Morgunblaðið - 06.09.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978
5
Hluti starfsfólks Leikfélags Reykjavíkur fyrir utan lönó.
Sex frumsýningar
hjá L.R,
Sex ný verkefni verða frumsýnd á
því leikári Leikfélags Reykjavíkur,
sem nú er aö hefjast. í samtali viö
Morgunblaðið sagöi Vigdís Finn-
bogadóttir leikhússtjóri að svo mörg
leikrit heföu aldrei verið frumsýnd á
einu leikári hjá Leikfélaginu. Smæö
hússins gerði hins vegar að verkum
að verkin væru sýnd oftar, og því
heföi t.d. ekki verið unnt aö frumsýna
eitt þeirra á síöustu verkefnaskrá. Er
það nýtt leikrit eftir Jónas Jónasson,
sem verður frumsýnt um miöjan
september.
Verk Jónasar ber nafniö Glerhúsiö,
og er þaö byggt í kringum hugaróra
og umhverfi ofdrykkjumanns. Leik-
stjóri sýningarinnar er Sigríöur
Hagalín. Almenna bókafélagiö gefur
leikritiö út á prenti, og kemur það út
á frumsýningardag.
Önnur verkefni L.R. í vetur verða:
Lífsháski (Deathtrap) eftir banda-
ríska leikskáldiö Ira Levin. „Thriller",
sem frumsýndur var í New York fyrir
skömmu og fékk þar frábæra dóma
og vinsældir, en þetta mun fyrsta
sýning leiksins utan Bandaríkjanna.
Það verður frumsýnt í byrjun nóvem-
ber, undir leikstjórn Gísla Halldórs-
sonar.
Geggjaöa konan í París (La folle de
Chaillot) eftir franska skáldiö Jean
Giraudoux. Giraudoux er eitt virtasta
leikritaskáld Frakka á fyrri hluta
aldarinnar, en ekkert verka hans
hefur verið sýnt hér fram aö þessu.
Verkiö er gamansöm lýsing á olíu-
í vetur
fundi í hjarta Parísar á tímum nasista.
Steindór Hjörleifsson leikstýrir
sýningunni, en frumsýning veröur í
byrjun janúar.
Innrásin (Los Invasores), leikrit frá
Chile eftir Egon Wolff, sem er meðal
kunnustu leikskálda í Suöur-
Ameríku. Þetta er fyrsta sýning á
leikverki frá Chile hér á landi, en
verkiö fjallar um afleiðingar þess, aö
tötrum klæddur lýöur sezt upp á
heimili góöborgara. Frumsýning
þessa leikrits veröur í byrjun marz,
og þar leikstýrir Þórhildur Þorleifs-
dóttir í fyrsta sinn fyrir L.R.
Vorverkefni Leikfélagsins veröur
væntanlega nýtt íslenzkt leikrit, sem
enn er ófullbúiö. Auk framangreindra
verka veröur svo ein frumsýning á
leikárinu í Austurbæjarbíói. Þar
veröur settur á svið gamanleikurinn
Rúmrusk (Bedroom Farce) eftir
Englendinginn Alan Aykbourne, sem
sýndur hefur verið í brezka Þjóöleik-
húsinu síðan í fyrra. Guörún Ás-
mundsdóttir setur leikinn á sviö.
Auk nýrra verkefna sýnir Leikfélag
Reykjavíkur áfram leikritin Valmúinn
springur út á nóttunni eftir Jónas
Árnason, Skáld-Rósu eftir Birgi
Sigurösson og Blessað barnalán eftir
Kjartan Ragnarsson.
Vigdís Finnbogadóttir kvaöst vilja
kalla næsta leikár Leikfélags Reykja-
víkur „ár nýjunganna", þar sem þess
væri freistað aö bjóða upp á margt
það sem væri aö gerast um þessar
mundir í erlendu leikhúslífi.
Verðlagsráð og verð-
lagsst jóri deila enn um
norrænu verðkönnunina
Verzlunarráð íslands heíur
látið kanna hjá verðlagsstofn-
uninni í Noretfi á dögunum
hvaða mcðferð hin norræna
verðkönnun verðlagsyfirvalda
í viðkomandi löndum hefði
fengið. Aðþví er Þorvarður
Elíasson, framkvæmdastjóri
verzlunarráðsins tjáði Mbl. er
það ekki rétt að verðlagsstjór-
arnir hafi gert samkomulag
um að birta heildarniðurstöðu
verðkönnunarinnar heldur hafi
það komið fram í svörum, sem
verzlunarráðið fékk frá Noregi
fyrir milligöngu verzlunar-
ráðsins norska, að ekki væri
búið að taka afstöðu til þess
hvort könnunin yrði birt vegna
þess að menn ættu eftir að gera
upp hug sinn um hvort þeir
teldu niðurstöður könnunar-
innar marktækar. Yrði tekin
formleg afstaða til þessa á
fundi í næstu viku.
Morgunblaðið bar þetta undir
Georg Ólafsson verðlagsstjóra.
„Mér virðist Þorvarður Elíasson
láta að því liggja að ég hafi
brotið einhvern trúnað með því
að birta niðurstöðu af samnor-
rænu verðkönnuninni og byggir
á upplýsingum frá norska verð-
lagsstjóranum. Eg óska því eftir
að fá að taka það fram, að ég
taldi það embættisskyldu mína
að gera viðskiptaráðuneytinu
þegar í stað grein fyrir niður-
stöðum könnunarinnar, þegar
þær lágu fyrir. Taldi ég mér
einnig skylt að skýra niðurstöð-
urnar fyrir samtökum stórkaup-
manna og forráðamönnum SÍS.
Loks skýrði ég verðlagsnefnd
frá niðurstöðunum. Á fundi
verðlagsnefndar kom það fram,
að rétt væri að birta opinberlega
niðurstöðurnar og mælti aðeins
1 eða 2 af 9 nefndarmönnum
gegn því og var annar þeirra
fulltrúi vérzlunarráðsins í
nefndinni."
A,Á fundi norrænna verðlags-
yfirvalda, sem haldinn var 15.
ágúst sl. eftir að niðurstöður
könnunarinnar lágu fyrir var
ítrekuð samþykkt frá fyrri fundi
að aðeins skyldu birtar heildar-
niðurstöður könnunarinnar en
ekki gefnar upplýsingar um
einstakar vörutegundir," sagði
Georg ennfremur. „Þetta er
gangur málsins og ég hef hvorki
brotið trúnað gagnvart starfs-
bræðrum mínum á Norðurlönd-
um né öðrum aðilum. Niðurstöð-
urnar voru fyrst og fremst
afgerarrdi fyrir okkur Islend-
inga, þar sem við skárum okkur
algjörlega úr með hátt inn-
kaupsverð, og það ætti því ekki
að koma neinum á óvart, hvorki
innlendum né erlendum aðilum,
þó að niðurstöðurnar birtust hér
fyrst."
„Gat nu verið! Hun er líka í Duffys“
Frumsnið tölvureiknuð.
100% amerísk bómull — bvegin.
Stærðir: 27, — 28, — 29, —
30, — 31, — 32, — 33, —
34, — 36, — 38. ^
a&jm
gallabuxurnar
oi>Ýk Mmbuk
simi: 27211
Austurstræti