Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978 29 m ^7 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRA MANUDEGI Ekkert liggur fyrir um hvað við eigi að taka nema að það sé sem hugsandi menn óttast, að þeir verði þá komnir með þjóð okkar á þá heljarþröm, að alger yfirtaka þeirra verði ekki langt undan. Slíkar þenkingar eiga fullan rétt á sér þegar hugsað er til veiklyndis og sundurlyndis þess sem nú um stundarsakir telst krataflokkur, nú að mestu byggður þeim kjós- endum Sjálfstæðisflokks sem reið- ir voru og óánægðir með forystu- menn sína í ríkisstjórn vegna vanmáttar og aðgerðarleysis í efnahags- og verðbólgumálum. Engan undrar sem til kommúnista þekkja, þótt kratar og þjóðin öll vilji fá að vita hvað eigi að ske, eftir að þjóðarskútan hefur verið bundin við bryggju Lúðvíks. Á hún að fara af stað að nýju og hvað á að knýja siglingu hennar. En furðulegast er þó í þessum upp- hrópunum „lýðræðissinna" Þjóð- viljans er þeir skammast út í síðustu viðbrögð krata, að þeir forðast að minnast á þá skipulögðu niðurlægingar- og ófrægingarher- ferð á hendur þeim og Benedikt Gröndal, er þeir hrundu af stað eftir að þeir vísvitandi eyðilögðu tilraunir hans til myndunar vinstri stjórnar. Þá var ekki þjóðarhagur í veði hjá kommum, þá þurfti ekki að sigla brimgarð- inri að bryggju. En hverjir báru fé á Alþýðubandalagið, er þeir neit- uðu alfarið að taka upp viðræður um myndun meirihlutastjórnar með krötum og sjálfstæðismönn- um? Voru þessi viðbrögð kommún- ista greiðsla fyrir „Túngötugull"? Þessi áburður sitt á hvað um erlendar mútur til stjórnmála- starfsemi á íslandi, sem kratar einir hafa viðurkennt að hafa þegið, en meiri grunur leikur þó á, að félagar þeirra í Alþýðubanda- laginu hafi ekki síður þegið, er orðinn svo hávær að full ástæða virðist fyrir „rannsóknarblaða- menn“ að kanna málið til hlítar. Því hefur oft verið haldið fram með réttu eða röngu, að flokkar í stjórnaraðstöðu á liðnu kjörtíma- bili væru betur búnir i stakk fjárhags- og aðstöðulega að ganga til kosninga en þeir sem utan stjórnar hefðu verið eins og kratar í vor í sjö ár og kommar í fjögur ár. I síðustu kosningum brá þó svo við, að Sjálfstæðisflokkurinn barð- ist í bökkum fjárhagslega, en svo virtist sem kommar og þó sérstak- lega kratar hefðu nær ótakmörkuð fjárráð til prentunar og útgáfu áróðursbæklinga. Áður en frekar er framhaldið áburði komma á NATO um fémút- ur og hótanir ættu þeir að líta rannsóknaraugum eigið bókhald og mútur bræðraflokka krata í hefðbundinni valdabaráttu þeirra við kommúnista um völdin í verkalýðshreyfingunni. „Rann- sóknarblaðamenn" gætu t.d. hafið rannsókn á greiðslu kostnaðar við utankjörstaðakosningu náms- manna á Norðurlöndum og Þýzka- landi, hvaðan þær gífurlegu upp- hæðir komu sem það starf kostaði og hvaða forystumenn komma og krata voru þar á ferð vikurnar áður en utankjörstaðakosningarn- ar hófust. „Ægir.“ Þessir liringdu . . . ist við. Ég get ómögulega fundið þetta og þar sem mig vantar filmu, sem ég sendi til Danmerkur fyrir nokkru langar mig til að biðja konuna um að endurtaka þetta í blaðinu og gefa upp símanúmer sitt, svo ég geti þá haft samband við hanaý G.S. • Óskila filmur frá Danmörku „Ég frétti af því um daginn að ekki alls fyrir löngu hefði kona skrifað til blaðsins og sagt að hún hefði fengið séndar filmur frá Danmörku, sem hún ekki kannað- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Maribor í Júgóslavíu í fyrra kom þessi staða upp í viðureign stór- meistaranna Planincs, Júgóslavíu, sem hafði hvítt og átti leik, og Kirovs, Búlgaríu. Síðasti leikur svarts var 30. ... Hflxdl. Hvítur skeytti því samt engu og lék: HÖGNI HREKKVÍSI Menntaskólinn við Hamrahlíð Skólasetning: Öldungadeild: miövikudag 30. ágúst kl. 17.30. Dagskóli: fimmtudag 31. ágúst kl. 14.00. Stundarskrá afhent, bóksalan opin miövikud., fimmtud. og föstud. 9—21 og laugard. 9—16. Ráögert er aö hafa opiö frá kl. 12—18, 5 daga vikunnar í vetur. Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá 1. sept. Hafnarfjöróur Lögtaksúrskurður Samkvæmt beiöni bæjarsjóös Hafnarfjaröarbæjar úrskuröast hér meö aö lögtök geti farið fram fyrir eftirtöldum gjöldum til bæjarsjóös Hafnarfjaröar og hafnarsjóös Hafnarfjaröar auk dráttarvaxta og kostnaðar. 1. til bæjarsjóös Hafnarfjaröar: a. gjaldföllnu en ógr. útsvari og aöstööugjaldi ársins 1978 er féll í eindaga þann 15. ágúst s.l. b. Hækkunum útsvars og aðstööugjalds ársins 1977 og eldra. c. Gjaldföllnum en ógr. fasteignagjöldum ársins 1978, sem eru fasteignaskattur, vatnsskattur, holræsagerö og lóöarleiga. d. Vatnsskatti samkv. mæli. 2. til Hafnarsjóðs Hafnarfjaröar: Gjaldföllnum en ógreiddum hafnargjöldumársins 1978 samkv. 24. grein reglugeröar 116/1975: Lestrargjald, viktargjald, vatnsgjald, hafnsögugjald, fjörugjald, gjald fyrir hafnsögubáta og önnur tæki og aöra aðstoð sem framkv. er af hálfu hafnarinnar fyrir skipin. Lögtök geta fariö fram aö liönum 8 dögum frá birtingu úrskuröar þessa. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði 28. ágúst 1978. Q3P SIGGA V/öGA £ burðarfólki Austurbær Bergstaöastræti Sóleyjargata Samtún Úthverfi Hvassaleiti 1—30. Reynimelur 1—56. Hringbraut I og II Vesturbær Fornhagi Miöbær Túngata Bræöraborgarstígur Hávallagata |ílovötmlilní>ií> Uppl. í síma 35408 31. Bxh6! - g6 32. Bg7++! og svartur gafst upp. Eftir 32. ... Kxg7 33. Dxg6+ - Kf8 34. Dxg8+ — Ke7 35. Hg7 er hann mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.