastjórn að koma skilaboðum þess efnis til Sýrlendinga að sögn embættis- manna í Jerúsalem í dag. Einn embættismannanna sagði að Isra- elsmenn gætu ekki setið auðum höndum öllu lengur meðan ástand færi síversnandi i Líbanon. Forseti Sýrlands, Hafez Al-Ass- ad, skýrði fréttamönnum frá því í dag að herir landsins myndu svara af hörku öllum ögrunum Israels- manna í Líbanon. Sá ótti vex meðal manna að versnandi ástand í Líbanon kunni að leiða til vopnaskaks milli Sýrlendinga og ísraelsmanna. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.