Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978 Hvítkálsbögglar með tómatsósu Hvítkálshöfuð, salt. FyllinB úr kjöti oll. 'k bolli smjörlíki, 1 bolli saxaður laukur, eitt rif hvítlauk, smátt saxað, 200 gr. sveppir í sneiðum, 1 kg. nauta- eða kálfa- hakk 1 'k bolli soðin hrís- ftrjón, 3 harðsoðin egg, söxuð, 1 tsk, salt, dál. pipar. Tómatsósa '4 bolli smjörlíki, 'A bolli hveiti, lítil dós tómatkraftur, 2 bollar hvítkálssoð, 'A tsk. salt, dál. pipar, '4 tsk. allrahanda. Tólf stór hvítkáls- blöð soðin í ca 3 mín. í litlu vatni, saltað. Smjörlíkið brætt á pönnu, byrjað að stekja laukinn og hann látinn krauma í ca. 3 mín. síðan er hvítlauk- ur og sveppir látnir á pönnuna og látið krauma í nokkrar mínútur. Þá er hakkinu bætt á, ásamt hrísgrjónum og eggj- um, kryddað og brúnað í nokkrar mínútur, eða þar til rauði liturinn er farinn af kjötinu. Tómatsósan er bökuð upp, þynnt með tómat- krafti og hvítkálssoði, krydduð og suðan rétt látin koma upp, tekið af plötunni. 'h bolli af kjöt- fyllingunni settur á hvert hvítkálsblað og vafið vel utan um. Fest saman, ef vill, með bandi eða tannstöngli, annars eru samskeytin höfð niður þegar bögglarnir eru settir í smurt eldfast mót. (Aðeins eitt lag af bögglum í mótið.) Sós- unni hellt yfir, lok sett á og bakað í ofni í 1 klst. Lokið tekið af eftir 50 mín. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \l GLYSINGA- SÍMINN KR: 22480 iFrá aðalfundi Stéttarsambands bænda á Akureyri í gær. Ljósm. Mbl.: Tryggvi Gunnarsson Aðalfundur Stéttarsambandsins: Illa horfir í lánamál- um landbúnaðarins Akureyri 29. ágúst frá Tryggva Gunnarssyni blm. Morgunblaðsins. AÐALFUNDUR Stéttar- sambands bænda hófst í morgun að Hótel Eddu í Menntaskólanum á Akur- eyri og gert er ráð fyrir að fundinum ljúki á miðviku- dagskvöld eða fimmtudag. Meginviðfangsefni þessa fundar er að fjalla um þann vanda sem nú er uppi í framleiðslu- og sölumál- um landbúnaðarins -og liggja m.a. fyrir fundinum tillögur um kvótakerfi, kjarnfóðurgjald og einnig að nota hluta þess f jár, sem þannig fengist, til að borga mönnum fyrir að minnka framleiðsluna. Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambandsins flutti í upp- hafi fundarins ítarlega ræðu um starfsemi sambandsins á s.l. ári og framleiðslu- og sölumál landbún- aðarins. Meðal þeirra mála, sem Gunnar vék að, voru lánamál landbúnaðarins og kom fram hjá honum að illa horfir nú í þeim efnum. Þó hefðu afurðalán land- búnaðarins fylgt verðlaginu öllu betur þetta árið en áður fram til vors. Hins vegar hefðu rekstrar- lánin rýrnað hlutfallslega. Þá hefði stofnlánadeildin orðið að draga verulega úr útlánum sínum vegna fjárskorts. í ræðu sinni vék Gunnar að þeim umræðum sem orðið hefðu meðal bænda í kjölfar aukafundar Stéttarsambandsins í vetur og sagði að fljótlega hefðu hafizt fundarhöld meðal bænda og allvíða hefðu komið fram mótmæli gegn samþykktum aukafundarins og einkum þó tillögu um heimild til töku fóðurbætisgjalds en ekki hefðu þó nærri allir bændur verið neikvæðir í þeim efnum. „Það komu margar tillögur, sem studdu samþykktir aukafundarins,“ sagði Gunnar, „en það lét svo hátt í andstæðingunum að stjórnvöld heyktust á að breyta framleiðslu- ráðslögunum. Málið var því stöðv- að. Augljóst var að ýmsir menn, sem hæst lét í, höfðu ekki hugsað málið til enda eða gert sér ljóst hvað við tæki ef ekkert yrði gert til að hamla gegn vaxandi fram- leiðslu og engir nýir möguleikar opnuðust." Um afkomu bænda 1977 vísaði Gunnar til búreikninga fyrir árið. Sagði hann þá sýna, að á búreikn- Kvótakerfi-fóðurbætisskattur ingabúunum hefði méðaltalstekju- aukning á árinu 1976 orðið 65% á fjölskyldulaunum og vöxtum af eigin fé. Þetta skiptist þó misjafn- lega niður á búin eftir stærð og samsetningu þeirra, þannig sýndu kúabúin 79% aukningu þessara tekna, hlönduðu búin 63.2% og fjárbúin 45.9%. Gunnar lauk máli sínu með því að bera fram þá ósk að takast mætti að ná árangri í baráttunni gegn verðbólgunni, því heill og framtíðarmöguleikar landbún- aðarins væru að verulegu leyti undir því komin að í þessu efni næðist árangur og það stæði ekki á bændum að taka þátt í þeirri baráttu. Landbúnaðarráðherra flutti að þessu sinni ekki ávarp á aðalfund- inum, en honum hefur jafnan verið boðið til fundarins og var svo einnig nú. Barst fundinum bréf frá Halldóri E. Sigurðssyni landbún- aðarráðherra, þar sem hann segir að þess sé að vænta að stjórnar- skipti geti orðið þessa dagana og þar sem hann hafi fyrir löngu ákveðið að láta af ráðherraem- bætti, hvernig sem stjórnarmynd- un kunni að fara, sjái hann sér ekki fært að ávarpa fundinn en flytji honum kveðjur sínar. Bændum greitt fyrir að minnka f ramleiðsluna Akureyri. 29. ágúst frá blm. Morgunblaðsins Tryggva Gunnarssyni. Kvótakerfi á framleiðslu sauð- fjár- og nautgripabænda, kjarn- fóðurgjald á innflutt kjarnfóðúr og greiðslur til bænda sem minnka framleiðslu sína eru meðal tillagna, sem er að finna í tilliigudrögum þeirrar nefndar sem landbúnaðarráðhcrra skip- aði í apríl s.l. til að fjalla um skipuiag á framleiðslu búvara, stjórn á framleiðslumagni og vandamálum sem sveiflur í af- urðamálum skapa. Þessi drög voru kynnt fulltrúum á aðalfundi Stéttarsambands bænda í dag, en nefndin hefur ckki lokið tillögu- gerð sinni, heldur óskað eftir umsókn fundarins um þau og mun í framhaldi af því ganga frá þeim í endanlegum búningi. í þessari nefnd áttu sæti þrír bændur tilnefndir af Stéttarsam- bandinu, þrír af Búnaðarfélagi íslands og formaður nefndarinnar var ráðuneytisstjóri landbúnaðar- ráðuneytisins. Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambandsins og einn nefndarmannanna kynnti tillögu- drögin og sagði að samstaða væri í nefndinni um þessar tillögur, en einstakir nefndarmenn áskildu sér þó rétt til að leggja til breytingar á þessum drögum og koma með nýjar tillögur. Sagði Gunnar, að mikilvæg forsenda þessará til- lagna nefndarinnar væri, að ríkis- sjóður veitti fyrirgreiðslu meðan væri verið að koma á þeirri tilhögun sem tillögurnar gerðu ráð fyrir og legði nefndin til að ríkissjóður greiddi þær útflutn- ingsbætur, sem tryggðu bændum fullt afurðaverð verðlagsárin 77/78/79. Eins og fyrr sagði leggur nefnd- in til að heimilað verði með lögum að setja á kvótakerfi, ef markaðs- aðstæður eru slíkar, að fram- leiðsluhömlur séu nauðsynlegar og jetur nefndin fram nokkur atriði varðandi framkvæmd þess svo sem að kvótinn verði bundinn við lögbýli og ábúendur sem sátu þau árin 1977 og verðið miðað við framleiðslumagn á hvern skráðan ábúanda lögbýlis á s.l. þrem árum og búfjárfjölda sömu ár. Þá er gert ráð fyrir að búvöruframleiðendur utan lögbýla þurfi að sækja um framleiðsluleyfi ár hvert til land- búnaðarráðuneytisins og þurfi að greiða gjalda til verðjöfnunarsjóðs fyrir framleiðsluleyfi. Sett er fram tillaga um skerð- ingarmörk kvótakerfisins á fyrsta ári og er við það miðað að fyrir afurðir af fjögurhundruð ærgilda bústærð verði skerðingin 2% af grundvallarverði, fyrir 401—600 ærgildi 4% af grundvallarverði viðbótarinnar. Fyrir 601—800 6% og fyrir 801 og þar yfir 8% af grundvallarverðinu og hjá þéttbýl- isbúum og ríkisbúum verði skerð- ingin 10%. Ýmsar aðrar tillögur er að finna í drögum nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.