Morgunblaðið - 06.09.1978, Side 7

Morgunblaðið - 06.09.1978, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978 7 Hin rauöa lína Þegar samstaöa tókst meö hinum ýmsu laun- þegasamtökum um fund- arhöld um allt land og verkfallsaögerðír vegna efnahagsráöstafana frá- farandi ríkisstjórnar var Þaó undir kjörorðinu „samningana í gildi“ og á grundvelli Þess, að fullar verðbætur skyldu koma á öll laun, há sem lág. Það var af Þessum sökum sem háskólamenn tóku Þátt í Þessum aðgerðum og töluðu á fundum. Þá var látin í Ijós gagnkvæm ánægja yfir hinni miklu samstöðu, sem náðst hafði, og dreift línuritum um Það, hversu mikið hin hæstu laun heföu verið skert. Þar sem raddir komu fram um Það, að fullar verðbætur skyldu aðeins taka til almennra launatekna, var Því kröft- uglega mótmælt, bæði af fulltrúum Verkamanna- sambandsins og BSRB. AlÞýðuflokkur og Al- Þýðubandalag tóku kjör- orðiö „samningana í gildi“ svo upp fyrir síö- ustu kosningar; fram- bjóðendum peirra varð tíðrætt um „kaupráns- lög“ og helgan samn- ingsrétt. Það var pví ekki aö ófyrirsynju sem kjósend- ur Þessara flokka töldu Þingmenn Þeirra skuld- bundna eftir kosningar. En sá sem er háll eins og áll finnur víða smugur. Nú hafa menn eins og Ragnar Arnalds og Kjart- an Ólafsson lýst Því yfir, að Þeir hafi aldrei talað um samningana í gildi. Fullyrðingar í Þá átt séu íhaldsáróöur og runnar undan rifum kaldrifjaðra manna. Fyrir AlÞýðu- bandalaginu hafi ávallt vakað aö skerða laun hátekjumanna. Og í sjón- varpsÞætti talaöi hinn síðarnefndi um 200 til 250 Þús. kr. mánaðarlaun í Því sambandi. Hann hafði ekki alveg gert Þaö upp við sig, hvar ætti að draga hið rauða strik. „Grípum til okkar ráöa“ Borgaralega Þenkjandi mönnum kemur Það sízt á óvart, Þótt AlÞýðu- bandalagsmenn eöa kommúnistar Þykist aldrei hafa sagt Þaö, sem Þeir lögðu höfuðáherzlu á, Þegar Þeim Þótti svo henta. En hinir óborgara- legu lifa áfram sælir í sinni trú og Þeir verða einatt fyrir beiskum von- brigðum. Einn Þessara manna er Jón Hannes- son, formaður launa- málaráðs BHM, en hann komst m.a. svo að orði í Morgunblaöinu í gær, Þegar hann var spurður um pau ummæli Ragnars Arnalds, aö með 230 Þúsund króna launaÞak- inu hafi hann aðeins verið aö efna gefin kosn- ingaloforð: „Ég hef fylgzt Það náið með Þessu, að ég veit að Það hefur hvorki verið almennur vilji fyrir Þess- ari leið innan AlÞýöusam- bandsins né AlÞýöu- bandalagsins. Það er al- veg út í hött og Það samstarf sem hófst 1. og 2. marz var alltaf með Því fororði að samningar allra ættu að fara í gildi. Að vísu mölduöu aðilar innan Verkamannasam- bandsins í móinn og vildu aö Þeirra samtök hefðu forgang. Mótmælt- um við Því ekki Þegar bráðabirgðalögin voru sett, en að Því er okkur snertir Þá er Þessi bið- tími búinn. Menn bjugg- ust við Því að Þessi sameiginlega staöa laun- Þegasamtakanna myndi nægja til Þess að brjóta fyrri lög á bak aftur að fullu og síðan að úrslit kosninganna myndu líka duga. Hvorttveggja hefur brugðizt og Þá veröum við einfaldlega að grípa til okkar ráða.“ Þessi ummæli verða ekki misskilin. Launa- hnúturinn hefur alls ekki verið leystur og menn geta búizt við Því, aö til tíðinda kunni að draga fyrr en varir. Um leiö skýrist fyrir mönnum, hvaða skollaleikur hefur verið leikinn á undan- förnum mánuðum, — óheilindin skína í gegn eins og úlfshárin undan sauðagærunni forðum. Sterk stjórn- arandstaða „Ég reikna með harðri stjórnarandstöðu Sjálf- stæðisflokksins,“ eru ný- leg ummæli Lúðvíks Jós- epssonar og hann heldur áfram: „Það sem verður eftirtektarvert er að fylgj- ast meö Því hvort Sjálf- stæðisflokkurínn fer inn á svipaða braut og áöur, Þ.e. ræðst á stjórnina úr hinni áttinni. Hér á ég við, hvort hann gagnrýnir okkur harkalega fyrir að halda niðri kaupi meö samningum við stóru samtökin." Hinn gamli stjórnmála- refur hrósar sér að vísu yfir Því aö vera guöfaðir ríkisstjórnarinnar. Samt er hann ofboö lítið óró- legur yfir Því, hvernig til hefur tekizt. Hann finnur sem sé glöggt, að efna- hagsdæmið hefur ekki gengið upp og pó er gengið út frá margvís- legri kaupskerðingu og nýjum sköttum. Og Lúðvík Jósepsson kann að reikna rétt, Þegar honum býður svo við að horfa. Vitaskyld verður stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins sterk. Framundan eru upplausnartímar í ís- lenzku efnahagslífi og óróleiki á vinnumarkaðn- um. Hitt er svo eftir öðru, aö peir AlÞýðubanda- lagsmenn eru alltaf að reyna að sannfæra sjálfa sig um Það, aö Þeir einir séu málsvarar hins vinn- andi manns í landinu. Það er mikill misskilning- ur. Þvert á móti hafa áhrif Þeirra meðal hinna lægst launuðu farið dvínandi til lengri tíma litið og í kjölfar Þeirra atburða, sem nú eru að gerast, munu Þeir finna fyrir vaxandi tortryggni innan verkalýöshreyfingarinn- ar. Menn uppskera eins og sáö er til. Og varla er við pví aö búast, að ráðherrum og launÞega- foringjum AlÞýöubanda- lagsins veröi tekið fagn- andi eins og boðskapur Þeirra er nú til almenn- ings í landinu. Af hverju gráta börn um nætur? OFT Á tíðum kvarta mæður ungbarna um að börn þeirra vakni upp á nóttunni og gráti eða ambri og víst er að slíkt er ákaflega hvimleitt fyrir for- eldra. Margar mæður fá það á tilfinninguna að þær meðhöndli börn sín ekki rétt og að þær eigi alfarið sökina á vökum barn- anna, en svo er þó ekki. í fjölda rita uppeldisfræðinga eru gefin margvísleg ráð við næturgráti barna og eitt af þeim er t.d. að láta barnið bara gráta, það þagni eftir smástund o.s.frv. en það er haldlítil aðferð. í nýlegri skýrslu um þetta vándamál, sem þrír læknar við Heilsugæzlustofnunina í Lond- on hafa látið frá sér fara kemur fram að grát barna og vökur um nætur er á engan hátt hægt að rekja til rangrar meðferðar móður eða foreldra. Læknarnir komust að raun um, að nætur- vökur og grátur ungbarna eru bein afleiðing fjölda minni háttar erfiðleika við fæðingu og þar sé skýringarinnar helzt að leita. Læknarnir höfðu annars veg- ar til athugunar hóp ungbarna á aldrinum 15, 21, 33, og 39 mánaða gömul, sem vöknuðu upp á nóttunni og grétu og hins vegar hóp barna á sama aldri sem sváfu eðlilega. í ljós kom að börnin í fyrri hópnum höfðu vaknað upp á nóttunni og grátið allt frá fæðingu og héldu uppteknum hætti fram til 2—3 ára aldurs. Fæðing langflestra þessara barna hefði verið ein- hverjum erfiðleikum bundin á einn og annan hátt, sem ekki var nánar tilgreint í skýrslunni. Fæðing barna í „eðlilega hópn- um“ hafði undantekningarlítið gengið nokkuð greiðlega fyrir sig. Læknarnir fylgdust einnig með mæðrum í báðum hópum og varð niðurstaðan sú, að með- höndlun þeirra átti lítinn sem engan þátt í gráti barnanna. Það var að vísu mismunandi og fyrir kom, að viðbrögð móður sem brá alltaf skjótt við ef barn hennar vaknaði upp um nótt og grét gátu ýtt undir það, að barnið héldi áfram að vakna upp á nóttunni. I rannsókninni segja lækn- arnir, að í mörgum tilfellum sé við fæðingu hægt að segja til um hvort ungabörn komi til með að gráta þegar fram líða stundir og gefa ráð í samræmi við það. Útsala — Útsala Mikil verðlækkun. Glugginn, Laugavegi 49. Lærið vélritun Ný námskeið hefjast á morgun. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 Vélritunarskólinn Suðurlandsbraut 20 Hestamenn Vegna mikillar eftirspurnar um pláss fyrir hesta á vetri komanda er nauðsynlegt fyrir þá sem voru með hesta hjá okkur í fyrra og eins fyrir þá sem eiga viötökuskírteini og ætla að vera meö hesta í vetur aö panta pláss nú þegar og eigi síðar en 15. september. Nokkrum plássum er óráöstafaö núna. Skrifstof- an er opin kl. 14—17 sími 30178. Hestamannafélagið Fákur. MÍMIR Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám, enska, þýzka, franska, spánska, ítalska, norður- landamálin, íslenzka fyrir útlendinga. Áhersla er lögð á létt og skemmtileg samtöl í kennslustundum. Samtölin fara fram á því máli sem nemandinn er að læra, svo að hann æfist í talmáli. Síðdegistímar — Kvöldtímar Símar 11109-10004 (kl. 1 — 7 e.h.) Málaskólinn Mímir, Brautarholti 4 Kvennatímar í badminton 6 vikna námskeið að hefjast. Einkum fyrir heimavinn- andi húsmæður. Holl og góð hreyfing. Leiðbeinandi Garðar Alfonsson. r ’TWm Upplýsingar i sima 82266. Tennis- og badmintonfélag Reykjavikur. Gnoðavogi 1. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.