Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. AGUST 1978 31 Evrópumeistaramótið í írjáls- um íþróttum var sett hér í Prag klukkan 14.30 í dag að íslenzkum tíma. Setningarathöfnin var lát- laus en virðuleg. Mtttöku- þjóðirnar 32 gengu inn á leik- vanginn undir þjóðfánum sínum og var íslenzki flokkurinn sá áttundi í röðinni. Komu þeir næstir á eftir írlandi og á undan ítölum. Óskar Jakobsson var fánaberi íslenzka hópsins og var hann eini fánaberinn sem felldi fánann fyrir framan heiðurs- stúkuna og fékk hópurinn þá mikið klapp frá um 40 þúsund áhorfendum. 1200 ungmenni sýndu leikfimi að setningunni lokinni og var sú sýning stór- glæsileg. Prag 29. ágúst, Þórarinn Ragnarsson skrifar frá EM í frjálsum íþróttum. Þá hófst keppnin með 400 metra grindahlaupi og undanrásum í 100 metra hlaupi. Vilmundur Vil- hjálmsson hljóp í 4. riðli og virtist hann vera mjög taugaóstyrkur, þjófstartaði til að byrja með. Er hlaupararnir fengu síðan löglegt start sat hann örlítið eftir. Hann varð sjöundi og síðastur í sínum Vilma Bardauskiene frá Sovétríkjunum varð fyrst kvenna til að stökkva yfir 7 metra í langstökki og í gær bætti hún enn heimsmet sitt í greininni. Jón og Vilmundur slðastir í sínum riðlum ARFTAKI VIREN SIGRAÐIÍIOKM riðli og hljóp á 10.76 sekúndum. Sigurvegarinn í riðlinum var Petnov frá Búlgaríu, en hann hljóp á 10.44 sekúndum. Beztum tíma í undanrásum 100 metra hlaupsins náði ítalinn Mennea, hljóp á 10.19 sekúndum. Vilmundur hafnaði í 24. sæti af 28 keppendum. Jón Diðriksson hljóp í 4. og síðasta riðli í 800 metra hlaupinu og tókst honum allvel upp. Hann hélt sig um miðjan hóp fyrri hringinn, en missti andstæðinga sína þá of langt frá sér og var nokkuð að baki hinum keppendum seinni hringinn. Jón fékk tímann 1:50.40, sem er þokkalegur árangur, en þó nokkuð frá íslands- meti Jóns, sem er 1:49.3. Sigurveg- ari í riðlinum var Sebastian frá Bretlandi og hljóp á 1:46.8 og var það bezti tíminn, sem náðist í undanrásunum. GLÆSILEGT HEIMSMET FYRSTA KEPPNISDAGINN Strax fyrsta daginn var sett heimsmet, það kom í undanrásum í langstökki kvenna er rússneska stúlkan Vilma Bardauskine stökk 7.09 og bætti eigið met um 2 sentimetra. Sovétmenn fengu einnig fyrsta Evrópumeistarann er Svetlana Ulnasova sigraði í 3000 metra hlaupi. Hún tók þó ekki forystuna í hlaupinu fyrr en um 200 metrar voru eftir. Greta Waitz hafði leitt hlaupið allan tímann, en varð að lokum að sætta sig við brons í keppninni. Nokkuð óvænt, því norska stúlkan á heimsmetið í greininni, en Marocescu frá Rúmeníu varð önnur. Lóa Ólafsson, dansk-ís- lenzka stúlkan, varð í 16. sæti. Mjög óvænt úrslit urðu í 1000 metra hlaupinu er Finninn Martti Vainio sigraði á tímanum 27:30.99, en þáð er hans langbesti tími. Þeir, sem komu í næstu sætum, Venanzio Ortis frá Ítalíu og Sovétmaðurinn Alexander Antipov, hlupu báðir á betri tíma en nokkru sinni fyrr og komust óvænt á verðlaunapall. Kappar eins og Brendan Foster máttu sætta sig við lakari árangur að þessu sinni. Hann varð fjórði á 27:32,7 mín. Besta tímann í undanrásum 400 metra grindahlaupsins fékk V-Þjóðverjinn Harald Schmid, en hann hljóp á 49.78, sem er gott hjá þessum tvítuga Þjóðverja, en hann á besta árangur keppenda á mótinu í ár. Núverandi Evrópu- meistari, Allan Pascoe frá Bret- landi, komst ekki í úrslitin, en hann fékk tímann 50.95. Pietro Mennea frá Italíu náði bestum tíma í undanrásum 110 metra grindahlaupsins, 10.19 og er það nýtt Evrópumeistaramótsmet. Borzov frá Sovétríkjunum tapaði fyrir Allan Wells frá Bretlandi í sínum riðli en komst eigi að síður áfram. Þjóðverjar mættu ekki til setningarathafnarinnar í gær til að mótmæla rangri notkun á nafni V-Þýskalands af hálfu tékknesku skipuleggjendanna. Þjóðverjarnir sem eru fjölmennastir á mótinu með 68 keppendur, hyggjast þó ekki mótmæla frekar á mótinu. Tólf heimsmet og yfirburðir USAá HMísundi Nýlokið er heimsmeistaramótinu í sundi, sem íram fór í Berlín og stóð 10 daga. Þar voru nokkur frækileg heimsmet sett og sundfólkið náði í heild góðum árangri. Það sem kom kannski mest á óvart, var að veldi Austur-Þýskalands í kvennagreinunum virðist vera liðið undir lok. Það voru bandarísku stúlkurnar sem hrifsuðu flest gullin að þessu sinni. Sigurvegararnir í greinunum voru þessiri 200 m fjórsund kvennai Tracy Caulkins USA 2.14,07 mín, sem er heimsmet. 100 m bringusund karla. Walter Kusch Vestur-Þýskalandi, 1.03,56 mín. 200 m skriðsund karla. William Forrester USA, 1.50,02 mín. 100 m baksund karla. Robert Jackson USA, 56,36 sek. 4x100 m fjórsund kvenna. Bandaríkin, 4.08,21 mín. 200 m skriðsund kvenna. Cynthia Wood* head USA, 1.58,52 mín, sem er heimsmet. 400 m fjórsund karla. Jessy Vassalo USA, 4.20,05 mín, sem er heimsmet 100 m baksund kvenna. Linda Jezek USA, 1.02,55 mín. 100 m bringusund kvenna. Júlía Bogdanova Sovétríkj. 1.10,31 mín, sem er heimsmet. 4x100 m skriösund karla. Bandaríkin, 3.19,14 mín sem er heimsmet. 400 m fjórsund kvenna. Tracy Caulkins USA, 4.40,83 mín sem er heimsmet. 200 m baksund karla. Jessy Vassalo USA, 2.02,16 mín. 200 m bringusund karla. Nick Nevid USA, 2.18.37 mín. 400 m skriðsund karla. Vladimir Salninkov Sovétrfkj. 3.51,94 mín. 100 m flugsund kvenna. Mary J. Penning- ton USA, 1.00,20 mín. 200 m flugsund karla. Mike Bruner USA, 1.59.38 mín. 100 m skriðsund kvenna. Tracy Wickham Ástralíu, 4.06,28 mín, sem er heimsmet. 200 m bringusund kvenna. Linda Kachus- hite Sovétríkj. 2.31,42 m#i sem er nýtt heimsmet. 200 m fjórsund karla. Graham Smith Kanada, 2.03,65 mín — heimsmet. 200 m baksund kvenna. Linda Jazek USA, 2.11,93 mín. — heimsmet. 4x200 m skriðsund karla. Bandaríkin, 7.20,82 mín — heimsmet. 1500 m skriðsund karla. Vladimir Salnin- kov Sovétríkj. 15.03,99 mín. 100 m flugsund karla. Joe Bottom USA, 54,30 sek 200 m flugsund kvenna. Tracy Caulkins USA, 2.09,87 — heimsmetsjöfnun. 4x100 m skriðsund kvenna. Bandaríkin. 3.43,43 mín — heimsmet. 800 m skriðsund kvenna. Tracy Wickham Ástralíu, 8.24,94 mín. 100 m skriðsund karla. David McCagg USA, 50,24 sek. 100 m skriðsund kvenna. Barbara Krause A-Þýskalandi, 55,68 sek. 4x100 m fjórsund karla. Bandaríkin, 3.44,63 mín. Dýfingar af lágu bretti. Phil Boggs USA. Dýfingar af háu bretti. Gregg Louganis USA. Dýfingar kvenna. Irina Kalinina Sovétríkj- unum. í stigakeppni þjóðanna. hlaut USA 473 stig, Sovétríkin 204 og Austur-Þýskaland 176 stig. Verðlaunin skiptust þannig. Gull silfur brons Bandaríkin 23 14 7 Sovétríkin 6 4 6 Kanada 315 Ástralía 2 0 0 Austur-Þýskaland 1 10 4 Vestur-Þýskaland 12 4 Aðrar þjóðir hlutu færri verðlaun. • Bandaríska stúikan Tracy Gaulkins var án efa skærasta stjarna heimsmeistaramótsins 1 Beríin, sem lauk í fyrradag. Hún setti þrjú heimsmet á mótinu og hiaut fimm gullverölaun, þar af 4 í einstaklingsgreinum. Á meðfylgjandi mynd syndir hún tii sigurs í 400 metra fjórsundi á nýju heimsmeti, 4i40.83. Kanarnir flæða nú inn í landið Oværrt úrslit í Englandi ÞAU ÓVÆNTU úrslit urðu í 2. umferð ensku deildabikarkeppninnar í íyrrakvöld að Liverpool tapaði liO fyrir Sheffield United á útivelli. í gærkvöldi urðu úrslit ekki síður óvænt, en þá vann Southampton t.d. Birmingham 5i2 á heimavelli sfðarnefnda liðsins og Arsenal tapar úti fyrir Rotherham. Everton gerði sér lítið fyrir og vann Wimbledon 8i0, en Nottingham Forest, sem lék á útivelli, mátti gera sér jafntefiið að góðu, 0.0 á móti Oldham. ílrslit í xarkvoldi. Birminxham — Southampton 2.5 Bolton — Chelsea 2.1 Bristol City — Crystal Palace 1.2 Burnley — Bradford 1,1 Everton — Wimbldon 8d) Exeter — Blackburn 2.1 Fulham — Darlinirton 2.2 Manchester City — Grimsby 2.0 Middlesbrough — Peterbrough 0.0 Northampton — Hereford 0.0 Oldham - - Nottingham Forest 0.0 Rotherham — Arsenal 3.1 Swansea — Tottcnham 2.2 Walsall - - Charlton 1.2 Wrexham — Norwich 1.3 Preston - - QPR 1.3 BrÍKhton - Millwall 1.0 Luton — Wigan 2.0 Orient Chesterfield 1.2 Watford — Newcastle 2.1 íslensku körfuknattlciksfélögin keppast nú um það hvert um annað þvert, að tryggja sér Bandaríkjamenn fyrir komandi keppnistímabil, en eins og kunnugt er, er hverju félagi heimilt að hafa einn slikan í liðinu. Fram, ÍR og KR hafa þegar samið við Ameríkana og Grindvíkingar; sem leika í fyrstu deild eru aðeins sagðir eiga eftir að láta kappann skrifa undir. Þá verða það aðeins Ármenningar sem enn hafa ekki tryggt sér útlending og eru þeirra mál eitt spurningarmerki og öll í athugun. Sá orðrómur að þeir hefðu hug á að Framarar voru að enda við að semja símleiðis við John Johnson, 22 ára bakvörð, sem er um 187 cm á hæð og hvítur á hörund. Að sögn Sigurðar Jónssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Fram, vita þeir að öðru leyti lítið um leikmanninn og treysta á umboðs- mennina. Johnson þessi lék þó víst einu sinni sýningarleik gegn liðinu Haarlem Globtrotters. Er það von Framara, að ekki séu aukvisar valdir í slíka leiki. ÍR-ingar voru rétt í þessu að ganga frá símasamningi við Paul Stewart. Hann er maður sem leikið getur flestar stöður á vellinum, en ÍR-ingar hafa hug á að láta hann leika senter. Stewart er tæplega 2 metrar á hæð og fá Jimmy Rogers aftur til lands . hvítur eins og Johnson, en þeir þekkjast vel, léku saman í háskóla- liði. KR-ingar voru að enda við að semja við John Hudson, blökku- mann sem leikið hefur m.a. einn vetur með Chicago Bulls, sem þykir eitt af sterkari liðum Bandaríkjanna. Hudson er að sögn einn sterkasti leikmaðurinn sem komið hefur hingað til lands, betri heldur en þeir blökkumenn sem fyrir hafa verið, Rogers og Trukk- urinn. Þá eru Grindvíkingar komnir á fremsta hlunn með að semja við Mark Holmes, Bandaríkjamann, sem talinn er vera sterkur eins og vænta mátti. Grindvíkingarnir ætla sér því stóra hluti á komandi að sögn úr lausu lofti gripinn. keppnistímabili og hafa greinilega fullan hug á að tryggja sér sæti í Úrvalsdeildinni að ári. Eftir því sem Mbl. kemst næst, verða auk þcss áfram hér á landi þeir Ameríkanar sem léku hér á síðasta vetri, að undanskildum Andy Piazza hjá KR, en John Hudson tekur stöðu hans. Christ- iansen verður áfram með Þór, Hockenos með Val og Dunbar með ÍS. Það eru fleiri en Ameríkanarnir sem koma og fara, Kolbeinn Kristinsson hefur nú gengið í raðir ÍR-inga eftir tímabil með ÍS, Jón Pálsson, sem hvíldi í fyrra, gekk úr ÍR yfir í ÍS. — gg- wmmmmmmmmammm—mmrn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.