Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 1
32 SH)UR 187. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. HuakomJnn til írans Teheran - 29. águst. - AP. REZA Pahlavi Iranskeisari tók á móti Hua Kuo Feng þjóðarleið- toga í Kína með kostum og kynjum er hann kom til Teheran í dag, en íran er síðasta landið sem Hua heimsækir í ferðinni, sem Sovétstjórnin lítur bersýni- lega á sem beina ögrun. Fundir þeirra Hua og keisarans á flug- vellinum voru fagnaðarríkir, en í kvöld var haldin veizla mikil í keisarahöllinni, til _ heiðurs Hua og föruneyti hans. I skálaræðum skiptust þjóðhöfðingjarnir á árn- aðaróskum og vegsömuðu frið og frelsi. Minnzt var á nauðsyn þess að sjá við ásælni ríkja, sem hneigðust til heimsvaldastefnu, en Sovétríkin voru ekki nefnd á naf n þótt greinilega væri að þeim sneitt. I ræðu sinni áréttaði Hua þá stefnu Kínverja að standa gegn „árásargjörnum og heimsvalda- Da Costa tekinn við stjórnar- taumunum Lissabonn — 29. ágúst — AP ER ALFREDO Nobre da Costa tók við forsætisráðherraembætti í Portúgal í dag lýsti hann því yfir að stjórn hans mundi sitja „um hríð, en þó bæri ekki að líta á hana sem bráðabirgðastjórn". Hann kvaðst ætla að gefa stjórn- málaflokkum landsins góðan tíma til að átta sig á þeim raunverulegu vandamálum sem við væri að etja í landinu, um leið og hann sagðist ætlast til þess af landsmönnum iilluni að þeir legðu sig fram um að ráða fram úr þeim. sinnuðum stórveldum". íranskeis- ari lýsti vilja sínum til að eiga friðsamleg samskipti og samvinnu við öll ríki heims, þannig að viðhalda megi friði og stuðla að þróun, stöðugleika og almennri velferð. Nýr Guill- aumeí upp- siglingu? Bonn 29. ágúst, Reuter. RÚMENSKUR stjórnar- erindreki, sem hvarf í Vestur-Þýzkalandi fyrir skömmu hefur ákveðið að flýja land. Hann hefur við yfirheyrslur látið banda- rísku leyniþjónustunni CIA í té óhrekjanlegar upplýsingar um að hátt- settur embættismaður, nátengdur einum af leiðtogum vestur-þýzka jafnaðarmannaflokksins, sé njósnari í þágu ótil- greinds kommúnistaríkis, að því er blaðið Bild skýrir frá í dag. Að sögn blaðsins er njósnarinn ekki síður mikilvægur en Giínther Guillaume var. Vestur-þýzka innanríkisráðu- neytið hefur hvorki viljað stað- festa þessa fregn né vísa henni á bug. Guillaume var á sinni tíð einn nánasti aðstoðarmaður Willy Brandts kanslara, en njósna- hneykslið varð óbeint til þess að kanslarinn varð að segja af sér árið 1975. 35 teknir eftir misheppnaða byltingartilraun -segir Sömoza Managua - 29. ágúst — Reuter ANASTASIO Somaza forseti Nicaragua lýsti því yfir í dag að um það bil 35 þjóðarvarðliðar hefðu verið handteknir eftir misheppnaða byltingartilraun í gær. Somoza sagði á fréttamanna- fundi að það hefði vakað fyrir byltingarmönnunum að steypa sér af stóli og binda þar með enda á stjórnmálaerjurnar, sem ríkj- andi hafa verið í landinu að undanförnu. Somoza sagði að byltingarsinnum yrði ekki kápan úr því klæðinu, því að hann ætlaði sér að sitja sem fastast þar til efnt yrði til kosninga í landinu árið 1981. Allsherjarverkfall er nú í Nicaragua. Áhrif þess í höfuðborg- inni eru lítil enn sem komið er, en annars staðar í landinu er þátt- taka veruleg, að því er áreiðanlegir heimildarmenn segja. Mikill órói er í landinu og í gær og í dag hefur víða komið til átaka milli and- stæðinga stjórnarinnar og þjóðar- varðliða. Sums staðar, til dæmis í Jinotepe, skammt frá Managua, hefur alvarlega skorizt í odda. Þar var kveikt i strætisvögnum og vegatálmunum komið fyrir. I götubardaga í bænum Leon létu tveir lífið að því er starfsmenn Rauða krossins hafa upplýst. Hua og Reza Phlavi klingja glösum í veizlu í Teheran f gærkvöldi. (AP-sfmamynd). Danmörk: Nýja stjórnin með meirihluta Frá Erik Larsen fréttaritara Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn. EFTIR þriggja tíma þing- flokksfund jafnaðarmanna í gær kom í ljós að meiri- hlutastuðningur er á þingi við málefnasamning ríkis- stjórnar jaf naðarmanna og Vinstri flokksins. Sam- komulag hefur náðst um skipan í ráðherraembætti í hinni nýju stjórn, og eins og við var buizt verður Henning Christophersen, leiðtogi Vinstri flokksins Anker Jörgensen forsætisráð- herra og Henning Christophersen utanríkisráðherra Vinstri flokks- ins, sem nú gengur til samstarfs við Jafnaðarmannaflokkinn þannig að loks hafa Danir fengið meirihlutastjórn. utanríkisráðherra. Anker Jörgensen verður eins og áður hefur komið fram forsætisráðherra, en í mál- efnasamningi stjórnarinn- ar eru meðal annars á- kvæði um að fresta á- kvörðunum um smíði brú- arinnar yfir Stórabelti og það hvort Danir eigi að nýta kjarnorku. Verðstöðv- un verður við lýði næstu 12 mánuði og kaupgjald mun ekki hækka á því tímabili, en auk þess hefur náðst samkomulag um sex millj- arða króna sparnað á f jár- lögum næsta árs. Annað í málefnasamningnum, sem athygli vekur, er að breyting- ar eru ekki fyrirhugaðar í skatta- og húsnæðismálum á næstunni, en hins vegar er ætlunin að bæta vaxtakjör vegna bygginga í þágu almennings og fjárframlög til endurbóta á lélegu húsnæði verða aukin. Andstaða innan verkalýðs- hreyfingarinnar Meðan á samningaviðræðum stóð hafði danska alþýðusam- bandið hótað jafnaðarmönnum því að slíta tengsl sín við flokkinn. Úm tíma leit út fyrir að einn helzti talsmaður verkalýðshreyfingar- innar í fráfarandi stjórn jafnaðar- manna, Erling Jensen dómsmála- ráðherra, tæki ekki sæti í sam- steypustjórninni, en að því er virðist hefur honum snúizt hugur, því að hann tekur sæti varnar- málaráðherra í nýju stjórninni., Fráfarandi varnarmálaráð- herra, Poul Sogaard, lætur af ráðherraembætti. Að öðru leyti er stjórnin þannig skipuð: Anders Andersen (V) efnahags- og skatta- málaráðherra, Knud Heinesen (J) fjármálaráðherra, Poul Dalsager (J) sjávarútvegsráðherra, Niels Anker Kofoed (V) landbúnaðar- ráðherra, Knud Enggaard (V) viðskiptaráðherra, Nathalie Lind (V) dómsmálaráðherra, Ivar Han- sen (V) samgönguráðherra, Jorgen Peder Hansen (J) kirkju- og Grænlandsmálaráðherra, Egon Jensen (J) félagsmálaráðherra, Jens Kampmann (J) umhverfis- málaráðherra, Ritt Bjerregaard (J) fræðslumálaráðherra, Niels Matthiasen (J) menntamálaráð- herra, Jakob Serensen (V) innan- ríkisráðherra, og ráðherrar án sérstakra ráðuneyta verða Lise Östergaard (J) og Per Hækkerup (J). Dalurinn enn á undanhaldi Lundúnum — 29. ágúst — AP SÍÐDEGIS í gær tók gengi Bandaríkjadals skvndilega að lækka eftir að nýjar tölur voru birtar um greiðslujöfn- uð Bandarikjanna við út- lönd. Gagnstætt því sem búizt hafði verið við kom í ljós að í júlímánuði nam greiðsluhallinn 2.9 milljörð- um dala. Afleiðingar þessa falls dalsins urðu þær að vestur-þýzkt mark, sterlingspund, svissneskur franki og ítölsk líra hækkuðu á gjaldeyr- ismarkaði. Gjaldeyrisviðskiptum í Japan var lokið áður en fregnin um viðskiptahallann barst, en búizt er við að jenið hækki enn við þessi tíðindi er viðskipti hefjast í fyrramálið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.