Morgunblaðið - 06.09.1978, Side 1

Morgunblaðið - 06.09.1978, Side 1
32 SÍÐUR 201. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Callaghan lof ar ákvördun skjótt Brighton, 5. september. AP. Reuter. Forsætisráðherra Breta, James Callaghan, hét því á þriðjudag að gera upp hug sinn bráðlega um hvort efna skuli til þingkosninga í næsta mánuði, eins og almennt er búist +ið. eða bíða þar til snemma árs 1979, svo að ráðrúm gefist til að efla efnahag landsins. Callaghan ávarpaði í dag ársþing brezku verkalýðssamtakanna, sem telja um tólf milljónir verkamanna og var almennt búist við að hann myndi þá blása til orrustu í væntanlegri kosningabaráttu. For- sætisráðherrann gaf hins vegar engin ákveðin svör og virðast fréttaskýrendur nú á þeirri skoðun að Callaghan muni gefa ákvörðun sína til kynna á ráðuneytisfundi á fimmtudag. Ekki verður sagt að stjórnar- leiðtoginn hafi fengið blíðlegar móttökur er hann kom til fundarins er hópur atvinnulausra gerði aðhróp að honum og heimtaði lifibrauð. I ávarpi sínu lét Callaghan í það skína að verðbólga myndi aftur gossa á næsta ári sættu verkalýðsfé- lög sig ekki við fimm hundraðshluta hámarkshækkun á kauptaxta, en margir sérfræðingar spá aukinni verðbólgu á næsta ári. Ihaldsflokkurinn kallaði saman „skuggaráðuneyti“ sitt í gær og hefur þegar hafizt handa við samningu kosningaávarps. Sam- kvæmt stjórnarskrá landsins er Cailaghan ekki skyldur til að efna til kosninga fyrr en í október á næsta ári en sökum ótryggrar stöðu stjórnarinnar á þingi, þar sem opinbers stuðnings Frjálslyndra nýtur ekki lengur við, virðast bráðlegar kosningar óumflýjanlegar. Vottar NATO hollustu sína HINN nýi utanríkisráðherra Portúgals, sem að undanförnu hefur sætt ákúrum vegna gruns um að fella hug til kommúnista, lýsti því yfir í dag að Portúgals- stjórn, vikugömul, myndi stuðla að „varanlegri rótfestu" landsins í Norður-Atlantshafsbandalag- inu. FRÁ SLYSSTAÐ — Rhódesískir lögregluþjónar taka saman líkamsleifar fórnarlamba, sem hryðjuverkamenn skutu nærri flaki flugvélar félagsins Air Rhódesía. Nkomo axlar sök á flugsly si Salisbury, 5. septcmber Reuter — AP RHÓDESÍSKAR hersveitir leituðu ákaft að hryðjuverkamönnum á Heiðri Tarzans ofbodid New York, 5. sept. AP. • „TARZAN, sneypairumskógar- ins“ heitir nýleg klámmynd, sem orðið hefur tilefni málsóknar ættingja rithöfund- arins Edgar Rice Burroughs, hins kunna höfundar Tarzan- bókanna. Gera ættingjarnir kröfu til þess að sýningar á myndinni verði samstundis stöðvaðar vestanhafs og að framleiðandi greiði þeim þrjár milljónir dollara í skaðabætur. Bætir gráu ofan á svart að sögumaður í hinni nýstárlegu kvikmynd er Johnny Weismull- er, sonur sundkappans fræga, sem fór með hlutverk apa- fóstrans í fjölda kvikmynda á fyrri tíð. I skógarsvæði í dag þar sem orðspor er á reiki um að þeir hafi skotið til bana farþega, sem lifðu af er | flugvél hrapaði í Norður-Rhódesíu á sunnudag. Leiðtogi skæfuliða, Joshua Nkomi, lýsti því yfir í Lusaka í dag að hans menn hefðu skotið niður Viscount- vél-flugfélagsins Air Rhódesía þar sem flugvélar af þessu tagi hefðu verið notaðar til herliðs- ög vopna- flutninga. Þessa yfirlýsingu Nkomos hafa stjórnendur flugfélagsins hins vegar dregið i efa og sagt að engar sannanir bendi til að vélin hafi verið skotin niður, þar sem hún féll nærri landamærum Sambíu. Talsmaður landvarnaráðuneytis- ins í Rhódesíu sagði í dag að fjöldi manna hefði gefið sig fram af sjálfsdáðum til að hafa hendur í hári hryðjuverkamannanna, sem sagt er að hafi myrt tíu af átján farþegum, er af kpmust. Nkomo hefur á hinn bóginn þverneitað ábyrgðinni af ódæðinu enda þótt hann hafi áréttað að skæruliðar úr hans röðum muni skjóta á allar herflutninga flugvélar. „Viscountvélar hafa verið notaðar til herflutninga og við höfðum enga ástæðu til að ætla að í þessu tilviki væri öðru máli að gegna,“ sagði Nkomo. Forsetar faðmast — Carter Bandaríkjaforseti fagnar Sadat Egyptalandsforseta við komu hans til Camp David í Maryland í dag þar sem þeir munu hefja friðarviðræður ásamt Begin, forsætisráðherra Israels. simamynd ap Ráðherra rekinn í Rúmeníu Vín, 5. september. Reuter. DÓMSMÁLARÁÐHERRA Rúmen- íu var vikið frá án skýringa í dag og bendir flest til að brottrekstur inn sé liður í hreinsunum Ceaus- escus forseta eftir að hátt settur öryggisráðgjafi flúði til Bandaríkj- anna fyrir nokkru. Ráðherrann, Teodor Coman að nafni, var sviptur embætti með stuttlegri tilskipun undirritaðri af Ceausescu forseta og var annar lítt þekktur starfsmaður kommúnista- flokksins samstundis ráðinn í hans stað. Coman er annar úr röðum áhrifa- mikilla ráðherra, sem rekinn er eftir að samstarfsmaður forsetans, Ion Pacepa, stakk af fyrir sex vikum. Ferðamálaráðherra landsins, Nicolae Doicaru, var látinn hafa pokann sinn fyrirvaralaust um miðjan ágúst. Grunur leikur á að báðir hafi mennirnir sætt yfir- heyrslum í sambandi við liðhlaup Pacepas. Heimildir i Búkarest herma að um hundrað manns hafi komið við sögu í tiltektum forsetans. Carter ætlar að reyna til þrautar Thurmont, 5. september. Reuter AP FORSÆTISRÁÐHERRA ísraels, Menachem Begin, og Anwar Sadat, forseti Egyptalands, komu í kvöld báðir til Bandarikjanna til væntanlegs stórfundar með Carter forseta um málefni Mið Austurlanda. Ilvor tveggja Sovétríkin og talsmenn Palestínuskæruliða hafa fordæmt fundarhöldin en allt bendir til að leiðtogarnir þrír muni engu síður reyna til hins ýtrasta að ná samningum. Sadat, sem kom til Maryland um tveim tímum á undan Begin.sagði við komu sína að hann myndi gera úrslitatilraun en Begin hins vegar lofaðist til að gera allt sem í hans valdi stæði til að ná samkomulagi í átt til friðar. Áður höfðu embættismenn í tengslum við Bandaríkjaforseta látið í veðri vaka að hann væri reiðubúinn að þrauka fyrir luktum dyrum uns tækist að brjóta ísinn í viðræðun- um. Báðir féllu þeir Sadat og Begin í faðma við Carter er þeir heilsuðu honum sitt í hvoru lagi í Camp David, en þangað flutti þyrla þá frá Washington. Áttu þeir síðan um fimmtán mínútna fund hvor með forsetanum. Að sögn blaðafulltrúa Hvíta hússins átti Begin síðan að hitta Carter að máli aftur á miðnætti að íslenzk- um tíma í kvöld en Sadat og Carter munu svo funda klukkan tvö síðdegis á morgun. Það kom fram hjá sovésku fréttastofunni Tass, sem sagði frá Camp David fundinum í dag, að Bandaríkjamenn væru á þennan hátt að koma ár sinni fyrir borð í valdataflinu fyrir botni Miðjarðarhafs og utanríkisfulltrúi palestínskra hersveita í Beirut komst svo að orði að stjórn Carters freistaði þess nú að þvinga fram eigin lausnir í landsvæða- deilu Araba og ísraelsmanna. Skæruliðasveitir Yassers Arafats, viðurkenndu að hafa komið fyrir tveimur sprengjum í Jerúsalem í dag þar sem tveir menn særðust og hótuðu að láta frekar til skarar skríða í tilefni fundarins. Erfðaeigínleiki kann að valda drykkjusýki Varsjá — 5. september — AP NÝLEGAR vfsindaniðurstöður benda til að meðfæddir lífefnafræði- legir eiginleikar kunni að gera vissum einstaklingum hættara við drykkjusýki cn öðrum Bandarískur vísindamaður frá háskólanum í Norður-Karólínu, dr. John A. Ewing, skýrði frá því á þrítugasta og öðru alþjóðaþingi um fíkniefna- og áfengisneyzlu í Varsjá í dag að ákveðnar rann- sóknir hefðu bent eindregið til að vissir erfðaeiginleikar skýrðu, hvers vegna margir einstaklingar hefðu lítinn viðnámsþrótt gegn áfengi. Ewing sagði að starfsmenn áfengisrannsóknarstöðvar há- skóla síns hefðu komist að því að tengsl væri að finna milli áhrifa alkóhóls og styrkleika ákveðins efnahvata í blóðinu, sem mældur var áður en áfengis var neytt. Á máli efnafræðinnar er hvati þessi nefndur dopamín beta-hydroxy- lase eða DBH. Hann bætti við að tilraunir hefðu sýnt að væri rottum gefiðJyf til að draga úr verkun DBH forðuðust þær mun frekar að neyta ethanóls (áfengis). Vísindamaðurinn tók fram að lífefnafræðirannsóknir af þessu tagi kæmu fyllilega heim og saman við niðurstöður danskra vísindamanna, sem sýndu að börn áfengissjúklinga ánetjuðust áfengi miklu frekar en önnur, þrátt fyrir að þau hefðu verið ættleidd og raunverulegir foreldr- ar hefðu aldrei komið nærri við uppeldi þeirra. þ. sagð. hann ^ sænskar rannsóknir hefðu sýnt fram á að áfengishneigð kæmi frekar fram hjá mönnum á miðjum fertugsaldri og eldri hefði afi þeirra veríð áfengissjúklingur. Ewing vék einnig að því að leidd hefðu verið lífefnafræðileg rök að því hvers vegna austurlandabúum hætti síður við ofdrykkju en öðrum kynstofnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.